Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1997 Fréttir i>v Tvítugur piltur banaði stjúpföður sínum á heimili þeirra í Sandgerði: Stakk manninn í hálsinn með hnífi Tvltugur piltur játaði við yfir- heyrslur hjá rannsóknarlögreglunni í Keflavík í gær að hafa banað 32 ára gömlum manni sem var stjúp- faðir hans. Hinn voveiflegi atburður átti sér stað á heimili mannanna að Brekkustíg 12 í Sandgerði á sjöunda tímanum á nýársmorgun. Móðir drengsins, sem einnig býr í húsinu, tilkynnti lögreglu um at- burðinn klukkan 6.30 um morgun- inn. Pilturinn var handtekinn og stóðu yfirheyrslur yfir í allan gær- dag. Þar viöurkenndi hann að hafa stungið stjúpfóður sinn í hálsinn með hnífi. Hnífstungan skar í sund- ur slagæð á hálsi og mun maðurinn hafa látist samstundis. Pilturinn var fjarverandi heimili sínu fyrri hluta nýársnætur en kom heim klukkan rúmlega 3. Fljótlega eftir það upphófust deilur á milli piltsins og stjúpföður hans en ekki er enn ljóst vegna hvers. Deilum þeirra lauk með því aö pilturinn náði í hníf og stakk stjúpfóður sinn til bana inni í stofu í húsinu. Að - eftir deilur þeirra á milli á nýársnótt sögn lögreglu voru báðir mennirnir ölvaðir. Yfirheyrslur yfir piltinum stóðu enn yfir seint í gærkvöldi. „Þama virðist hafa átt sér stað augnabliksæði. Við vitum ekki enn nákvæmlega út á hvað deilumar gengu sem leiddu til þessa hræði- lega atburðar. Það er ekki vitað til þess að þeir hafi deilt áður,“ sagði John Hall, rannsóknarlögreglumað- ur í Keflavík, við DV seint í gær- kvöldi vegna rannsóknar málsins. Að sögn Johns verður beiðni um gæsluvarðhald yfir piltinum lögð fram fyrir hádegi í dag og er niður- stöðu að vænta frá dómara síðar í dag eða á morgun. -RR Brekkustígur 12 þar sem hinn voveiflegi atburður átti sér stað á sjöunda tímanum á nýársmorgun. Tvítugur piltur stakk stjúpföður sinn til bana inni í stofu í húsinu sem var heimili þeirra beggja. DV-mynd ÆMK Stuttar fréttir Kúbuferðir á CNN Sjónvarpsstöðin CNN sagði ít- arlega frá Kúbuferðum íslend- inga á síðasta ári og fyrirhuguð- um ferðum þeirra þangað. Rætt var viö þátttakendur í útsend- ingunni sem var á gamlársdag. Síðasti ríkisráðsfundur 1996 Ríkisráðsfundur var á Bessa- stöðum á gamlársdag og staðfesti forseti íslands fjárlög, lánsfjárlög og fleiri lög. Á fúndinum var þremur mönnum veitt lausn frá embættum sínum og einn nýr skipaður. Völva spáir umbrotum Völva Stöðvar 2 spáir óróa á vinnumarkaði og verkfóllum og að miklar þjóðfélagsbreytingar hefjist á árinu. Pólitískir dagar margra helstu stjómmálamanna þjóðarinnar veröi taldir aö þeim afstöðnum. Reykvíkingar 105 þúsund Reykvíkingar voru rúmlega 105 þúsund 1. des. sl. og hafði fjölgaö um ríflega 1200 frá sama tíma í fyrra. Konur eru rúmlega 2.000 fleiri en karlar í borginni. Sjónvarpiö sagöi frá. Systkini styrkt Systkinin Sigrún og Þórarinn Eldjám skiptu með sér árlegum styrk rithöfundasjóðs Ríkisút- varpsins sem veittur er á gaml- ársdag. Sophia maður ársins Sophia Hansen var kjörinn maður ársins 1995 af hlustendum Rásar 2 hjá Ríkisútvarpinu. í öðm sæti varð Ástþór Magnús- son og Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands i því þriðja. Vélstjórar vilja hækkun Almennur félagsfundur vél- sfjóra á farskipum hefur skorað á samninganefnd sína að hvika ekki frá kröfu um verulega hækkun grunnlauna í komandi kjarasamningum. -SÁ Guörún Agústsdóttir, forseti borgarstjórnar, varð 50 ára í gær og hélt hún upp á af mæli sitt í safni Ásmundar Sveinssonar í Laugardalnum. Margt gesta kom til myndarlegrar veislu og bárust afmælisbarninu gjafir. Á myndinni er Vilhjálmur Vil- hjálmsson borgarfulltrúi að afhenda Guðrúnu gjöf frá þeim borgarfulltrúum sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum. Til hliðar við þau er Álfheiður Ingadóttir sem gegndi stöðu veislustjóra í afmælinu. Vilhjálmur lét þess getið um leið og hann afhenti Guðrúnu gjöfina að hún væri góður fundarstjóri og hefði kímnigáfu til að bera, þannig að hann gæti bæði notið þess að