Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996 7 pv_____________________________________________________________________________________Fréttir Villibráð frá Grænlandi: Hreindýrakjötið má koma til íslands en ekki snæhérakjötið - rökleysa sem ekki fást svör viö, segir Róbert Schmidt veiðimaður Svo virðist sem geðþótti ráði að nokkru hjá yfirdýralækni þegar veiðimönnum, sem veiða villibráð á Grænlandi, er veitt leyfi til að ELytja með sér heim til landsins kjöt af veiðidýrunum. Þannig var Róbert Schmidt ekki leyft að hafa með sér heim kjöt af snæhéra sem hann veiddi í grennd við Nassarq á vest- urströnd Grænlands nýlega. Öðrum veiðimanni, Bjarna Olesen á Sel- fossi, var hins vegar heimilað að hafa heim með sér hreindýrakjöt af sama svæði. í svari til Bjama, sem undirritað er af Brynjólfi Sandholt yfirdýra- lækni, segir að leyfður hafi verið innflutningur á frosnu hreindýra- kjöti af hreindýrum sem fædd eru og alin á Grænlandi. „Ég spurði embættið hvort ég mætti koma með inn í landið kjöt af snæhéra til einkaneyslu sem ég ætlaði að veiða á A-Grænlandi. Sigurður Örn Hans- son hjá embættinu taldi fremur lík- legt að leyfið fengist og ráðlagði mér að senda inn formlega umsókn sem ég gerði. Daginn eftir barst mér síð- an símbréf frá Sigurði Emi þar sem hann synjar um leyfið,“ segir Ró- bert Schmidt í samtali við DV. Róbert telur að það skjóti skökku við að banna íslenskum veiðimönn- um innflutning á snæhérakjöti en heimila á sama tíma að flytja inn frá Grænlandi kjöt af hreindýrum sem þeir hafa veitt. Þá hafi enn fremur verið heimilaður innflutn- ingur á hreindýrakjöti frá Græn- landi til endursölu hér. „Ég hef innt embættismanninn eftir rökum fyrir því aö leyfa inn- flutning á hráu kjöti af hreindýrum en ekki af snæhérum sem veiddir eru á sama svæði í Grænlandi. Hann segir að ástæðan sé hætta á hundaæði en hundaæðiveira getur borist í hreindýr eins og snæhéra. Ég tel mig því ekki hafa fengið hald- bærar skýringar á þessu,“ segir Ró- bert. Sigurður Öm Hansson, deildar- stjóri hjá embætti yfirdýralæknis, sagði að leyfi til innflutnings á snæ- hérakjöti hafi ekki verið veitt vegna þess að hundaæði sé landlægt í Grænlandi. Hann viðurkennir að hundaæði geti borist í hreindýr, eins og öll önnur dýr með heitt blóð, en varðandi innflutning á hrein- dýrakjöti frá Grænlandi fyrir jólin i fyrra hafi verið veitt undanþága þar sem um var að ræða kjöt af dýrum sem slátrað var í sláturhúsi. Sigurð- ur kveðst ekki þekkja til undanþága sem veittar hafi verið veiðimönn- um, en vísar á Brynjólf Sandholt yfirdýralækni í því sambandi. DV tókst ekki að ná í Brynjólf vegna þessa máls þar sem hann er staddur í fríi erlendis. -SÁ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga: Spurning hvort hjúkrunarfræðingar fái heimild til ávísunar lyfja Ásta Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, segir í Tímariti hjúkrunarfræðinga að skoða beri hugmyndina um að veita hjúkrunarfræðingum takmarkaða heimild til lyfseðlaútgáfu. Ásta seg- ir að hjúkrunarfræðingar hafi hing- að til ekki sóst eftir heimild til ávís- unar á lyfjum en spumingin sé hvort heilbrigðisyfirvöld hafi af hagkvæmnisástæðum áhuga á því að skoða þennan möguleika, sér- staklega með tilliti til þess að hjúkr- unarfræðingar hafi haft milligöngu um endumýjun lyfja í læknadeil- unni nýlega. „Ég nefhi þetta sem hugmynd, eitthvað sem vert er að skoða. Ég geri ekki ráð fyrir þvi að við mun- um þrýsta fast á það en mér finnst eðlilegt að þetta sé skoðað, ekki síst með hliðsjón af því