Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 105. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						14
FIMMTUDAGUR 9. MAI1996
4
FIMMTUDAGUR 9. MAI1996
27
íþróttir
Chapman til Noregs
Lee Chapman, fyrrum leik-
maöur Leeds og West Ham, hef-
ur skrifað undir samning við
norska liðið Strömsgodset. Von-
ast er til að Chapman geti leikið
sinn fyrsta leik um næstu helgi.
Með þessu norska liði leikur
Gestur Gylfason og Marko
Tanasic, fyrrum Keflvíkingur.
Chapman er ætlað að leysa af
hólmi Jostein Flo sem verður.frá
keppni í tvo mánuði vegna
meiðsla.
Handtökur í Newcastle
29 voru handteknir í New-
castle um síðustu helgi þegar
ljóst varð að titillinn eftirsótti
myndi ekki koma til horgarinn-
ar. Æstur múgurinn lét reiði
sína bitna á saklausum búðar-
eigendum þar sem gluggar voru
brotnir, bílar skemmdir og öðru
lauslegu hent á víðavang.
Boli til West Ham?
Harry Redknapp, fram-
kvæmdastjóri West Ham, gæti
hugsanlega verið á leiðinni að
skrifa undir samning við fyrsta
leikmanninn af mörgum í sum-
ar. Nú hefur hann augastað á
Roger Boli hjá franska liðinu
Lens en hann er bróðir hins
kunna BasilBoli.
West Ham hefur fengið hann
að láni til að leika með West
Ham í vináttuleik gegn Sporting
í Lissabon.
Leeds í markmannsleit
Leeds United er þegar farið að
leita að markverði í stað Johns
Lukic sem fær frjálsa sölu frá fé-
laginu í sumar.
Félagið hefur áhuga á Mark
Grossley hjá Nottingham Forest
sem neitar að skrifa undir nýjan
samning og Pavel Srnicek hjá
Newcastle.
Thomas til Bayern?
Samningur Michaels Thomas
við Liverpool rennur út í sumar
og hefur hann neitað að skrifa
undir nýjan samning. Bayern
Mtinchen hefur áhuga á kappan-
um.
Samkvæmt Bosman-úrskurð-
inum fær Liverpool ekkert fyrir
hann ef hann neitar að skrifa
undir nýjan samning.
NBA-leikur í Japan
Nú er Ijóst að NBA-lið New
Jersey Nets og Orlando Magic
koma til.með að leika í NBA-
deildinni í Japan í upphafí
næsta keppnistííinabils, þann 7.
og 9. nóvember.
í upphafi leiktíða heiur jafnan
verið leikið utan Bandaríkjanna
og búist er við 35 þúsund áhorf-
endum á leikinn í Japan.
Áhuginn vex stöðugt
David Stern, aðalmaðurinn í
NBA, er ánægður með að áfram
skuli leikið í upphafi keppnis-
tímabila í Japan.
Áhugi og stuðningur við NBA-
deildina hefur aukist gífurlega á
síðustu árum í Japan og sömu
sögu er aö segja um körfuknatt-
leikinn í heild.
Olajuwon sektaður
Hakeem Olajuwon hjá
Houston var í gær sektaður um
350 þúsund krónur fyrir að gefa
Detlef Schrempf hjá Seattle
olnbogaskot í hnakkann.
Man. Utd/Liverpool:
Samstarf hjá
aödáendaklúbbum
Aðdáendaklúbbar Man. Utd og
Liverpool ætla að hita upp fyrir
úrslitaleik ensku bikarkeppn-
innar á laugardag og hafa með
sér samstarf vegna leiksins.
Dagskráin á laugardag hefst
kl. 9.00 um morguninn með
knattspyrnuleik klúbbanna og
síðan er samfelld dagskrá hjá
klúbbunum þar til eftir leik.
