Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1996, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1996 Menning i>v Islenski dansflokkurinn og Listdansskólinn frá 1993: 44 milljónir króna fram úr - samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar Handbók um listina að spyrja Rannsókn- arstofnun Kennara- háskóla ís- lands hefur gefið út bók- ina Listin að spyrja eftir Ingvar Sigur- geirsson, dósent við skólann. Um er að ræða handbók fyrir kennara þar sem leiðbeint er um hvernig beita megi umræðum í kennslu. í bókinni er m.a. fjallað um eðli og gerð spurninga, umræðu- og spurn- ingatækni og samræðu- og spurnaraðferðir. Bókin fæst í bóksölu kennaranema, Bóksölu stúdenta, öllum stærri bóka- verslunum og hjá Rann- sóknarstofnuninni. Kvikmyndafræða- félag stofnað Ákveðið hefur verið að stofna Hið íslenska kvikmyndafræða- félag. Stofnfundur hefur verið ákveðinn miðvikudaginn 8. maí næstkomandi á Kornhlöðuloft- inu. Framkvæmdanefnd sú sem skipuö var á óformlegum stofn- fundi félagsskaparins á 100 ára afmælisdegi kvikmyndarinnar 28. desember sl. hefur undirbúið hinn eina sanna stofnfund. í nefndinni sátu Anna Svein- bjarnardóttir, Böðvar Bjarki Pétursson, Sigurjón Baldur Haf- steinsson og Þorvarður Árnason. Tónlistarmenn skora á RÚV Félag íslenskra tónlistar- manna, FÍH, hefur sent frá sér áskorun þar sem forráðamenn og dagskrárgerðarmenn Ríkis- útvarps og Sjónvarps eru beðnir að virða kjarasamninga á milli RÚV og FÍH. Tónlistarmenn mótmæla þeim aðferðum sem viðhafðar eru hjá RÚV þ.e. að tónlistarmenn undirskrifi yfir- lýsingu þess efnis að þeir afsali sér launum sínum. „Tæknimaðurinn fær laun, förðunardaman fær laun, ræsti- tæknirinn fær laun, dagskrár- gerðarfólkið fær laun, útvarps- stjóri fær laun. Af hverju ekki hljómlistarmaðurinn?” segir m.a. i áskoruninni. FÍH hvetur félagsmenn sína til að taka einungis aö sér störf hjá RÚV ef tryggt sé að greitt verði eftir kjarasamningum. -bjb íslenski dansflokkurmn og List- dansskóli íslands fóru 44 milljónir króna fram úr fjárheimildum árin 1993, 1994 og 1995. Skiptingin er þannig að 1993 var farið 10,8 millj- ónir fram úr, 12,2 milljónir árið 1994 og 21,3 milljónir á síðasta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga árið 1995. Dansflokkurinn og Listdansskólinn eru í hópi 44 stofnana og fjárlaga- liða sem fóru 5 milljónir eða meira Listamennirnir Finna Birna Steinsson og Ásmundur Sveinsson leiða saman hesta sína í Ásmundar- safni í Sigtúni þessa dagana en sam- sýning þeirra hófst um síðustu helgi og stendur til 19. maí nk. Sýningin ber yfirskriftina Kálgarður tilver- unnar. Á síðasta ári samþykkti stjórn Ásmundarsafns þær breytingar á starfsemi safnsins að efna árlega til samsýninga í Ásmundarsafni þar sem stefnt væri saman verkum eftir Ásmund og verkum eftir fram- sækna yngri listamenn. Að þessu sinni ákvað stjórnin að bjóða Finnu Birnu að sýna verk sín í nábýli við verk Ásmundar. Finna Birna hefur á síðastliðnum árum vakið athygli fyrir frumleg og stór- brotin umhverfisverk, ýmist úti í náttúrunni eða hér í borgarlandinu. Má þar nefna þegar hún merkti Vatnsdalshólana í Húnavatnssýslu, málaði brýrnar í Norðurárdal í Borgarfirði og setti upp þúfur á Kjarvalsstöðum á Listahátíð 1994. Og enn og aftur verða þúfur fram úr fjárheimildum síðasta árs. Þessar stofnanir danslistarinnar eru þær einu úr röðum opinberra menningarstofnana sem lent hafa á lista Ríkisendurskoðunar yfir meiri framúrkeyrslur en 5 milljónir frá árinu 1993. Þær eiga þó ekki metið á síðasta ári hvað stofnanir varðar sem heyra undir menntamálaráðu- neytið. Þjóðarbókhlaðan fór þá 56 milljónir fram úr heimildinni sem var upp á 39 milljónir. Umfram- keyrsla dansflokksins og Listdans- Finnu Birnu að yrkisefni. En nú eru þær úr gifsi í samspili við ljósmynd- ir, innanhúss í Ásmundarsafni. Með þessari náttúruvísun tengist hún listsköpun Ásmundar Sveinssonar en hann vann verk sín formrænt séð og inntakslega oft og iðulega út skólans í fyrra, 21,3 milljónir, nem- ur 51,5% af fjárheimild. Af öðrum menningarstofnunum sem fóru fram úr fiárheimild á síð- asta ári má nefna Þjóðleikhúsið, sem fór 13,2 milljónir umfram 312 milljóna heimild, Þjóðskjalasafnið, sem fór 5 milljónir umfram 64 millj- óna heimild, og fiárlagaliðinn „ýmis fræðistörf ‘ sem nam 13,8 milljónum umfram 19,8 milljóna króna heim- ild. frá náttúrunni en þó út frá öðrum forsendum en Finna Birna. Á þessari sýningu mætast tveir listamenn, tvö myndmál, tveir tím- ar sem þó eiga sér sameiginlegan uppruna. -bjb Samsýning í Ásmundarsafni: Kálgarður tilverunnar með Finnu og Ásmundi Finna Birna Steinsson við eitt verka sinna á sýningunni í Ásmundarsafni. DV-mynd GS Tónleikar fyrir tvö píanó - Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti í Óperunni í kvöld Viðburður í íslensku tónlistarlíf i verður í íslensku óperunni í kvöid þegar Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Steinunn Birna Ragnarsdóttir leika saman á 2 pí- anó. