Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 45. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18
gur í lífi
LAUGARDAGUR 22. JANUAR 1997

Dagurinn í lífi Dagnýjar Krístjánsdóttur þegar hún varð doktor:
Þokan hvarf og ég hætti við að hengja mig
„Ég svaf eins og hrútur til
klukkan hálfníu en um leið og ég
losaði svefninn kom það til mín að
nú væri hann upp runninn ... dag-
urinn ... 15. febrúar ... dagurinn
sem ég var búin að undirbúa árum
saman og bíða eftir mánuðum sam-
an, dagurinn þar sem ég verði
doktorsritgerðina mína um fullorð-
insbækur Ragnheiðar Jónsdóttur.
Ég reyndi eitthvað að grauta í
bókum en gat ekkert einbeitt mér,
pælingarnar þeyttust hring eftir
hring í kollinum og ég hugsaði
með mér að ef ég yrði svona í
vörninni myndi ég hengja mig - á
staðnum. Um hádegisbilið komu
Stella tengdamamma og Árni
tengdapabbi með stóra blóma-
körfu og allt í einu var kíukkan
orðin eitt. Ég fór í bað og spariföt-
in og svo keyrðum við Kristján
maðurinn minn og Árni, yngri
sonurinn, niður í Háskóla klukk-
an hálftvö.
Létu eins og heimurinn
væri ekki ao farast
Kristján og Árni fóru upp í há-
tíðasal en ég inn á skrifstofu rekt-
ors þar sem Sveinbjörn Björnsson
rektor, deildarforseti heimspeki-
deildar, Páll Skúlason, og andmæl-
endur mínir, Ástráður Eysteinsson
og Sigríður Þorgeirsdóttir, voru
fyrir, komin í bláar skikkjur, segj-
andi brandara eins og heimurinn
væri ekkert að farast.
Doktorsvarnir við Háskólann
eru virðulegar og formfastar og
enginn getur vitað fyrirfram hve
margir hafa áhuga á að leggja leið
sína á slíkar samkomur. í þetta
sinn var hátíðasalurinn troðfull-
ur, stólar voru bornir inn bg fólk
stóð uppi á svölunum allan tím-
ann. Það sýnir svo ekki verður
um villst að það ríkir mikill
áhugi fyrir kvennafræðum í sam-
félaginu.
Örvandi andmæl-
endur
Það er skemmst frá að
segja að vörnin gekk mjög
vel og var mjög skemmti-
leg. Þegar ég hélt inn-
gangsræðuna greiddist
þokan í höfðinu sundur og
ég hætti við að hengja
mig. Andmælendurnir
voru þrælgagnrýnir, það
vantaði ekki, en líka
örvandi og uppbyggilegir.
Ég svaraði aðeins brota-
broti af því sem ég hefði
viljað ræða frekar en
vörnin stóð í þrjá tíma og
fólk var byrjað að þreyt-
ast.
Kampavín með
rektor
Eftir vörnina bauð rekt-
or mér, Krisrjáni, Árna og
mömmu minni, Þórunni
Jónsdóttur, ásamt deildar-
forseta og andmælendum
upp á glas af kampavíni.
Það var bæði falleg og góð
stund.
Rétt fyrir klukkan sex
vorum við svo komin heim
í Barmahlíð og þá var
komið að þætti Kristjáns,
sem var ekki aðeins búinn
að vera mér eins og besti
geðlæknir í öllu stressinu
heldur skipuleggja tvö
himdruð manna veislu í
Norræna húsinu um
kvöldið! Hún átti að byrja klukkan
átta og eftir voru smásnúningar. Ég
fór í gallabuxur, keyrði Kristján
niður í Norræna hús þar sem eldri
sonur okkar, Snorri, var að æfa
með hljómsveitinni sinni sem heit-
ir Hátíðni og hafði lagt það á sig að
æfa   eldgömul,   „morkin"   fjölda-
Dagný Kristjánsdóttir lýsir fyrir okkur deginum þegar hún varöi doktorsritgerð sína
fullorðinsbækur Ragnheiðar Jónsdóttur.
söngslög mér til heiðurs. Þau fóru á
kostum um kvöldið. Meðan verið
var að undirbúa Norræna húsið tók
ég tvo snúninga og var orðin svo
sein að mér rétt tókst að ná í
mömmu og Árna, hafa fataskipti og
smella niður í Norræna hús á mín-
útunni átta.
Ógleymanleg veisla
í hönd fór veisla sem ég mun
aldrei gleyma. Dagskráin sam-
anstóð af ræðum, söng, dansi og
leik og Kristján stjórnaði öllu sam-
an af myndugleik. Vel vissi ég fyr-
ir að vinir okkar eru heillandi
sl. laugardag í Háskóla Islands um
DV-mynd BG
hæfileikafólk en stemningin var
einstök. Veislunni var lokið klukk-
an að ganga eitt og fjölskyldan
hjálpaði okkur að koma heim
blómahafi og gjöfum. Það var glað-
ur, þakklátur en ákaflega þreyttur
nýbakaður doktor sem skreið í sitt
ból um klukkan þrjú."
Finnur þú fimm breytingar? 399
Nafn:
Heimili:
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð nítugustu
og sjöundu getraun reyndust vera:
Helga Jónsdóttir
Tjarnargötu 10B
101 Reykjavík
Unnar S. Olsen
Höfðabraut 2
300 Akranes
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð kem-
ur í ljós að á myndinni til hægri hefur
funm atriðum verið breytt. Finnir þú
þessi fimm atriði skaltu merkja við
þau með krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt nafni þínu
og heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
Lverðlaun:
SHARP vasadiskó með útvarpi, aö
verðmæti kr. 3.950, frá Bræðrunum
Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavik.
2. verðlaun:
Tvær Úrvalsbækur, að verðmæti kr.
1790 - Ógnarást eftir Lindu Randall
Wisdon og Sinnaskipti eftir Lyndu
Kay Carpenter.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni:
Pinnur þú fimm breytingar? 399
c/oDV, pósthólf5380
125 Reykjavík
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
30-31
30-31
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72