-SK
Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri RÚV:
Siglum inn í
nýtt sam-
keppnisumhverfí
Það hefur örugglega farið fram
hjá fæstum að á laugardaginn kem-
ur verður úrslitaleikur ensku bikar-
keppninnar í knattspyrnu en þá eig-
ast við Liverpool og Manchester
United. Hvað beina sjónvarpsút-
sendingu áhrærir hefur orðið mikil
breyting í þeim efnum. Stöð 3 hefur
núna einkaleyfi á beinni útsendingu
frá leiknum í stað Ríkssjónvarpsins
áður. Þetta hefur það í för með sér
að aðeins íbúar á höfuðborgarsvæð-
inu geta séð leikinn.
Að vonum eru knattspyrnuáhuga-
menn á landsbyggðinni ekki ánægð-
ir með þessa þróun. Iþróttadeild DV
hefur áþreifanlega orðið vör við það
því þangað hefur hringt fjöldi
manna af landsbyggðinni og lýst
yfir óánægju sinni.
Sumir landsbyggðarmenn deyja
ekki ráðalausir og hafa þeir athug-
að þann möguleika að sjá leikinn í
gegnum norska ríkissjónvarpið með
nokkrum tilfæringum.
Margir hafa spurt sig þeirra
spurninga hvað í raun hafi gerst í
þessum sjónvarpsmálum. Af hverju
hefur ríkissjónvarpið til að mynda
misst þennan rétt sem það hefur
haft til margra ára?
Aðilar taka einfaldlega
hæsta tilboði
Til að fá svar við þessari spurn-
ingu og öðrum þáttum þessa máls
var Ingólfur Hanneson, íþróttastjóri
RÚV, fenginn til að skýra málið.'
„Þessir leikir voru lengi vel í
samningum enska knattspyrnusam-
bandsins og EBU. Við sem aðilar að
EBU vorum þar inni í þeim stóra
samningi. Fyrir um 2-3 árum náðist
ekki samkomulag á milli deildar-
innar, eða þess fyrirtækis sem
annast hennar mál, og EBU um
áframhaldandi samning. Síðan þá
höfum við gert samning við þetta
fyrirtæki um beina útsendingu frá
bikarúrslitaleiknum. Þegar viðræð-
ur hófust um þetta mál á sl. hausti
eftir að við vorum búnir að ná
samningi um laugardagsútsending-
arnar eru fleiri aðilar komnir inn á
þennan markað, eins og Stöð 3, sem
eru að bera víurnar í þessa stórvið-
burði. Þá gerist það að við bjóðum
60% hækkun á því sem við höfðum
í fyrra en erum þá að bjóða í úrslita-
leikinn sjálfan, einn í 5. eða 6. um-
ferð og svo undanúrslitaleikinn.
Þetta er ákaflega takmarkaður
útsendingarréttur sem við bjóðum i
auk þess sem við erum þó alltaf á
laugardögum. Við hækkuðum okk-
ar verulega. Það sem hins vegar ger-
ist er að þessi aðili selur bikar-
keppnina í heild, það eru allar um-
ferðir fram að úrslitaleik sem gera
fljótt á litið í kringum 16-17 leiki.
Þar með var þessi pakki orðinn svo
stór að við gátum ekki boðið i hann,
leikirnir voru orðnir allt of margir.
Þetta kostaði umtalsverða fjármuni
og langan útsendingartíma fyrir
alla þessa leiki og við höfðum
hvorugt. Það gerist ekkert annað í
þessu dæmi en það að tilboð Stöðv-
ar 3 er mun hærra og raunar sam-
kvæmt mínum heimildum margfalt
hærra en það sem við buðum. Mál-
ið er bara einfalt, aðilar taka því til-
boði sem meiri fjármunir eru í,"
sagði Ingólfur Hannesson.
íþróttir eru geysilega vin-
sælt sjónvarpssefni
Ingólfur bætti við að þeir hjá Stöð
3 hefðu verið tilbúnir að hasla sér
völl með vinsælt sjónvarpsefni. Þeir
voru þá skiljanlega tilbúnir til að
borga verulega háa upphæð.
„Vissulega er súrt í broti að
missa þennan pakka. Það er alveg á
sama hátt súrt í broti að áskrifend-
ur úti á landi fá ekki áhugaverf
efni sem á boðstólum er nema að
vera hér á Reykjavíkursvæðinu.
