Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 105. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
FIMMTUDAGUR 9. MAI1996
Spurningin
Heldur þú að mannkynið sé
í útrýmingarhættu?
Margrét Ólafsdóttir afgreiðslu-
maður: Ég er hrædd um það ef
menn hætta ekki þessum striðs-
rekstri og fara 1 staðinn að stuðla
meira að friði.
Lisa Libungan afgreiðslumaður:
Já, vegna mengunar og sultar.
	^NH ¦
.   '  ¦?**.	*"¦"" ^ i
¦,ijr*	•*" X       S^H
\- - ' ^H.    K..-—	ÍaI i
I  .   ¦  ^5T-	
Kristrún   Lísa	Garðarsdóttir
Indriði Jónsson, fyrrverandi
skrifstofumaður: Já, það verða
ekki mörg hundruð ár þangað til
búið verður að eyðileggja jörðina.
Jón Karlsson, starfar að verka-
lýðsmálum: Nei, ég hef ekki
nokkra trú á því.
Lesendur
Evrópa hervæðist
í viðskiptastríði
Berglind Hanna Jónsdóttir nemi:
Já, tvimælalaust.
örn Sigurðsson skrifar:
Áberandi hefur verið hve Evr-
ópuríkin hafa farið halloka á við-
skiptasviðinu gagnvart Bandarikj-
unum og Austur-Asíuríkjunum,
einkum Japan, Tælandi, Tævan og
fleirum, Það er eins og tæknin hafi
flúið Evrópu áður en hún varð til
þess að bæta samkeppnisstöðu álf-
unnar gagnvart þessum löndum.
Nýlokið er ráðstefnu hér á landi á
vegum Framkvæmdastjórnar ESB
þar sem rædd var svokölluð „græn-
bók" þess á sviði nýsköpunar til að
halda í við risana á viðskiptasvið-
inu.
Á þessari ráðstefnu átti að reyna
að svara spurningum og leita eftir
hugmyndum sem gætu komið Evr-
ópu á kort heimsviðskiptanna. Það
er viss heiður fyrir ísland að vera
valið eða fá að annast skipulag
svona ráðstefnu. En það er Rann-
sóknarráð íslands og Útflutningsráð
íslands sem hafði veg og vanda af
henni í samráði við iðnaðarráðu-
neytið. Ekki er vafi að margir í Evr-
ópuríkjunum líta með nokkurri for-
vitni til okkar íslendinga og undr-
ast hvers við erum þó megnugir. Þá
á ég ekki við ráðstefnuhaldið ein-
göngu heldur framkvæmdir og
framleiðslu á ýmsum sviðum sem
miðast viö markaðinn vítt og breitt
um heiminn.
En það er ekki hægt að þakka
Evrópuríkjum þau skref sem við
höfum náð að stíga til þessa. Heldur
beint og óbeint samstarfi okkar við
Bandaríkin. Við höfum smitast af
velgengni þar vestra gegnum árin
og þangað höfum við sótt menntun
sumra okkar færustu sérfræðinga á
mörgum sviðum og hefur hún skil-
Frá fundi í Reykavík um „grænbók" ESB á sviði nýsköpunar.
að sér margfalt hingað heim. Sá lífs-
stuðull, sem við sækjumst eftir og
höfum búið við í áratugi, kemur
líka frá Bandaríkjunum. Ekki frá
Evrópu.
Það er því ekki svo fráleitt fyrir
Evrópuríkin að sækja hingað ráð-
stefnur sem fjalla um framtíð Evr-
ópu og nýsköpun sem vopn í sam-
keppninni á viðskiptasviðinu. Hér
eru mörg og glögg dæmi um hvern-
ig þjóð hefur tekið mið af nágranna
sínum í vestri fremur en þeim í
austri, þótt þangað sé mun styttra.
