Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1996 23 Iþróttir Blak: Þróttarar enn á sigurbraut Þróttur úr Reykjavík hélt áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla um helgina og vann ÍS, 3-1. Þróttarar eru þar meö komnir meö níu stiga for- skot á Stjörnuna, sem reyndar á tvo leiki til góða. Meistarar HK unnu botn- lið KA naumlega, 3-2, eftir að norðanmenn höfðu unn- ið tvær fyrstu hrinurnar. Staðan í deildinni er þannig: Þróttur R. 17 15 2- 48-26 48 Stjarnan 15 10 5 39-26 39 HK 17 10 7 36-30 36 ÍS 16 7 9 30-30 30 Þróttur N, 18 7 11 30-43 30 KA 15 1 14 15-43 15 Þróttur R„ Stjarnan og HK eru komin í úrslitakeppnina og ÍS stendur betur að vígi í baráttu við Þrótt N. um fjórða sætið. Flest bendir til þess að Þróttur R. mæti ÍS eða Þrótti N. og Stjarnan mæti HK í undanúrslit- unum. -VS Íshokkí: Stórsigur hjá Akureyringum Skautafélag Akureyrar vann auðveldan sigur á Birninum, 14-1, þegar félögin mættust á ís- landsmótinu í íshokkí á skauta- svellinu í Laugardal á laugar- dagskvöldið. Ágúst Ásgrímsson (A) 2, Har- aldur Vilhjálmsson 2, Elvar Jón- steinsson 2, Sigurður Sigurðsson 2, Garðar Jónasson, Ágúst Ás- grímsson, Rúnar Rúnarsson, Sig- urgeir Haraldsson, Sveinn Björnsson og Birgir Sveinsson skoruðu fyrir SA en mark Bjarn- arins skoraði Snorri G. Sigurð- arson, minnkaði þá muninn í 7-1. Badminton: Haraldur og Sigríður unnu bæði tvöfalt Haraldur Kornelíusson og Sig- ríður M. Jónsdóttir úr TBR urðu bæði þrefaldir íslandsmeistarar í öðlingaflokki en íslandsmótið þar og í æðsta flokki og heiðurs- flokki fóru fram í TBR-húsinu um helgina. Auk þeirra náðu Steinar Pet- ersen, TBR, og Stella Matthías- dóttir, BH, í meistaratitla 1 öðlingaflokki. í æðsta flokki vann Eysteinn Björnsson, TBR, tvöfaldan sigur og Þorsteinn Þórðarson, TBR, með honum í tvíliðaleik. í heiðursflokki vann Friðleifur Stefánsson, KR, tvö- faldan sigur, og Óskar Guö- mundsson, KR, með honum í tví- liðaleik. Skíði: Theodóra fékk punkta í Svíþjóð Theodóra Mathiesen hafnaði í 14. sæti I alþjóðlegu svigmóti sem fram fór í Bjursaas í Svíþjóð á sunnudaginn. Hún fékk 51,04 FlS-punkta fyrir mótið. Sigur- vegari var Ingrid Helander frá Svíþjóð og önnur varð Noriyo Hiroi frá Japan. Haukur og Svava unnu á ísafirði Haukur Eiríksson frá Akur- eyri og Svava Jónsdóttir frá Ólafsfirði sigruðu í flokkum karla og kvenna á fyrsta bikar- móti vetrarins í skíðagöngu sem haldið var á ísafirði um helgina. Lísbet Hauksdóttir, Ólafsfirði, sigraði í stúlknaflokki, Ólafur Th. Árnason, ísafiröi, í drengja- flokki 13-14 ára, Ingólfur Magn- ússon, Siglufirði, í drengjaflokki 15-16 ára og Þóroddur Ingvars- son, Akureyri, í piltaflokki. H| íþróttir Bow sækir um ríkis- borgararétt - þrjú ár að verða löglegur með landsliðinu Jonathan Bow, bandaríski körfuknattleiksmaðurinn sem leikur með KR, er búinn að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Umsókn hans verður væntanlega tekin fyrir á Alþingi I vor, og þar sem hann hefur leikið hér á landi í sjö ár, og dvalið hér meira og minna þann tíma, hlýtur að teljast mjög líklegt að svarið verið jákvætt. Bow er að leika sitt sjöunda tímabil hér á landi en hann kom til Hauka árið 1989. Síðan fór hann í KR, þá til Keflavíkur í þrjú ár, og í fyrra lék hann með Val. Bow hefur jafnan verið í hópi