Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 105. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 9. MAI1996
13
Fýrsti vaxtadagur
fasteignaveðbréfs
Þetta er mál sem varðar þá sem
eiga í fasteignaviðskiptum með
Fasteignaveðbréf og Húsbréf. Er
heiðarlegt að einstaklingar, sem
standa í húsnæðisviðskiptum, viti
ekki hvaða rétt þeir eiga varðandi
ákvörðun upphafsdags vaxta í
tengslum við Húsbréfakerfið? Mál-
ið varðar vinnureglur sem Hús-
næðisstofnun óskar eftir að fast-
eignasalar vinni eftir þegar fast-
eignaviðskipti eiga sér stað.
Viðurkenndi ekki greiðslumat
Undanfari þess að ég vek afhygli
á þessu máli er að einstaklingar
hafa kvartað sárt undan því að
þurfa að greiða vexti af fjármunum
sem þeir hafa ekki haft undir hönd-
um eða að viðskipti með íbúð eða
húseign hafi átt sér stað. Einnig að
kaupendur hafa orðið að greiða
vexti frá kauptilboðsdegi þar sem
kauptilboösdagur eða útgáfudagur?
Kjallarinn
Gísii S. Einarsson
þingmaður Alþýðuflokksins á
Vesturiandi
Er heiðarlegt að einstaklingar, sem standa í húsnæðisviðskiptum, viti ekki
hvaða rétt þeir eiga...? spyr greinarhöfundur.
„Undanfari þess að ég vek athygli á þessu
máli er að einstaklingar hafa kvartað sárt
undan því að þurfa að greiða vexti af fjár-
munum sem þeir hafa ekki haft undir
höndum eða að viðskipti með íbúð eða
húseign hafi átt sér stað."
kauptilboðið miðast við greiðslu-
mat sem viðurkennd lánastofnun
vinnur vegna viðkomandi einstak-
lings i hvert skipti sem viðskipti
tengd húsbréfum eiga sér stað.
Óundirbúin fyrirspurn mín, sem ég
bar upp mánudaginn 15 apríl sl.,
snerist um það að hjá Húsnæði-
stofnun höfðu viðskipti einstak-
lings tafist um 2-3 mánuði vegna
þess að stofnunin viðurkenndi ekki
greiðslumat Landsbanka íslands á
einstaklingi sem gert hafði tilboð í
húseign í byrjun maí og það tók
umræddan tíma að fá stofnunina til
að samþykkja mat bankans. Afleið-
ing þess var að kaupandi í um-
ræddu tilviki greiddi vexti af há-
marksláni frá maíbyrjun þar til
unnt var að gera kaupin, sem nem-
ur tugum þúsunda, án þess að hafa
á nokkurn hátt afnot af fjármunum
sem greitt var fyrir.
Reglugerð ífelum
Það sem þessi fyrirspurn síðan
leiðir í ljós er að vegna tilmæla
Húsnæðisstofnunar 1989 gera fast-
eignasalar það að vinnureglu að
upphafsvaxtadagur í fasteignavið-
skiptum er miðaður við tilboðsdag
kaupanda í viðkomandi eign. Upp-
hafið var að þá væri seljanda ljóst
hvert það verð væri sem hann
væri að fá fyrir sína húseign mið-
að við vistölu og verðlagsskrið.
Reglugerð kveður á um að kaup-
andi og seljandi geti ákvarðað í
raun vaxtadag en það hefur ekki
verið kynnt þeim sem eiga í við-
skiptum og flestir fasteignasalar
hafa ekki gert sér það ljóst að
vaxtadagsákvörðun er val þeirra
sem eiga í viðskiptum með milli-
göngu fasteignasala.
Vinnubrögðin lögleg - en ?
I vel flestum tilvikum síðustu ár
hefur ekki tekið nema fáar vikur
að staðfesta og ganga frá því að
greiðslumat lánastofnunar sé rétt
unnið og kauptilboð staðfestist af
húsnæðisstofnun. En i upphafi
kerfisins þá leið oft lengri tími frá
tilboðsdegi þar til kaup voru stað-
fest. Þetta gerir það að verkum að
kaupendur voru þá að greiða vexti
af fjármunum, sem þeir höfðu ekki
afnot af, í tugþúsundavís. Nú
sleppa margir með lægri upphæð
möglandi en greiða þó síðan. Þó
eru einstök tilvik, eins og hér að
framan er getið, sem greiða háa
upphæð.
Það má vera að hér sé um að
ræða lögleg vinnubrögð en að
mínu mati eru þau algjörlega
óeðlileg. Fasteignasölum hefur
ekki verið ljós réttur viðskiptaað-
ila í þessum tilvikum og hvergi
hefur verið kynntur möguleiki
einstaklinga í þessum málum. Það
virðist vera svo að Félag fasteigna-
sala og Húsnæðisstofnun séu sam-
mála um að svona skuli unnið.
