Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 105. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 9. MAI1996
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Dýrkeypt menntanet
íslenzka menntanetið á umtalsverðan þátt í heimsmeti
íslendinga í notkun Internetsins, sem er 50% útbreiddara
hér á landi en í upphafslandinu Bandaríkjunum. Fyrir-
tækið hefur haft forgöngu um fræðslunotkun netsins og
mótað nýja möguleika í menntakerfinu.       j
Þetta skiptir miklu í strjálbýlu landi. Netið er happa-
sending fyrir þjóð, sem vill búa vítt um dreifðar byggðir
og ná samt efnahagslegri hagkvæmni þéttbýlis. Með net-
inu getur fólk stundað fjarnám með áhrifamiklum hætti
og það getur einnig stundað arðbær störf í einrúmi.
Fjarnámstækni á netinu er orðin svo þróuð, að unnt er
að stunda nám við bandaríska háskóla og taka þar próf
án þess að mæta í skóla nema einu sinni á ári eða sjaldn-
ar. Athuganir benda til, að fjarnemendur séu áhugasam-
ari og standi sig betur en staðarnemendur.
íslenzka menntanetið er einkafyrirtæki, sem hefur vak-
ið athygli víða um heim fyrir frumkvæði í notkun nets-
ins í menntakerfínu. Það lagði í vetur í fjárfestingu við að
koma upp netþjónum í öllum símaumdæmum landsins og
varð sú fjárfesting fyrirtækinu ofviða.      /
Menntaráðuneytinu rann blóðið til skyldunnar. Það
keypti gjaldþrota fyrirtækið með manni og mús fyrir 21
milljón króna til að tryggja, að áfram héldist þjónustan,
sem Menntanetið veitir skólakerfinu og er talin vera
ómissandi vegna 300 fjarnemenda á netinu.
Ráðuneytið fór offari í þessu efni. Það gat tryggt hags-
muni hinna 300 fjarnemenda með broti af þessari upp-
hæð. Það hefði getað greitt áskriftargjöld fyrir þá og skóla
landsins hjá öðrum einkafyrirtækjum, sem bjóða sömu
þjónustu og Menntanetið á svipuðu verði.
Ráðuneytið hefði stuðlað að heilbrigðri samkeppni í
þjónustu við netið með því að bjóða út netviðskipti skóla-
kerfisins. Starfrækt eru í landinu nokkur fyrirtæki á
þessu sviði, þannig að Menntanetið er ekki lengur ómiss-
andi, þótt það eigi merka afrekasögu.
Búnaðurinn, sem ráðuneytið fékk með kaupunum á
Menntanetinu, nemur í verðmætum um helmingi af upp-
hæðinni, sem það greiddi fyrir kaupin. Þannig felur hálf
upphæðin í sér óeðlilegt handafl á markaðnum og hinn
hehningurinn felur í sér þakklætisvott ráðuneytisins.
Þegar ráðuneyti vill ganga svona langt í björgunarað-
gerðum, sem fela í senn í sér markaðsmismunun og þakk-
lætisvott, átti ráðuneytið að leita samþykkis þeirra aðila,
sem fara með fjárveitingavaldið í landinu. Það gerði
menntaráðherra ekki og gróf þannig undan þingræðinu.
Ef ráðuneytið tekur þessa 21 milljón af tölvukaupafé,
svo sem fullyrt hefur verið því til afsökunar, verða ís-
lenzkir skólar mörgum tugum tölva fátækari en ella hefði
orðið. Ráðuneytið hamlar þannig gegn brýnni tölvuvæð-
ingu skólanna með kaupum sínum á Menntanetinu.
Komið hefur í ljós, að flestir þingmenn eru eftir á að
hyggja sammála kaupum ráðuneytisins á Menntanetinu
og vilja væntanlega veita sérstaklega fé til þeirra, svo að
það verði ekki tekið af tölvukaupafé skólanna. Vonandi
láta þeir verkin ekki tala síður en orðin.
