Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1996 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmí: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskrittarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Norræni útkjálkinn Ein stærsta fréttastofa heims er Reuter, sem meöal annars er allsráðandi í erlendum fréttum á íslandi, enda gamalkunn af vönduðum fréttum. Hún hafði í gær ekki enn minnzt einu orði á miðvikudagsfréttina, sem sett hefur pólitíska umræðu í Noregi á annan endann. Reuter telur ekki taka því að dreifa þeirri frétt um heiminn, að á miðvikudaginn var dreift skýrslu rann- sóknarnefndar norska stórþingsins, þar sem fram kem- ur, að leyniþjónustan og Verkamannaflokkurinn unnu saman að persónunjósnum um tæplega 50.000 manns. Þetta jafngildir því, að ímynduð leyniþjónusta á ís- landi og Sjálfstæðisflokkurinn ynnu saman að njósnum um 2.500 íslendinga frá 12 ára aldri og upp að níræðu. Símtöl þessa fólks væru hleruð samkvæmt skrá, sem samin hefði verið af flokksstarfsmönnum í Valhöll. Auðvitað fara menn hamförum í Noregi út af þessum uppljóstrunum, sem hljóta að vekja grunsemdir um, að framkvæmdastjóri Verkamannaflokksins á þessum tíma, Haakon Lie, þekktur stjórnmálamaður langt út fyr- ir landsteina, hafi tæpast verið með öllum mjalla. Reuter telur líklega mál þetta vera storm í vatnsglasi, ekki vegna þess að það sé efnislega ómerkilegt, heldur vegna þess að Noregur sé hálfgert vatnsglas, sem komi umheiminum lítið við. Hin æpandi þögn Reuters segir sögu um hvarf Norðurlanda úr alþjóðlegri umræðu. Fyrir nokkrum áratugum var Norðurlanda oft getið í þeim fjölmiðlum, sem mestu ráða um alþjóðlega um- ræðu. Þau voru að ýmsu leyti talin vera þjóðfélög til fyr- irmyndar, byggð forríkum þjóðum, sem tekizt hefði að sameina markaðshyggju og velferðarstefnu. Þótt heldur hafi dalað geta Norðurlandaþjóða til að standa undir villtustu útgáfum velferðarstefnunnar, eru þær enn með ríkustu þjóðum heims. Ekkert hefur kom- ið fram, sem bendir til, að þjóðfélagsgerðin sem slík hafi mistekizt, þótt henni hafi slegið í öfgar á köflum. Umheimurinn hefur hins vegar misst áhugann á þessu. Hann lítur á Norðurlönd sem hálfgert elliheimili auðugs fólks, þar sem tíminn líði án þess að neitt gerist í raun og veru. Eða eins og stöðuvatn, þar sem enginn vindur er til að gára atburðalausan hversdagsleika. Ef Norðurlanda er getið, er það helzt í gríni. Eitt al- vörugefnastá blað í heimi, Economist, spottaðist fyrir nokkrum árum að norrænu samstarfi, sem blaðið sagði einkennast af sífelldum þeytingi stjómmála- og embætt- ismanna á samnorræna fundi, sem ekkert kæmi út úr. Blaðið sagði, að í norrænu samstarfi væri unnið að 2000 verkefnum fyrir alls 7,7 milljarða króna, þar sem fjallað væri um allt niður í varðveizlu leðurhúsgagna. Þetta kæmi helzt flugfélaginu SAS að gagni, því að dýra farrýmið væri fullt af norrænum embættismönnum. Norðurlönd hefðu hins vegar ekki getað lækkað tolla sin í milli fyrr en Austurrikismenn og Svisslendingar komu til skjalanna i Fríverzlunarsamtökunum. Þannig séu Norðurlönd ófær um að vinna að framtíðarhagsmun- um sínum, en þeim mun iðnari við samnorrænar veizl- ur. Síðan Economist birti þetta hafa Svíar og Finnar geng- ið