Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1995, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1995 41 „Upphaflð að því að ég settist niður og skrifaði þessa sögu var að mig langaði að gera tilraun á sjálfum mér - vita hvort ég ætti eitt- hvert erindi á ritvöllinn. Upphaflega gerði ég drög að sjónvarpsþáttaröð þannig að segja má að nú sé sagan loksins komin heim. Hins veg- ar var ekki til fjármagn hjá Sjónvarpinu á þeim tíma þannig að ég gæti klárað handrit- ið. Ég ákvað þá að skrifa bók og senda hana í samkeppni hjá Vöku-Helgafelli,“ segir Friðrik Erlingsson, höfundur bókarinnar og kvik- myndahandritsins Benjamín dúfa, en myndin verður frumsýnd í Stjörnubíói 9. nóvember. Benjamín dúfa hlaut barnabókarverðlaun Vöku-Helgafells árið 1992 og hefur bókin síð- an verið eitt alvinsælasta söguefni til lestrar í kaffltímum i skólum landsins. Friðrik segir að þó bókin hafi verið fyrir börn sé myndin fyrir alla fjölskylduna, hún sé ævintýrarík og spennandi og veki fólk til umhugsunar. „Þessi saga er sögð af manni sem er 35 ára og er að rifja upp bernskuárin þar sem hann bjó í Reykjavík. Eitt sumarið flutti nýr strák- ur í hverfið sem var svolítið sérstakur og öðruvísi en hinir. Gömlu félagarnir stofna riddarafélag með nýja stráknum til að berjast gegn óréttlætinu í hverfinu. Það gerist eftir að hrekkjusvínið í götunni hefur drepið kött sem gömul vinkona félaganna átti. Sumarið er heilmikið ævintýri hjá strákunum en þó kemur upp rígur milli þeirra og einn er rek- inn úr reglunni. Hann stofnar þá aðra reglu. Þessar tvær reglur mætast síðan á dimmu haustkvöldi í Slippnum til að berjast. Margt fer öðruvísi en ætlað var, eins og þeir sem þekkja söguna vita, þegar ein sögupersónan deyr.“ Vakti fólk til umhugsunar Friðrik segir að nokkuð flókið hafi verið að vinna með þetta sögubrot í kvikmyndinni og mikið lagt í það. „Þetta er viðkvæmt atriði sem kemur við marga. Hins vegar hef ég feng- ið góð viðbrögð við sögunni og hef heyrt að dauðinn hafi orðið umræðuefni barna og for- eldra í kjölfar lestursins." Hugmyndin að kvikmyndinni varð til nokkuð snemma, eða um það leyti sem Frið- rik hafði klárað handritið að bókinni. Hann og Gísli Snær Erlingsson, leikstjóri myndar- Friðrik Erlingsson er höfundur verðlaunasögunnar um Benjamín dúfu. DV-mynd ÞÖK Kvikmyndin Benjamín dúfa: Stórkostlegt að sjá söguna - segir Friðrik Erlingsson rithöfundur krefjandi verkefni að breyta Benjamín dúfu í kvikmyndahandrit. „Sagan er sterkari heild í kvikmyndinni en í bókinni. Ef ég væri að vinna bókina í dag myndi ég auðvitað hafa skrifað hana allt öðruvísi - ég hef fengið meiri þjálfun í ritlistinni. Það breytir því ekki að útkoman er mjög ásættanleg," segir Frið- rik. Upptökur á myndinni hófust í ágúst 1994 en áður hafði farið fram leit að réttu leikurun- um. „í stað þess að auglýsa í blöðum eftir leik- urum leituðum við til skólanna og fengum ábendingar um stráka sem verið höfðu á leik- listarnámskeiði. Einnig fengum við ábend- ingu um strák sem er íslensk-enskur og býr í Englandi. Hann sendi okkur myndbandspólu með sjálfum sér þar sem hann söng kórverk eftir Mozart. Sá drengur, Gunnar Atli Cauthery, var alveg tilvalinn í hlutverk drengsins sem flytur í hverfið enda er sá _ hálfskoskur og talar með örlitlum hreim. Síð- an fundum við Sturlu Sighvatsson, sem leik- ur Benjamín dúfu, og fannst hann passa ná- kvæmlega í það hlutverk. Hjörleifur Björns- son var sá rétti í hlutverk Andrésar og sama má segja um Sigfús Sturluson sem leikur Baldur. Þegar við fórum að vinna með þessum strákum tókum við eftir að þeir hættu að vera þeir sjálfir og urðu að þessum karakterum. Það var geysilega magnað að sjá - mér fannst stórkostlegt að sitja úti í horni og horfa á sög- una lifna við,“ segir Friðrik. Mjög sáttur Innitökur myndarinnar fóru fram í Héðins- húsinu en útitökur við Stálsmiðjuna og í bak- garði húsanna sem standa við Skúlagötu og * Laugaveg. „Þar fundum við það hverfi sem okkur fannst passa við söguna og færðum um- hverfið tuttugu ár aftur í tímann i góðri sam- vinnu við íbúana." Friðrik segist hafa fylgst með upptökum eftir bestu getu og sé mjög ánægður með út- komuna. „Þessi mynd er um mannleg sam- skipti, vináttu og traust, tilfinningar og dauð- ann. Þó persónurnar séu aðeins tólf ára þá eru þær fulltrúar allra kynslóða," segir Frið- rik Erlingsson sem jafnframt er að koma út lifna við innar, ræddu þann möguleika strax árið 1992. „Eftir að Baldur Hrafnkell Jónsson sýndi áhuga á að vera framleiðandi myndarinnar settum við saman umsókn um handritastyrk sem við síðan fengum. Þá settist ég niður til að breyta bókinni í kvikmyndahandrit. Ég reyndi að hafa söguna eins og hún kemur fyr- ir sjónir lesenda en þó eru þetta ólíkir miðlar og myndmálið þarf njóta sín.“ Sterkari saga í bíó Friðrik hafði áður skrifað handrit að kvik- myndinni Stuttum Frakka og haföi því nokkra reynslu. Hann segir að það hafi verið sinni fyrstu skáldsögu í næsta mánuði, Lilj- unni, sem fjallar um ástina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.