Þetta er blákaldur raunveruleiki
sem hefur verið þróast með mun
meiri hraða erlendis en hér. Áhuga-
vert sjónvarpsefni, þar á meðal
íþróttaefni er smám saman að fara í
meiri mæli inn í lokaða dagskrá.
Þetta er þróun sem á sér stað alls
staðar í Evrópu.
Englendingar horfa ekki á
beinar útsendingar
Fótboltinn á Englandi er að stór-
um hluta kominn í lokaða dagskrá.
Englendingar sjálfir geta ekki horft
á beinar útsendingar á laugardög-
um. Þeir hafa verið að ná þeim á
pöbbum úti um allar Bretlandseyjar
í útsendingum Stöðyar 2 í Noregi.
Þetta er það sama og á sér stað hér
en býður upp á þá leiðinlegu van-
kanta að stór hópur sem áður fékk
þessa leiki beint inn i stofu til sín
fær þá ekki lengur. Þarna eru fjár-
munir og samkeppni í spilinu sem
birtist með þessum hætti. Við erum
að sigla inn í nýtt og spennandi
samkeppnisumhverfi," sagði Ingólf-
ur að lokum.               -JKS
Steffi Graf nálgast
met Navratilovu
Þýska tennisdrottningin Steffi
Graf komst í hann krappan í gær-
kvöldi er hún keppti á opna ítalska
meistaramótinu í tennis á leirvelli í
fyrsta skipti í 9 ár.
Graf lék gegn Alexia Dechaume-
Ballaret frá Frakklandi. Eftir tæpa
eina og hálfa klukkustund fagnaði
Graf sigri, 6-3 og 7-6. Franska stúlk-
an er í 129. sæti á listanum yfir
bestu tenniskonur heims í dag. Graf
sagðist í gær hafa verið óþolinmóð í
leiknum'en leikurinn væri óneitan-
lega hægari á leirvelli.
Steffi Graf hefur verið nær ósigr-
andi i tennis kvenna um langt bil.
Hún hefur vermt toppsæti heims-
listans í 332 vikur og næsta mánu-
dag bætir hún met Martinu Navra-
tilovu hvað lengd í toppsætinu varð-
ar.
Faðir Graf, Peter Graf, situr enn í
steininum vegna ákæru um skatt-
svik.                     -SK
ARSHATIÐ
HANDKNATTLEIKSDEILDAR ÍR
verður haldin laugardaginn 11. maí
í ÍR-heimilinu við Skógarsel
Forsala miða fimmtudag frá kl. 20-22 í ÍR-heimilinu
Upplýsingar í síma 557 5013
Þjálfarinn
kjálkabraut
Oftast eru samskipti þjálfara
og þeirra sem við boðskap þeirra
eiga að taka með miklum ágæt-
um en svo var þó ekki hjá enska
1. deildar liðinu Grimsby Town í
vetur.
Það gerðist eftir leik Grimsby
og Luton Town í vetur að þjálf-
ara Grimsby, Brian Laws, og hin-
um ítalska sóknarmanni liðsins,
Ivano Bonetti, lenti heiftarlega
saman í búningsklefa Grimsby
að leik loknum.
Ekki voru átök þeirra munnleg
heldur verkleg í meira lagi því
þjálfarinn gerði sér lítið fyrir og
kjálkabraut ítalann og lærlingur-
inn hefur nú höfðað mál gegn
þjálfara sínum. Forráðamenn
Grimsby ætla að .verjast með
kjafti og klóm en þeir hafa þegar
sektað þjálfarann.
-SK
Japanskur
„dóphaus"
í frjálsum
Besti spretthlaupari Japana,
Yoshitaka Ito, hefur verið dæmd-
ur í fjögurra ára keppnisbann
fyrir steraát.
Ito hefur undanfarna mánuði
æft í Bandaríkjunum og þar var
hann gómaður í mars sl. og sett-
ur í lyfjapróf. Besti tími Itos er
10,22 sekúndur. Að hætti
„dóphausa" segist Ito aldrei hafa
étið umrædda stera og ekki vita
hvernig lyfið hafi komist i blóð
sitt. Hann stefndi á góðan árang-
ur á ólympíuleikunum í Atlanta í
sumar en þarf ekki að hafa
áhyggjur af mótum, stórum né
smáum, næstu fjögur árin.