stigahæstu leikmanna úrvalsdeildarinnar og var til dæmis með besta meðalskorið á síðasta tímabili en þá gerði hann 28,8 stig að meðaltali í leik fyrir Val. íslenska landsliðinu yrði mikill styrkur í Bow, enda er hann um 2 metrar á hæð og skortur á slíkur mönnum hefur alltaf háð landsliðinu. En gallinn er sá að fái Bow ríkisborgararéttinn í vor þarf hann að bíða til vorsins 1999 tU að verða löglegur með landsliðinu. Samkvæmt reglum FIBA, Alþjoða körfuknattleikssambandsins, tekur þrjú ár að verða löglegur með viðkomandi landsliði eftir að ríkisborgararéttur er fenginn. Sú regla var sett eftir að sum riki tóku upp á því að veitá bandarískum körfuboltamönnum ríkisborgararétt sainstundis og fyfla landslið sín með þeim. Hún bitnar hins vegar á þjóðum eins og íslendingum sem eru með tUtölulega strangar reglur um ríkisborgararétt. -VS Islensk stúlka valin í sænska unglingalandsliðið - Ingibjörg Andrésdóttir eftirsótt hjá sænskum toppliðum Ingibjörg Andrésdóttir t leik með liði sínu, Silving Troja, sænsku 2. deildinni. íslensk stúlka, Ingibjörg Andrésdóttir, hefur verið valin í sænska unglingalands- liðið í handknattleik, en þaö er að hefja undirbúning fyrir forkeppni heimsmeist- aramótsins í Úkraínu í sumar og síðan Norðurlandamótið á íslandi á næsta ári. Ingibjörg er 19 ára gömul og hefur ver- ið búsett í Svíþjóð undanfarin 14 ár. Þar spUar hún með 2. deUdar liðinu SUving Troja frá Stokkhólmi, sem er nánast búið að tryggja sér sæti í 1. deUd, og hún leik- ur jafnframt með unglingaliði félagsins sem er í fremstu röð í Svíþjóð. Sænskur meistari í knattspyrnu Ingibjörg var einnig í knattspyrnunni til skamms tíma, lék þar sem markvörður, en hætti eftir að hún varð sænskur meist- ari með liði sínu í flokki 16 ára og yngri. Ingibjörg sagði í spjalli við DV að lík- lega þyrfti hún að fá sænskan ríkisborg- ararétt tU að leika fyrir hönd Svíþjóðar, en það kæmi hins vegar ekki til greina að fórna möguleikanum á því að spUa fyrir Islands hönd. Er og verð íslendingur „Ég er og verð Islendingur og vU ekki verða sænskur ríkisborgari nema ég geti fengið tvöfalt ríkisfang eða tryggt að ég geti síðar spilað fyrir ísland. Mig langar að sjálfsögðu að spUa fyrir íslands hönd, en ég veit nánast ekkert um íslenskan kvennahandbolta," sagði Ingibjörg, en hún leikur sem skytta vinstra megin með liði sínu. Úrvalsdeildarlið fylgjast með Ingibjörgu Frammistaða Ingibjargar hefur vakið athygli meöal bestu liða Svíþjóðar og mörg úrvalsdeildarlið hafa haft samband við hana. Þar á meðal Skuru og Sparvagen, og Ingibjörg segir að það sé freistandi að spUa í efstu deUdinni næsta vetur, en þá gengur hún upp úr unglinga- flokknum. Hún hefði heldur ekkert á móti því að prófa að spUa á íslandi, alla vega í eitt ár eða svo. „Þetta er mjög stíft hjá mér núna en við spilum tvo leiki í viku. Meistaraflokkslið- ið okkar er mjög ungt, við erum aUar 19 ára og yngri, og erum þvi líka að spUa í unglingaflokknum," sagði Ingibjörg Andr- ésdóttir. -VS Stjörnuleikurinn í körfuknattleik: Austrið sigraði - Jordan valinn maður leiksins Lið austurstrandarinnar sigraði vesturströndina í hinum árlega stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfuknattleik sem fram fór í San Antonio- í Texas í fyrrinótt. Lokatöl- ur leiksins urðu 129-118, en