Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 218. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						I
18
ÞRIDJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996
ÞRIDJUDAGUR 24. SEPTEMBER 1996
23
Iþróttir
íþróttir
Sunderland missir
Quinn í margar vikur
l Sunderland varð fyrir miklu
;áfalli um helgina þegar n-írski
landsliðsmaöurinn Niall Quinn
meiddist á hné í leik gegn
Coventry. Peter Reid, fram-
kvæmdastjóri liðsins, sagði að
svo gæti farið aö Quinn yrði frá
í margar vikur.
Graham víll Brolin
aftur til Leeds Utd
George Graham, fram-
kvæmdastjóri Leeds, hefur sett
sig i samband við umboðsmann
sænska landsliðsmannsins Tom-
asar Brolin. Graham ætlar að
freista þess að fá Brolin aftur til
Leeds. Brolin er sem stendur á
þriggja mánaða samningi hjá
svissneka liðinu FC Zurich.
Bierhof f krefst
160 milljóna á ári
Blackbura, sem verið hefur á
höttunum á eftir Oliver Bierhoff,
er mjög undrandi á launakröfum
kappans. Heimildir herma að
Blackburn og Udinese séu búin
að semja um 500 milljóna króna
kaupverö. Málið strandar á
launakröfum Bierhoffs sem vill
fá 160 miUjónir í árslaun og
halda eftir 100 milljónum eftir
skatt. Blackburn var á sínum
tíma tilbúið að greiða Jiirgen
Klinsmann 144 milljónir í árs-
laun.
Scholes óánægöur
Paul Scholes er ekki ánægður
þessa dagana 1 herbúðum
Manchester United. Hann hefur 1
haust ýmist veriö á bekknum hjá
liðinu eða ekki einu sinni kom-
ist á hann. Nú er svo komið að
hann vill fara frá félaginu. „Það
kemur ekki til mála. Hann er ný-
búinn að skrifa undir fimm ára
samning við okkur," sagði Alex
Ferguson.
Andrei Kanchelskis
er ekki til sölu
Joy Royle, framkvæmdastjóri
Eyerton, sagði um helgina í
blaðaviðtali að Rússinn Andreí
Kanchelskis væri ekki til sölu.
Fiorentina á ítalíu hefur boðið
um 500 milljónir í hann. „Þótt
tilboö upp á 800 milljónir kæmi í
Rússann þá myndi ég ekki falla
fyrir því," sagði Royle.
Liö meö Simpson
undir smásjánni
Pascal Simpson hjá AIK í Sví-
þjóö, sem mætir KR í Evrópu-
keppninni í vikunni, er undir
smásjánni hjá nokkrum þekkt-
um félagsliðum. Atletico Madrid,
AC Milan og Tottenham hafa að
undanförnu verið með útsendara
til að fylgjast með kappanum.
Mönnum sem sáu hann leika
gegn KR í Reykjavík fannst lítið
til þessa leikmanns koma.
Reyndar er allt útliti fyrir að
Simpson leiki ekki gegn KR
vegna veikinda, að því er
sænska sjónvarpið sagði í
gærkvöld.
Souness kaupir þrjá
erlenda leikmenn
Greame Souness fram-
kvæmdastjóri hjá Southampton
gerir allt til þess að lið hans
megi standa sig í úrvalsdeildinni
í vetur. Hann festi um helgina
kaup á tveimur erlendum leik-
mönnum. Paulo Alevs frá Sport-
ing i Lissabon og Israelska
landsliösmanninum Eyal Berko-
vitz. Souness ætlar ekki að láta
þar við sitja því hann hefur ver-
ið í samningaviðræðum viö
tékkneska landsliðsmanninn Pa-
vel Kuka sem leikur með Kais-
erslautern í Þýskalandi. Kuka
hefur mikinn áhuga á að leika
með liði í ensku úrvalsdeildinni.