-SK
„Grobbi" brátt
búinn að vera
Svo virðist sem framtíð Bruce
Grobbelaars sem markvaröar sé
ráðín.
„Grobbi" hefur misst sæti sitt
hjá Southampton og nú hefur
nýráðinn landsliðsþjálfari Zim-
babwe, Svisslendingurinn Marc
Duvillard, tilkynnt að Grobbel-
aar leiki ekki fleiri landsleiki fyr-
ir Zimbabwe, alla vega ekki und-
ir hans stjórn. „Grobbi" á að
mæta fyrir rétt í janúar á næsta
ári vegna mútumáls sem þá verð-
ur til lykta leitt.
-SK
Sigur Grikkja
Grikkir unnu nauman sigur
gegn Georgíumönnum í vináttu-
landsleik þjóðanna í knattspyrnu
í gær, 2-1.
Grikkir skoruðu sigurmarkið
skömmu fyrir leikslok.      -SK
Bernard Lama, markvörður og fyrirliði Paris SG, lyftir Evrópubikarnum,
borinn uppi af þjálfara sínum, Luis Fernandez.         Símamynd Reuter
Evrópukeppni bikarhafa:
EVEikil barátta um
fyrsta sigurinn
Paris Saint Germain frá Frakk-
landi varð í gær Evrópumeistari
bikarhafa í knattspyrnu með 1-0
sigri gegn Rapid Vín frá Austurríki.
Hvorugt liðið hafði áður fagnað
sigri í Evrópukeppni og leikurinn
bár þess nokkur merki. Hann var
harður allan timann og baráttan
meiri en gæði knattspyrnunnar.
Það var varnarmaðurinn Bruno
N'Gotty  sem  skoraði  sigurmark
leiksins á 29. minútu með góðu
langskoti. Parísarliðið hafði nokkra
yfirburði í leiknum og sigur liðsins
sanngjarn. Rapid lék síðast í úrslit-
um keppninnar 1985 og tapaði þá
einnig, gegn Everton.
-SK
Deildabikarinn annað kvöld:
Ræður hlutkesti úrslitum?
Svo kann að fara að varpa þurfi
hlutkesti um hvort ÍAeða ÍBV
kemst í úrslitaleik deildabikar-
keppninnar í knattspyrnu.
Liðin skildu jöfn á Akranesí, 1-1,
og ÍBV vann síðan Fram, 2-0.
Annak kvöld leika Fram og ÍAá
Valbjarnarvelli og fari svo að
Skagamenn sigri, 2-0, eru þeir
hnífjafnir ÍBV, að stigum, á marka-
tölu og innbyrðis leik.
Þá þarf mótanefnd KSÍ að kasta
upp um hvort liðið leikur til úrslita
í keppninni.
ÍA þarf að vinna með minnst
tveimur mörkum til að komast í úr-
slit, annars kemur það í hlut Eyja-
manna.
í hinum riðlinum leika Breiða-
blik og Grindavík í Kópavogi. Þar
þarf Breiðablik að sigra með tveggja
marka mun til að komast í úrslita-
leikinn, annars fara Grindvíkingar
þangað.                     -VS
Giggs endar hja United
- „enska deildin einfaldlega sú besta í heiminum"
Fyrir ári síðan lýsti
Ryan Giggs, leikmaður
Man. Utd í ensku knatt-
spyrnunni, því yfir að
hans æðsti draumur
væri aö leika á ítalíu.
Nú hefur Giggs skipt
um skoðun eins og svo
fjöldamargir aðrir. Giggs
segist ætla að enda feril-
inn hjá Man. Utd.
„Ég hef haldið með
Manchester United frá
því ég var smástrákur og
okkur hefur gengið frá-
bærlega á síðustu árum.
Ég sé ekki neina ástæðu
til að skipta um um-
hverfi eða lið. Enska
deildin er einfaldlega sö
sterkasta í heiminum í
dag," segir Ryan Giggs.