þetta var í 46. skiptið sem leikur af þessu tagi fer fram. Leikurinn var framan af í járnum en í þriðja leikhlutá seig austrið fram úr og náði um tíma 20 stiga forskoti sem var of mikið fyrir vestrið að brúa. Michael Jordan var kjörinn maður leiksins en hann skoraði 20 stig fyrir austurströnd- ina en það var Shaquille O'Neal sem varð stigahæstur með 25 stig og Anfemee Hardaway skoraði 18 stig. Gary Payton var stigahæstur hjá vesturströndinni með 19 stig, David Robinson skoraði 18 stig og Shawn Kemp 12 stig. - Ekkert var leikið í NBA-deildinni síðustu nótt en 12 leikir eru á dag- skrá í nótt. Samið við Stern Stjórn NBA-deildarinnar til- kynnti í gær að hún hefði gert nýj- an samning við David Stern, fram- kvæmdastjóra deildarinnar. Samn- ingurinn er til sjö ára og tryggir Stern tæplega 2,3 milljarða króna í laun á því tímabili. Stern hefur gegnt starfinu frá árinu 1984 og á þeim tíma hefur hann gert NBA- deildina að fjárhagslegu stórveldi og stuðlað að gífurlegum vinsældum hennar um heim allan. Þegar Stern tók við voru árslaun leikmanna í deildinni að meðaltali 17 milljónir króna en nú eru þau tæplega 200 milljónir. Michael Jordan með verðlaunin sem hann hlaut sem maður leiksins. Símamynd Reuter. Hreinn er hættur með Skagaliðið DV, Akranesi: Hreinn Þorkelsson hætti í gær störfum sem þjálfari úrvals- deildarliðs ÍA í körfuknattleik en samkomulag varð milli hans og stjórnar Körfuknattleiksfélags ÍA þar að lútandi. Gengi Skagamanna í úrvalsdeildinni hefur verið afleitt að undanfórnu og steininn tók úr þegar liðið tapaði á sunnudaginn með 18 stiga mun gegn botnliði Vals á heimavelli. Milton Bell, bandaríski leikmaðurinn hjá ÍA, tekur við þjálf- uninni af Hreini og freistar þess að halda liðinu í deildinni. Fjór- um stigum munar á ÍA og Val þegar 4 leikir eru eftir. -DÓ Isolde Kostner fagnar sigri sínum í risasviginu í Sierra Nevada í gær. Símamynd Reuter. Golfmót atvinnumanna í Bandaríkjunum: Sigurjón 8. í Flórída Um helgina tók Sigurjón Arnarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykja- víkur, þátt í golfmóti í Flórída sem kennt er við Tommy Armour móta- röð atvinnumanna. Sigurjón stóð sig með ágætum og lenti í áttunda sæti. Mótið fór fram á Stonecrest golfvellinum sem er par 72 og 6852 jarda langur. Skor Sigurjóns var 69 högg eða þrjú högg undir pari vallarins. Fékk hann 15 pör og þrjá fugla. Golfið sem Sigurjón er að leika er mjög gott en hann á enn töluvert inni í púttum. Keppendur á mótinu voru 92 talsins og lék sigurvegarinn á 66 höggum. -JKS Heimsmeistaramótið í alpagreinum hófst á Spáni í gær: Fýrsta gullið til Ítalíu Heimsmeistaramótið í alpagreinum hófst í Sierra Nevada íjöllunum á Spáni í gær. Fyrstu gullverðlaun keppninnar fóru til Ítalíu þegar hin 19 ára gamla Isolde Kostner sigraði í risasvigi kvenna. Kostner fór brautina á 1 mínútu og 22 sekúndum. Heidi Zurbriggen frá Sviss varð í öðru sæti á 1:21,66 mínútum og banqdaríska stúlkan Picabo Street lenti í þriðja sæti á 1:21,71 mínútu. Þetta voru fyrstu verðlaun ítalskrar stúlku í alpagrein á heimsmeistara- móti. 1932 vann ítalska stúlkan Paola Wiesinger brunkeppni í Cortina en þaö mót flokkaðist undir að vera al- þjóðlegt. Fyrsta opinbera heimsmeist- aramótið var hins vegar haldið í Eng- elberg í Sviss 1938. Þýska stúlkan