Sighvatur Björgvinsson þingmaður stóð einn í gagn-
rýni sinni á kaupin. Hans gagnrýni var eigi að síður rétt-
mæt. Kaupverðið var hátt yfir raunvirði. Ráðuneytið
hefði sparað peninga með því að bjóða út þjónustuna og
reyndi ekki einu sinni að ganga úr skugga um það.
Mál þetta sýnir ráðuneyti, sósíaliskan ráðherra og Al-
þingi, sem sameiginlega eru ófær um að hugsa mál á
grundvelli alþjóðlega viðurkenndra markaðslögmála.
Jónas Kristjánsson
í viðtali fréttastofu Ríkisút-
varpsins þann 28. apríl síðastlið-
inn við stjórnarformann SÍF, Sig-
hvat Bjarnason, hélt hann því
fram að afar nauðsynlegt væri orð-.
ið að lækka fiskverð til sjómanna
og útgerðar, einkum þorskverð.
Af orðum Sighvats, sem jafh-
framt er framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest-
mannaeyjum, má ef til vill merkja
það að hann undirhýr verðlækkun
á fiski til sjómanna
í sinni þjónustu með einhliða
ákvörðun, enda vanur maður á
því sviði, samanber skriflegar at-
hugasemdir sem Farmanna- og
fiskimannasamband Islands sendi
sjávarútvegsráðuneytinu fyrir
nokkrum árum vegna einhliða
verðákvarðana Vinnslustöðvar-
innar hf. á fiski án þess að sjó-
menn hjá fyrirtækinu hefðu nokk-
uð um það að segja.
„Leiga og sala á aflaheimildum er að eyðileggja eðlilega verðmyndun á
fiski," segir Guðjón m.a. í grein sinni.
Kvótaeigendur
kref jast lægra f isk-
verðs til sjómanna
Báðum megin borðs
Nú vill svo til að áðurnefndur
maður er bæði útgerðarmaður og
fiskverkandi. Hann situr sem sagt,
eins og fleiri hans líkar, báðum
megin við borðið með útgerðina í
öðrum vasanum og fiskvinnslu í
hinum. Þetta þýöir auðvitað að út-
gerðarmaðurinn hefur yfir afla-
heimildum að ráða og getur
þannig stundað þá eftirlætisiðju
margra útgerða að leigja frá sér
aflaheimildir fyrir okurverð eins
og félagar hans í útvegsmannafé-
lagi Reykjavíkur komust að orði í
heiisíðuauglýsingu í Morgunblað-
inU nýlega.
Ráðstöfun aflaheimilda
Ekki sá útgerðar- og fisk-
vinnslumaðurinn     Sighvatur
Bjarnason neina ástæðu til þess að
víkja að óhóflega háu kvótaleigu-
verði í umræddu viðtali. í því
sambandi er fróðlegt að skoða
hvernig hann sjálfur ráðstafar
aflaheimildum sínum. Á síðast-
liðnu fiskveiðiári, 1994-Í5, leigði
hann frá sér 1.965 tonn af afla-
heimildum í þorskígildum talið. Ef
gengið er út frá 75 krónum fyrir
þorskígildið að meðaltali gaf
óveidda kílóið hærra meðalverð
en meðalverðið úr úrskurðarnefnd
sjómanna og útvegsmanna.
Þessar upplýsingar má finna í
svari sjávarútvegsráðherra við
fyrirspurn Guðjóns Guðmunds-
sonar alþingismanns. Það virðist
augljóst að eins og framsetningin
var í viðtali við Sighvat er að hans
mati betra að lækka fiskverð og
reyndar nauðsynlegt eins og hann
orðar það. Ekki er vikið orði að
þeim fjármunum sem fást fyrir
leigu á kvóta upp á 140 til 150
milljónir króna á síðastliðnu fisk-
veiðiári en fiskverðið þarf að
Kjallarinn
Guðjón A. Kristjánsson
forseti FFSÍ
Sjómenn borgi
Það er löngu orðið augljóst að
leiga á óveiddum fiski er svartasti
bletturinn á núverandi kvótakerfi
og stuðlar, ásamt eiginleikum
kvótakerfisins, mjög að vondri
umgengni um auðliridina, einkum
að því er varðar þorskstofninn.