í Evrópusambandið og mæna með Dönum í átt til Brussel. Þessi þrjú ríki hafa misst áhuga á norrænu samstarfi, þótt þau fari til málamynda gegnum formsat- riði þess. Norænt samstarf er í andaslitrunum. Botninn fannst, þegar stormur í vatnsglasi Noregs, eitt stærsta persónunjósnamál Vesturlanda, varð ekki tilefni neðanmálsgreina í alþjóðlegum fjölmiðlum. Jónas Kristjánsson Indverskir kjósendur völdu óvissuna Ófarir Þjóðþingsflokksins, valdaflokks Indlands, með litlum hléum frá því landið fékk sjálf- stæði 1947, í nýafstöðnum þing- kosningum stafa fyrst og fremst af því að nú var að honum sótt frá báðum hliðum með meiri árangri en nokkru sinni fyrr. Þegar taln- ing atkvæða var langt komið virt- ist sýnt að flokkurinn yrði þriðji í röðinni að þingsætatali af megin- fylkingunum í indverskum stjórn- málum. Styrkur Þjóðþingsflokksins hef- ur frá öndverðu falist í því að hann hefur komið fram sem sam- einingarafl í sundurleitu þjóðfé- lagi sem myndar annað fjölmenn- asta ríki heims. Hann hefur bent á sig sem tryggingu fyrir að ind- verska ríkisvaldið komi fram af óhlutdrægni gagnvart mismun- andi trúfélögum, þjóðernum og erfðastéttum. Herskáir hindúar, sem vilja for- réttindi fyrir fjölmennasta trúfé- lagið og viðhald fornrar skipting- ar áhangenda þess í erfðastéttir með mismunandi réttindum, hafa frá öndverðu tekist á við þjóð- þingsflokkinn um fylgi hindúa af þeim erfðastéttum sem æðri telj- ast samkvæmt fornri skiptingu. Mótleikur þjóðþingsflokksmanna var að leitast við að fylkja um sig minnihlutatrúflokkum, einkum múslímum, sem eru þeirra lang- fjölmennastir, og fólki af óæðri erfðastéttum. Nú þykir sýnt að hindúaflokk- urinn Bharatija Janata verði stærstur á nýju Indlandsþingi en skorti verulega á hreinan meiri- hluta sem er 273 þingsæti. Næst- stærsti þingflokkurinn virðist ætla að verða laustengt bandalag, ijóðfylking - vinstri fylking. Að Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson því standa svæðisbundnir flokkar, sem margir sækja fylgi sitt til óæðri erfðastétta, og vinstri flokk- ar. Þessi úrslit sýna að kjósendur af minnihlutatrúflokkum, einkum múslímar, og óæðri erfðastéttum hafa að verulegu leyti snúið baki við Þjóðþingsflokknum. Múslímum þótti stjórn flokksins bregðast linlega við þegar herská- ir hindúar brutu niður bænahús þeirra í borginni Ajodja í því skyni að reisa á rústunum hindúahof. Æ fleiri af óæðri erfða- stéttum hindúa eru teknir að ör- vænta um að Þjóðþingsflokkurinn rétti félagslegan hlut þeirra svo að verulegu gagni komi. Forusta Bharatija Janata hefur kunngert að flokkurinn muni krefjast umboðs til að mynda nýja stjóm eftir að P.V. Narasímha Rao forsætisráðherra hefur beðist Þessi úrslit sýna að kjósendur af minnihlutatrúflokkum hafa snúið baki flokknum. lausnar fyrir ríkisstjórn Þjóð- þingsflokksins. Þrátt fyrir mikinn þingstyrk getur flokknum reynst torvelt að koma saman meiri- hluta. í kosningabaráttunni voru hófsamari flokksmenn hafðir á oddinum en meðal fjölda Indverja hefur Bharatija Janata á sér óorð fyrir að hýsa innan raða sinna of- stækishreyfingar sem hneigjast til ofbeldis. Horfur eru á að Þjóðþingsflokk- urinn og Þjóðfylking - vinstri fylking nái saman þingmeirihluta og hörð andstaða beggja