Katja Seizinger, sem unnið hefur risasvigið á síðustu þrem- ur heimsmeistaramótum, datt úr keppni og voru það að sjálfsögðu nokkur vonbrigði fyrir Þjóðverja sem bjuggust við miklu af sinni dömu. Kostner var í sviðsljósinu á ólymp- íuleikunum í Lillehammer þegar hún hreppti þar bronsverðlaun í risastór- svigi. Hún hefur aðeins borið tvsivar sinnum sigur úr býtum á heimsbikar- mótum, síðast í Cortina á Ítalíu í síð- asta mánuði. „Ég vissi að ég átti möguleika til að sýna hvað í mér býr á þessu móti. Þetta er fyrsti heimsmeistaratitillinn minn og ég er stolt,“ sagði Kostner eft- ir verðlaunaafhendinguna í gær. Ingeborg Marken frá Noregi kom fyrst Norðurlandabúa í mark en hún hafnaði í sjötta sæti á 1:22,22 mínút- um. Svíar voru bjartsýnir fyrir hönd Pernillu Wiberg, en hún varð að gera sér níunda sætið að góðu. -JKS Enska knattspyrnan: Góður sigur West Ham á White Hart Lane West Ham vann mikilvægan sigur á Tottenham, 0-1, þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspýrnu á White Hart Lane í gærkvöldi. Portúgalski táningurinn Dani skoraði sigurmarkið með skalla strax á 5. mínútu. Hann veir þarna í fyrsta skipti í byrjunarliði West Ham en félagið fékk hann á leigu frá Sporting Lissabon fyrir skömmu. West Ham var mun betri aðilinn í leiknum og Dani var útnefndur besti maður vallarins. West Ham komst í 13. sætið með sigrinum og í þægilegri stöðu í deildinni en Tottenham varð af dýrmætum stigum í baráttunni um Evrópusæti. Swindon, topplið 2. deildar, sigraði Þorvald Örlygsson og félaga í 1. deild- ar liði Oldham, 1-0, í 4. umferð bikarkeppninnar í gærkvöldi og Swindon mætir Southampton eða Crewe í 5. umferð. -VS Kristinn missir af HIV - meiddist á lokaæfingunni á Spáni í gær Kristinn Björnsson, fremsti skíða- maður landsins, meiddist á æfingu í Si- erra Nevada á Spáni í gær og keppir ekki á heimsmeistaramótinu þar eins og til stóð. Hann átti að keppa þar i risasvigi í morgun og síðan í tvíképpni, stórsvigi og svigi. Kristinn var að búa sig undir stór- svigskeppnina í dag þegar hann keyröi út úr brautinni, lenti í óþjöppuðum snjó og fór nokkrar veltur. Hann fór í skoðun á sjúkrahúsi í Granada og sam- kvæmt henni er önnur hásinin að hálfu slitin við vöðvafestingarnar. Ljóst er að Kristinn veröur frá keppni í einhvern tíma en allt bendir til þess að hann þurfi að gangast undir aðgerð. Þetta er mikiö áfall fyrir Kristin og um leið von^rigði fyrir íslenska skíða- áhugamem, 'iristinn er kominn nokk- uð framarlega á heimslistanum og nokkrar vonir voru bundnar við frammistöðu hans á Spáni. Þar með munu aðeins tveir íslend- ingar keppa á mótinu í Sierra Nevada, þeir Arnór Gunnarsson og Haukur Arnórsson. Þeir keppa í stórsvigi og svigi en þær greinar eru ekki á dagskrá fyrr en undir lok mótsins, 23. og 25. febrúar. -VS Kristinn Björnsson Bjarni sjöundi í Frakklandi Bjarni Friðriksson hafnaði í 7. sæti af 36 keppendum í -95 kg flokki á sterku júdómóti, Paris Judo International, um helgina. Með þessu stendur Bjarni vel að vígi með að komast á ólympíuleikana í Atlanta. Hann er kominn upp fyrir Vernharð Þorleifsson, sem keppti á sama móti, en féll snemma úr keppni, Milljarðasamningur Manchester United er þessa dagana að ljúka gerð samnings við sportvöruframleiðandann Umbro. Samningurinn er.til sex ára