Meðan útgerðarmaðurinn Sighvat-
ur Bjarnason leigir frá sér þorsk-
kvóta á 90 krónur kílóið en barm-
ar sér síðan sem forsvarsmaöur
fisksölufyrirtækis út af of háu
fiskverði heldur áfram slíkum
málflutningi verður varla annað
sagt en að hann viti varla hvað sé
vinstri eða hægri á hans eigin vös-
um.
Útgerðarmenn eru með þeim að-
ferðum sem hér er lýst að ná inn
óeðlilegum fjármunum en vilja
helst að aðrir borgi, í þessu tilfelli
„Þetta þýðir auðvitað að útgerðarmaður-
inn hefur yfir aflaheimildum að ráða og
getur þannig stundað þá eftirlætisiðju
margra útgerða að leigja frá sér aflaheim-
ildir fyrir okurverð..."
lækka svo að auðveldara verði að
halda uppi okurverði á útveiddum
afla, enda orðið vandséð hvernig
koma má 95 króna-leiguverði á
þorski fyrir í þessum viðskiptum.
Það er líka orðin staðreynd að
þeir sem nú eru að leigja til sín
kvóta eru komnir verulega niður
úr þeim 60 krónum á hvert þorsk-
kíló sem samtök útgerðarmanna
og sjómenn voru sammála um í
síðustu kjarasamningum að ekki
væri heimilt að fara niður fyrir og
var fastmælum bundið milli aðila.
sjómenn. Við getum aldrei sam-
þykkt að þessi vinnubrögð með
sölu og leigu á aflaheimildum
verði sú framtíð sem sjómenn eiga
að búa við um ókomin ár. Leiga og
sala á aflaheimildum er að eyði-
leggja eðlilega verðmyndun á
fiski. Þessi vandi verður ekki
ieystur nema með því að afnema
leigu- og sölukerfi á óveiddum
fiski og jafnframt aö láta verð-
myndun sjávarafla ráðast á fisk-
markaði.
Guðjón A. Kristjánsson
Skoðanir annarra
Vígreíf verkalýðshreyfing
„Ástæður fjárhagsvandræða eru misjafnar. Stund-
um er vissulega um eyðsluvandamál að ræða, en trú-
legra er þó að meirihluta fjárhagserfiðleika fólks
megi rekja til þess tekjuvandamáls sem felst í lágum
launum og of lítilli vinnu..,Verkalýðshreyfingin er
vígreif um þessar mundir og talar mikið um rétt-
indaskerðingar...Á meðan sú hagsmunagæsla er
stunduð af einlægni er hún af hinu góða, en á sama
hátt spillir það einungis fyrir ef menn telja sig sjá
flokkspóíitíska hagsmuni hafða að leiðarljósi."
Úr forystugrein Tímnns 8. maí.
Ósamþykktsr skattar
„Greinilegt er að víða er pottur brotinn og gjöld,
sem innheimt eru af neytendum opinberrar þjón-
ustu undir því yfirskini að þau eigi að standa undir
kostnaði við hana, renna í raun í ríkishítina og eru
því skattar sem eru ekki samþykktir af Alþingi og
þess vegna ólöglegir. Er ekki tími til kominn að
stjórnsýsla ríkis og sveitarfélaga leggi þessi vinnu-
brögð af og að heildstæð könnun verði gerð á því
hvar þessi lögleysa viðgengst, þannig að síðan sé
hægt að gera átak í að útrýma henni?"
Úr forystugrein Mbl. 8. maí.
Síldarsamningarnir
„Ekki er nóg með að íslendingar hafi orðið að láta
langmest af hendi. Halldór Ásgrímsson og Þorsteinn
Pálsson sömdu líka um að opna fiskveiðilögsöguna
fyrir Norðmönnum og Rússum. Norski sfldveiðiflot-
inn fær heimild til að veiða 130 þúsund ton í lögsögu
íslands...Og hvaða ástæða er til þess að hleypa rús's-
neskum skipum inn í lögsöguna? Er það kannski
bara staðfesting ráðherranna á því að þeir hafi gef-
ist upp fyrir rússneskum veiðiþjófum?"
Úr forystugrein Alþýðubl. 8. maí.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40