Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 DV Leirljós og leirmál - tvær leirlistarsýningar í Stöðlakoti og Úmbru Það virðist vera mikil gróska í leirlistinni um þessar mundir ef marka má þann fjölda leirlistarsýninga sem hefur verið á árinu. í kjölfar mis- tækrar yfirlitssýningar á Kjarvalsstöðum á liðnum vetri, er átti að sýna í senn sögu leirlistar á íslandi og þverskurð af því sem er að gerast, hafa verið opnaðar fjöldamargar litlar og persónulegar einkasýningar á leirl- ist. Flestar hafa leirlistarsýningarnar verið í gamla miðbænum, í Stöðla- koti og Gallerí Úmbru, og verður hér fjallaö um sýningar þeirra Helgu Jóhannesdóttur og Láru K. Samúelsdóttur sem standa nú yfir í þessum tveimur sýningarsölum. Töfralampar og kastalar Helga Jóhannesdóttir sýnir þrettán verk, unnin í ljósan steinleir, málm, lakkað silki, gler og sáldþrykkta bómull í Stöðlakoti. Verk hennar eru öll með innbyggðu rafmagnsljósi og geta þvi skoðast sem lampar, þó svo að birtan sé af skornum skammti frá a.m.k. sumum verkanna. Ævintýra- ljóma stafar frá þessum leirlömpum sem sumir eru í formi kastala og ýmiss konar tuma. Hér er um að ræða sérstaka útfærslu á kertastjakan- um sem svo oft hefur verið milli handanna á leirlistarfólki. Úrlausnir Helgu er mjög athyglisverðar í því ljósi og skermarnir falla oft vel að leirverkinu, eins og í Köstulum með himni (nr. 1 og 2) og í Töfralömpum (nr. 7 og 8). Seinni töfralampinn er þó sýnu athyglisverðari fyrir það hvernig glóperan -er í samræmi við víravirkið og skrautið á leirnum. Áferðin á verkum Helgu er afar lífræn og skapar skemmtilegt mótvægi gegn geómetrískum glerjuðum litformum sem endurtaka sig í verkunum. Á efri hæð Stöðlakots eru síður athyglisverðir lampar með sáldþrykktum Myndlist Ólafur J. Engilbertsson skermum sem falla lítt að leirnum. Gripirnir á jaröhæðinni hafa til að bera mun meiri frumleika og útsjónarsemi og hafa ugglaust verið listakon- unni meiri áskorun en lamparnir á efri hæð. Sýning Helgu í Stöðlakoti stendur til 5. nóvember. Rammar og leirmál Lára K. Samúelsdóttir opnaði um helgina sýningu á leirmálum og römm- um í Galleríi Úmbru. Ekki veit ég hvað hstakonunni gengur til með því að setja í leirramma sína tilkhpptar eftirprentanir mynda eftir Van Gogh og Munch, auk brota úr ævisögu þess fyrrnefnda. Hvað sem því líður þá gera þessar samklippur ekki annað en að eyðileggja fyrir þeirri leirlist semi römmunum er fólgin. Hvort sem listakonan hefur þar verið að styðj- ast við verk Van Goghs og Munchs eður ei hefðu rammarnir notið sín betur stakir, hkt og eyrað nr. 13, sem þó er afskaplega utanveltu á sýning- unni og úr takt við annað. Leirmálin eru hins vegar megininntak sýningarinnar og þar kveður við annan og mun innihaldsríkari tón. Teketill nr. 25 og vasi nr. 26 eru með athyglisverðustu verkunum. Form ketilsins er í senn persónulegt og klassískt og hvað vasann áhrærir er sérstaklega athyglisvert hvernig geómetrískt símynstur með glerjungi skapar ríkulega áferð. Tveir stærri vasar á gólfi, nr. 36 og 37, eru jafnframt athyglisverðir fyrir klassíska formun og litasamspil. Listakonan skyldi athuga að hlaða ekki slíkum kynstrum af verkum inn á sýningar sínar í framtíðinni. Hér hefði farið mun betur á að sleppa bæði römmum og eyra, fækka vösum nokkuð, og stilla þeim upp á stöpla eða hihur. Sýningin er því miður lítt aðgengileg og ofhlaðin. Sýning Láru í Úmbru stendur til 15. nóvember. Geislaplata á leiðinm: í aldarminningu Davíðs Stef ánssonar í byrjun nóvember er væntanleg Meðal flytjenda eru Egih Ólafs- á markaö ný geislaplata í aldar- son, Bergþór Pálsson, Sigrún minningu Daviðs Stefánsonar frá Hjálmtýsdóttir, Óskar Pétursson, Fagraskógi. Það er sérstakur sam- Jóhanna Linnet, Elín Ósk Óskars- starfshópur