-JKS
Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik:
Fer eins og ég
var búinn að spá
- útilokað að tippa á verðandi meistara í vetur
Ef marka má úrslit leikjanna í 1.
deildinni í handknattleik á sunnu-
daginn mega handboltaunnendur
eiga von á mjög mjög jófnu og
skemmtilegu íslandsmóti.
Mörg óvænt úrslit litu dagsins
ljós. íslandsmeistarar Vals gerðu
jafntefli á heimavelli gegn Selfoss,
meistarakandítarnir í Aftureldingu
töpuðu fyrir Stjömunni, bikar-
meistarar KA biðu lægri hlut fyrir
FHí Hafnarfirði og Haukar náöu
aðeins jöfnu gegn HK í Kópavogi.
Landsliðsþjálfarinn Þorbjörn
Jensson hefur eins og gefur aö
skilja fylgst grannt með liðunum og
leikjum þeirra í upphafi íslands-
mótsins. Hvernig leggst handbolta-
veturinn í hann?
Liöin geta tekiö stig af hvert
ööru
„Þetta fer nú bara eins og ég var
búinn að spá. Ég reiknaði með því
að allir gætu tekið stig af öllum og
þaö hefur orðið reyndin. Það urðu
mörg óvænt úrslit um helgina og
þannig held ég að þetta eigi eftir að
verða í vetur. Óvæntustu tíðindin
að mínu mati voru tap KA fyrir FH
og að Afturelding skyldi liggja á
heimavelli fyrir Stjörnunni.
Getur þú tippað á líklega
meistara?
„Ef ég ætti að tippa á verðandi
meistara gæti ég það ekki. Ég yrði
að setja öll liðin í pott og draga sið-
an eitt nafn. Ég get í fljótu bragði
ekki séð neitt lakara lið en annað.
Menn voru að ímynda sér að ÍR-ing-
ar væru kannski með eitt slakasta
liðið en þeir unnu góðan sigur á
Stjörnunni í 1. umferðinni."
Fullt af ungum og efnilegum
strákum
„Það er fullt af ungum og efnileg-
um strákum að koma upp og nú er
virkilega farið að reyna á þá í liðun-
um. Ég er alls ekki tilbúinn að
kyngja því að handboltin verði eitt-
hvað lélegri þó svo að margir hafi
yfirgefið deildina og haldið út í at-
vinnumennsku. Maður er búinn að
Þýski handboltinn:
Islendingarnir
fóru sér hægt
íslensku handknattleiksmennirn-
ir sem leika í þýsku úrvalsdeildinni
í handknattleik höfðu frekar hægt
um sig í leikjum helgarinnar.
Patrekur Jóhannesson skoraði
eitt mark þegar lið hans, Essen,
vann sigur á Niederwúrsbach,
27-24. Hvit-Rússinn Aleksandr
Tutsckin fór fyrir leikmönnum
Essen og skoraði 9 mörk. Essen er
þvi á toppi deildarinnar með 6 stig
eftir þrjá leiki.
Héðinn Gilsson komst ekki á blað
fyrir Fredenbeck þegar liðið steinlá
á útivelli fyrir Hameln, 33-21.
Þýöir ekki aö örvænta strax
Róbert Sighvatsson skoraði eitt
mark og fiskaði fjögur vítaköst þeg-
ar Schutterwald tapaöi á heimavelli
fyrir Minden, 29-32.
„Við höfðum lengst af forystu í
leiknum en undir lokin misstum við
á skömmum tíma þrjá menn út af og
leikmenn Minden sigu fram úr. Við
höfum þar með tapað báðum leikj-
um okkar í deildinni en það þýðir
ekkert að örvænta strax," sagði Ró-
bert í samtali við DV.
Kristján Arason sá lærisveina
sína í Wallau Massenheim tapa á
útivelli fyrir Nettelstedt, 30-25.
