Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.1997, Blaðsíða 46
54 afmæli LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 TIV Sveinn Rúnar Hauksson Sveinn Rúnar Hauksson heimilis- læknir, Glaðheimum 8, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sveinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í Austurbæjar- skólanum hjá Jakobi Sveinssyni í sjö og átta ára bekk, frá níu ára aldri hjá Ingu Þorgeirsdóttur í Laug- arnesskólanum, lauk landsprófi í Vonarstræti 1963, var skiptinemi í Seattle í Bandaríkjunum 1964-65, stundaði nám í Barnamúsikskólan- um frá tíu ára aldri og siðar við Tónlistarskólann hjá Róberti A. Ottóssyni, Stefáni Edelstein (pÍEmó) og Herberti H. Ágústssyni (hom), lauk stúdentsprófi frá MR 1967 og emhættisprófi í læknisfræði í Vejle og Árósum í Danmörku 1977-79. Sveinn vann á ýmsum deildum Landspítalans og Borgarspítalans 1979-82 og á Vífilsstöðum og Reykja- lundi. Hann var heilsugæslu- og sjúkrahúslæknir á Húsavík 1982-85, yfirlæknir á meðferðarstöðinni Von 1986-88 en hefur rekið eigin stofu í Domus Medica sem heimilislæknir frá hausti 1985. Sveinn hefur verið virkur í félags- málum allt frá bamæsku er hann stofnaði ýmis félög, þar á meðal íþróttafélagið Fálka og Riddara- klúbbinn. Hann var fyrsti unglinga- meistarinn i skák á Skákþingi íslands 1962, skipuleggjandi starfs TENGLA, samtaka sjálfboðaliða á sviði geðheilbrigðismála 1966-70, formaður KAUS, samtaka skiptinema ICYE 1966-68, ritari Stúdenta- félags HÍ 1968-69, stofn- andi Verðandi, félags róttækra í HÍ 1969, starfsmaður Hagsmuna- samtaka skólafólks 1969, ritari Grikklandshreyfingar- innar 1968-70, formaður Verðandi 1973-74, framkvæmdastjóri Stúd- entaráðs 1974, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga 1979-80 og í miðnefnd þeirra til 1994, stofnandi og formaður Víetnamnefndarinnar á íslandi 1972-75, stofnandi og for- maður Friðarhreyfingar Þingeyinga 1984-85, varaform. og síðan formað- ur Félagsins Íslands-Palestína frá stofnun 1988, ritari og síðan formað- ur í líknarfélaginu KONAN sem rek- ur áfangaheimilið Dyngjuna 1990-96 og situr í fulltrúaráði Bamaheilla frá 1994. Sveinn hefur iðkað tónlist frá unga aldri, sungið í Fílharmóníu- söngsveitinni og fleiri kómm, skipu- lagt tónleikahald í Laugardalshöll, 1970-80, og í Borgarleikhúsinu, 1991, 1993 og 1995, og var starfsmaður Listahátíð- ar í Reykjavík 1970. Hann er meðlimur í bridgeklúbbi Páls Bier- ing frá stofnun 1992. Fjölskylda Sveinn kvæntist 7.11. 1974, Evu Kaaber, f. 7.7. 1948, fulltrúa á Orku- stofnun. Þau skildu 1985. Foreldrar Evu: Knud Kaaber, nú látinn, framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Jónína Ásgeirsdóttir. Sveinn kvæntist 26.3. 1988 Björk Vilhelmsdóttur félagsráðgjcifa f. 2.10. 1963. Hún er dóttir Vilhelms H. Lúð- víkssonar lyfsala og Kristínar Páls- dóttur sem er látin. Böm Sveins og Evu eru Gerður Sveinsdóttir, f. 1.2. 1973, háskóla- nemi; Inga Sveinsdóttir, f. 18.2.1978, menntaskólanemi; Haukur Sveins- son, f. 12.5.1980, menntaskólanemi. Böm Sveins og Bjarkar em Guð- finnur Sveinsson, f. 19.9. 1989; Krist- ín Sveinsdóttir, f. 29.7.1991. Systkini Sveins em Óttar Felix Hauksson, f. 19.1. 1950, forstjóri í Reykjavík; Sigríður Guðmunda Hauksdóttir, f. 1.11.1951, kerfisfræð- ingur og landfræðingur í Reykjavík. Hálfsystkini Sveins, sammæöra, em Sigfús Guðfinnsson, f. 28.11. 1959, bakari og framkvæmdastjóri í Reykjavík; María Þorgerður Guð- finnsdóttir, f. 17.5. 