Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 54. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10*
*
menning
' & ¦#
MIÐVKUDAGUR 5. MARS 1997
Bókmenntasagan
stækkar
Tvímæli eftir Ástráð Ey-
steinsson er Landnámabók
bókmenntanna, eitt af þessum
verkum sem ryður nýja braut
og veltir upp grundvallar-
spurningum um hvað séu
bókmenntir og hvað lögmætt
viðfangsefni þeirra sem sinna
rannsóknum á bókmenntum.
Ástráður færir hér rök að því
að þýðingar eigi þar heima og
leggur þar með þann grunn
sem frekari rannsóknir á þýð-
ingum munu byggja á.
Verkefnið er í eðli sínu
heimspekilegt. Tekist er á við
það hvert sé eðli þýðinga og
hvernig megi túlka þær eða
meta sem bókmenntir. í inn-
gangi lýsir Ástráður verkefni
sínu á skýran og skemmtileg-
an hátt en síðan er nánari
umræða um lykilþætti í mati
Bókmenntir
Ármann Jakobsson
á þýðingum, rætt er um
tengsl þýðinga og hugmynda
um frumleikann, hugmynd-
ina um jafngildið og hvernig
þýðingar séu metnar.
Ástráður leggur áherslu á
tvíeðli þýðinga eins og fram
kemur í nafni bókarinnar.
Þýðing sé jafnan tveir heimar
og hún orki því tvímælis.
Þetta eðli þýðinga geri þær að
erfiðu og mikilvægu rann-
sóknarefni. Þýðing sé þannig
ekki eftirlíking nema að tak-
mörkuðu leyti heldur nýtt
verk og staður þar sem tvö bókmenntakerfi
mætast.
Fjallað er um verkefnið frá ýmsum hlið-
um og mörgu athyglisverðu velt upp. Eitt
smáatriði þykir mér rétt að gera athugasemd
Ástráöur Eysteinsson prófessor: Sættir fræoilegar kröfur og skemmtilega
framsetningu.
við: Astráður nefnir tvisvar tungumál
blindra og heyrnarlausra og erfitt er að átta
sig á hvers vegna hann setur jafnaðarmerki
þar á milli. Þó að blindir þurfi að lesa sér-
stakt letur eru þeir þátttakendur í málkerfi
nafnaskrá.
hinna sjáandi og hæpið að
líkja þvi við mál heyrnar-
lausra.
Einn kafli bókarinnar er vís-
ir að íslenskri þýðingarsögu.
Velta má fyrir sér hvort sú
saga sé ekki of ágripskennd til
að koma að verulegu gagni þó
að umfjöllun um t.d. Jón Þor-
láksson, Steingrím Thorsteins-
son, Matthías Jochumsson og
Helga Hálfdanarson sé einna
ítarlegust. En í þessum hluta
tengir Ástráður hina ahnennu
fræðilegu umræðu við ís-
lenska bókmenntasögu og sú
tenging er mikilvæg. Með
þessu ágripi að þýðingarsögu
kemur fram hvernig fræðileg
umræða er grunnur íslenskrar
þýðingarsögu og kenning og
saga eru þannig ofin saman.
Allt leiðir að hinu sama:
Mikilvægi þýðinga fyrir bók-
menntakerfi er meira en talið
hefur verið, þær skipa miðlæg-
ari sess en viðurkennt hefur
verið. Það á einnig við um ís-
lenska bókmenntasögu og sá
grunnur sem hér er lagður
hiýtur að verða jafnframt
áskorun til þeirra sem munu
fjalla um hana í framtíðinni til
að rannsaka þýðingar og þau
áhrif sem þær hafa haft á ís-
lenskt bókmenntalíf.
Umfjöllun Ástráðs er skýr
án þess að einfaldað sé um of
og hann nær að sætta fræðileg
ar kröfur og skemmtilega
framsetningu. Á bókinni er
þó sá galli að atriðisorðaskrá
vantar. Það er ekki síst galli
þar sem þetta er grundvallar-
rit um efhi sem í eðli sínu er
fræðilegt  og  atriðisorðaskrá
því jafnvel  mikilvægari  en
Astráður Eysteinsson: Tvímæli. Þýöingar og
bókmenntir. Bókmenntafræöistofnun og
Háskólaútgáfan 1996.
