Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 218. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						? x
ÞRIDJUDAGUR 24.. SEPTEMBER 1996
Dreymir um meira
enmng
11
leikið íslenskt efni
I neyslukönnun á sjónvarpsefni sem birt var í
sumar og allar sjónvarpsstöðvarnar tóku þátt í er
íslenskt efni í fararbroddi: Spaugstofan var með
tæplega 70% áhorf og einkunnina 8.44. Á hæla
hennar i einkunn var Bráðavaktin með 8.32, en
áhorfið var „aðeins" 35.9%. Áhuga fólks á ís-
lensku sjónvarpsefni hefur ekki verið svalað til
þessa. Verður breyting með nýjum yfirmanni
Innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarps? Sigurður
Valgeirsson:
„Ég er viss um það þó að hún sjáist kannski
ekki strax. Mig dreymir um meira leikið efni eins
og fyrri dagskrársrjóra, og mig langar til að fara
þá leið að framleiða
mjög einfalt
og tiltölulega
ódýrt  efni.
Hverfa frá
þeirri
stefnu
að búa
til stór
sjón-
áfram með það sem virkar og hendir því eða
hættir við það sem virkar ekki.
Skref númer tvö er svo stærri verk, en ég ætla
bara að taka eitt í einu.
í vetur færast veðurfregnir fram fyrir fréttir og
Dagsljós verður fjórum sinnum í viku, bara á eft-
ir fréttum. Á miðvikudögum verður Kastljós í
þess stað. Svanhildur Konráðsdóttir, Logi Berg-
mann Eiðsson og Kolfinna Baldvinsdóttir eru
umsjónarmenn Dagsljóss og gagnrýnendur verða
áfram um leikhús og kvikmyndir, Jón Viðar
Jónsson og Árni Þórarinsson. Væntanlega verSur
fjallað  um  rithöfunda  og  myndlistarmennY
varpsleik-
rit þar sem
allir aðstand
endur vita að
þeir fá aldrei ann-
að tækifæri á ævinni.
Þá finnst þeim að þeir verði
að búa til tímamótaverk, og því
miður hefur það flug oft endað
með brotlendingu. Mig lang-
?x til að gera íslenskt leik-
ið efni að nánast hvers
dagslegum hlut."
Þrír þættir á mann
„Ég hugsa mér að biðja hófunda um hugmynd,
velja úr þeim og láta vinna handrit mjög vel. Þau
eru alger grunnur," segir Sigurður. „Síðan fengju
þessir höfundar ein þrjú tækifæri til að búa til
vísi að syrpu um sömu persónur, til dæmis. En
þetta byggist á því að setja mjög þröngar skorður
sem allir verða að hlíta: um lengd, fjölda persóna,
fjölda sviða og svo framvegis. Svo heldur maður
áfram, en það er'ekki hægt að fylla þáttinn af
gagnrýni þegar hann er orðinn svona stuttur. Ég
hef áhuga á að gera marga stutta þætti um bók-
menntir þar sem einn spyrill saumar að höfundi,
en á þessari jólavertið mun ég líklega fjalla um
útgáfuna í stærri þáttum, og leita nú að galdrafor-
múlunni og snillingnum sem getur gert þá mjóg
athyglisverða!
Á elleftu stundu verður á elleftu stundu á mið-
vikudögum.  Þar verða Árni Þörarinsson og
Ingólfur Margeirsson með spjallþátt. Þetta er
ekki vandamálaþáttur heldur í líkingu við Þriðja
manninn þeirra á Rás 2, og hugsaður sem mót-
vægi við Dagsljós sem hefur verið gagnrýnt fyrir
að fara á diskóbíti í gegnum tilveruna.
Nýr umsjónarmaður tekur við Stundinni okk-
ar, Guðfinna Rúnarsdóttir, og gerir talsverðar
breytingar á henni. En Ó-ið verður með svipuðu
sniði og sömu umsjónarmönnum. Jóladagatalið
er eftir Þorvald Þorsteinsson.
Þar leita þeir Gunnar
Helgason og Felix Bergs-
son að jólastemningunni.
