Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1996, Blaðsíða 12
erlend bóksjá Metsölukiljur | •••••••••#••#•• Bretland Skáldsögur: 1. Kate Atklnson: Behlnd the Scenes at the Museum. 2. Josteln Gaarder: Sophle's World. 3. John Grlsham: The Ralnmaker. 4. Irvlne Welsh: Tralnspotting. 5. Irvlne Welsh: Tralnspotting. 6. Anne Tyler: Ladder of Years. 7. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 8. Chaterine Cookson: A Ruthless Need. Í9. Erlca James: A Breath of Fresh Alr. 10. Irvlne Welsh: The Acld House. I Rit almenns eðlis: 1. Wlll Hutton: The State We're In. 2. Graham Hancock: Flngerprlnts of the Gods. 3. Ngaire Genge: The Unofficial X-files Companion. 4. Alan Bennett: Writing Home. 5. Andy McNab: Bravo Two Zero. 6. Brlan Lowry: The Truth Is out there. 7. Janine Pourroy: Behind the Scenes at ER. 8. Jung Chang: Wild Swans. 9. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 10. Ranfurly: To War with Whltaker. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Jane Austen: Fornuft og folelse. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Lise Nðrgaard: Kun en pige. 4. Nat Howthorne: Den flammende bogstav. 5. Terry McMillan: Ándened. 6. Llse Norgaard: De sendte en dame. 7. Peter Heeg: De máske egnede. (Byggt á Polltiken Sendag) vísindi________________ Hægir á brennslu Karlmenn á sjötugs- og áttræð- isaldri geta ekki lagst á meltuna eftir góða máltíð og ætlast til þess að brenna jafn mörgum um- framkaloríum og þeir gerðu á sínum yngri árum. Ný rannsókn á vegum banda- j rískra stjómvalda sýnir að karl- menn sem komnir eru á efri ár eiga á hættu að bæta á sig einu kílói af líkamsfitu á ári. „Þeir verða að bæta það upp j einhvern veginn, eins og með því að fara út að ganga eftir stóra máltíð," segir líffeðlisfræðingur- inn Susan Roberts. Roberts og félagar hennar mældu efnaskipti í niu eldri körl- | um og sjö mönnum á þrítugsaldri áður en, á meðan og eftir aö þeir innbyrtu 1000 umframkaloríur á dag í þrjár vikur. Tungumálunum fækkar j Málvísindamenn áætla að um það bil sex þúsund tungumál séu töluð í heiminum, eða um þrjátíu sinni fleiri en löndin eru. Flest mál eru töluð í Papúa Nýju- Gíneu, eða 862. Vísindamennirnir telja að helmingur allra tungumálanna muni hverfa á næstu 75 til eitt hundrað árum. Þar á ofan munu mörg þeirra sem þá lifa enn vera ! í útrýmingarhættu. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson LAUGARDAGUR 23. MARS 1996 TIV Franskt vandræða- barn og þjéðhetja Marguerite Duras var 81 árs þegar hún lést. Franska skáldkonan og kvik- myndahöfundurinn Marguerite Duras, sem lést nýverið á heimili sínu í París, 81 árs að aldri, var í senn umdeild og vinsæl í heima- landi sínu. Hún fór sjaldan troðnar slóðir, lifði óhefðbundnu lifi sem ávann henni fljótlega merkimiða sem vandræðabarn franskra bók- mennta en hlaut á gamals aldri gífurlegar vinsældir og almenna viðurkenningu fyrir L’Amant (Elskhuginn), opinskáa skáld- sögu um æskuástir sínar í Ví- etnam. Fyrir það verk fékk hún hin eftirsóttu Gouncourt bók- menntaverðlaun árið 1984. Erfið æskuár Marguerite fæddist 4. apríl árið 1914 í Gia Dinh í Víetnam sem var frönsk nýlenda á þeim tíma. Hún lýsti oft síðar yfir ánægju með að hafa fæðst utan Frakklands; það hefði sett mark sitt á allan listamannsferilinn. Hún missti föður sinn, sem var stærðfræðikennari, aðeins fjögurra ára að aldri. Mæðgurnar færðu sig um set til Kambódíu, sem var líka frönsk nýlenda, og keyptu þar jörð sem eyðilagðist í gífurlegum flóð- um. Þau kostuðu einnig móður hennar lífið. Um þetta ritaði hún áhrifamikla skáldsögu, Un