Um félagslega aðlögun
„Og veistu hvað var
rosalega skemmtilegast?"
spurði sú þriggja ára.
„Það var þegar músin
byggjaði húsið sitt!"
Þessi yfirlýsing var gef-
in eftir frumsýningu á
Snillingum í Snotraskógi
hjá Möguleikhúsinu á
laugardaginn var og sýn-
ir hvað börnum finnst
gaman að láta segja sér
einfaldar sögur um félags-
lega aðlögun meðan við
sem eldri erum heimtum
átök og drama. Drama í
lífi barna snertir einmitt
yfirleitt félagslega aðlög-
un af einhverju tagi, þró-
unina frá villtu dýri yfir í
húsdýr.
Leikritið er byggt á
samnefndri bók eftir
Björgvin E. Björgvinsson
sem kom út fyrir jólin og
segir frá Mýslu sem er að
flytja sig um set í upphafi
leiks og sest að í Snotra-
skógi. Þar kynnist hún
Korna íkorna og þau
ganga saman gegnum aðlögunartímabil,
kynnast hvort óðru, læra að taka tillit hvort
til annars og sýna hvort öðru trúnað. Svolít-
ið eins og ung hjón.
Ekkert sögulegt gerist í sjálfu sér nema að
Korni hjálpar Mýslu að byggja hús (heimilis-
stofnun) og þau fara í ævintýraferð (brúð-
kaupsferð) um skóginn og lenda í pínulítilli
hættu eitt andartak þegar Bogga brandugla
flýgur yfir. Hún sést ekki en við heyrum
Korni kemur nýjum íbúa skógarins til meö kitlum. Erla Ruth Haröardóttir og Pétur
Eggerz í hlutverkum sínum.
Leiklist
Silja Aðalsteinsdóttir
rödd hennar. Það fannst þeirri þriggja ára
líka rosalegt atriði, og ég sem hélt að hún
hefði varla tekið eftir því!
Skemmtilegast í úr-
vinnslu efnisins eru
kynhlutverkin. Mýsla
(stelpan) er skynsöm og
sjálfsörugg og eindreg-
inn fylgismaður menn-
ingar en Korni (strákur-
inn) er hið villta frum-
efni. Til dæmis þarf
Mýsla að vinna í því að
sætta Korna við að fara í
skóla í lokin. Korni er
sterkur og hugkvæmur
og húsið reisir hann
með eigin höndum - eða
loppum - en hann óttast
kennarann.
Erla Ruth Harðardótt-
ir og Pétur Eggerz fara
vel með aðalhlutverkin
en á ósköp hefðbundinn
og fyrirsjáanlegan hátt.
Bjarni Ingvarsson leikur
öll aukahlutverkin en
sést ekki sjálfur nema
sem Fróði kennari. Bún-
ingar og leikmynd voru
litrík og gullfalleg, eink-
um var húsið góða vel
heppnað. Söngvar eiga
að skipa talsvert rúm í sýningunni en því
miður heyrðust orðaskil illa.
Möguleikhúsiö við Hlemm sýnir:
Snillingar í Snotraskógi
eftir Björgvin E. Björgvinsson
Leikstjórn og leikmynd: Bjarni Ingvarsson
Tónlist: Helga Sighvatsdóttir
Útsetningar og undirleikur: Guðni Franzson
Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson
Friðrik Páll og Jesús
Vert er að minna á þætti Friðriks Páls
Jónssonar fréttamanns sem eru frumfluttir á
sunnudagsmorgnum en endur-
teknir á miðvikudögum kl. 15.03.