Ég hlýt því að krefjast þess af
Húsnæðisstofnun og fasteignasöl-
um að aðilum, sem standa í fast-
eignaviðskiptum, sé gerður algjör-
lega ljós sá réttur sem þeir eiga
sem kaupandi og seljandi í þessum
málum.      Gísli S. Einarsson
Grænbók um nýsköpun
Komin er út á vegum Evrópu-
sambandsins Grænbók um nýsköp-
un. Tilgangurinn með henni er að
undirbúa stefnumótun í þessum
málaflokki. Græn nefnist bókin
vegna þess að um er að ræða frum-
tillögur, til umræðu og athuga-
semda, sem tekið verður viðeig-
andi tillit til. Að svo búnu verður
gefm út Hvítbók um nýsköpun og
er hún þá „endanlegt" plagg um
málið.
Mikill fengur er í þessari
skýrslu. Greinilegt er að höfundar
byggja á traustri þekkingu á ný-
sköpun. Þekkingarskortur á þessu
sviði hefur háð mönnum hér á
landi sem og annars staðar um
langan tíma. Þetta á bæði við um
háa sem lága. Hann hefur verið ein
af orsökunum fyrir þvi að árangur
í nýsköpun hefur verið tilviljana-
kenndari  en  góðu  hófi  gegnir.
Kjallarinn
Jón Erlendssn
yfirverkfræðingur Upplýsingaþjón-
ustu Háskólans
„Eitt af því sem mér þótti hvað mestur
fengur í í grænbókinni var sú staðhæfing
að „nýsköpun sé ekki efnahagslegt lögmál
eða tæknilegt ferli heldur sé hún umfram
allt félagslegt fyrirbæri". Þessu sjónar-
miði hef ég haldið fram á síðum DV síð-
astliðin þrjú ár."
Stefnumótun hefur einnig liðið fyr-
ir þekkingarskort. Og það sama má
segja um almenn viðhorf.
Nýsköpun hér á landi hefur þvi
verið furðuleg blanda af afburðaár-
angri og grundvallarmistökum og
nánast allt þar á milli. Verst er þó
útbreitt sinnuleysi og áhugaleysi á
þessu sviði. Orsök þess er augljós.
Ekki hefur tekist að vinna nýsköp-
un neinn viðunandi sess í hugum
almennings og valdhafa, enda hef-
ur verkefninu ekki verið sinnt að
gagni.
Félagslegt fyrirbæri
Eitt af því sem mér þótti hvað
mestur fengur í í grænbókinni var
sú staðhæfing að „nýsköpun sé
ekki efnahagslegt lógmál eða
tæknilegt ferli heldur sé hún um-
fram allt félagslegt fyrirbæri"
Þessu sjónarmiði hefi ég haldið
fram á síðum DV síðastliðin þrjú
ár. Sumum hafa þótt þetta skrýtnar
staðhæfingar og reynt að gera lítið
úr þeim. Nú er kominn tími fyrir
þá hina sömu til að kyngja .rang-
hugmyndum sínum og skola þeim
niður með afgerandi boðskap
Grænbókarinnar.
Fáar meinsemdir eru verri en
ranghugmyndir sem ná tökum á
fjölda fólks. Líkja má áhrifum
þeirra við alvarlega komp-
ásskekkju. Sé hún á háu stigi leið-
ir það gjaman til strands og því
stórfellds skaða. Ranghugmyndir í
veigamiklum málum eru þó sínu
alvarlegri en bilaðir kompásar
enda oft miklu meira í húfi.
Hvers vegna?
En hvers vegna er nýsköpun
fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri?
Svarið við þessari spurningu er
mjög einfalt. Nýsköpun felur í sér
sköpun nýjunga og öflun árangurs-
rlkrar fótfestu fyrir þær i þjóðfélag-
inu. Sköpun nýjunga krefst mikill-
ar þolinmæði og nærgætni. Hún er
eins og ræktun á viðkvæmum
gróðri. Best gengur þegar umhverfi
hennar er jákvætt. Það sama gildir
um endanlegar viðtökur. Neikvæð-
ar viðtökur eru á hinn bóginn mjög
árangursrík leið til að kæfa nýsköp-
un og reyndar alla nýja hugsun.
Þegar tekist hefur að skapa já-
kvætt umhverfi þá fylgir nánast
allt sem máli skiptir í kjölfarið.
Þetta á við um hvers kyns stuðn-
ing, til dæmis fjárhagslegan. Efling
nýsköpunar byggist þvi öðru frem-
ur á því að þróajákvætt félagsum-
hverfi. Þetta meginatriði málsins
hefur á hinn bóginn lítið sem ekk-
ert borið á góma i allri umræðunni
um nýsköpun hér á landi á undan-
förnum áratugum og enn minna í
raunverulegum aðgerðum. Og þeg-
ar aðalatriði eru vanrækt þá verð-
ur árangurinn miklu minni en efni
gætu staðið til eins og við má bú-
ast.