Meistaramir í Kiel töpuðu óvænt
fyrir Rheinhausen, 27-26, í hörku-
leik. Með Kiel leika til að mynda
sænsku landsliðsmennirnir Staffan
Olsson og Magnus Wislander og er
liðinu spáð einu af toppsætunum
ásamt Magdeburg og Wallau
Massenheim.
Stórsigrar íslendingaliöanna
í 2. deildinni
í 2. deildinni fögnuðu Viggó Sig-
urðsson, Ólafur Stefánsson og
Dmitri Filippov í Wuppertal órugg-
um sigri á Herdecke, 23-15, og Jason
Ólafsson og samherjar hans í
Lauterhausen kjöldrógu lið Frisen-
heim og sigruðu með 17 marka
mun, 28-11.
-GH
Sleppir Gullit
ISLAND - RUMENIA
9. októberkl. 19:00
LENGJAN
#
fylgjast með þessu í mörg ár og það
er einhvern veginn þannig að það
kemur alltaf maður í manns stað."
Ekki góöur handbolti hjá
Aftureldingu og Stjörnunni
- Hvernig hafa gæðin á hand-
boltanum verið í þeim leikjum
sem þú hefur séð?
„Ég sá til dæmis fyrri hálfleikinn
í leik Aftureldingar og Stjörnunnar
og mér fannst það ekki góður hand-
bolti. Ég sá viðureign Hauka og KA.
Það var ekkert sérstakur leikur en
spennan var mikil og það er nú
kannski það sem skiptir öllu máli
líka. Þá sá ég seinni hálfleikinn hjá
Val og Selfossi. Það var hörkuleikur
og mikil barátta á báða bóga, þokka-
lega góður sóknarleikur en varnar-
leikurinn lélegur."
- „Ég held að ég geti sagt að það
kemur mér á óvart þó hvað byrjun-
in á mótinu er góð og lofar góðu upp
á að halda spennu í þessu í vetur,"
sagði Þorbjörn að lokum.
-GH
Úrskurður Dómstóls ÍSÍ í máli Finns B. Jóhannssonar:
Var dæmdur
til lágmarks-
refsingar
innur B. Jóhannsson var í gær dæmdur í tveggja ára
eppnisbann frá þátttöku í íþróttamótum á vegum
a sérsambanda innan íþróttasambands íslands.
innur tók þátt í bikarkeppninni i frjálsum íþróttum í
íðasta mánuði og keppti þar fyrir Ármann. Er Finnur
afði lokið keppni síðari keppnisdaginn var hann umsvifa-
tekinn í lyfjapróf. Niðurstöður þess prófs leiddu síðan
ljós að hann hafði neytt amfetamíns og kókaíns. Bannið tek-
gildi frá og með 9. september og rennur því úr gildi sama dag
íirið 1998. Finnur viðurkenndi brot sitt.
Samkvæmt heimildum DV hafði Finnur fengið frí frá keppni síðari
keppnisdag bikarkeppninnar. Eftir að hart hafði verið gengið að Finni
að keppa á síðari keppnisdegi lét hann til leiðast og var eftir þátttöku
í mótinu tekinn í lyfjapróf.
í fréttatilkynningu frá íþróttasambandi íslands, sem send var fjöl-
miðlum í gær, segir: „Dómstóllinn taldi brotið alvarlegt, þar sem um
var að ræða ólögleg fíkniefni. Vegna þess að sýnt þótti að þeirra hefði
ekki verið neytt í þeim tilgangi að ná betri árangri í íþróttum, var þó
ákyeðið að beita lágmarksrefsingu, sem er tveggja ára keppnisbann."
í upphafi sömu fréttatilkynningar segir: „Dómstóll sem fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ skipaði vegna meints brots á lögum ÍSÍ um lyfja-
misnotkun íþróttamanna hefur í dag dæmt frjálsíþróttamanninn Finn
B. Jóhannsson úr Ármanni, sem kunnari er sem handknattleiksmað-
ur með 1. deildar liði UMF Selfoss, í tveggja ára keppnisbann vegna
neyslu ólöglegra lyfja."
