Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						il
í
j
<
I
i
MIDVIKUDAGUR 17. APRIL 1996
x _
sænskir dagar
í hafnarbænum Kalmar í suðaust-
urhluta Svíþjóðar við Eystrasalt
fara fram mikil hátíðarhöld á næsta
ári er þess verður minnst að 600
hundruð ár verða liðin frá því að
Kalmarsambandið var stofnað.
Kalmarsambandið var samband
kommgsríkjanna Danmerkur, Nor-
egs og Svíþjóðar. Það var myndað
þegar Margareta, drottning Dan-
merkur og Noregs, hafði unnið á
sitt vald sænsk-finnska rikið. Full-
trúar þessara ríkja komu saman í
Kalmar og ákváðu að þau skyldu
um alla framtíð vera eitt ríki og
vera undir stjórn eins konungs. Ei-
ríkur af Pommern, fóstursonur
Margaretu, var krýndur konungur
Norðurlanda 17.júní 1397 í Kalmar.
Kalmarsambandið leystist endan-
lega upp 1521 þegar Gústaf Vasa var
valinn konungur Svía.
Kóngar, drottningar
og forsetar til Kalmar
Þjóðhöfðingjar Norðurlanda hafa
tekið að sér að vera verndarar há-
tíðarinnar í Kalmar á næsta ári og
munu þeir heimsækja borgina í
júní.
Þangað er einnig stefht norræn-
um  íþróttamönnum  sem  munu
Kalmarhöll er best varðveitta sænska endurreisnarhöllin en hún var upphaflega kastali.
Minnst 600 ára afmælis
Kalmarsambandsins
- Kalmar er vinsæll menningar- og ferðamannabær
keppa í fornum norrænum íþróttum
í Kalmar í ágúst. Verður þarna um
eins konar miðaldaólympíuleika að
ræða.
Konur í Kalmarléni hafa myndað
félagið Konur á Norðurlöndum og
ætla að gera Kalmar að fundarstað
norrænna kvenna á næsta ári.
Hyggst félagið vekja athygli á þekk-
ingu og hæfileikum kvenna og
vinnuframlagi þeirra á hinum ýmsu
sviðum samfélagsins.
Mikið verður um menningarvið-
burði í Kalmar allt næsta ár vegna
hátíðahaldanna.
Kastalinn var
lykill ríkisins
Ekki er vitað með vissu hversu
gamall bær Kalmar er en hans er
getið í íslenskum heimildum á
ll.öld. í Tingby, í 10 kílómetra fjar-
lægð vestur af Kalmar, hafa fundist
leifar af 8.500 ára gómlu húsi.
Á miðöldum var Kalmarbær kall-
aður lykill ríkisins því sá sem réði
kastalanum í Kalmar gat stjórnað
stórum hluta landsins og haft afger-
andi áhrif á verslunina í kringum
Eystrasalt. Kastalinn var reistur á
tólftu öld.
Þegar Gústaf Vasa steig á land í
Kalmar 1520 hófst nýtt skeið í sögu
bæjarins. Verslun og menning
blómstruðu. Gústaf Vasa og synir
hans, Eiríkur og Jóhann, létu end-
urbyggja kastalann. Hann er nú
best varðveitta sænska endurreisn-
arhöllin. Gústaf Vasa og synir létu
innrétta höllina eins og tíðkaðist á
meginlandi Evrópu. Síðasti konung-
urinn sem bjó í Kalmarhöll var Karl
XI á árunum 1673 til 1692.
Verðlaun fyrir vel
varðveitt gömul hús
Stríð braust út milli Svía og Dana
snemma á 17.öld er Danir leituðust
við að ná forræði á Eystrasalti og
endurreisa Kalmarsambandið. Sví-
ar voru vaxandi stórveldi og hugðu
á landvinninga í Noregi. Friði var
komið á fyrir atbeina Hollendinga
sem vildu ekki breytt valdajafnvægi
er gæti ógnað hagsmunum þeirra
við Eystrasalt.
Árið 1647 eyðilagðist allur Kal-
marbær í bruna. Reistur var nýr
bær á hólma og enn þann dag í dag
er skipulagið næstum því hið sama.
Kalmar hefur tvisvar fengið verð-
laun alþjóðlegu samtakanna Europa
Nostra fyrir vel varðveittar bygg-
ingar og fyrir að láta nýbyggingar
falla vel að þeim sem fyrir eru.
Núna er búið í gamla bænum í Kal-
mar og þar er mikið blómaskrúð í
görðum á sumrin.
Baðstrendur og búðaráp
í Kalmarbæ búa um 30 þúsund
manns en íbúar sveitarfélagsins eru
alls 60 þúsund. Kalmar er vinsæll
ferðamannabær og þaðan er hægt
að aka á brú til eyjunnar Öland þar
sem sænsku konungshjónin eiga
sumarhöll. Verslunareigandi á eyj-
unni segist alltaf kaupa kjóla í
stærð drottningarinnar til að eiga-
til taks ef hún skyldi líta inn. Og
það hefur hún gert eins og aðrir
sem heimsækja eyjuna.
Góð aðstaða er fyrir ferðamenn á
Öland. Baðstrendurnar eru langar
og það þykir ekki amalegt að busla
í Eystrasaltinu á góðum sumardegi.
Það eru einnig baðstrendur í
kringum Kalmar og þar er hægt að
leigja sér báta og stunda veiðar. Að-
staða er fyrir alls kyns íþróttaiðkun
og fallegir skógar lokka til göngu-
ferða.                  -ffiS
FORYSTA   í   ÁRATUGI
LOFTÞJÖPPUR
JLUasCopce
F Y R I R
• Allan ionað
Sjávarúfveg
• Verktaka
• Tannlæknastofur
I áratugi hafa iSnaour og útgeröarfélög
sett traust sitt á ATLAS COPCO LOFTÞJÖPPUR
Reynsla sem eriginn annar býr aö.
HEILDARLAUSNIR Á LOFT- OG LOFTSTÝRIKERFUM:
Stimpil-, skrúfu- og spíralloftþíöppur, kælar,
geymar, þurrkarar, síur, tjakkar, stýrilokar eg
stjórnbúnaður.
SINDRI
-sterkur í verki
BORGARTUNI 31 • SIMI 562 7222

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34