að heilbrigðisyf- irvöld ákváðu að hjúkrunarfræðing- ar fengju ákveðna ábyrgð í deilu heilsugæslulækna. Þá finnst mér mjög eðlilegt að skoða hvort það sé rétt að þeir fengju formlega tak- markað leyfi til lyfjaávísunar í ákveðnum lyfjaflokkum,“ segir Ásta. Hún segist að undanfórnu hafa safnað upplýsingar um það hvar hjúkrunarfræðingar hafa rétt til lyfjaávísunar og í hve miklum mæli. Hjúkrunarfræðingar í Sviþjóö hafi þennan rétt að undangengnu námskeiði og einnig að einhverju leyti hjúkrunarfræðingar í Bret- landi og í nokkmm fylkjum Kanada og Bandaríkjanna en þar er miðað við hjúkrunarfræðinga með fram- haldsmenntun að baki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjúkrunarfræðingar velta þessari hugmynd upp en við endumýjun lyfjalaganna fyrir nokkmm árum var þetta einnig rætt innan stéttar- innar. -GHS Töflusmyglarinn: Ekki enn yfirheyrður DV, Suðurnesjum: Karlmaðurinn, sem fikniefna- deild Tollgæslunnar í Keflavík tók á dögunum við að reyna að smygla til landsins 2.266 töflum, hefur enn ekki verið kallaður til yfirheyrslu. Á manninum fundust meðal annars 1.043 töflur af efedríni en þær inni- halda amfetamínskylt efni. í febrúar á þessu ári var i Hæsta- rétti dæmt í sambærilegu máli gegn tveimur mönnum sem voru meðal annars teknir með 2.388 töflur af efedríni og í skýrslu Rannsóknar- stofu í lyfjafræði við Háskóla ís- lands er efninu lýst sem örvandi og talið er að það hafi væga am- fetamínlíka verkun. -ÆMK Róbert Schmidt fær ekki að flytja inn kjöt af snæhéra sem hann veiddi á Grænlandi nýlega. Öðrum veiðimanni var hins vegar heimilað að hafa með sér heim hreindýrakjöt af sama svæði. Hafnarfjöröur: Verkalýðsfélögin Hlíf og Framtíðin að sameinast - máliö á lokastigi, segir formaður Hlífar „Það hefur verið unnið í þessu máli síðan í vor að stjórnir félag- anna hittust á fundi 15. maí þar sem samþykkt var að vinna að þessu máli. Það hefur verið gert og nú er svo komið aö ákveðið er að láta fara fram skoðanakönnun um vilja fé- lagsmanna til að sameina félögin," sagði Sigurður T. Sigurðsson, for- maður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, en sameining Hlífar og Verkakvennafélagsins Fram- sóknar er að komast á lokastig. Verkamannafélagið Hlíf er eitt af elstu verkamannafélögum landsins, stofnað árið 1907. Framtíðin var stofnuð 1925. Ástæðan fyrir því að félögin vilja sameinast eru þær miklu breyting- ar sem átt hafa sér stað í þjóðfélag- inu. Sigurður T. Sigurðsson sagði að hann teldi nauðsynlegt að efla verkalýðsfélögin og sagði hann allt mæla með því að félög sameinuðust og efldust samkvæmt því. Eftir að skoðanakönnun um vilja félagsmanna heggja félaganna hefur farið fram mun efht til allsheijarat- kvæðagreiðsla um sameininguna. -S.dór Suzuki Sidekick JLXi 1600 ‘92. ssk., 5 d., svart- ur, ek. 81 þús. km, rafdr. rúöur, miðstýrðar læsingar. Verð 1.450.000. Pontiac Transport 3300 ‘93, ssk., 4 d., gull- sans., ek. 47 þús. km, rafdr. rúður, hraðastillir, áfelgur. Verð 2.100.000. Útvegum bílalán Samvinnusjóður íslands - Sjóvá-Almennar - TM - VÍS Nissan Primera 2000 ‘91, ssk., 5 d., gullans., ek. 101 þús. km, rafm. I miðst. læsingar. Verð 1.120.000. Cherokee Grand Ltd. 4000 ‘93, ssk., 5 d., græn- sans., ek. 95 þús. km, rafdr. rúður, hraðastillir, álfelgur, fjarst. læsingar. Verð 3.100.000. Cherovlet Silverado Stepside 305 ‘89, ssk., 2 d.,svartur, ek. 100 þús. km, rafdr. rúður, hraða- stillir, álfelgur. Verð. 1.450.000. 00 o -r (Q 0) 3. I 0) 3 Ol ■u to ro

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.