-SK
Ronaldo  hefur  byijaö  mjög
spænsku knattspyrnunni.
vel
Spænska knattspyrnan:
Ronaldo stend-
ur sig vel
Brasilíska undrabarnið Ronaldo
heldur áfram að gera góði hluti með
Börsungum í spænsku 1. deildinni i
knattspyrnu. Á sunnudaginn hélt Ron-
aldo upp á 20 ára afmæli sitt með þvi
að skora tvö mörk í 3-2 sigri Barcelona
á Real Sociedad. Börsungar eru í öðru
sæti deildarinnar með 10 stig eins og
Real Betis sem hefur betra markahlut-
fall. Betis, sem hefur komið mjög á
óvart í fyrstu leikjunum, lagði Celta,
2-0.
Stórlið Real Madrid átti í hinu mesta
basli með lið Rayo Vallecano á heima-
velli sínum en tókst að knýja fram 1-0
sigur með marki Raul Gonzalez.
Meistarar Atletico Madrid vöknuðu
til lífsins eftir tvo tapleiki í röð og
unnu góðan sigur á Logrones, 3-0.
-GH
Markmiðið að kom-
ast í úrvalsdeildina
- segir Lárus Orri Sigurðsson hjá Stoke City
Lárus Orri Sigurösson heldur
áfram aö spila vel meö Stoke.
Lárus Orri Sigurðsson fékk mjög
góða dóma fyrir frammistöðu sina i
leiknum með Stoke City gegn Hudders-
field í ensku 1. deildinni á sunnudag-
inn var. Lárus Orri þótti komast vel
frá leiknum og var hrósað í bresku
pressunni í gær.
„Það var gott að vinna þennan leik
eftir að hafa verið 0-2 undir. Við sýnd-
um vissan styrk að vinna þennan mun
upp og gott betur. Með sigrinum end-
urheimtum við fjórða sætið þar sem
við höfum verið lengstum það sem af
er mótinu. Þetta er allt koma eftir tvo
tapleiki þar á undan. Auðvitað er það
markmið liðsins að komast upp í úr-
valsdeildina. Það hafa orðið miklar
breytingar á liðinu frá síðasta tímabili
og það tekur alltaf einhvern tíma að
stilla saman strengina," sagði Lárus
Orri Sigurðsson í samtali við DV í
gær.
City aö reyna aö fá Macari
Lárus Orri var inntur eftir fréttum í
Englandi í gær þar sem fram kom að
Manchester City lýsti yfir áhuga á að
Lou Macari settist í framkvæmdastól
félagsins. Macari er sem kunnugt er
við srjórnvölinn hjá Stoke.
„Ég sá þetta í blöðum en hvort ein-
hver fótur er fyrir þessari frétt hef ég
ekki hugmynd um. Það hafa mörg nöfh
verið nefnd í þessu sambandi," sagði
Lárus Crri.
Hann kemur til íslands eftir næstu
helgi en landsliðshópurinn kemur all-
ur saman hér á landi áður en haldið
verður utan í leikinn gegn Litháen í
riðlakeppni heimsmeistaramótsins en
hann verður háður í Vilnius þann 5.
október.                   -JKS
Guömundur dæmir úrslitaleikinn
Það kemur hlut Guðmundar Stefáns Maríassonar að dæma úrslitaleik Akurnesinga
og KR-inga um íslandsmeistaratitilinn í 1. deild karla í knattspyrnu á Akranesi á
sunnudaginn. Guðmundur, sem dæmir fyrir Leikni, Reykjavík, er FIFA dómari og er
með reyndari og betri dómurum í 1. deildinni.