Mjög hugvitsamlegt verk
eins og höfundar er von og
vísa. Svo verða frumsýndar
tvær nýjar íslenskar barna-
myndir.
Á laugardagskvöldum verða
til skiptis tveir þættir, Örninn er
sestur sem Guðný Halldórsdóttir
leikstýrir og semur ásamt Sigur-
jóni Kjartanssyni og Jóni Gnarr,
og nýr þáttur með Hemma Gunn í
anda Á tali. Það verða ekki happ-
drættisþættir eins og í fyrra heldur
verður í auglýsingatíma eitthvað
sem  heitir Happ  í  hendi  í
nokkrar mínútur.
Á sunnudagskvöldum
hef ég áhuga á að láta
gera laustengdar seríur
um ákveðna hluti. Til
dæmis verður Val-
gerður Matthiasdótt-
ir í haust me*>
nokkra þætti um
fólk sem hefur
söðlað um í sínu
lífi.
I október verð-
ur líka íslensk kvikmyndavika í sjónvarpinu, og
eitt alíslenskt laugardagskvöld, með fréttum,
þætti, þremur stuttmyndum og tveimur kvik-
myndum."
Verður þetta bara stakt kvöld?
„Ég vona náttúrlega að fólk sjái hvað þetta er
frábært og styðji mig í að nota ennþá meiri pen-
inga í íslenska dagskrá."
Erro
Þýskalandi
Á föstudaginn var opnuð stór
yfirlitssýning á verkum Errós á
vegum Wilhelm-Busch safnsins
í Hannover í Þýskalandi. Sýn-
ingin heitir „Erró - pólitisk
málverk" og stendur til 3. nóv-
ember. Margar myndanna eru
fengnar að láni frá Listasafni
Reykjavíkur og sýningarstjórar
eru Gunnar B. Kvaran og Hans
Joachim Neyer, forstöðumaður
Wilhelm-Busch safnsins. Vegna
þess hve stórar myndirnar eru
er sýningin ekki í sjálfu safn-
inu heldur nærliggjandi
byggingu.
H
lúr
lEyöt
¦merk-
lur"
jstormi
leftlr
¦Erró frá
11991.
fverkiö
allt er 2,5
jx 6 metrar.
Á sýningunni verða um 135
myndir sem sýna þróun Errós
sem listamanns á síðustu 30
árum og bregða ljðsi á vinnuað-
ferðir hans. Hann er kunnur
fyrir að blanda saman lágmenn-
ingu og listasögu, nota áróðurs-
myndir, teiknimyndir og aug-
lýsingar í verkum sínum sem
iðulega gagnrýna neyslusamfé-
lagið og fjölmiðlana. Myndirnar
endurspegla ekki raunveruleik-
ann heldur mynd fjölmiðlanna
af raunveruleikanum.
Sýningin verður einnig sett
upp í Míinchen, Hamborg og
Berlín.
Skundum á Þingvöll
Það var heldur fráhrindandi fréttin
um konuna sem fékk leyfið til þess að
eiga hundinn sinn áfram en missti
það svo aftur tveim dögum seinna.
Þetta er furðulega grimmdarlegt og
skrýtið, að hress og hraust borgar-
stjórn skuli leggja sig niður við ann-
að eins miskunnarleysi gagnvart
sjúkri einstæðingsmanneskju. Sér
þetta fólk ekki að það gæti haft alvar-
lega hluti á samviskunni ef það ætlar
að frarnfylgja reglugerðinni sinni út í
ystu æsar. Eru aðstæður ekki þannig
að þarna verði að gera undantekn-
ingu? Ómannúðlegt mál í hæsta
'máta.
Bara fyrir pólitíkusa?