Ferguson leitar að
nýjum mönnum
Alex Ferguson, fram-
kvæmdastjóri Man. Utd,
verður á áhorfendabekkj-
unum þegar úrslita-
keppni Evrópukeppninn-
ar fer fram í næsta mán-
uði. Þar mun hann fylgj-
ast grannt með leik-
mönnum enda segist
hann vanta breiðari hóp
leikmanna fyrir næsta
keppnistímabil.
„Ég hef ekki nógu stór-
an hóp af leikmönnum og
ég mun horfa á hvern
einasta leikmann sem
tekur  þátt í  Evrðpu^
keppninni," segir Fergu-
son.
Talið er fullvíst að
Man. Utd muni kaupa
þrjá j leikmenn það
minnsta fyrir næsta
.keppnistímabil. Þar
verða fyrir valinu tveir
varnarmenn, annar mið-
vörður og aðaíáhersluna
mun Ferguson leggja á
að krækja í snjallan
hægri kantmann.
-SK
Úrslitakeppni NBA í nótt:
Shaq og Penny
fóru á kostum
- skoruöu samtals 73 stig gegn Atlanta
Shaquille O'Neal og Penny
Hardaway léku viðhvernsinnfingur i
nótt þegar Orlando sigraði Atlanta,
117-105, í fyrsta leik liðanna í 2. umferð
úrslitakeppni bandaríska körfuboltans
í Orlando. Það er óhætt að segja að þeir
félagar hafi farið á kostum því þeir
skoruðu samtals 73 stig í leiknum, Shaq
gerði 41 stíg og Penny 32.
Það var greinilegt á leik Orlando að
liðið var vel hvilt en átta dagar eru síð-
an liðið tryggði sér áframhald í úrslita-
keppninni eftir sigurinn á Detroit.
„Við vorum orðnir hungraðir í að
spila körfubolta. Átta daga hvíld hafði
þð góð áhrif á liðið en það lék á flestum
sviðum  í þessum leik vel,"  sagði
Shaquille O'Neal eftir leikinn í nótt.
Hann tók einnig 13 fráköst og var með
6 stoðsendingar.
Shaq gerði 25 stig í fyrri háMeik og
vissu þá leikmenn Atiánta varla sitt
rjukandi ráð til að stöðva kappann.
„Við erum ekki hættir. Við munum
halda vinnunni áfram og mæta grimm-
ir til næsta leiks," sagði Lenny Wil-
kens, þjálfari Atlanta.
Stacey Augmon var stigahæstur hjá
Atlanta með 23 stig og næstir komu
Steve Smith og Mokkie Blaylock með 18
stig.
Annar leikur liðanna verður einnig í
Orlando á föstudagskvöldið.
-JKS
Bolvíkingar óánægðir með 4. deildina í knattspyrnu:
„Varariðill en ekki
Vestfjarðariðill"
Bolvíkingar hafa undanfarnar vikur
barist fyrir meiri réttindum 4. deildar
liða á Vestfjörðum. Þeir eru óánægðir
með að ekkert lið úr Vestfjarðariðli
deildarinnar komist beint í 8 liða úrslit
eins og lið úr öðrum riðlum gera. í gær
fengu þeir síðan endanlegt svar frá KSÍ
um að engu yrði breytt og bæði Vest-
fjarðaliðin sem komast áfram verði að
spila við lið númer tvö í öðrum riðlum
um sæti í 8 liða úrslitum.
„Við teljum mjög óréttlátt að efsta lið-
ið héðan komist ekki beint áfram og
finnst að heitið á riðlinum, V-riðill, þýði
Varariðill en ekki Vestfjarðariðill. Þetta
er keppni fyrir alla íslendinga en við
erum ekki teknir með sem fullgildir þátt-
takendur í deildinni. Við gerum ekkert
meira í málinu og spilum í deildinni eins
og áður var áætlað og vonum að þessu
verði breytt á næsta ársþingi," sagði Elí-
as Jónatanssori hjá knattspyrnudeild
Bolvíkinga við DV í gærkvöldi.
