Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.1997, Síða 19
JL>"^" LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1997
19
menning
Meistari „minimalismans", Larry Bell, sýnir á Kjarvalsstöðum:
Besti sýningarstaður sem ég hef séð
- segir Larry um Kjarvalsstaði og lýsinguna þar
Sýning á verkum eftir banda-
ríska listamanninn Larry Bell
verður opnuð á Kjarvalsstöðum í
dag. Hér er á ferðinni með merkari
listamönnum sem þar hafa sýnt
síðustu ár en Larry hefur oft verið
nefndur meistari minimalismans,
listastefnu hinna óhlutbundinna
myndverka sem Larry og fleiri
listamenn
komu af
stað með
sýningu
þeirra í New
York árið
1966. Einnig
hefur verið
talað um
svokallaða
ABC-list.
Sýningin
á Kjarvals-
stöðum nefn-
ist „Rýmis-
gler“ en þar
verða sýndir
glerskúlptúr-
ar og sam-
klippimynd-
ir. Verkin
byggja ekki
á innri
tengslum
forma held-
ur er það
heildin and-
spænis
áhorfandan-
um sem
skiptir
mestu máli.
Hluturinn
hefur verið
einfaldaður í grindur eða bygging-
ar, ósnertanleg fyrirbæri eins og t.d.
ljós. í sýningarskrá segir Larry m.a.
um verkin:
„Þessi sýning er um yfirborð og
ljós. Pappír og gler eru grunnurinn,
efni sem við meðhöndlum daglega
til margskyns nota. Hún er líka um
tilfinningar. Tilgangur verka minna
er að tjá tiifinningar."
Larry Bell setti sýninguna upp í
vikunni ásamt aðstoðarmönnum
sinum og verður viðstaddur opnun-
ina í dag. Eftir það ætlar hann að
ferðast um landið í nokkra daga
ásamt eiginkonu sinni.
Góðvinur Errós
í viðtali við DV, sem tekið var
þegar hann var að setja upp fyrstu
verkin í vikunni, sagði Larry að
Kjarvalsstaðir væru einstakur sýn-
ingarstaður og einhver sá besti sem
hann hefði sett upp sýningu á. Lýs-
ingin, sem hans list byggðist á, væri
einstök. Hann sannfærðist um þetta
þegar hann kom hingað fyrst í maí-
mánuði 1995 i boði Gunnars Kvar-
ans, forstöðumanns Kjarvalsstaða,
til að kynna sér aðstæður. Ár var þá
liðið frá því Erró kynnti þá Gunnar
og Larry á sýningu á verkum eftir
Kjarval í París. Larry og Erró hafa
nefnilega þekkst í 30 ár og hist með
reglubundnum hætti í París.
Larry sagðist hlakka til sýningar-
innar. Hann reiknaði ekki með að
svo margir íslendingar þekktu hans
verk en sýningin myndi vonandi
bæta þar úr.
„Ég vil endilega koma verkum
mínum á framfæri við fólk og fá
þeirra viðbrögð. Lít á það sem ein-
stakt tækifæri. Ég læri alltaf af
þeirri reynslu og vona að fólk læri
einnig á að skoða verkin mín. Fyr-
irfram veit ég ekkert um viðbrögðin
hér á íslandi. Eina sem ég veit að
hvar sem ég hef komið hafa bömin
hrifist af verkunum. Þau gera sér
engar væntingar og þannig vil ég
hafa það. Kannski að fullorðna fólk-
ið vilji sjá meira efni. Ég veit það
ekki. En á hverri sýningu er ég að
gera tilraunir, vinn ekki eftir for-
múlum. Kjarvalsstaðir eru bara út-
víkkun á minni vinnustofu. Maður
er alltaf að læra eitthvað nýtt,“
sagði Larry. -bjb
Larry Bell við hluta af einu gleriistaverkanna á sýningu hans á Kjarvalsstöðum sem hefst í dag og
stendur til 11. maí nk. DV-mynd ÞÖK
Hljómsveitin Mezzoforte sló í gegn í Norður-Noregi:
Sjö daga tór um hjara veraldar
Hljómsveitin Mezzoforte er ný-
lega komin úr sjö daga tónleikaferð
um Norður-Noreg, svæði sem þeir
félagar höfðu aldrei leikið á áður.
