Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.1996, Blaðsíða 17
JL>'V MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 menskir dagar„ I hafnarbænum Kalmar í suðaust- urhluta Svíþjóðar við Eystrasalt fara fram mikil hátíðarhöld á næsta ári er þess verður minnst að 600 hundruð ár verða liðin frá því að Kalmarsambandið var stofnað. Kalmarsambandið var samband konungsríkjanna Danmerkur, Nor- egs og Svíþjóðar. Það var myndað þegar Margareta, drottning Dan- merkur og Noregs, hafði unnið á sitt vald sænsk-finnska ríkið. Full- trúar þessara ríkja komu saman í Kalmar og ákváðu að þau skyldu um alla framtíð vera eitt ríki og vera undir stjórn eins konungs. Ei- ríkur af Pommern, fóstursonur Margaretu, var krýndur konungur Norðurlanda 17.júní 1397 í Kalmar. Kalmarsambandið leystist endan- lega upp 1521 þegar Gústaf Vasa var valinn konungur Svía. Kóngar, drottningar og forsetar til Kalmar Þjóðhöfðingjar Norðurlanda hafa tekið að sér að vera verndarar há- tíðarinnar í Kalmar á næsta ári og munu þeir heimsækja borgina í júní. Þangað er einnig stefnt norræn- um íþróttamönnum sem munu Kalmarhöll er best varðveitta sænska endurreisnarhöllin en hún var upphaflega kastali. Minnst 600 ára afmælis Kalmarsambandsins keppa í fornum norrænum íþróttum í Kalmar í ágúst. Verður þarna um eins konar miðaldaólympíuleika að ræða. Konur í Kalmarléni hafa myndað félagið Konur á Norðurlöndum og ætla að gera Kalmar að fundarstað norrænna kvenna á næsta ári. Hyggst félagið vekja athygli á þekk- ingu og hæfileikum kvenna og vinnuframlagi þeirra á hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Mikið verður um menningarvið- burði í Kalmar allt næsta ár vegna hátíðahaldanna. Kastalinn var lykill ríkisins Ekki er vitað með vissu hversu gamall bær Kalmar er en hans er getið í íslenskum heimildum á ll.öld. í Tingby, í 10 kílómetra fjar- lægð vestur af Kalmar, hafa fundist Luleá Umeá Stokkhólmur Gautaborg m Kalmar Malmö Karlskrona - Kalmar er vinsæll menningar- og ferðamannabær leifar af 8.500 ára gömlu húsi. Á miðöldum var Kalmarbær kall- aður lykill ríkisins því sá sem réði kastalanum í Kalmar gat stjórnað stórum hluta landsins og haft afger- andi áhrif á verslunina í kringum Eystrasalt. Kastalinn var reistur á tólftu öld. Þegar Gústaf Vasa steig á land í Kalmar 1520 hófst nýtt skeið í sögu bæjarins. Verslun og menning blómstruöu. Gústaf Vasa og synir hans, Eiríkur og Jóhann, létu end- urbyggja kastalann. Hann er nú best varðveitta sænska endurreisn- arhöllin. Gústaf Vasa og synir létu innrétta höllina eins og tíðkaðist á meginlandi Evrópu. Síðasti konung- urinn sem bjó í Kalmarhöll var Karl XI á árunum 1673 til 1692. Verðlaun fyrir vel varðveitt gömul hús Strið braust út milli Svía og Dana snemma á 17.öld er Danir leituðust við að ná forræði á Eystrasalti og endurreisa Kalmarsambandið. Sví- ar voru vaxandi stórveldi og hugðu á landvinninga í Noregi. Friði var komið á fyrir atbeina Hollendinga sem vildu ekki breytt valdajafnvægi er gæti ógnað hagsmunum þeirra við Eystrasalt. Árið 1647 eyðilagðist allur Kal- marbær í bruna. Reistur var nýr bær á hólma og enn þann dag í dag er skipulagið næstum því hið sama. Kalmar hefur tvisvar fengið verð- laun alþjóðlegu samtakanna Europa Nostra fyrir vel varðveittar bygg- ingar og fyrir að láta nýbyggingar falla vel að þeim sem fyrir eru. Núna er búið í gamla bænum í Kal- mar og þar er mikið blómaskrúð í görðum á sumrin. Baðstrendur og búðaráp í Kalmarbæ búa um 30 þúsund manns en íbúar sveitarfélagsins eru alls 60 þúsund. Kalmar er vinsæll ferðamannabær og þaðan er hægt að aka á brú til eyjunnar Öland þar sem sænsku konungshjónin eiga sumarhöll. Verslunareigandi á eyj- unni segist alltaf kaupa kjóla í stærð drottningarinnar til að eiga til taks ef hún skyldi líta inn. Og það hefur hún gert eins og aðrir sem heimsækja eyjuna. Góð aðstaða er fyrir ferðamenn á Öland. Baðstrendurnar eru langar og það þykir ekki amalegt að busla í Eystrasaltinu á góðum sumardegi. Það eru einnig baðstrendur í kringum Kalmar og þar er hægt að leigja sér báta og stunda veiðar. Að- staða er fyrir alls kyns íþróttaiðkun og fallegir skógar lokka til göngu- ferða. -IBS FORYSTA í ÁRATUGI LOFTÞJOPPUR JLUasCopco F Y R I R : • Allan iðnað • Sjávarúfveg • Verktaka • Tannlæknastofur í áratugi hafa iSnaöur og útgerðarfélög sett traust sitt á ATLAS COPCO LOFÞJÖPPUR Reynsla sem enginn annar býr að. I HEILDARLAUSNIR Á LOFT- OG LOFTSTÝRIKERFUM: § Stimpil-, slcrúfu- eg spíralloftþjöppur, kselar, | geymar, þurrkarar, sfur, tjakkar, stýrilokar og i stjórnbúnaður. SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.