Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 54. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIDVIKUDAGUR 5. MARS 1997
13
Fréttir
i
\
\
Uppbygging og þróun Internetsins:
Samstarf 90
þúsund barna
frá 97 löndum
90 þúsnnd börn frá 97 þjóðlönd-
um taka þátt í sérstöku tölvus-
amskiptaverkefni á Internetinu.
Þetta kom fram í fyrirlestri brasil-
íska sérfræðingsins dr. Maisu Luc-
ena, á ráðstefnu sem Rannsóknar-
stofa háskólans hélt um uppbygg-
ingu og þróun Internetsins á Hótel
Sögu í gær. Maisa stjórnar þessu
verkefni ásamt fulltrúiun frá ís-
landi og Noregi. í Kidling-verkefn-
inu taka þátt börn frá 10-15 ára
aldri og er að sögn Maisu stærsta
Internet-verkefnið í menntamálum
í heiminum.
„Við hófum þetta verkefni árið
1990, m.a. fyrir börn sem minna
mega sín. í fyrstu var þetta bara
draumur en viðbrögðin hafa verið
ótrúleg og nú má segja að þessi
draumur sé orðinn að veruleika.
Tölvusamskipti   barna   eru   mjög
mikil og á netinu er að finna ótrú-
lega miklar upplýsingar sem þau
geta notað til náms og annarra upp-
lýsinga. Með þessu verkefni erum
við að byggja þau upp fyrir framtíð-
ina og gefa þeim kost á að kynnast
sem flestu. Þetta tengir þau við aðr-
ar þjóðir og menningu sem er líka
afar mikilvægt," segir Maisa.
Eiginmaður hennar, dr. Carlos
Lueena, hélt einnig fyrirlestur um
þróun og uppbyggingu Internetsins
í Brasilíu. Þar kom fram að ótrúleg
bylting hefur orðið þar í landi á
undanförnum árum með tilkomu
netsins.
„Brasilía er mjög stórt land en
Intemetið hefur sameinað fólkið
meira en nokkuð annað. Það hefur
orðið alger bylting í menntakerfinu
og 300 þúsund skólar hafa tekið
Internetið í sína þjónustu með góð-
Hefur aldrei þótt
gottaöblóð-
mjólka kúna
- segir Kristján Ragnarsson
DV.Akureyri:
„Ljóst er að skattgleði hins opin-
bera hefur blómstrað að undan-
förnu í ríkum mæli og enn teh'a
embættismennirnir ástæðu til
frekari skattahækkana. Líklegt er
að útgerðin muni áfram þurfa að
búa við umræðu um nýjar skatt-
lagningar en allt hefur sín tak-
mörk og það hefur aldrei þótt góð
aðferð að blóðmjólka kúna," segir
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, í Útveginum, blaði LÍÚ
sem nýkomið er út.
í blaðinu er því slegið upp að
nýir skattar síðasta árs kosti út-
gerðina 1,2 milljarða króna á ári
og leiða megi að því líkur að
skefjalaus áróður gegn útgerðinni
hafi haft þau áhrif að mörgum hafi
þótt ástæða til að bæta á hana
gjöldum. „Peningarnir flæði hvort
sem er í svo striðum straumum
um landsbyggðina gjörvalla að þar
muni menn ekkert um að borga
meiri skatta. í skjóli áróðurs af
þessu tagi þurfa menn að gæta sín
og huga að þeim veruleika sem
blasir við í byggöum landsins,"
segir m.a. í Útveginum.
í grein sinni segir Krisrján
Ragnarsson að gert sé ráð fyrir að
á þessu ári greiði útgerðin 863
milljónir í tryggingargjald og nemi
hækkunin 100 mUljónum króna.
Síðan sé ákveðið að hækka gjaldið
um 100 milljónir á ári næstu þrjú
árin og áætlað sé að gjaldið verði
1,2 mUljaröar króna árið 2000.
„Nýtt gjald er lagt á frá 1. sept-
ember sl. sem nemur 500 milljón-
um króna í Þróunarsjóð til að
greiða fyrir misgerðir sljórnvalda,
m.a. vegna fjölgunar smábáta sem
nú þarf að úrelda. Því er ætlað að
standa næstu 10 ár. Áfram er greitt
sérstakt gjald af hverju skipi og
nemur það samtals 80 miEjónum
króna. Ákveðið hefur verið að út-
gerðin greiði nú 170 milljónir
króna í eftirlitskostnað Fiskistofu.
Á síðasta ári var lagður á sérstak-
ur skattur fyrir Tryggingastofhun
ríkisins sem nemur 130 milljónum
krðna. Samtals nema þessir skatt-
ar til hins opinbera 2.080 milh'-
ónum króna.
Öllum ætti að vera hðst, af þvi
sem hér hefur verið sagt, að ekki
er rými fyrir nýjar skattaálögur í
formi auðlindaskatts. Er hverjum
þeim sem fundið getur rými fyrir
slíka skattlagningu heitið vegleg-
um fundarlaunum," segir Kristján
Ragnarsson.