Skortur á stuöningi
Vikið er að þessum málum í
Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins
nýverið. Þar er réttilega kvartað
undan langvarandi skorti á stuðn-
ingi við rannsókna- og þróunar-
starf. Hér má á hinn bóginn spyrja:
Hefur áróðurs- og kynningarstarf
verið nægilega öflugt á þessu
sviði?
Umbúðalaust má fullyrða að
enginn áberandi kraftur hefur ver-
ið í því á vettvangi fjölmiðla þar
sem það ætti einna helst að koma
fram. Þótt ýmsir hafi sannarlega
reynt að gera sitt, hver á sinn hátt,
og náð nokkrum árangri þá vantar
mikið upp á að tekið hafi verið á
þessum málum að gagni.
Vonandi mun nú boðskapur
Evrópusambandsins í hinni ágætu
grænbók þess verða til þess að tek-
ið verði á málum nýsköpunar hér
á landi með mjög breyttum áhersl-
um og betri árangri á komandi
árum.         Jón Erlendsson
ftsta Ragnhciður
Jóhannesdóttir,
þingmaður Þjóð-
vaka.
Meðog
á móti
Tvöföld umferð í forseta-
kosningum
Krafa nútímans
„Þess er
krafist í lögum
að forsetinn
sæki umboð
sitt til allra
kosningabærra
manna í land-
inu og forset-
inn '. er eini
þjóðkjörni
embættismað-
ur ríkisins. Ég
tel oeðlilegt að
forsetinn geti náð kjöri með stuðn-
ingi lítils hluta þjóðarinnar. Það
er hægt eins og lög gera ráð fyrir
varðandi forsetakosníngar í dag.
Það gæti til dæmis gerst að ef
frambjóðendur væru 6 talsins og
atkvæðaskiptingin yrði jöfn milli
þeirra gæti forseti verið kjörinn
með 17% fylgi.
Á seinni árum hefur gagnrýní á
stjórnsýslumál hins opinbera orð-
ið mun opinskárri, til dæmis í fjöl-
miðlum. Þess vegna gæti verið
erfitt fyrir forseta með lítinn hluta
þjóðarinnar á bak við sig að takast
á við slikt. Það myndi styrkja bæði
forsetann og embætti forsetans að
hafa meirihluta. Sú þróun er að
verða alls staðar i lýðræðisríkjum
í heiminum að æðsti embættis-
maður þjóða hafi meirihluta þjóð-
arinnar á bak viö sig.
Ef við ætlum að fylgja þróun í
lýðræðisríkjum eigum við nátt-
úrulega að koma þessari reglu á.
Það þarf að fara tvisvar sinnum í
gegnum þingið og því verður að
huga að þessu í tíma. Það er
einnig umhugsunarefni í því sam-
bandi hvort við eigum að breyta
þeirri meðferð að öll breyting á
stjórnarskránni skuli þurfa tvö-
falda umferð. Þar bendi ég á
srjórnlagaþing sem gæti fjallað um
breytihgar á stjórnarskránni."
Persónulegri
átök
„Það er
hætta á harðari
persónulegum
átökum sé kos-
•ið um hreinan
meirihluta í
forsetakosning-
um og líklegt
að verði verri
eining um for-
setann. Kerfið
sem nú er héf-
ur reynst vel,
verið farsælt og
það er auk þess kostnaðarsamara
að vera með tvöfalda umferð i for-
setakosningum. Okkur veitir ekk-
ert af samheldni og sameiningar-
tákni sem forsetinn er. Gott dæmi
er hve þjóðin hefur sameinast um
Vigdísi Finnbogadóttur sem for-
seta sem fékk um 33% atkvæða.
Ég var til dæmis einn af þeim
sem ekki kaus hana en ég sætti
mig ákaflega vel við hana og átti
síðan kost á að kjósa hana síðar.
Ef við breytum þesu kerfi er hætt
við harðari átökum og persónu-
legri.
Þeir sem verða undir í þessari
baráttu, eins og til dæmis í síð-
ustu forsetakosningum, töpuðu
allir í senn. Ef kosið hefði verið
aftur þá hefði þetta orðið miklu
harðari slagur. Síðan er til annað
kerfi sem ég gæti hugsanlega
stutt, ef menn vUja endilega
breyta. Það gengur út á að fram-
bjóðendum sé raðað upp i for-
gangsröð eftir vttja kjósendanna.
Ef frambjóöendurnir eru til dæm-
is 5 talsins setja kjósendurnir
númer fyrir framan hvern þeirra
og síðan er hlutfallið reiknað út.
Ég er íhaldssamur og vil við-
halda því kerfi sem er við lýði. En
þessi hlutfallskostur er skárri en
að láta hreinan meirihluta ráða."
-ÍS
Isólfur Gylfi Pálma-
son, þingmaður
Framsóknarllokks-
Ins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40