„Við vorum í ákveðnum vanda þegar í
ljós kom svona mikil þátttaka á Vest-
fjörðum því í reglugerð um 4. deildina er
ekki gert ráð fyrir sérstókum riðli þar.
Réttur Vestfirðinga hefur því verið auk-
inn mjög frá því sem áður var. Við vild-
um ekki henda fyrirkomulagi úrslita-
keppninnar fyrir róða en það er Ijóst að
reglugerðin verður endurskoðuð fyrir
næsta ársþing," sagði Snorri Finnlaugs-
son, framkvæmdastjóri KSÍ.
Sigurliðið í V-riðlinum þaff að leika
við lið númer tvö í C-riðli og lið númer
tvö í V-riðli mætir liði númer tvö í B-
riðli. Sigurliðin í þessum viðureignum
komast í 8 liða úrslit deildarinnar. Ekki
hefur verið sérstakur riðill á Vestfjörð-
um í átta ár en þar verða sex lið í sumar.
-VS
Steffán og Tryggvi skora mest
Stefán Þórðarson, sóknarmaðurinn   Tryggvi Guðmundsson, ÍBV...........8
ungi í liði Skagamanna, og Eyjamaður-   Arnar Grétarsson, Breiöabliki .........7
inn Tryggvi Guðmundsson eru marka-    Mihajlo Bibercic, ÍA.................7
hæstu leikmenn deildabikarkeppninnar    ívar Sigurjónsson, Breiðabliki.........6
i knattspymu til þessa með 8 mörk   Leifiir Geir Hafsteinsson, ÍBV .........6
hvor. Þá er markheppni Arnars Grét-    Þorhallur Dan Jóhannsson, Fylki.......6
arssonar athyglisverð en hann er kom-    Goran Micic, stjörnunni..............5
inn í fremstu víglínu hjá Breiðabliki og   Guðmundur Steinsson, Stjörnunni......5
hefur gert 1 mörk.                     Davíð Ólafsson, FH..................5
Þessir háfa skorað flest mörk:          Ólafur Ingólfsson, GrindavQc ..........5
Stefán Þórðarson, ÍA ___.............8                                  -VS
Úrslitaleikurinn í Reykjavíkurmótinu:
Leikið á Laugardalsvelli
Ákveðið hefur verið að úrslitaleikur-
inn á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu
fari fram á aðalleikvangi Laugardalsvail-
ar á sunnudaginn kemur. Vöilurinn hef-
va aldrei áður komið betur undan vetri
að sögn þeirra sem best þekkja til.
Jú, það er alveg rétt að við höfum
ákveðið að fyrsti leikurinn á vellinum í
sumar verði á sunnudaginn kemur. Úr-
slitaleikur á Reykjavíkurmótinu hefur
aldrei áður farið fram á grasi. Leikirnir
hafa ávallt farið fram á gervigrasvellin-
um eftir að gamli Melavöllurinn var
lagður niður. Aðalleikvangurinn er kom-
inn í gott stand og á þessum árstíma hef-
ur hann líklega aldrei verið betri. Það er
því fyrir að þakka að aldrei voru svella-
lög á veilinum í vetur. Hann kemur vel
undan vetri eins og raunar flestallir veil-
ir á landinu. Álagið á vellinum í sumar
verður í minna mæli svo hann ætti að
líta vel út," sagði Jóhannes Óli Garðars-
son, vallarstjóri á Laugardalsveili, í sam-
tali við DV í gær.
Þess má og geta að síðari leikur ís-
lands og írlands í Evrópukeppni 18 ára
landsliða verður á Laugardalsvellinum á
þriðjudaginn kemur.             -JKS
Sochaux rak þjálfarann
Franska 2. deildar liðið Sochaux, sem
Arnar Gunnlaugsson leikur með, ákvað í
fyrradag að reka þjálfara liðsins. Liðið
hefur ekki staðið undir þeim væntingum
sem gerðar voru til þess í vetur.
Markmiðið var að komast upp í 1.
deild á nýjan leik. Slakur árangur og
meiðsli leikmanna komu í veg fyrir það.