-gk
Keflavíkurhöfn:
Bylting í bryggjumálum
DV, Suðurnesjum:
„Menn eru mjög ánægðir með
þær breytingar sem hafa verið gerð-
ar á bryggjunni. Það er ekki hægt
að líkja þessu saman við það sem
var áður," sagði Pétur Jóhannsson,
hafnarstjóri Hafnasamlags Suður-
nesja, i samtali við DV.
Aðalhafnargarðurinn í Keflavík
hefur tekið miklum stakkaskiptum
eftir framkvæmdir sem gerðar voru
á honum vegna óveðursskemmda.
Kanturinn er nú 22 metrar á breidd
en var áður 10 metrar. Bílar geta nú
snúið við þar sem var ekki hægt áð-
ur. Þá var settur öflugur grjótvarn-
argarður og er bryggjan nú 200
metra löng. Framkvæmdum er ekki
lokið en þær munu kosta nálægt 80
milljónum króna.
Að sögn Péturs verður höfnin
meðal annars notuð sem útskipun-
arhöfn. Þá verður hún einnig notuð
sem þjónustuhöfn í tengslum við
höfnina i Helguvík - sem viðlegu-
staður fyrir loðnubáta vegna þess
að í höfninni í Helguvík er aðeins
afgreiðslukantur. Hægt er að af-
greiða stór skip úr flotanum í Kefla-
víkurhöfn. Þá er hafnarvigtin stað-
sett við höfnina. Bátar í loðnuflotan-
um hafa landað afla í Keflavíkur-
höfn og eru menn ánægðir með
hvernig til hefur tekist.
-ÆMK
Maisa og Carlos Lucena frá Brasilíu héldu fyrirlestur um uppbyggingu og þróun Internetsins í gær.
um árangri. Sama er að segja um
fyrirtæki og stofnanir. Menntun,
rannsóknir, tækni o.fl. hefur tekið
miklum breytingiun, miðlast nú á
miklu fleiri en áður. Það er hægt að
fá svo miklar upplýsingar á netinu
og þetta er svo hagkvæm og auð-
veld lausn. Internetið hefur gefið
góðan árangur, það hefur sýnt sig
einna best í Brasilíu og mun sýna
DV-mynd POK
sig enn frekar í framtíðinni," sagði
Carlos, sem hefur tekið þátt í sam-
starfi Brasilíu og Þýskalands um
upplýsingatækni.
-RR
Hólmadrangur kaupir
fiskverkunarhús
DV, Hólmavík:
Hólmadrangur hf. - útgerðarfé-
lagið hér á Hólmavík - eignaðist
nú nýverið fiskverkunarhús sem
upphaflega var í eigu Hleinar á
Hólmavík. Fastri starfsemi þar
var hætt 1992. Hér er um vandaða
byggingu að ræða frá árinu 1986.
Húsið er 860 fermetrar að
grunnfleti og er frá Loftorku hf. í
Borgarnesi sem eins og kunnugt
er framleiðir einingahús úr stein-
steypu. í húsinu er frystigeymsla
sem nýr eigandi hefur haft nokkur
afnot af undanfarin ár.
Stærsti hluti hússins er vinnslu-
salur ásamt fiskmóttöku. Á þess-
ari stundu er ekki afráðið til
hvaða starfsemi það rými verður
nýtt en til greina getur komið að
hefja þar fiskverkun af einhverju
tagi þegar fram líða stundir. En nú
þegar er ákveðið að það pláss, sem
hingað til hefur verið aðstaða fyr-
ir beitingamenn, verði innréttað
sem viðgerðarverkstæði. Góða að-
Fiskverkunarhúsiö á Hólmavík sem Hólmadrangur hefur keypt.
DV-mynd Guðfinnur
Selfoss:
Ný útisundlaug í byggingu
DV, Selfossi:
Hafnar eru framkvæmdir við
byggingu nýrrar útisundlaugar við
gamla sundlaugarhúsið á Selfossi.
Nýja laugin verður 25 metra löng og
við hana verður sett upp vegleg
rennibraut   sem   Selfossveiturnar
gáfu Selfossbæ. Sundlaug Selfoss er
orðin nokkuð þreytt, talsvert farin
að láta á sjá og nauðsynlegt að ráð-
ast í endurbætur á mannvirkinu.
Ekki er gert ráð fyrir endurbót-
um á búningsklefum eða gömlu
innilauginni að sinni. Áætlað er að
heildarkostnaður við byggingu úti-
laugarinnar nemi 52 miTJjónum
króna og verklok verði á vordögum.
Sundlaugin er steypt en verður
klædd með dúk að innan. Bygginga-
fyrirtækið G-verk bauð lægst í verk-
ið og hófu menn á vegum þess fram-
kvæmdir um síðustu mánaðamót.
-Kr.Ein.
Stórvirkar vinnuvélar aö grafa fyr-
ir nýrri útisundlaug viö gamla
sundlaugarhúsio á Selfossi.
DV-mynd Kristján
LIF- 0G SOFNUNARTRYGGINGAR
Löggilt vátryggingamiðlun
Guðjón Styrkársson hrl.
Aðalstræti 9 - Reykjavflc
Sími 551 8354
Fullgiltur söluaðili
SUN LIFE
LÍF- OG SÖFNUNARTRYGGINGAR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40