Aðstoðardómarar í leiknum koma af Suðurnesjum en það eru FIFA
aðstoðardómarinn Kári Gunnlaugsson og Sigurður Friðjónsson en þeir dæma báðir
fyrir Keflavík.                                                   -GH
Liö Fram varð sigurvegari í 2. deild karla á Islandsmótinu í knattspyrnu. Hér er allur leikmannahópurinn kominn
saman ásamt stjórn og Ásgeiri Elíassyni þjálfara eflir sigurleikinn gegn FH í lokaumferöinni en eftir leikinn fengu
Framarar sigurlaunin fyrir sigurinn í deildinni.
Þrenna Þór-
arins og staða
íslands góð
DV, Akranesi:
Þrjú mörk Keflvíkingsins Þórarins
Kristjánssonar tryggöu íslandi 3-0 sigur
á Lúxemborg á Akranesi í gær og nán-
ast öruggt sæti í úrslitum Evrópu-
keppni drengjalandsliða í knattspyrnu.
Færeyingar eru einnig i riðlinum og
þeir mæta Lúxemborg á morgun en ís-
land og Færeyjar leika siðan á fostudag.
Báðir leikirnir verða í Borgarnesi.
„Aðalatriðið hjá okkur var að halda
hreinu og þá þarf aldrei mörg mörk til
að bera sigur úr býtum. Þeir voru langt
frá því að ógna okkur og við vorum
sterkari aðilinn allan tímann. Við van-
metum ekki Færeyinga og munum spila
á fullu á móti þeim og ætlum okkur að
vinna riðilinn með fullu húsi stiga,"
sagði Gústaf Björnsson, þjálfari
drengjaliðsins, við DV eftir leikinn.
Sigurinn hefði allt eins getað orðið
stærri en Þórarinn, sem var besti mað-
ur Islands, skoraði mörkin á lokamín-
útu fyrri hálfleiks, 55. og 66. mínútu.
Þeir Kristján Sigurðsson og Indriði Sig-
urðsson léku einnig vel en hjá Lúxem-
borg var markvörðurinn Scen Rein-
hardt bestur.
-DVÓ
Agætar aukagreiðslur
hjá Ágústi og Birki
Takist Agústi Gylfasyni, Birki
Kristinssyni og félögum í Brann að
vinna þrjá síðustu leiki sína í
norsku úrvalsdeildinni og tryggja
sér með því annað sætið fá þeir
ágætar aukagreiðslur frá félaginu.
Hver leikmaður hefur þegar tryggt
sér um 340 þúsund krónur í auka-
greiðslur, fyrir utan föst laun, og það
eru um 260 þúsund krónur í pottin-
um enn þá. Frá þessu var skýrt í
blaðinu Bergens Avis um helgina og
sagt að tímakaup þeirra í þremur
síðustu umferðunum gæti orðið
tæpar 60 þúsund krónur.
Þá fá leikmennirnir góðar auka-
greiðslur ef þeir slá Cercle Brugge út
úr Evrópukeppninni en á því eru
góðir möguleikar þar sem Brann tap-
aði útileiknum aðeins 3-2.
Guðjón bar af öðrum
DV, Suðurnesjum:
Guðjón Skúlason var kosinn besti
leikmaður Reykjanesmótsins í
körfuknattleik sem lauk um liðna
helgi.
I lið mótsins voru þessir leikmenn
valdir: Guðjón Skúlason, Keflavík,
Friðrik Ragnarsson, Njarðvík,
Albert Óskarsson, Keflavík, Helgi
Jónas Guðfinnsson, Grindavík og
Shawn Smith, Haukum. -SK/-ÆMK
Arnór með verðlaunamark?
Mark sem Arnór Guðjohnsen skoraði fyrir Örebro gegn Oddevold í
sænsku úrvalsdeildinni á dögunum er eitt þriggja marka sem sænska
ríkissjónvarpið telur þau bestu í deildinni í haust. í íþróttaþætti í
gærkvöldi var markið sýnt ásamt hinum tveimur og áhorfendur beðnir
um að hringja inn og velja eitt þeirra sem besta mark haustsins.