og er talið að félagiö fái um sex milljarða króna fyrir hann. Stoke að byggja Enska 1. deildar liðið Stoke City, sem Lárus Orri Sigurðsson leikur með, er þessa dagana að semja við banka í London og í Evrópu um lán fyrir nýjum leik- vangi. Bankarnir hafa boðist til að lána Stoke 600 milljónir króna til að geta hafið undirbúning að leikvangi sem eingöngu verður með sætum. Áætlað er að bygg- ingin kosti um 1,7 milljarða og er hún fjármögnuð af félaginu og borgaryfirvöldum. Rioch vill McAllister Bruce Rioch, framkvæmdastjóri Arsenal, hefur haft samband við Leeds og sýnt áhuga á að kaupa fyrirliöa liðsins, skoska lands- liðsmanninn Gary McAllister. McGrath vestur? Paul McGrath, varnarmaður- inn sterki hjá Aston Villa, íhug- ar að hætta í ensku knattspyrn- unni í vor og ganga til liðs við bandaríska liðið Boston. Þjálfari þar er fyrrum félagi hans í írska landsliðinu, Frank Stapleton. Dahlin til Chelsea? Bresk blöð sögðu frá því í gær að Chelsea hefði mikinn áhuga á að fá til sín sænska landsliðs- manninn Martin Dahlin frá Bor- ussia Mönchengladbach í Þýska- landi. Guðni með tvo brákuð rifbein - eftir árekstur viö Dwight Yorke Guðni Bergsson, lands- liðsfyrirliði íslands i knattspymu, brákaði tvö rifbein í leik með Bolton gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á laugar- daginn. Hann missir af næstu leikjum liðsins fyrir vikið. „Ég fékk svona heift- arlegt olnbogaskot í síð- una frá Dwight Yorke, sóknarmanni Villa. Þetta var algjört óviljaverk, enda er sá piltur hinn ljúfasti og þekktur fyrir allt annað en svona. Þetta hitti bara á slæman stað. Ég veit ekki hve lengi ég verð frá, líklega 2-3 vikur, en vonandi verð ég klár gegn Manchester United eftir hálfan mánuð en sá leikur er á heimavelli og sýndur beint á Sky,“ sagði Guðni Guðni Bergsson. við DV í gærkvöldi. Bolton mætir Leeds í 4. umferð bikarkeppninn- ar annað kvöld og þar verður Guðni fjarri góðu gamni. Bolton situr sem fyrr eitt og yfirgefið á botni úrvalsdeildarinnar og staða liðsins er orðin mjög slæm. „Þetta lítur ekki vel út og það verður erfitt að halda liðinu i deildinni úr þessu, en þó alls ekki ómögulegt. Við erum betri en staðan gefur til kynna en okkur skortir meiri aga, hörku og reynslu. Það er líka farið að saxast á sjálfstraustið, en við verðum að fara að vinna leiki til að ná því aft- ur,“ sagði Guðni. -DÓ/VS Arnar byrjaður að æfa Arnar Gunnlaugsson byrjar væntanlega að leika á ný með Sochaux í frönsku 2. deildinni í knattspyrnu um næstu helgi. Arnar hefur misst af síð- ustu leikjum liðsins vegna meiðsla í hásin. Arnar byrjaði að æfa á ný í gær eftir meðferð hjá lækni í Laval, en þar var hann í nálastungum og nuddi. Læknirinn vildi hafa hann lengur en mik- il pressa er frá Sochaux um að hann byrji að spila. Öllum leikjum í frönsku 2. deildinni sem fram áttu að fara um helgina var frestað vegna veðurs. -DÓ/VS Hópa- og fyrirtækja- keppni Fram 1996 Hópa- og fyrirtækjakeppni Fram 1996 í innanhúsknattspyrnu verður haldin í íþróttahúsi Fram fimmtudaginn 23. til sunnudagsins 25. febrúar. Úrslitakeppni efstu liða fer fram á sama stað vikur síðar. Þátttaka tilkynnist í síma 568-0342 og 568-0343 alla virka daga milli kl. 13 og 14 fyrir þriðjudaginn 20. febrúar 1996.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.