tónlistarmanna sem dóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, gefur plötuna út. Hún inniheldur Magnús og Jóhann og Bergþóra 13 ný og eldri lög við þóð Davíðs. Árnadóttir. Spor annast dreifmgu. _bjb Menning Klassíkin og notagildið Arkitektúr Einars Sveinssonar á Kjarvalsstöðum stærðfræðhegar og þjóna grundvallarhlutverki hvað varðar birtu, burð hússins og legu þess. Sem dæmi má nefna brúna að Heilsuverndarstöðinni og gluggana í Breiðagerðis- og Laugalækjarskólum. Togstreita notagildis og klassískra lausna Leiða má getum að því að Einar Sveinsson haíi fylgst afar náið með hræringum samtíma síns í húsagerðarl- ist og verið opinn fyrir nýjungum. Á árunum fyrst eftir heimkomuna teiknaði hann hús í nánast hreinum fúnkístíl eins og Freyjugötu 43 og Lindargötu 3. Á fimmta áratugnum koma klassískar áherslur boga- formanna fram í fjölbýlishúsum í Lönguhlíð og við Hringbraut og í Melaskóla sem á sínum tíma var tal- inn fegursta hygging bæjarins og þjónaði sem móttöku- salur borgaryflrvalda á tímabili. Einfaldleikinn hélt aftur innreið sína í fjölbýlishúsi við Kleppsveg á sjötta áratugnum en á sama tíma var Heilsuvemdarstöðin í byggingu, en hún hlýtur að teljast með persónulegri verkum Einars, þar semsaman fara klassískar áhersl- ur og áhersla á notagildið. Á seinni hluta sjötta áratug- arins og þeim sjöunda kemur burðarþolsfræðin sterk- lega inn í formanir Einars og e.t.v. er þar að fmna hápunktinn á ferli hans þar sem stærðfræðingurinn og listamaðurinn sameinast við úrlausn verkefna á borð við Sundlaugarnar í Laugardal og Höggmynda- safn Ásmundar Sveinssonar sem Einar haföi náið sam- starf við í gegnum tíðina. Hluti utanveltu Sýning þessi á verkum Einars Sveinssonar er sett upp í miðrými Kjarvalsstaða og í gluggarými vestur- álmu og að hluta við kaffistofu. Birtu nýtur ágætlega í þessum rýmum, nema helst við kaffistofuna þar sem hluti sýningarinnar er eins og hálfutanveltu. Líkön af Heilsuverndarstöðinni og fleiri byggingum sefja mikinn svip á sýninguna og gera hariá vel heimsóknar virði. Það e? sannarlega vel við hæfi aö Listasafn Reykja- víkur efni til stórrar yflrlitssýningar á byggingalist Einars Sveinssonar, því sennilega hefur enginn ein- staklingur lagt jafn mikið fram við að móta ásýnd Reykjavíkur. Einar kom heim frá Þýskalandi úr námi í arkitektúr árið 1932 og var ráðinn fyrsti húsameist- ari Reykjavíkur tveimur árum seinna og gegndi því starfi í tæpa fjóra áratugi, eða aUt til dauðadags árið 1973. Á þeim tíma teiknaði hann, og vann að í sam- starfi við aðra, byggingar sem löngu eru orðnar svo rótgrónir þættir í borgarlandinu að nútímaborgaran- um reynist erfitt að ímynda sér borgina án þeirra. Þar Myndlist Ólafur J. Engilbertsson á meðal má nefna Borgarspítalann, Heilsuverndar- stöðina, Laugarnesskóla, Melaskóla og fyrstu blokk- irnar hér á landi á Melunum, við Lönguhlíð, Skúla- götu og víðar. Form á grundvelli burðarþols og birtu Einar nam arkitektúr í Darmstadt á þeim árum sem notagildisstefnan, fúnksjónalisminn, var í hámarki. Þó mun hafa verið lögð megináhersla á hin klassísku lögmál byggingalistarinnar í Darmstadt og alla tíð to- guðust þessi sjónarmið á í byggingum Einars, notagild- ishönnun út frá birtuskilyrðum og buröi og klassísk sveigð form, framsækin viðhorf og hefðbundin. Einar var sérmenntaður í byggingartækni og reiknaði jafnan sjálfur út burðarþol bygginga sinna. í þeirri staðreynd hggur e.t.v. lykillinn að sérstæðu úhti margra bygg- inga Einars, líkt og Pétur Ármannsson bendir á í gagn- merkri úttekt í sýningarskrá, því á grundvelli burðar- þolsins formuðust oft óvæntar lausnir sem á ytra borði virðast fyrst og fremst fagurfræðilegar en eru í raun Eitt verka Einars Sveinssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.