Niðurstaðan verður birt eftir nokkra daga.             -EH/Svíþjóð
Sportkorn
Sjónvarpsslagur
_ gjagur Sj0n,
^ffB varpsstöðvanna
^  _  um einkaréttinn
^m ^m  eða forgangsrétt-
^W ^B  inn á útsending-
\y        |  um frá hand-
WW     bolta og körfu-
W^T       bolta hefur ekki
I-----------------' farið fram hjá
neinum síðustu dagana. Stöð 2
missti handboltann sem RÚV og
Stöð 3 sameinuðust um en náði
körfuboltanum í staðinn. Það
hefur verið athyglisvert að fylgj-
ast með „umfjöllun" Stöðvar 2
og Bylgjunnar um fyrstu um-
ferðir 1. deildarinnar í hand-
bolta í kjölfar þessara atburða. í
fyrrakvöld var leikin heil um-
ferð í handboltanum og mikið
að gerast. Bylgjan sagði mest
litið frá leikjunum morguninn
eftir - taldi upp úrslitin í fljót-
heitum síðast í íþróttapistlinum
eftir aö hafa tíundað rækilega
urslitin í Vesturlandsmóti og
Reykjanesmóti i körfubolta.
Aðdáandi á línunni
Yfirleitt reyna
menn að gæta
þess að dómarar
í íþróttum séu
hlutlausir og ef-
laust er það
markmiðið hjá
þeim sem sjá um
dómaramálin í
Evrópuknattspyrnunni. Þeir
sem raða niður alþjóðlegum
leikjum gátu þó sennilega ekki
séð það fyrir þegar þeir sendu
harðan aðdáanda Liverpool sem
aöstoðardómara á leik MyPa og
Liverpool í Finnlandi á dögun-
um. Þar var á ferð Egill Már
Markússon sem styður „Rauða
herinn" með ráðum og dáð.
Enda vann Liverpool leikinn!
Umsjófc: Víðir Sigurðsson
^uS
0i   ENGLAND
Wimbledon-Southampton ... 3-1
1-0 Gayle (12.), 2-0 Ekoku (38.), 3-0
Ekoku (73.), 3-1 Oakley (77.)
Wimbledon er komið í sjötta sæti úr-
valsdeildarinnar eftir fjóra sigurléiki
í röð.
5=T
j   SVIÞJOD
Helsingborg-Malmö..........1-2
Öster-Umeá................3-0
Degerfors-Örgryte...........3-1
Lið Örgryte var yfirspilað og slapp
vel með þessi úrslit. Rúnar Kristins-
son var þó rétt búinn að skora, átti
hörkuskot sem var naumlega varið.
Gautaborg 21 12
Helsingborg 21 10
Norrköping 21 9
Malmö 21 9
AIK
Halmstad
Öster
Örebro
Degerfors
Örgryte
Trelleborg  21  8
Umeá     21  5
Oddevold 21 5
Djurgárden 21  5
21  9
21  8
21  9
21  9
21  8
21  8
40-18  41
31-19  35
29-21  33
21-19  33
27-18  32
24-26  31
29-28  30
25-24  30
26-32  30
8 25-22  29
10 28-34  27
11 23^0  20
12 17-30
13 18-32
19
18
Hópferð á maraþon
í Amsterdam
Nokkur hópur íslenskra
hlaupara hyggst taka þátt í
Amsterdam-maraþoninu í byrj-
un nóvember og farið verður
þangað í sérstakri ferð á vegum
Úrvals-Útsýnar. Hlaupiö er heilt
og hálft maraþon. Síðustu forvöð
að skrá sig í ferðina eru í dag hjá
Sigurði P. (s. 565-7635), Pétri (551-
2992) eða ívari (588-1155 og 896-
2266)
+i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40