Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 247. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
15
Hundruö manna leituðu í rústum húsa á Flateyri eftir að snjóflóðið féll þar um miöja nótt síðastliðinn fimmtudag. Flest húsanna sem fóru undir flóðið voru talin á öruggu byggingarsvæði
samkvæmt mati opinberra aðila.
Svartur október
Árið 1995 hefur þegar hlotið
þann sorglega sess í íslandssög-
unni að vera mannskæðasta snjó-
flóðaár síðustu fjögurra alda eða
svo.
Það sem af er árinu hefur hátt á
fjórða tug íslendinga fallið fyrir
þeim óhugnanlega vágesti sem
snjóflóðin eru. Flestir fórustu í
tveimur stórum flóðum - á Flat-
eyri aðfaranótt síðastliðins
fimmtudags og í Súðavík í janúar
síðastliðnum.
Það þarf að fara allt aftur til árs-
ins 1613 til að finna meira hörm-
ungarár í sögu íslensku þjóðarinn-
ar að þessu leyti. Fyrir liggja
heimildir um að þá hafi allt að
fimmtíu manns farist er fólkið var
á leið til messu í Siglufirði á sjálf-
um aðfangadegi jóla.
Islenskt
veðurfar
Hörmungarnar á Flateyri komu
ekki síst á óvart vegna þess aö
þær dynja yfir í lok sumars - áður
en eiginlegur vetur er genginn í
Hvert áfallið
rekið annað
í þeim októbermánuði sem nú
er senn á enda hefur reyndar
hvert áfallið rekið annað hér á
landi og skilið eftir sig djúp sár
hjá mörgum fjölskyldum.
Þjóðin hefurxað undanförnu
fyllst óhug vegna þeirra miklu
hörmunga sem dunið hafa yfir í
umferðinni á þjóðvegum landsins.
Átta einstaklingar hafa látið lífið á
vegunum síðustu þrjár til fjórar
vikurnar.
í hugum landsmanna var októ-
ber því þegar orðinn svartur mán-
uður áður en ósköpin áttu sér stað
á Flateyri.
Það er auðvitað gífurlegt áfall
fyrir litla þjóð eins og íslendinga
að missa hátt í fimmtíu karla,
konur og börn af slysförum á fá-
einum mánuðum.
Margir eiga um sárt að binda
nú undir lok þessa sumars. Þeir
eiga visan samhug og hluttekn-
ingu allra landsmanna vegna svip-
legs ástvinamissir.
Veðurofsi af því tagi sem farið
hefur yfir Vestfirði og Norðurland
síðustu dagana er líkari þeim
áhlaupum sem landsmenn eiga að
venjast um miðjan vetur, svo sem
í janúar eða febrúar. Margir hafa
þess vegna velt því fyrir sér und-
anfarið hvort mikilvægar breyt-
ingar séu að verða á veðurfari á
íslandi um þessar mundir.
Kunnur veðurfræðingur sagði
eitfhvað á þá leið, í tilefni slíkrar
umræðu, að spurningin væri
kannski miklu frekar hvort það
væri aftur komið hér íslenskt veð-
urfar.
Þar var hann vafalaust að vísa
til þeirrar staðreyndar að allt frá
því upp úr 1920 og fram undir það
síðasta hefur verið óvenju hlýtt og
gott veður á landinu.
Heimildir um veðurfar gegnum
aldirnar eru auðvitað misjafnlega
miklar og áreiðanlegar. En vís-
indamenn telja engu að síður ljóst
að mestan þann tíma sem byggð
hefur verið á íslandi hafi almennt
verið mun kaldara en núlifandi ís-
lendingar eiga að venjast.
Sérfræðingar virðast sammála
um að eftir hlýindaskeið land-
námsaldarinnar hafi farið að
kðlna verulega um eða upp úr
aldamótunum 1200. Og að meira
og minna samfellt kuldaskeið hafi
ríkt hér á landi allt frá þeim tíma
og fram á þessa öld, eða þar til í
kringum árið 1920 - það er að segja
í um sjö hundruð ár.
Þetta á þó alveg sérstaklega við
Um sautjándu, átjándu og nítjándu
öldina, en þær einkenndust ,af
miklum harðindum m.a. af völd-
um tiðarfarsins.
nú hafa ítrekað sýnt sig að vera í
alyarlegri snjóflóðahættu.
Sú spurning hlýtur að vera ofar-
lega í hugum manna hvort ekki sé
nauðsynlegt að flytja byggðina til í
mörgum sjávarpíássum. Að sjálf-
sögðu verður að gera allt sem
hægt er til að tryggja öryggi
þeirra sem búa á þessum stöðum.
