Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 105. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						T
FIMMTUDAGUR 9. MAI1996
Utlönd
Gennady Zjúganov reyndi aö röa Vesturlönd í sjónvarpsviðtali:
Ekkert að óttast
sígri hann Jeltsín
Kommúnistinn Gennady Zjúga-
nov, sem hefur afgerandi forskot á
Borís Jeltsín forseta í skoðanakönn-
unum fyrir rússnesku forsetakosn-
ingarnar, segir að Vesturlönd hafi
ekkert að óttast sigri hann í kosn-
ingunum. „Rússland hefur alltaf
skapað stöðugleika og jafnvægi í
heiminum og brúað bilið milli aust-
urs og vesturs," sagði hann í viðtali
um gervihnött við bandarísku sjón-
varpsstöðina CNN í gær.
Zjúganov bætti við að hann væri
reiðubúinn að koma á víðtæku og
nánu samstarfi við Vesturlönd með
lýðræðislegri friðarstefhu og góðum
nágrannatengslum. Hann sagðist
þess fullvviss að slík stefna stuðlaði
að stöðugleika í heimsmálum.
„Hafið ekki áhyggjur af stríðs-
rekstri og átökum," sagði Zjúganov
og lofaði stöðugri og áreiðanlegri ut-
anríkispólitík.
Zjúganov, 51 árs og fyrrum
menntaskólakennari, hefur haft
verulegt forskot á Borís Jeltsín í
flestum skoðanakönnunum sem
framkvæmdar hafa verið vegna for-
setakosninganna 16. júní. í einstaka
könnun hefur bilið milli þeirra
reyndar verið minna.
Óháð stofnun birti í gær niður-
stöður könnunar þar sem Zjúganov
hefur örugga forustu í forsetaslagn-
um. Samkvæmt könnuninni, þar
sem 6 þúsund Rússar voru spurðir
27. apríl til 2. maí, fengi Zjúganov
43-45 prósent atkvæða meðan fylgi
Jeltsíns mældist einungis 25 prósent.
í viðtalinu við CNN reyndi Zjúg-
anov að slá á ótta varðandi efna-
hagsstefnu sína. Hann sagðist ekki
stefna á endurþjóðnýtingu eða aft-
urhvarf til tíma Sovétríkjanna en
svör hans um émahagsmál þóttu
ekki ítarleg. Hann sagðist leggja
Svokölluð heimsverðlaun í tónlist, World Music Awards, voru afhent við há-
tíölega athöfn í Mónakó í gærkvöldi. Diana Ross, sem hér sést halda í hönd
Michaels Jacksons, hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir ævilangt framlag sitt
til tónlistar. Jackson hlaut fimm verðlaun, þar á meðal verðlaun fyrir mest
seldu plötu allra tíma, plötuna Thriller.                 Símamynd Reuter
Bresk stjórnvöld endurskoða hug sinn:
Herða andstöðuna
gegn hvalveiðum
f
Bresk stjórnvöld hertu ahdstöðu
sína gegn því að hvalveiðar í ábata-
skyni yrðu teknar upp að nýju þeg-
ar ráðherra í stjórn landsins lýsti
því yfir að ekki væri brýn þörf á að
stunda slíkar veiðar.
Embættismenn í breska landbún-
aðarráðuneytinu sögðu í gær að rík-
isstjórnin hefði endurskoðað stefhu
sína í hvalveiðimálum vegna vænt-
anlegs fundar Álþjóða hvalveiði-
ráðsins í Aberdeen í Skotlandi í
næsta mánuði þar sem fjallað verð-
ur um hvort endurnýja eigi alþjóð-
legt hvalveiðibann sem sett var árið
1986.
Bretar hafa alltaf sagt að þeir
væru ekki reiðubúnir að endur-
skoða bannið nema þeir væru sann-
færðir um að hvalastofhárnir þyldu
veiöi og að mannúðlegum aðferðum
væri beitt við dráp dýranna. Nú
hallast þeir hins vegar að því að
verndun stofhanna sé ekki eina
ástæðan fyrir því að viðhalda veiði-
banninu.
„Hvalveiðar í ábataskyni eru
ekki nauðsynlegar til að fullnægja
brýnum næringar-, efnahags- eða fé-
lagslegum þörfum," sagði Tony
Baldry aðstoðarlandbúnaðarráð-
herra í skriflegu svari við fyrir-
spurn í breska þinginu.
Hann sagði að vegna vaxandi
ásóknar í að sjá hvali í náttúrulegu
umhverfi sínu gætu sveitarfélög
hagnast á hvölunum án þess að
þurfa að drepa þá.