hlusta á hana þegar hún væri að tala í al- vöru og þegar hún væri að grínast. DV-mynd GTK Samkomulag um ráöuneytisstjórastólinn: Björn fær starf sitt aft- ur á árinu - fer í tímabundið ráðgjafarstarf Samkomulag tókst þann 30. des. sl. mifli Bjöms Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra og Finns Ingólfs- sonar iðnaðar- og viðskiptaráð- herra um að Björn fengi ráðuneyt- isstjórastarfið á ný innan árs. Þangað til mun hann starfa í stjómarráðinu sem sérstakur ráö- gjafi ríkisstjómarinar og stjórn- valda um framkvæmd samnings- ins um EES og kynna hann innan og utan ráðuneytanna. Fyrsti vinnudagur Bjöms er í dag. í samkomulaginu felst að Bjöm taki aftur til starfa sem ráðuneyt- isstjóri iönaðar- og viðskiptaráðu- neytanna í síðasta lagi í lok ný- byrjaðs árs en samkvæmt heimild- um DV treysti Bjöm ekki sam- komulagi við Finn Ingólfsson bet- ur en svo að hann krafðist þess að forsætisráðherra og utanríkisráð- herra staðfestu einnig samkomu- lagið með undirskriftum sínum og féllust þeir á það. Þegar DV bar þetta undir Bjöm vfldi hann hvorki játa því né neita. Bjöm Friðfinnsson sagði að full þörf væri fyrir það ráðgjafarstarf sem hann tækist nú á hendur og kvaðst ekki sjá fram á verkefna- skort. -SÁ Áramótaboðskapur forsætisráðherra: Skattalækkanir og hallalaus ríkissjóður - tekjuskattar á einstaklinga farnir að draga úr vilja manna til að auka tekjur Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði skattalækkanir á einstak- linga í áramótaávarpi sínu tfl þjóð- cirinnar á gamlárskvöld. Hann sagði að nefnd undir forystu ráðuneytis- stjóra forsætisráðuneytis myndi á næstu mánuðum kynna tiflögur um skattkerfisbreytingar sem miðuðu að því að lækka skatta einstaklinga en jafnframt yrði leitast við að marka skattalækkunarferil út kjör- tímabilið. Forsenda þess væri sú að áfram tækist að reka ríkissjóð hafla- lausan. Það væri ábyrgðarleysi að lækka skatta ef því fylgdi að ríkis- sjóður safhaði skuldum. Forsætisráðherra sagði að rík nauðsyn væri á að lækka tekju- og eignaskatta einstaklinga. Tekju- skatturinn væri orðinn það hár að hann væri farinn að draga úr vilja manna til að leggja sig fram við að afla aukinna tekna auk þess sem færa mætti rök fyrir því að há skatt- heimta ýtti undir skattsvik. Þá hefði augljóslega verið of langt gengið í sambandi við tekjutengingu bóta sem komið hefði ifla við eflilifeyris- þega en öll þessi mál yrðu tíl ítar- legrar skoðunar á nýbyrjuðu ári. í upphafi ávarps síns gerði forsæt- isráöherra að umtalsefni þá mæli- kvarða sem notaöir eru til að greina árferði og rekstur þjóðarbúsins. Ný- liðið ár hefði um fjölmargt verið hag- fellt samkvæmt ýmsum slíkum mæ- likvörðum. Þannig hefði veðurfar verið gott og sjávarafli sá mesti sem komið hefði á land. Hagvöxtur á ís- landi hefði verið sá mesti í Evrópu, eða ríflega þrefalt meiri en í löndum Evrópusambandsins og tvöfalt hærri en í iðnríkjunum. Þótt útgjöld ríkis- ins hefðu orðiö meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir hefðu auknar tekjur vegið þaö upp og gott betur. Forsætisráðherra taldi að flest benti til þess að hagvöxtur yrði svipaður á nýbyrjuðu ári og var í fyrra en slíkum vexti fylgdu vaxta- verkir sem nauðsynlegt væri að draga úr með því að stifla í hóf öðr- um stórframkvæmdum en þeim sem tengdust beint nýrri stóriðju. Nauð- synlegt væri að eiga í handraðanum mikilvæg nauðsynjaverk þegar hið mikla fall yrði í stóriðjufram- kvæmdum á árunum 1999 og 2000. Davíð Oddsson sagði að nauðsyn- legt væri fyrir Alþingi að gefa sér góðan tíma við nýjar lagasetningar þannig að þingnefndir fengju svig- rúm tfl að vinna úr frumvörpum frá ríkisvaldinu og einstökum þing- mönnum. Þá væri það verðugt verk fyrir þingið og einstök ráðimeyti að hefja róttæka grisjun laga. Ekki þyrfti einungis að fella niður lög sem orðin væru úrelt heldur einnig að losa þjóðina við lagaboð sem gerðu tilveru hennar flóknari og óþjálli en nauösyn bæri til. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.