Ef það verður ekki gert með öðr-
um hætti en að yfirgefa til fram-
búðar mörg þau hús sem risið
hafa á síðustu áratugum þá er það
einfaldlega óhjákvæmilegur her-
kostnaður sem þjóðfélagið í heild
verður að taka á sig. Mannslífin
hhota ávallt að skipta meira máli
en allt annað.
Laugardagspistill
Elías Snæland Jónsson
Gjörbreyttar
forsendur
Endurmat á
öryggi byggða
Þótt fátt sé víst í veðurfræðum
virðist skynsamlegt að reikna með
því að þau hlýindi sem ríkt hafa
að mestu á þessari öld séu undan-
tekning sem sanni reglu næstu
alda á undan um hvað sé „venju-
legt" íslenskt veðurfar.
Það þýðir að landsmenn þurfa
að vera því viðbúnir að veðurofsi
af því tagi sem gekk yfir landið á
síðasta vetri og aftur nú í vikunni
verði algengur á næstu árum.
Slik framtíðarsýn hlýtur að
ráða miklu um þær ákvarðanir
sem taka verður um skipulag
byggða í þéttbýli á Vestfjörðum og
reyndar víðar í kjölfar náttúru-
hamafara þessa árs.
í flestum þorpum og bæjum fyr-
ir vestan hefur mikið verið byggt
af íbúðarhúsum síðustu áratug-
ina. Hús hafa risið á svæðum sem
Snjóflóðið í Súðavík leiddi í ljós
að þær forsendur sem sérfræðing-
ar höfðu almennt gefið sér um mat
á hættu af snjóflóðum voru alls-
endis ófullnægjandi.
Þar kom í fyrsta lagi til af því
að byggja þurfti áætlanir á ófull-
komnum upplýsingum um eldri
snjóflóð á mörgum stöðum þar
sem þéttbýli er sögulega séð til-
tölulega nýlegt.
í öðru lagi var hættumatið við
það miðað að þau snjóflóð sem
áður höfðu fallið væru hámarks-
flóð. Þannig var gengið út frá því
að ekki myndu koma meiri flóð á
tilteknu svæði en vitað var um frá
fyrri tíð.
Eftir Súðavíkúrslysið var
hættumatið stokkað upp og for-
sendum breytt. Sú vinna er að
vísu enn skammt komin á ýmsum
stöðum, en þó liggur fyrir að víða
hefur endurmatið haft í för með
sér að stærri hluti byggðar telst
nú á hættusvæði en áður.
Harmleikurinn á Flateyri und-
irstrikar hins vegar að jafnvel þær
nýju hugmyndir um hættumat
sem sérfræðingar hafa unnið eftir
síðustu mánuði duga ekki. Þannig
hefur komið fram opinberlega að
mestur hluti þeirra húsa sem
lentu í snjóflóðinu á fimmtudag-
inn var utan hættusvæðis sam-
kvæmt nýju hugmyndunum um
snjóflóðamat.
Þessi staðreynd þýðir væntan-
lega að horfa verður á öll þessi
mál í alveg nýju ljósi þegar stjórn-
völd fara að endurmeta stöðuna á
næstu vikum. Fram hjá því verð-
ur ekki komist áð forsendur hafa
enn einu sinni gjörbreyst.
Að lifa með
náttúruöflunum
Atburðirnir á Flateyri og í
Súðavík eru dapurleg áminning
um hversu maðurinn má sin í
raun og veru lítils andspænis ógn-
arkröftum náttúrunnar í sinni
trylltustu mynd.
Mannkynið hefur lengi reynt að
temja náttúruna og beygja hana
nauðuga undir vilja sinn, enda
hafa mennirnir gjarnan litið á sig
sem sjálfkjörna herra.jarðarinnar.
Oftar en ekki hefur gætt mennta-
og tæknihroka af hálfu þeirra
mörgu sem telja manninum allt
fært og leyfilegt.
Náttúrhamfarir eru hörmuleg
staðfesting þess að mannlegri getu
eru takmörk sett. Enda hafa sífellt
fleiri áttað sig á því hin síðari ár
að sýna verður náttúruöflunum
tilhlýðilega virðingu í stað þess að
reyna sífellt að drottna yfir þeim.
Staðreyndin er sú að maðurinn
verður að læra á náttúruna og
semja sig að hegöun hennar til að
hafa möguleika á að verja sig af
einhverju viti fyrir alvarlegum
áföllum. Með slíkt hugarfar að
leiðarljósi er stundum hægt að
koma í veg fyrir mannskaða af
völdum náttúruhamfara, að svo
miklu leyti sem slíkt er yfirleitt í
mannlegu valdi.
Elias Snæland Jónsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64