Ekki hefur verið ákveðið hver tekur
við liðinu en ljóst er að miklar hreinsan-
ir eru fyrirsjáanlegar fyrir næsta tíma-
bil, leikmenn látnir fara og aðrir keyptir
í þeirra stað. Stefnan hefur verið tekin á
I. deild.                        -JKS
Draumalið
DV
Fyrsti hluti þátttakenda í
draumaliðsleik DVvar birtur í
blaðinu í gær og hér kemur
næsti skammtur.
Þátttakendur geyma tilvísun-
arnúmerin og nota þau síðan til
að fá upplýsingar um gengi sitt í
leiknum á Símatorgi DV eftir að
íslandsmótið hefst.
00203 Pósthólf 236
00204 Liverpool 2
00205 Sauðnautið
00206 Elding
00207 Police Force
00208 OPEC
00209 Æskan
00220 Begga Frammari
00222 Falur
00223 Jakob Ö.S.
00224 Kleó
00225 Netcastle
00226 Villa GT FC Klúbbur
00227 Þruman
00228 Vitleysa
00229 Dýrlingar
00230 Ragnar B.
00232 Hannes B.
00233 Ulvik IL
00234 Martraðarliðiö
00235 TTTungl FC
00236 E.G.Ó. II
00237 JG Milan
00238 Strumparnir kátu
00239 Baron
00240 Höfrungur
00242 Deja Vú
00243 Þjarkarnir
00244 Ágætt
00245 UFHÖ
00246 Þorgrímur K.
00247 Vonir og væntingar
00248 Eymi
00249 FC Rauða srjarnan
00250 Hellas R.Þ.
00252 Heyrnartól
00253 Úlfur FC
00254 Manchester United
00255 Jersey Utd
00256 Skopparar
00257 Blandan
00258 Pinnarnir
00259 Lærlingar
00260 Rafvirkjarnir
00262 Kumpáni
00263 Q.P.R.
00264 Black. Rovers Fan
00265 Andvari
00266 Mr. Muscle
00267 Elvis
00268 M.U. FC
00269 Sérsveitin
00270 Strumparnir
00272 Saxar
00273 S.T.R.H.
00274 Liðþófar hf.
00275 KF Staðfastir
00276 ACE
00277 Landsliðið
00278 Hrímnir
00279 Frostmenn
00280 Bland í poka A.H.J.
00282 Atlanta
00283 FC Juvelivpool
00284 Skot og mark
00285 Trína með augun
00286 DE 911
00287 DJ-Jónir
00288 LifrarpoUur KF
00289 Lunch United
00290 FC Barsa
00292 Gussi skiðakappi
00293 Árgljúfur
00294 Eldborg
00295 Gugga
Þeir sem gleyma að gefa liði
sínu nafn fá eigið skírnarnafn og
upphafsstafi seinna nafns eða
nafna á eftir (t.d. Þorgrímur K.)
Þar sem tvö eða fleiri lið koma
með sama nafn eru upphafsstafir
viðkomandi settir á eftir.
Nýtt faxnúmer
Vakin er athygli á nýju fax-
númeri íþróttadeildar og rit-
stjórnar DV sem er 550-5020.
Óskýrar faxsendingar
Þeir sem senda á faxi þurfa að
vanda vel til því nokkur slík lið
sem send voru í gær reyndust
ólæsileg. Það voru liðin West
Ham, Faxi, Hristingur, Elliglöp,
Friður-2000, VvTiolesale, Charlie
Eagle og Fótboltabullur. Þá kom
eitt ólöglegt lið í gær, Botnleðja.
Aftur á þriöjudag
Síður þar sem draumaliðsleik-
lurinn er kynntur ítarlega hafa
birst tvívegis, föstudaginn 3. maí
og þriðjudaginn 7. maí. Þriðja og
síðasta kynningin með öllum
upplýsingum birtist þriðjudag-
inn 15. maí. Þátttökuseðlar þurfa
að hafa borist DV í síðasta lagi
að kvöldi mánudagsins 20. maí.
Leikur nr
á Lengjunni
,p

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40