Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Breyttar forsendur Af hinu mannskæöa snjóflóði á Flateyri getum viö lært ýmislegt, sem auðveldar okkur aö varast slíka at- burði í framtíðinni. Mikilvægast er að átta sig á, að kaupstaðabyggð undir íjallshlíðum er óráðleg, svo sem sagt var hér í leiðara blaðsins 19. janúar síðastliðinn. Snjóflóð hafði áður fallið niður að kirkjunni á Flat- eyri, svo að reynsla er fyrir því, að snjóflóð renna eins langt þar og þau gerðu núna, þótt þau geri það að vísu sjaldan. En miða verður við sjaldgæfa atburði, þegar reynt er að tryggja öryggi fólks á hættusvæðum. Gagnsleysi snjóflóðavarna er það, sem sker mest og sárast í augu að þessu sinni. Á Flateyri hafði verið komið upp tveimur varnargörðum gegn snjóflóðum. Svo virðist, sem flóðið hafi lítið sem ekkert mark tek- ið á þeim. Það fór beint yfir annan og yfir jaðar hins. Snjóflóðið kennir okkur, að ekki dugir að bæta fyrir fjárfestingarmistök síðustu áratuga í sjávarplássum landsins með því að reisa mannvirki til varnar byggð- inni. Náttúruöflin eru einfaldlega kraftmeiri en þau mannvirki, sem maðurinn reisir sér til varnar. Við þurfúm að átta okkur fljótt á þessari nýju lexíu, þótt við höfum verið lengi að átta okkur á hinni gömlu, að ekki er ráðlegt að víkka byggð af sjávareyrum upp í brekkur, sem eru undir fjallshlíðum. Við verðum að við- urkenna ósigurinn og byrja aðgerðir með hreint borð. Raunar átti reynsla forfeðranna að segja skipuleggj- endum kaupstaða, að ekki skuli reisa hverfi utan sjáv- areyra og fjarðarbotna. Undanfarna áratugi hefur ver- ið sýnt mikið andvaraleysi í þess,um efnum, sem mun kosta þjóðfélagið miiljarða króna á næstu árum og ára- tugum. Þjóðin hefur á hverri öld mátt þola tímabil veðurofsa og hamfara, þótt á milli hafi liðið tiltölulega friðsælir áratugir. Margt bendir til, að nú sé gengið í garð nýtt tímabil stórviðra. Við þær aðstæður þurfum við að muna eftir fyrri timabilum af þvi tagi í sögu landsins. Stöðva ber allar framkvæmdir undir fjallshlíðum og hætta þar með í eitt skipti fyrir öll að tjalda til einnar nætur í sjávarplássunum. í þess stað þarf að þétta byggð á eyrum og færa hana sumpart inn í fjarðar- botna, þar sem hvorki er hætta á snjóflóðum né flóð- bylgjum. Við þurfum að muna eftir, að snjóflóð og aurskriður að ofan eru ekki eina hættan, sem steðjar að fjarða- byggð. Flóðbylgjan á Suðureyri minnir okkur á, að einnig ber að kanna, hversu vel eða illa fjarðabyggðin er búin undir náttúruhamfarir að neðan, frá hafinu. Á endanum er þetta svo peningadæmi. Þótt ofan- flóðasjóður hafi verið efldur, er greinilegt, að hann ræður ekki við dæmið eftir að snjóflóðið á Flateyri hef- ur breytt forsendum þess. Við stöndum hreinlega and- spænis útgjöldum, sem eru margfalt hærri á ári hverju. Jafnframt þarf í alvöru að svara þeirri spurningu, hvort yfirleitt sé vit í að leggja mikið fjármagn til end- urbygginga við aðstæður, þar sem landþrengsli eru mikil. Það hlýtur að verða áleitið að auðvelda fólki frekar að færa sig til staða, sem veita meira öryggi. ísland er stórt land og þjóðin á öflug skip, sem eru fljót á miðin. Það er ekki lengur nauðsynlegt að gera út frá hverjum firði. Nú er kominn tími til að fara að greiða götu þeirra, sem vilja losna úr átthagafjötrum verðlausrar fjárfestingar í landþröngum sjávarplássum. Þjóðfélagið þarf að spara á öðrum sviðum til að geta losað fólk út úr þessum flárfestingum og stutt það til framkvæmda við að skjóta rótum á öruggum stöðum. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 DV Berlusconi verður að svara til saka Fréttamenn höfðu orð á því að Silvio Berlusconi, fyrrverandi for- sætisráðherra, hefði verið niður- dreginn á svip á fundi ítalska þingsins á fimmtudag eftir að ljóst varð að tillaga hans um vantraust á ríkisstjórn Lambertos Dini næði ekki fram að ganga. Ástæðunnar er ekki langt að leita. Fall van- traustsins útilokar nýjar þing- kosningar í desember sem Berlusconi stefndi að í því skyni að geta aftur verið orðinn forsæt- isráðherra áður en hann á að koma fyrir rétt í janúar að svara til saka fyrir mútugreiðslur fyrir- tækja sinna. Þessir atburðir eru til vitnis um að ítölsk stjórnmál snúast enn um uppljóstranir rannsóknardómara á ijármálaspillingu sem umturn- aði stjórnmálasviðinu í síðustu þingkosningum. Berlusconi og flokkur hans, Áfram Ítalía, hófust þá óvænt til valda í bandalagi við nýfasista og sjálfstjórnarflokk Norður-Italíu sem vill fylkjaskipta landinu. Sú stjórn féll í janúar, í og með vegna þess að komið hafði á daginn að spillingarrannsókn beindist meðal annars að Finin- vest, eignarhaldsfélagi fjölskyldu Berlusconi á miklu fjármálaveldi, sem meðal annars ræður yfir öllu einkareknu sjónvarpi á Ítalíu sem verulegrar útbreiðslu nýtur. Við tók ríkisstjórn embættis- manna og sérfræðinga undir for- ustu Lambertos Dini hagfræðings sem lengi hafði starfað hjá Al- þjóðabankanum. Hún setti sér markmið um bættan fjárhag ríkis- ins, endurskoðun kosningalaga og lagasetningu um aðgang stjórn- málaflokka að útvarpi og sjón- varpi en Berlusconi hafði rekið þrjú sjónvarpskerfi sín til áróðurs eftir að hann hóf stjórnmálaaf- skipti og þar að auki reynt að koma sínum mönnum yfir ríkis- sjónvarpið meðan hann fór með ríkisstjórn. Tilefni vantrauststillögunnar, sem féll í vikunni, var framganga Filippo Mancuso, dómsmálaráð- herra í stjórn Dini. Fljótt kom í ljós að hann leit á það sem megin- verkefni sitt að leitast við að taka fram fyrir hendur rannsóknar- dómaranna sem best hefur orðið ágengt í að fletta ofan af spilling- armálum þar sem stórfyrirtæki og stjórnmálamenn koma einkum við sögu og tengslum stjórnmála og glæpastarfsemi mafíusamtaka á Suður- Ítalíu. Dómsmálaráðherrann gerði út úr ráðuneyti sínu sveitir eftirlits- manna sem tóku að yfirheyra rannsóknardómara, einkum í Mílanó og Palermo, krefjast af þeim gagna og jafnvel reyna að taka hálfrannsökuð mál úr hönd- um þeirra. í öllu þessu naut dóms- Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson málaráðherrann dyggilegs stuðn- ings Berlusconi og fréttamiðla hans. Niðurstaðan varð samt sú að sakargiftir könnunarhópa dóms- málaráðherra á hendur rannsókn- ardómurum voru úrskurðaðar til- efnislausar, þó ekki fyrr en einn þeirra, og kannski sá kunnasti, Antonio Di Pietro frá