við meg- instefnumál Bharatija Janata ger- ir eðlilegt að þessi öfl reyni að koma sér saman um myndun sam- steypustjórnar. En ýmis vand- kvæði eru á að koma slíku áformi í framkvæmd. Ljóst er að tilraun verður gerð til að svipta Rao, fráfarandi for- sætisráðherra, formennsku i Þjóð- þingsflokknum eftir kosningaósig- urinn. Átök af því tagi geta hæg- lega leitt til þess að flokkurinn klofni. Þjóðfylking - vinstri fylking virðist ætla að fara fram úr Þjóð- þingsflokknum í þingfylgi og gangi það eftir er ljóst að forusta hennar gerir kröfu til forsætis í ríkisstjórn sem bæði standa að. En sá hængur er á að tvífylkingin hefur ekki á að skipa mörgum þjóðþekktum stjórnmálamönnum sem taldir eru hafa til að bera þann myndugleika sem krafist er til að gegna forsætisráðherra- stöðu. Að svo stöddu hefur athygli einkum beinst að tveim mönnum úr tvífylkingunni, forsætisráð- herra kommúnista í fylkisstjórn Vestur- Bengal og Singh, fyrrum forsætisráðherra um skamma hríð. Báðir hafa gef- ið í skyn tregðu til að taka að sér hlut- verkið. Samsteypustjórn, af hvoru tagi sem er, er ekki hugað lang- lífl, og getur því orð- ið skammt í næstu kosningar. Þeir sem mestu ráða í Bharatija Janata eru því sagðir ætla sér að gera stjórnar- myndunartilraun einungis til mála- mynda, í trausti þess að ríkisstjórn undir vinstri for- ustu verði skammlíf og í nýjum kosning- um eftir skamman tíma eigi flokkur þeirra kost á að ná hreinum meirihluta á þingi. við Þjóðþings- oðanir annarra Komið í veg fyrir rányrkju „Með (Óslóar)samkomulaginu er verið að koma styrkri stjórn á síldveiðar á hafsvæði þar sem veiö- ar voru í grundvallaratriðum frjálsar. Þar með lít- ur út fyrir að okkur takist að koma í veg fyrir rányrkju eins og þá sem nærri útrýmdi síldarstofn- inum fyrir nokkrum áratugum. Viðbrögð samtaka smábátaútgerða voru dapurlegt innlegg í síldarum- ræðumar í gær en þau halda því fram að hagsmun- um bæði Noregs og síldarinnar hefði verið betur borgið án samkomulags. Samtökin telja að Norð- menn hafi fengið of lítið og að án samkomulags hefðu ofveiðarnar takmarkast af lítilli móttökugetu í hinum strandríkjunum.“ Úr forustugrein Arbeiderbladet 7. maí. Um lýðræði í El Salvador „Frá því borgarastyrjöldinni í E1 Salvador lauk fyrir íjórum árum hefur landið tekið stór skref í átt til starfhæfs borgaralegs samfélags. . . . Valdamikil yfírstéttin hefur ekki enn að fullu sætt sig við aö deila völdum með öðrum á lýðræðislegan hátt. Það væri synd ef friöurinn færi út um þúfur vegna þeirra 900 þúsund dollara sém Sameinuðu þjóðim- ar áætla að það kosti að hafa litla eftirlitsnefnd í landinu til að beina athygli umheimsins að þeim verkum sem óunnin eru.“ Úr forustugrein New York Times 7. maí. Veikburða lýðræði „Traustvekjandi var að heyra Borís Jeltsín, for- seta Rússlands, lofa því að forsetakosningamar færu fram samkvæmt áætlun. En að hann skyldi þurfa að gefa úr slikt loforð og hvernig hann gerði það sýnir á hve veikum grunni lýðræðið hvílir í Rússland. Vinir Rússa víðs vegar um heiminn verða að undirstrika að þeir álíti frjálsar kosningar mun betri kost en engar kosningar, burtséð frá því hver sigrar.“ Úr forustugrein Washington Post 9. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.