En það verður erfitt fyrir Evrópu-
ríkin að tileinka sér þau tækifæri
sem bjóðast í nálægð viðskiptar-
isanna nema láta fyrst af hrokanum
sem lengi ætlar að fylgja þeim sem
eitt sinn yoru heimsveldi eða réðu
yfir lendum og lausagóssi. fjarri
heimaslóðum. Evrópa hefur aug-
sýnilega ákveðið að hervæðast í við-
skiptastríðinu fremur en að læra af
keppinautunum. Gera eins og þeir,
hugsa eins og þeir.
Hvert fóru Bessastaðamilljónirnar?
Jóhannes Sigurðsson skrifar:
Það er kannski að bera í bakka-
fullan lækinn að minnast á Bessa-
staðahneykslið tengt endurbótum á
forsetasetrinu fyrir fjárhæð sem nú
er áætluð tæpur einn milljarður
króna. Einn milljarður?? Getur þetta
verið rétt? Þær tölur sem ég hef séð
um þessar framkvæmdir til þessa ná
ekki þessari upphæð. En það er ým^
islegt týnt til, svo sem fornleifaupp-
gröftur og hann áætlaður fram í tím-
ann með jafn ómarkvissum hætti og
annað þessu tengt. Þó er hann ekki
nema um 10% til þessa og dugar þvi
skammt upp í milljarðinn,
Þá hafa þær tólur aðrar sem
nefndar hafa verið ekki náð milljarð-
inum heldur og minnist ég þess ekki
að hafa getað lagt saman hærri upp-
hæð en eitthvað í kringum 300 millj-
ónir fyrir þær framkvæmdir sem
lokið er, að meðtöldum endurbótum
á íbúðarhúsi og öðrum byggingum
og greiðslu til húsameistaraembætt-
isins. Aðrar tölur eru allar „fram-
reiknaðar" tölur allt til ársins 1998.
Enginn veit því hvað er hvað og
hvaða tölur eru í spilinu né hvert
þær upphæðir fóru og munu fara.
Enn vantar því að skilgreina nán-
ar hinar 970 milljónir króna, sem
kostnaður er nú „áætlaður" í skynd-
ingu. Ég spyr því einfaldlega: Hvert
fóru Bessastaðamilljónirnar? Eru
kannski vantaldar greiðslur til
þriggja manna Bessastaðanefndar
sem sáu um alla útfærslu endurbo-
tanna á Bessastöðum? Ég hef ekki
enn heyrt neinn fréttamann spyrja
um þær greiðslur.
Er nú einfaldlega ekki réttast að
greina frá í smáatriðum í hvað millj-
arðurinn til Bessastaða fer? Þjóðin á
kröfu á að fá skýringar á þessari
ógnareyðslu sem var þó aldrei á
áætlun og hefur ekki enn verið sam-
þykkt löglega.
Síldarsamningarnir í höfn
Einar Árnason skrifar:
Ósanngjörn er framkoma nokk-
urra þingmanna og einstaklinga í
röðum útgerðarmanna og sjómanna
vegna samninganna um norsk*. ís-
lenska síldarstofninn sem nú eru í
höfn. Ég fullyrði að hér hefur verið
staðið vel að verki. Mesti sigurinn
er í því fólginn að fá Norðmenn yfir-
leitt til þess að semja um málið.
Þeir voru stærsti þröskuldurinn all-
an tímann. Deila má endalaust um
samningaaðferðina og skiptinguna
sjálfa en við erum nú komnir inn
[U§[M®Æ\ þjónusta
allan sólarhringinjt -
Sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra kynna samniíigana sem gerðir
voru um veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum.
ingiö í síma
0 5000
kl. 14 og 16
fyrir samningsvegginn, ef svo má
segja, og ekki verður bakkað héðan
af í neitt minna en um var samið.
HagsmUnir ríkis eins og íslands
felast í samningum og stjórn á fisk-
veiðunum. Það var því ekki um
annað að ræða í þessu tilfelli en að
semja um leið og glufa opnaðist. Fá-
ránlegt hefði verið að láta dankast
og þrefa um eitthvað lítils háttar
viðbótarmagn. Héðan afer spurn-
ingin um nýtingu og betri og betri
nýtingu á síldinni sem veiðist. Hún
er ennþá ein dýrmætasta afuröin úr
sjó þrátt fyrir allt sé hún unnin fag-
lega til neyslu að ósk kaupenda.
