Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 247. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995
19
Elísabet Davíðsdóttir, Fordstúlkan 1994:
Sýndi fyrir
Yves Saint
Laurent
„Það hefur gengið mjög vel hjá
mér að undanförnu. London er tals-
vert minni markaður en París eða
Mílanó og margt komið á óvart
hér," segir Elísabet Davíðsdóttir,
Fordstúlkan 1994, en hún sýndi
fatnað á glæsilegri sýningu Yves
Saint Laurent í London í vikunni.
Undanfarna daga hafa staðið yfir
tískudagar í London og hafa mörg
þekkt nöfn í tískuheiminum troðið
upp með skrautsýningar. Meðal
þeirra er tískuhúsið Yves Saint
Laurent þar sem Elísabetu var boð-
ið að sýna búning úr leikritinu
Hamlet eftir Shakespeare. „Þetta
var stór og mikil sýning sem vakti
mikla athygli," segir Elísabet en
mörg þekkt nöfn í fyrirsætuheimin-
um sýndu með henni. Meðal þeirra
var nýjasta stjarnan Jodie Kidd:
„Ljósmyndararnir eltu hana á rönd-
um og það lá við að hún brotnaði
niður við allt umstangið. Jodie hef-
ur verið uppáhald h'ósmyndaranna
á undanförnum mánuðum," segir
Elísbet.
„Þær voru nokkrar þekktar
þarna en ég kann ekki nöfnin á
þeim," segir Elísabet. „Ein þeirra er
með tattó á höfðinu og önnur með
eldrautt hár en þær hafa vakið
mikla athygli. Sýningin var mjög
flott og líktist helst leikhúsi þar sem
kjólarnir, sem sýndir voru, eru frá
mörgum tímabilum. Sjónvarpið
sýndi myndir'frá sýningunni og það
kom vel út. Mér fannst í rauninni
hálf skrítin tilfinning að vera í bún-
ingsherberginu í öllum látunum
með myndavélar allt um kring."
Elísabet var einnig á tiskusýn-
ingu hjá Nichole Fahri. Þá kom til
greina að hún sýndi á úrslitakvöld-
inu á þriðjudag en það var ekki
ákveðið þegar helgarblaðið hafði
símasamband við hana.
„Það er í rauninni miklu meira
gaman að þessu heldur en ég hélt,"
segir hún.
í myndbandi Eltons Johns
Frá því Elísabet vann Fordkeppn-
ina fyrir rúmu ári hefur hún haft
nóg að gera við fyrirsætustörf. Hún
starfaði fyrst hjá Ford Models í Par-
ís en flutti sig síðan yfir til Mílanó
þar sem starfaði í fimm mánuði.
Hún fór aftur til Parísar og vegna
hvatningar frá félögum ákvað hún
að halda til London. Það var Ford
Models i París sem útvegaði henni
hina virtu umboðsskrifstofu Model
1 í London. „Mér hefur líkað vel við
þessa umboðsskrifstofu sem virðist
gera allt sitt mjög vel," segir Elísa-
bet.
Hún hefur fengið margs konar
störf frá því hún kom til London og
meðal þess er upptaka í myndbandi
við nýtt lag Eltons Johns. „Það var
mjög skemmtilegt þó ég hafi ekki
hitt Elton sjálfan. Jú, ég hef séð
myndbandið nokkrum sinnum á
MTV stöðinni og það kemur ágæt-
lega út," segir hún.
- oy lék í myndbandi hjá Elton John
Með Rolling Stones og
Snowdon
En þó Elísabet hafi ekki hitt
Elton John þá hitti hun ekki fræg-
ari menn en meðlimi hljómsveitar-
innar Rolling Stones i veislu sem
þeir héldu til vegna upptöku á
myndbandi sínu. „Það var hringt í
skrifstofuna mína og Rollingarnir
buðu nokkrum fyrirsætum að vera
viðstaddar þessa upptöku. Mér
fannst þeir heldur gamlir en það
var gaman að hitta þá. Hins vegar
býst ég ekki við að sjást á þeirra
myndbandi. Það var margt fólk
þarna og Jagger og félagar heilsuðu
öllum og ræddu við fólkið."
Einn frægasti ljósmyndari heims,
Snowdon lávarður, fékk Elísabetu
til að sitja fyrir á myndum sínum.
„Mér var boðið að vinna með hon-
um fyrir tímarit sem heitir Bride
Magazine og byggist upp á brúðar-
skarti. Það verða örugglega mjög
flottar myndir en blaðið á ekki að
koma út fyrr en í apríl á næsta ári.
Það var skemmtilegt að kynnast
Snowdon, hann er yndæll maður.
Auk þess er frábært fyrir mig að fá
myndir frá honum í möppuna
mína," segir Elísabet.
Fyrir utan allt þetta vann Elísa-
bet fyrir stuttu með ljósmyndurum
hollenska ELLE tískublaðsins en
þær myndir munu birtast í nóvem-
berhefti biaðsins. Elísabet segir að
þær myndir hafi verið teknar í
London og væru mjög flottar.
Mikil ferðalög
Elísabet hefur verið í London í
tvo mánuði en hún segir að þangað
hafi hún aldrei komið áður. „Ég
kann ágætlega við mig hér en þetta
er langdýrasta borgin sem ég hef
unnið í, mun dýrari en París eða
Mílanó. Ég bý með tveimur stúlkum
í íbúð sem umboðsskrifstofan skaff-
ar pkkur og það gengur mjög vel.
Það virðast vera næg verkefni ef
maður er heppinn en vissulega er
dagamunur á þessu."
Áður en Elísabet kom til London
hafði hún ferðast mjög viða sem fyr-
irsæta. Meðal annars fór hún til
Balí í myndatökur, til Feneyja,
Sikileyjar, Nice, Flórens og
Skotlands. Meðal annars voru tekn-
ar myndir fyrir hið virta tískublað
Harpers. Þá vann hún við auglýs-
ingar fyrir Marc O'Polo. „Það er
best borgað fyrir slíkar auglýsingar.
Ef maður vinnur fyrir fræga ljós-
myndara er ekki mikið greitt fyrir
það," segir hún.
Elísabet segist ætla að halda
áfram í starfi fyrirsætunnar fram
að jólum en þá langi hana til að
halda áfram námi. „Ég býst síðan
við að koma hingað til London aft-
ur næsta sumar. Eftir samfellda
átta mánaða törn þá langar mann
heim en ég held að ég hafi þroskast
heilmikið á þessu og hef haft gaman
af," segir Elísabet Davíðsdóttir.
Elísabet Davíðsdóttir hefur haft nóg að gera á erlendri grundu frá því hún vann Fordkeppn-
ina fyrir rúmu ári.
tmmin
^^it UTAS^J
Með Black Line myndlampa,
40W Nicam Stereo magnara
með Surround, aðgerða-
birtingu á skjá, textavarpi með
ísl. stöfum, fullkominni
fjarstýringu, Timer, klukku á
skjá, S-VHS inngangi og
tveimur Scart-tengjum.
ALLT ÞETTA
FYRIR AÐEINS
69.900
STGR.
SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64