Að sögn Friðriks Karlssonar gítar-
leikara heppnaðist ferðin mjög vel
og var þeim alls staðar vel tekið,
fullt hús í hvert skipti. Þeir spiluðu
alveg nyrst í Noregi, í Tromsö og
þar í kring, nánast á hjara veraldar.
„Staðimir sem við lékum á tóku
um 500 manns í sæti. Viðtökumar
vom mjög góðar og við mun þekkt-
ari þarna en við héldum. Norðmenn
á þessu svæði eru afskaplega líkir
okkur og þarna er hávetur líkt og á
íslandi. Það er ráðgert að fara aftur
til Noregs seinna á þessu ári og
halda þá tónleika á stærri stöðum
sunnar í landinu eins og í Björgvin
og Osló. Um leið er fyrirhugað að
fara til Svíþjóðar,“ sagði Friðrik í
samtali frá London í vikunni, þá ný-
kominn frá Noregi. Mættur á ný til
að spila í söngleiknum Súperstar og
vinna að fleiri verkefnum í stór-
borginni.
Næsta verkefni Mezzoforte verð-
ur að halda tónleika í jassklúbbi í
London í nokkrar vikur í sumar.
Þess má geta að hljómsveitin fagnar
20 ára afmæli næsta haust og af því
tilefni verður heimildarþáttur lík-
lega sýndur á Stöð 2. í sveitinni eru
sem fyrr, auk Friðriks, þeir Gunn-
laugur Briem á trommur, Jóhann
Ásmundsson á bassa, Eyþór Gunn-
arsson á hljómborð og Óskar Guð-
jónsson á saxófón. -bjb
$6Íf§£" ; l!!81IP SP: . ii
■ ■>. Bi
MMh Bfl:; lílBi t/$i h ** * '3i
í Ck sSaff’®
wk - \ '
DV-mynd Pjetur
■ Hver var að hringja?
Símvakinn CID-1214
Einn fullkomnasti númerabirtirinn hingað tii með
eftirtöldum eiginleikum:
- Stór og skýr 3ja línu kristalsskjár
- Sýnir hver hringdi, hve margir, hvenær og hversu oft
- Klukka og dagatal á skjá
- Sjálfvirkt Ijós lýsir upp skjáinn fyrir aflestur i myrkri
- 50 símanúmera minni
- Endurtekið símanúmer notar aðeins 1 minni
- Blikkandi Ijós sýnir að ný símanúmer hafi borist
- Valhnappur til að hringja í simanúmerið á skjánum
- Veggfesting, snúrur og íslenskar leiðbeiningar fylgja
mte I
Síðumúla 37-108 Reykjavik
Sími 588-2800 - Fax 568-7447
, Yáí
\ (//cm
b%auðstangir
Með kryddi og þremur tegundum af osti ofan á.
Ljúffengar brauðstangirnar fylgja öllum
tilboðspizzum á Hótel Esju.
S 533 2000
Hótel Esja • Kringlan
$ 1 bemu sambandi í allan sólarhringin £ SVARPSéNIIS™ 11 Svarþjónusta DV leiðir þig átram Þú hrlngir i sima 99-56-70 og velur eftirfarandi: J.: til þess aö svara auglýsingu 2 ; tll þess aö hlusta á svar auglýsandans íSStii (ath.l á eingöngu viö um atvinnuauglýsingar) ef þú ert auglýsandi og vllt ná I svör eöa tala Inn á skllaboöahólfiö þitt
5 •© 903 « 5670®» > •'k+A /J : sýnishom af svarl ^ ; til þess aö fara tll baka, áfram
eöa hætta aögerö
2
Hljómsveitin Mezzoforte i sveiflu á tónleikum sem þeir héldu hér á landi sl. haust.