Mílanó, sá sig tilneyddan að segja af sér eftir að upplýsingum um einkafjárhag hans var lekið til fjölmiðla. Birti hann þá opið bréf til Berlusconi þar sem hann kvaðst hafa greitt flokki hans atkvæði á sínum tíma en ekki geta það lengur eftir að komið væri í ljós að fyrirtækja- hagsmunir væru settir ofar þjóð- arhagsmunum. Aðfarir Mancusos dómsmála- ráðherra urðu til þess að mið- og vinstriflokkar, sem stjórn Dini hefur stuðst við, báru fram tillögu um vantraust á hann einan. Var það samþykkt í efri deild þingsins með yfirgnæfandi meirihluta, eft- ir að stuðningsmenn Berlusconi höfðu gengið af fundi. Vantraust á einstakan ráðherra en ekki ríkisstjórn í heild á sér vart fordæmi á Ítalíu og stjórn- skipunarreglur um hversu með skuli fara sé það samþykkt eru óljósar. Greip því Berlusconi tæki- færið og bar fram vantraust á rík- isstjórn Dini í því skyni að knýja fram kosningar fyrir áramót. Um skeið leit út fyrir að van- traustið næði fram að ganga því Endurreisti kommúnistaflokkur- inn með 24 þingmenn lýsti fylgi við það sökum andstöðu við sparnaðaraðgerðir ríkisstjórnar- innar. Þingmenn flokksins sátu þó hjá eftir að Dini hafði kunngert að hann myndi biðjast lausnar um áramót, að lokinni afgreiðslu fjár- laga. Óvíst er þó að það leiði til skjótra kosninga því Ítalía á að fara með formennsku í Evrópu- sambandinu á fyrra misseri næsta árs. Gæti því hæglega svo farið að Dini myndi nýja stjórn og kosn- ingar drægjust fram yfir mitt ár. Lamberto þinginu. Dini forsætisráðherra talar í vantraustsumræðunni á ítalska Símamynd Reuter skoðanir annarra Breytinga er þörf „Þegar leiötogar svo til hverrar einustu þjóðar á jörðinni halda upp á 50 ára afmæli Sameinuðu þjóð- i anna í vikunni verða þeir að gera betur en að fylla sal allsherjarþingsins og teppa umferðina í New York. Þeir skulda sjálfum sér og borgurum sínum | það að skoða nú vandlega samtökin sem þeir eru að heiðra. Án umtalsverðra breytinga í skipulagi og starfsháttum munu SÞ glata því sem eftir er af gagnsemi sinni og stuðningi almennings." Úr forustugrein New York Times 24. október. Ritt skaöar sjálfa sig og aðra „Hvemig getur Ritt Bjerregaard hér eftir unnið með Evrópusambandsmönnum þegar viðmælendur | hennar geta átt von á þvi að birtast á síðum dagbók- ar hennar sjöunda hvern mánuð. Ritt Bjerregaard skaðar ekki einungis sjálfa sig. Hún skaðar embætti umhverfisstjóra ESB og hún ætti að vera of klár til þess.“ Úr forustugrein Politiken 24. október. Hamingjan og fullveldið „Kjósendur í Québec velta því enn einu sinni fyr- ir sér hvort þeir yrðu hamingjusamari sem full- valda ríki, óháð hinum hlutum Kanada. Þjóðarat- kvæðagreiðslan fer fram á mánudag. íbúar Québec eru þó ekki þeir einu sem eiga hagsmuna að gæta þegar úrslitin eru annars vegar. Bandaríkjastjórn hefur reynt að þræða milliveginn þegar rætt hefur verið um atkvæðagreiðsluna. Á stjórnmálasviðinu er þetta innanríkismál Kanada og kemur nágrann- anum í suðri ekkert við. Hvað efnahagsmálin varð- ar gætu úrslitin haft umtalsverð áhrif beggja vegna landamæranna." Úr forustugrein Washington Post 26. október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.