Sérþekkingí
„niðurlagn-
ingu" fýrir-
tækja
Þórður Einarsson skrifar:
Nú er fyrirtækjum slátrað í
gríð og erg samkvæmt skipun-
um að ofan. Samgönguráðherra
byrjaði ballið er hann lagði nið-
ur Skipaútgerð ríkisins á svo að
segja einum degi. Þar var við
stjórn Guðmundur Einarsson,
sem nú er forstjóri Heilsuvernd-
arstöðvar Reykjavíkur. Nú er
það undir stjórn heilbrigðisráð-
herra sem lagt er til að leggja
niður Heilsuverndarstöðina og
þar er einmitt við stjórn sami
maður og hjá Ríkisskipum forð-
um. Það er því komin á nokkur
sérhæfing í „niðurlagningu" hjá
þessum forstjóra.
1. maí úreltur
baráttudagur
Hjálmar skrifár:
Ég vil lýsa furðu minni á því
að enn skuli fólk láta plata sig
til að taka þátt i kröfugöngu og
útisamkomum hinn 1. maí. Hér
er um að ræða blekkingu af
mannavöldum til að geta áfram
haldið launafólki í greipum
launþegaforystunnar. Ekkert
hefur áunnist nema fyrir til-
stuðlan einstakra stjórnmála-
manna, einkum hinna ötulu al-
þýðuflokksmanna sem komu á
tryggingkerfinu fyrir áratugum.
Síðan hefur lítið verið gert sem
flokka má undir kjarabætur og
aukna velferð. Þetta er meira og
minna í sama hjólfarinu og
verður enn þar til launþegar
verða frjálsir að því að stofna til
viðræðna og samninga á sínum
vinnústað.
RÚV á barmi
tilveruréttar
Ásta hringdi:
Ég er ekki viss um að fólk
skuji hvað við er átt þegar
menn likja Ríkisútvarpinu við
annan fjölmiðil - t.d. dagblað -
sem væri ríkisrekið. Myndi ein-
hver kaupa dagblað gefið út af
ríkinu? Ég reikna ekki með því,
Lögbirtingarblaðið hefur jú sér-
stöðu og það kaupa einhverjir
en ekki almenningur. Sama er
mér hvor aðferðih er notuð
vegna / RÚV, nefskattur eða
sjálftökugjald, það er sami glæp-
urinn. En Ríkisútvarpið er nú á
barmi tilveruréttar og þeir sem
vilja framlengja reksturinn
ættu að greiða hann sjálfir.
Fólkiðvill
hjálpa Sophiu
VKP skrifar:
Nú er það berlega komið í
]jós að fólkið vill hjálpa Sophiu
Hansen með því að fjármagna
baráttu hennar til að ná dætr-
unum frá Tyrklandi. Þetta hefur
t.d. niðurstaða úr „Rödd fólks-
ins" sem birtist í DV sl. þriðju-
dag staðfest. Hverju eru ráða-
menn þá að bíða eftir? Ég tel að
þjóðarsamþykki sé fyrir því að
þeir láti til skarar skríða og geri
allt dæmi Sophiu upp og styðji
hana svo i lokaáfanga réttar-
haldannaí Tyrklandi.
Heimskuleg
DAS-auglýsing
Gerður skrifar:
Ég get ekki orða'bundist yfir
þeirri heimsku sem einkennir
auglýsingu frá hinu landskunna
og góða fyrirtæki, Happdrætti
DAS. Heldur auglýsingahönnuð-
ur eða sá sem stendur að baki
þessari auglýsingu með „bján-
um" meö slaufu um vísifingur
að við séum líka bjánar?
„Greiðslukortið gleymir ekki að
endurnýja!" Þið segið ekki!!
Þetta er móðgun við þjóðina,
þessi andskoti. Ekkert minna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40