Annars er fremur létt og skemmti-
legt yfir öllu. Sænski forsætisráðher-
rann var himinlifandi yfir vélsleða-
ferð á Skálafellssjökul, þeir voru ass-
kolli góðir, hann og Davíð forsætis-
ráðherra, eldrauðir af áreynslu með
hjálma sem gerðu ekki mikið fyrir út-  pln9ve'|ir
lit þeirra, þannig séð. Forsætisráð-
herrann sagði eftir brennivínssopann
og hákarlsbitann, orðinn enn blárauðari i
framan, að ísland væri áreiðanlega stórkost-
legasta ferðamannaland í allri veröldinni. En
fréttamaðurinn nennti ekkert að spyrja hann
nánar út í það. Ég skildi það svo sem, hvaða
ahnennilegur íslendingur nennir að hlusta á
ferðamannahjal um réttarleytið í kaldri sept-
embersúld?                   ,
Ég hefði viljað komast i matinn sem þeir og
föruneytið fengu á Þingvöllum. Það er nú svo
að það gæti verið að okkur, sem ekki erum er-
lendir ferðamenn, myndi langa til að renna á
Þingvöll eftir þrítugasta ágúst. En þess er
- meö stórkostlegri stöðum
Fjölmiðlar
Sigríður HalEdórsdóttir
gætt að þar sé öllu lokað og læst nákvæmlega
tólf vikum eftir að opnað er því það nennir
enginn að sinna ferðamennsku af einu eða
öðru tagi á þessum mjög svo merkilega stað.
Á ríkið ekki stærðarhótel þarna sem heitir
Valhöll? Er lífsins ómögulegt að fá að setjast
þar inn eftir fyrsta september og kaupa sér
kaffisopa? Má hvergi setja upp spjald þar sem
gónguleiðir og merkilegir staðir eru merktir
svo að fólk viti hvert það á að fara? Þetta er
með stórkostlegri stöðum og greiðfært og stutt
fyrir þéttbýli landsins að komast og njóta
Þingvalla á nær öllum árstíðum. Hvernig
væri að lofa öðrum en pólitíkusum að njóta
staðarins í haust- og vetrardýrðinni sem
þarna er og gefur sumardögunum ekkert eft-
ir? Mér finnst að það ætti að auglýsa rekstur
Þingvalla lausan til umsóknar, allt heila
klabbið,  prestssetrið,  forsætisráð-
herrabústaðinn, hótelið, þjóðgarðinn.
Að missa heilsuleysið
Nú, heimsbyggðin er furðu lostin
yfir heilsufari Jeltsíns, mér dettur í
hug grein sem vinkona min vélritaði
upp fyrir lasinn mann og birtist í
Þjóðviljanum fyrir mörgum árum
undir fyrirsögninni „Þegar ég missti
heilsuleysið". Auðvitað átti greinin
að heita „Þegar ég missti heilsuna"
en svona geta meinlegar villur slæðst
með. Heimsfriðarins vegna vonar
maður bara að Jeltsín missi heilsu-
leysið. Og talandi um Þjóðviljann þá
sé ég eftir honum því Vikublaðið,
sem kom að einhverju leyti í hans
stað, er svo agalega leiðinlegt. Svo
finnst mér líka leiðinlegt að þulurnar
hjá ríkissjónvarpinu skuli alltaf tala
við okkur eins og við séum ekki með
fullu viti. Er það með ráðum gert, svo
að við látum gabbast af heldur leiðin-
legri dagskrá, svo sem beinni útsend-
ingu frá RÚREK á sunnudagseftir-
miðdegi? Hvaða kjarnafjölskylda sest
niður í kaffileytinu og HORFIR á
djass? En svo, þegar allir eru að fara í háttinn,
þá er frumsýnd sprenghlægileg, glæný, fær-
eysk gamanmynd sem hefði verið ágætisfjöl-
skylduskemmtun síðdegis. Mér sýnist eins og
Stöð tvö sé komin langt fram úr ríkissjónvarp-
inu í þáttakaupum, bæði breskum og amerísk-
um, sem fólk hefur áhuga á að sjá, og hafi þar
að auki betra skipulag á dagskránni, hvenær
á að senda út efni sem hæfi stað og stund. Rík-
issjónvarpið er enn að senda út barnatíma á
þeim tíma dagsins þegar börn eiga að sitja og
borða kvöldmatinn sinn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40