Barrage Contre le Pacifique. Æskuár Marguerite voru því erf- ið, en þau urðu henni að yrkisefni með eftirminnilegum hætti síðar. Átján ára að aldri hélt hún til Parísar og þar átti hún heima til dauðadags. Hún fór í háskóla, stundaði nám í lögfræði, stærðfræði og stjórnmálafræði en hóf síðan störf hjá franska stjórnarráðinu Umsjón Elías Snæland Jénsson árið 1935 og vann þar til 1941. Síðar sætti hún mikilli gagnrýni fyrir að hafa starfað sem ritari hjá hinni al- ræmdu þýsku Gestapó-lögreglu, en sjálf kvaðst hún m.a. hafa bjargað lífi Francois Mitterrands á striðsár- unum þegar hann var í andspyrnu- hreyfingunni og í felum í París. Þau urðu vinir og hún studdi hann dyggilega í kosningabaráttunni árið 1981 þegar liann var fyrst kjörinn forseti Frakklands. Hún gifti sig tvisvar. Fyrri eigin- maður hennar, Robert Antelme, lifði af vist í útrýmingarbúðum nasista, en þeirri reynslu hans hefur Marguerite lýst í skáldsög- unni La Douleur (Sársaukinn). Hún skildi við hann árið 1946 og giftist síðar Dionys Mascolo og átti með honum einn son, Jean. Fjölhæfur listamaður Marguerite Duras orti bækur og kvikmyndir um óhefðbundið lif sitt, hvort sem það voru ástir eða ofdrykkja. Hún samdi handrit fjölmargra kvikmynda, oft upp úr eigin sögum, og átti samstarf við marga kunna leikstjóra. Frægust kvikmyndanna er tvímælalaust Hiroshima mon amour, sem Ala- in Resnais leikstýrði, en hún fór sigurför á Cannes-hátíðina árið 1960 og telst til sígildra verka. Tony Ric- hardson og Peter Brook hafa kvik- myndað sögur eftir Marguerite sem leikstýrði einnig sjálf nokkrum kvikmyndum. Skáldsögur hennar, eða textar eins og hún kallaði þær gjarnan, eru fjölmargar - þótt engin sé fræg- ari en Elskhuginn. Hún hélt áfram að skrifa þrátt fyrir háan aldur; síð- asta skáldsaga hennar kom út í des- ember síðastliðnum. Sjálft nafnið, C’est tout, gefur til kynna að sú bók sé hugsuð af hennar hálfu sem eðli- leg lok á löngum, sérstæðum rithöf- undarferli. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Ralnmaker. 2. Danielle Steel: The Gift. 3. David Guterson: Snow Falllng on Cedars. 14. LaVyrle Spencer: Home Song. 5. V.C. Andrews: Tarnished Gold. 6. Michael Palmer: Sllent Treatment. 7. Lilian Jackson Braun. The Cat Who Biew the Whlstle. 8. Stanley Pottinger: The Fourth Procedure. 9. Robin Cook: Acceptable Risk. 10. Sandra Brown: Tempest in Eden. 11. Terry McMillan: Waiting to Exhale. 12. Julie Garwood: For the Roses. | 13. Barbara Delinsky: Together Alone. 14. Jane Austen: Sense and Sensibility. 15. John le Carré: Our Game. Rit almenns eðlis: II. Helen Prejean: Dead Man Walking. 2. Mary Pipher: Reviving Ophella. 3. Richard Preston: The Hot Zone. 4. Butler, Gregory & Ray: America’s Dumbest Criminals. 5. M. Scott Peck: The Road Less'Traveled. 6. B.J. Eadle & C. Taylor: ÍEmbraced by the Light. 7. Nicholas Negroponte: Being Dlgital. 8. Thomas Mooré: Care of the Soul. 9. Paul Reiser: Copplehood. 10. Clarlssa Pinkola Estés: Women Who Run with the Wolves. 11. Dorls Kearns Goodwin: No Ordlnary Tlme. 12. Brian Lowry: The Truth is out there. 13. Tim Allen: Don't Stand to Close To a Naked Man. 14. Maya Angelou: I Know Why the Caged Blrd Sings. 