Baldry sagði að flestir Bretar
væru andvígir hvalveiðum og
stjórnvöld sæju því enga ástæðu til
að aflétta banninu.       Reuter
áherslu á að gera Rússland aðlað-
andi fyrir erlenda fjárfesta, berjast
gegn glæpum og spillingu og enda
stríðið í Tstjetsjeníu. Zjúganov sagð-
ist einnig mundu tryggja ferðafrelsi,
málfrelsi og að mannréttindi yrðu
tryggð.
Einn andstæðinga Zjúganovs,
hinn frjálslyndi hagfræðingur
Grigory Javlinsky, virtist ekki
snortinn af orðum Zjúganovs. Sagði
hann að eiginlega væru til tvær
ólíkar útgáfur af honum. Önnur
reyndi að gera rússneskum kjósend-
Um til geðs en hin erlendum áheyr-
endum.
Aðspurður um yfirlýsingar vest-
rænna leiðtoga sem sögðust styðja
Jeltsín s'agði Zjúganow að hann
hefði verið fullvissaður um að við-
komandi ríki mundu virða niður-
stöður lýðræðislegra kosninga.
Reuter
Simpson miðar ekkert
í moroingjaleitinni
Ruðningshetjan O.J. Simpson
er engu nær því að finna morð-
ingja fyrrum eiginkonu sinnar og
vinar hennar, þeirra Nicole
Brown og Ronalds Gildmans, en
hann var daginn sem hann var
sjálfur sýknaður af ákæru um að
hafa myrt þau. Að minnsta kostí
veit sonur hans ekkert um slikt.
Þetta kom fram við skýrslutöku
yflr Jason Simpson, 26 ára göml-
urh syni íþróttahetjunnar fyrrver-
andi, vegna einkamáls sem fjöl-
skyldur fórnarlambanna hafa
höfðað á hendur O.J. Þá höfðu
lögfræðingar fórnarlambanna það
eftir Jason að hann hefði aldrei
séð föður sinn æfa golfskot að
kvöldlagi, nokkuð sem Simpson
segist hafa verið að gera kvöldið
sem morðin voru framin í júní
1994.               Reuter
Rússar og Bret-
araðsemja
Rússar og Bretar virðast vera
að semja um málamiðluh í
njósnadeilunni sem hefur sett
svip sinn á samskipti ríkjanna
síðustu daga. Rússar hafa hótað
að senda niu breska diplómata
heim.             Reuter
BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR
Kirkjusandur 1-5
(áður Laugarnesvegur 89)
Staðgreinireitur 1.340.5
í samræmi við 17. og 18. grein skipulagslaga er
auglýst kynning á breyttri landnotkun á lóðinni
Kirkjusandur 1-5. Athafnasvæði verður breytt í
íbúðasvæði.
Kynningin fer fram í sal Borgarskipulags og bygg-
ingarfulltrúa að Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00 -
16.00 virka daga og stendur til 20. júní 1996.
Ábendingum og athugasemdum skal skila skrif-
lega til Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3,
1Ö5 Reykjavík eigi síðar en fimmtudaginn 4. júlí
aeg nEsuEasaa
AEG
AEG þvottavélar eru
á um það bil
27.000 íslenskum
heimilum.
AEG þvottavélar
eru á tvöfalt fleiri heimilum.
er næst algengasta
þvottavélategundin.
Yfir 85% þeirra sem
eiga AEG þvottavél.
mundu vilja kaupa AEG aftur.
Hvað segir þetta þér
um gæði AEG þvottavéla?
Eða AEG yfirleitt?
Þriggja ára
ábyrgð á öllum
ÞVOTTAVELUM
er það eins og
ferð til Egyptalands
án þess að skoða
pýramídana
Gerð	sn.pr. mín.	Staðgr.
LAVAMAT; 508	j      800sn.	©.950,- ]
LAVAMAT 9205	700 - 1000 sn.	82.900,-
péLmmmmt.	h700:- I200sn. !.	,^MM®*4
LAVAMAT 6955	! 70O-15O0sn. |.	111.500,-
B  R  /E  Ð  U  R  N  I  R
OKMSSON
Lágmúla 8 • Sími 553 8820
U
m
s
e
n
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvatlir,
Hellissandi. Guðni Hallgrfmsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardat. Vestflrðlr: Geirseyrarbúöin,
Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvfk.Straumur,(safirði.Noröurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hótmavfk.
Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetnlnga, Blönduósi. Skagfirðlngabúð.Sauöárkróki. KEA
byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvik. KEA, Siglufirðl Kf. Þingeylnga, Húsavfk.Urð,
Raufarhöfn. Austurland: Svelnn Guðmundsson, Egllss»Miirn. Kf VcDn'irðÍnq.;, Vcpnaf'ió .
Stál, Seyðisfirði. Verslunin Vlk, Neskai^s-:,^ ,.i ij-.M.ijaíirðinga, Fáskrúðsfiröl. KASK,
Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshðfn. Jón Þorbergs,
Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg,
Grindavfk.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40