Friðrik er ekki beinlínis í nýj-
ustu fréttum í þessari syrpu
heldur tekur hann frétta-
mannslega á örlagaríkum at-
burðum sem gerðust fyrir
nærri tvö þúsund árum
austur í Palestlnu þegar
saklaus maður var kross-
festur. Friðrik ber saman
"heimildir og vinnur úr þessu efni
~éinstaklega áheyrilega og upplýsandi þætti.
Þeir heita „Aldrei hefur nokkur maður talað
þannig".
Viðskipta- og hagfræðingatal
Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gefið út nýtt
Viðskipta- og hagfræðingatal 1877-1996 í þrem
bindum í samvinnu við félagasamtök þessara
stétta. Ritstjóri er Gunnlaugur Haraldsson
þjóðháttafræðingur en í rit-,
nefnd voru Gylfi Þ. Gíslason,
Jóhannes Nordal og Sigurjón
Pétursson.
Nýja ritið leysir af hólmi
útgáfu frá 1986 og geymir
æviágrip 2.612 viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga
með ljósmyndum af nærri
öllum. Auk þess eru þar
fjórar ritgerðir. Þorvald-
ur Gylfason fjallar um hag-"
fræðistörf Jóns Sigurðssonar forseta,
Gylfi Þ. Gislason rekur sögu háskólamennt-
unar í viðskiptafræðum frá 1938 til 1984. Ingj-
aldur Hannibalsson tekur þá við og gerir grein
fyrir námi í viðskipta- og hagfræði til þessa
dags. Loks ritar Elín G. Óskarsdóttir um fé-
lagasamtök þessara starfsstétta. Oddi annaðist
prentun og allan frágang ritsins.
Ein til Helsinki
íslenska dansfiokknum hefur boðist að taka
þátt í norrænni danshátíð í Helsinki í Finn-
landi 1.-6. apríl. Þar sýnir flokkurinn verkið
Ein eftir Jochen Ulrich
sem nú er verið að sýna í
Borgarleikhúsinu    og
einnig nýtt verk eftir
Láru    Stefánsdóttur,
Hræringar sem áhorf-
endur hér heima fá að
sjá í vor. Verk Láru
verður einnig sýnt á
danshátíðum     í
Eystrasaltsríkjun-
um í maL Helsinki-
hátíðm er haldin
með styrk frá nor-
rænu ráðherra-
nefndinni og verður í Alex-
"anderleikhúsinu. Hljómsveitin Skárr-
en ekkert fer með flokknum, en eins og kunn-
ugt er sömdu meðlimir hennar tónlistina við
ballettinn Ein og flyrja hana á sýningum.
Allra síðasta sýning á ballettunum Ein og
La Cabina í Borgarleikhúsinu er á fóstudags-
kvöldið kl. 20.
Viðar leikstýrir í Færeyjum
Atvinnuleikhúsið i Færeyjum heitir Gríma
og verður tvítugt á þessu ári. Þar er nú verið
að æfa leikritið Krabbasvalirnar eftir Mar-
ianne Goldman sem Svíar tilnefndu til leik-
skáldaverðlauna Norðurlandaráðs í fyrra.
Leikstjóri er Viðar Eggertsson og er þetta í
annaö sinn sem hann stýrir Færeyingum á
leiksviði í vetur. Það er lfka
íslendingur sem gerir leik-
mynd og búninga, Snorri
Freyr Hilmarsson, og tvær
leikkvennanna í sýning-
unni útskrifuðust úr
Leiklistarskóla íslands.
Frumsýning verður í
sjónleikarahúsinu í
Þórshöfn 5. apríl.
Krabbasvaíirnar
þykja magnað verk
og áttu raunar að
vera komnar upp P
Þjóðleikhúsinu. Frumsýning"
var áætluð á Smiðaverkstæði upp úr ára-
mótum samkvæmt vetrardagskrá, en engar
líkur eru á að verkið komist að þar fyrr en í
haust vegna þess roknagangs sem er á Skækj-
unni. Ekki er það heldur í fyrsta skipti sem
röskun verður á dagskrá vegna vinsælla verka
á Smíðaverkstæði.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40