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar. Þetta eru sérstakir tónleikar að því leyti að 19 ár eru liðin frá því íslenskir tónlist- armenn léku síðast saman á 2 píanó, þeir Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson. Á efnisskránni í kvöld verða mörg þekktustu verk sem samin hafa verið fyrir tvö píanó. Má þar nefna Sónötu í D-dúr fyrir tvö píanó eftir Mozart, Fantasíu í f-moll eftir Schubert, Scaramouche eftir Daris Milhaud og Consertino fyrir tvö píanó eftir Shostakovitsj, sem er frumflutt hér á landi. Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti hafa starfað saman undanfarin ár og hvort um sig átt glæsi- legan feril. Þau hafa víða komið fram, bæði sem einleikarar með Sinfóníuhljómsveit íslands og á tónleikum víða hérlendis og erlendis. Þá hafa þau bæði leikið inn á geislaplötur og sigrað í ýmsum tónlistarkeppnum. Þau starfa við Tónlistarskólann í Reykjavík. Tónleikarnir í íslensku óperunni hefjast kl. 20.30 í kvöld. Steinunn Birna og Þorsteinn Gauti eru hér á æfingu fyrir tónleikana. -bjb/DV-mynd GS Sjaldgæfar íslensk- ar bækur til sölu Á vegum Damms Antikvariat fer fram uppboð á Grand Hotel í Osló nk. fóstudag á fornum bókum og handritum. í þeim hópi eru islensk rit fiölmenn, m.a. nokkrar íslendingasögur eins og Egilssaga, Gunnlaugs saga Ormstungu, Landnáma, Heimskringla Snorra Sturlu- sonar og fleiri rit eftir Snorra. Einnig eru til sölu íslenskar sálmabækur frá 18. öld sem prentaðar voru á Hólum. Veröið sem sett er á þessi fornrit er allt aö 100 þúsund krónur. Dagur bókarínnar 23. apríl Eftir nákvæmlega viku, eða 23. apríl, verður dagur bókar- innar haldinn hátíðlegur um heim allan. UNESCO hefur ákveðið að gera þennan dag að alþjóðlegum degi bóka og hof- undaréttar. Þessi dagur er bæði fæðingar- og dánardagur margra helstu rithöfunda fyrr og nú, m.a. er þetta fæðingardagur Halldórs Laxness. Stjórn Bókasambands íslands hefur af þessu tilefni ákveðið að standa fyrir kynningu á ísl- enskum bókmenntum og bóka- gerð þennan dag. Rithöfundar munu lesa úr verkum sínum á völdum kaffihúsum og á sömu stöðum mun tónlistarmaður syngja söng bókarinnar. Bóka- útgefendur verða með sérstakan afslátt á íslenskum bókum, bókasöfnin minna sérstaklega á dag bókarinnar, Thor Vil- hjálmsson flytur ávarp í fiöl- miðlum, prentsmiðjur auglýsa starfsemi sína og Samtök iðn- aðarins ætla að afhenda bóka- verðlaun. Stuttmyndamaraþon í Hafnarflrði Menningardagar unglinga í Hafnarfirði hafa staðið yfir að undanfórnu. í gær hófst stutt- myndamaraþon sem félagsmið- stöðvarnar Vitinn og Verið sjá um. Maraþoninu lýkur á morgun. Keppendur mæti í Vitann og Verið og afhenta 5 mínútna langa spólu og verkefni, sem er leyndarmál. Hægt er að fá lánaða upptökuvél. Kepp- endur fá 3 klst. til að leysa verkefnið en skila síðan inn spólunni. Keppnin er ætluð hópum, 2-4 í hóp, og er ókeypis. Hafnfirskir unglingar voru und- irbúnir fyrir maraþonið með stuttmyndanámskeiði sem fram fór um helgina. Nýtt heftl Griplu komið út Út er komið 9. bindi tíma- ritsins Griplu sem gefið er út af Stofnun Áma Magnús- sonar á ís- landi. Gripla flytur marg- víslegt efni á fræðasviði stofnun-arinnar, sérstaklega rannsóknir á handritum, útgáfur á áður óprentuðum heimildum, ritgerðir um bókmenntir fyrri alda, málsögu og sagnfræði. Ritstjórn Griplu skipa dr. Sverrir Tómasson, Margrét Eggertsdóttir cand. mag. og Guðvarður M. Gimnlaugsson cand. mag. sem öll eru sérfræðingar við Ámastofnun. Að þessu sinni eru 8 ritgerðir 1 Griplu. Höfundar þeirra em Guðrún Ása Grímsdóttir, Jon Gunnar Jorgensen, Margrét Eggertsdóttir, Guðrún Nordal, Kari Ellen Gade, Marianne E. Kalinke, Gísli Sigurðsson og Ólafur Halldórssson en Ólafur ritar minningargrein um málfræðinginn Christian Westergárd-Nielsen. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.