15. Robert Fulghum: From Beginning to End. I (Byggt á New York Times Book Review) Halastjörnurnar frá árdögum sólkerfisins Islendingar eiga þess kost næstu dagana að sjá halastjörnuna Hyakutake ferðast yfir himininn og ekki er talið útilokað að hún muni gefa frá sér skærara ljós en tunglið sjálft þegar hún verður hvað skær- ust. Halastjarna þessi er kennd við japanskan áhugamann um stjarnvísindi sem uppgötvaði hana í janúar síðastliðn- um. Önnur hala- stjama og enn þá bjartari verður sennilega næst sólu þann 1. apríl á næsta ári. Hún heitir Hale- Bopp og hefur vakið at- hygli evrópskra stjamvísinda- manna sem hafa skrifað um hana grein í vísindaritið Nature. Vísindamennirnir segja að hala- stjarnan, sem spáð er að verði sú skærasta sem sést hefur frá jörðu á þessari öld, eigi ljóma sinn að þakka kolmónoxíði. Halastjarnan er ekki enn byrjuð að brenna öðrum gastegundum og því eru líkur á að hún muni skína sífellt skærar eftir því sem hún nálgast sólina meir. Það sem veldur því að halastjarna sendir frá sér ljós er að sólarljósið endurkastast af efnisögnum sem rjúka upp af yfirborði hennar, venjulega ís, en Hale-Bopp er enn of langt frá sólu til að ísinn á henni nái að gufa upp. Jacques Crovisier og félagar hans við stjörnuathugunarstöðina í Meu- grein sinni í Nature að þeir hafi greint kolmónoxíð á Hale-Bopp og leiða getum að því að ljómi hennar stafi af því. Þeir segja enn fremur að fleiri gastegundir muni hugsanlega rjúka upp af halastjörnunni þegar hún nálgast sólina og því kunni svo að fara að hún verði enn bjartari. Bandaríski stjörnufræðingurinn Harold Weaver segir að þetta séu góðar fréttir fyrir áhugasama hala- stjömuskoðendur. „Ég tel góðar líkur á því að Hale- Bopp muni sóla okkur upp úr skón- um á næsta ári. Það er ótrúlegt að við skulum fá tvær björtustu hala- stjörnur aldarinnar á einu ári,“ seg- ir Weaver. Halastjörnur eru klumpar út ís, grjóti og ryki og talið er að þær séu leifar frá því í árdaga sólkerf- isins. Þær hverfa stöðugt en ný hala- stjarna hefur ekki komið fram frá því sól- kerfið fæddist fyrir um það bil 4,5 milljörðum ára. Sporbaugar þeirra eru mjög frábrugðnir því sem gerist hjá plánetunum og vísindamenn geta ekki alltaf spáð fyrir um hvenær þær muni birtast né hvernig þær komi til með að líta út. Nærtæk dæmi eru halastjarnan Kohutek sem spáð var að mundi lýsa upp næturhimininn á áttunda áratugnum en svo varð þó ekki. Þá olli halastjarna Halleys líka töluverðum vonbrigðum árið 1985. Halastjörnur hafa náð miklum vinsældum meðal þeirra sem nota Internetið reglulega og þar má finna fjölda síðna með upplýsingum um vegferð þeirra um himingeiminn. Depurðin er í genunum Hópur skoskra vísindamanna I hefur uppgötvað fyrstu sannanir e þess sem menn hefur lengi grun- að, sem sé það að erfðir eigi sinn j þátt í depurð. Vísindamennirnir komust að því að tilbrigði við gen, sem þekkt er undir nafninu SERT, var miklu algengara meðal fólks sem þjáðist af þunglyndi. SERT hefur lengi legið undir grun um ! að eiga þátt í að valda depurð en niðurstöður skosku rannsóknar- innar, sem birtist í breska læknablaðinu Lancet eru fyrsta áreiðanlega vísbendingin þar ! um. Fiskur hefur vinninginn Maðurinn hefur fyrirhitt ofjarl ; sinn í afrískri fisktegimd sem heitir því skemmtilega nafni fíls- nefið. I ljós hefur komið að fisk- j ur þessi notar meira súrefni en ! maðurinn til að knýja heila sinn j áfram. Fiskurinn lifir í ám og vötnum í vestur- og miðhluta Afríku og ! hann er rúmlega 25 sentímetra ; langur. Heili hans er óvenju stór ; hlutfallslega, eða 3,1 prósent af ; líkamsþyngd hans, en heili ! mannsins er 2,3 prósent af lík- ! amsþyngdinni. Heili mannsins notar 20 pró- sent af súrefni því sem líkaminn fær en hjá umræddum fiski er súrefnisnotkun heilans 60 pró- sent af heildarorkuþörf líkama hans, að því er sænski vísinda- maðurinn Göran NUsson hefur uppgötvað. don, rétt fyrir utan París, segja í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.