1960, kefisfræð- ingur og kennari í Reykjavík. Foreldrar Sveins eru Haukur Sveinsson, f. 13.11.1923, fyrrv. póst- fulltrúi í Reykjavík, og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 19.12.1926, hús- móðir og framkvæmdastjóri. Haukur er kvæntur Huldu Guð- jónsdóttur, f. 13.8.1921, fyrrv. banka- fulltrúa í Hafnarfirði. Stjúpfaðir Sveins og eiginmaður Ingibjargar er Guðfinnur Sigfússon, f. 14.4. 1918, bakarameistari í Reykjavík. Ætt Haukur er sonur Sveins Halldórs- sonar, skólastjóra í Bolungarvík og í Garðinum, og k.h., Guðrúnar Pálma- dóttur úr Skálavík. Ingibjörg er dóttir Guðmundar Jó- hannssonar frá Sveinstungu, kaup- manns og bæjarfulltrúa í Reykjavík, og Sigríðar Jónsdóttur, hreppstjóra í Kalastaðakoti Sigurðssonar. Guðfinnur er sonur Sigfúsar Guð- finnssonar, frá Litlabæ í Skötufirði, og Maríu Önnu Kristjánsdóttur. Vinir og vandamenn afmælisbams- ins standa fyrir fj ölskylduskemmtun í Borgarleikhúsinu á afrnælisdaginn, laugardaginn 10.5. kl. 14.00. Sveinn Rúnar Hauksson. Kristinn Helgason Kristinn Helgason, Grundargerði 9, Reykja- vík, varð sjötíu og fimm ára í gær. Starfsferill Kristinn fæddist í Vík í Mýrdal og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1949. Kristinn Helgason. til starfsloka 1984, lengst af sem innkaupastjóri. Kristinn sat í stjóm Lögreglufélags Reykja- víkur 1952-54 og var for- maður þess 1954, formað- ur Garðyrkjufélags ís- lands 1966-70, formaður Stómasamtaka íslands í átta ár og formaður Líf- eyrisþegadeildar starfs- mannafélags ríkisstofn- ana 1990-92. Fjölskylda Kristinn var lögreglu- maður í Reykjavík 1946-54, þar af starfs- maður Sameinuðu þjóðanna í Palestínu árin 1950-51. Hann var yf- irlögregluþjónn og heilbrigðisfull- trúi á ísafirði 1954-56 og starfsmað- ur Skipaútgerðar ríkisins frá 1956 og Kristinn kvæntist 1.5. 1948 Ingi- björgu Þorkelsdóttur, f. 20.7. 1923, fyrrv. yfirkennara við Breiðagerðis- skóla. Hún er dóttir Þorkels Þorkels- sonar veðurstofustjóra og k.h., Rannveigar Einarsdóttur húsmóður. Böm Kristins og Ingibjargar eru Þóra, f. 14.6. 1950, kennari og bóka- safnsfræðingur á Seltjamarnesi, gift séra Þorvaldi Karli Helgasyni, for- stöðumanni fjölskylduráðgjafar kirkjunnar, og em börn þeirra Ingi- björg, Helga, Rannveig og Kristinn; Gylfi Gústaf, f. 24.3. 1952, kennari í Hveragerði, en sambýliskona hans er Ragna Þórisdóttir fóstra og eru dætur þeirra Kamilla og Malín; Gunnar Helgi, f. 19.3. 1958, dósent i stjórnmálafræðum við HÍ, en sam- býliskona hans er María Jónsdóttir og eru dætur þeirra Úlfhildur og Ingibjörg; Axel, f. 25.10. 1959, sagn- fræðingur í Reykjavík. Systkini Kristins: Frímann, verk- stjóri og íþróttafréttamaður í Reykja- vík, nú látinn, var kvæntur Margréti Stefánsdóttur; Jóhannes Gunnar, stjórnunarfræðingur í Reykjavík, kvæntur Oddnýju Eyjólfsdóttur; Ax- el, nú látinn, forstjóri í Reykjavík, var kvæntur Sonju Helgason; Laufey, nú látin, húsmóðir í Reykjavík, var gift Hermanni Guðjónssyni; Dagmar, nú látin, húsmóðir í Reykjavík, var gift Hauki Guðjónssyni; Ánna Guð- björg, nú látin, húsmóðir í Reykja- vík, var gift Thomas Roberts sem einnig er látinn. Foreldrar Kristins vom Helgi Dagbjartsson, f. 31.8. 1877, d. 6.3. 1941, verkamaður í Vík í Mýrdal, og k.h., Ágústa Guðmundsdóttir, f. 29.7. 1885, d. 10.10. 1943, húsmóðir. i ! i i t Halldór Ingi Karlsson Halldór Ingi Karlsson kjötiðnaðarmeistari, Hjallabraut 35, Hafnar- firði, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Halldór fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til tíu ára aldurs en flutti þá til Hafnarfjarð- ar. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgar- skóla 1964, hóf nám við Iðnskólann 1976, lauk þaðan prófi í kjötiðn 1979 og öðlaðist meistararéttindi í þeirri grein 1987. Halldór stundaði sjómennsku og akstur á ámnum 1964r-76. Hann hef- ur lengst af unnið við kjötiðnað frá 1976, nú síðustu ár hjá vamarliðinu. Halldór flutti til Reykjavíkur 1970 og átti þar heima til 1995 er hann flutti aftur til Hafnarfjarðar. Fjölskylda Halldór kvæntist 22.8. 1975 Lám Jóhannsdóttur, f. 19.4. 1951, skrifstofustúlku. Hún er dóttir Jóhanns Agnars Jóhannssonar, sem er látinn, og Hrefnu Bjarnadóttur, húsmóður i Reykjavík. Sonur Halldórs og Lára er Ingþór, f. 10.5. 1977, nemi við Kvenna- skólann í Reykjavík. Systkini Halldórs era Soffia G. Karlsdóttir, f. 9.3. 1944, sjúkraliði í Hafnarfirði, maður hennar er Grét- ar Már Garðarsson branavörður; Hilmar Karlsson, f. 30.11. 1948, kjöt- iðnaðarmeistari í Hafnarfirði, kona hans er Dorothea Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur; Hafsteinn Karlsson, f. 4.8. 1962, vélfræðingur í Hafnarfirði. Foreldrar Halldórs voru Karl Haf- steinn Gunnlaugsson, f. 16.6.1924, d. 11.9.1996, verkamaður í Hafnarfirði, og Þorbjörg Halldórsdóttir, f. 19.1. 1925, d. 23.10. 1985, húsmóðir. Halldór verður að heima á afmæl- isdaginn. Halldór Ingi Karlsson. Helga Fossberg Helgadóttir Helga Fossberg Helga- dóttir húsmóðir, Hraun- bæ 110, Reykjavík, er fer- tug í dag. Starfsferill Helga fæddist á Egils- stöðum en ólst upp að Þórgautsstöðum í Hvitár- síðu. Hún lauk gagn- fræðaprófi í Borgamesi 1974 og stundaði síðan Helga Fossberg nám við Húsmæðraskól- Helgadóttir. ann að Varmalandi. Helga starfaði við pósthúsið í Borgamesi 1978-80 en flutti þá til Reykjavíkur þar sem hún stundaði ýmis störf til ársins 1984. Þá hóf hún leigubílaakstur sem hún hefur stundað að mestu til þessa. Fjölskylda Helga giftist 11.11. 1995 Þórði Öl- ver Njálssyni, f. 7.12. 1957, bifreiða- stjóra. Hann er sonur Njáls Guð- mundssonar, fyrrv. sjómanns, og Sigríðar Guðrúnar Júlí- usdóttur húsmóður. Börn Helgu og Þórðar eru Guðrún Júlía Þórð- ardóttir, f. 19.10. 1993; Ásgeir Helgi Þórðarson, f. 29.9. 1995. Böm Helgu frá því áður eru Ástríður Edda Geirsdóttir, f. 11.11.1980, fiskvinnslukona; Sigurð- ur Geirsson, f. 19.10. 1982, nemi. Hálfsystur Helgu, sammæðra, eru Anna Björg Ketilsdóttir, f. 10.10. 1964, bóndi að Þórgautsstöðum; Þuríður Ketilsdóttir, f. 13.9. 1966, garðyrkju- fræðingur að Þórgautsstöðum. Móðir Helgu er Saga Helgadóttir, f. 6.8. 1935, húsfreyja að Þórgauts- stöðum. Fósturfaðir Helgu er Ketill Jónmundsson, f. 6.4. 1927, bóndi að Þórgautsstöðum. Helga tekur á móti gestum í sam- komusal Hreyfilshússins eftir kl. 21.00 á afmælisdaginn. 711 hamingiu með UJ afmælið 10. maí 85 ára Jóhann Rósmundsson, Gilsstöðum, Hólmavikur- hreppi. 75 ára Helga E. Kristjánsdóttir, Hlif II, Torfnesi, ísafiröi. 70 ára Hulda Berndsen, Bústaðavegi 97, Reykjavík. Þórdis Ingólfsdóttir, Fomhaga 21, Reykjavík. 60 ára Björg Pálsdóttir, Suðurgötu 22, Sauðárkróki. Hrafnhildur Steindórsdótt- ir, Lónabraut 36, Vopnafirði. Sigriður Benediktsdóttir, Sæviðarsundi 33, Reykjavík. 50 ára Júlíus Rafnsson, Brávallagötu 40, Reykjavík. Sigurður D. Sigmannsson, Tröllaborgum 13, Reykjavík. Guðrún Óla Pétursdóttir, Hraunbrún 48, Hafnarfirði. Guðlaug Sigurðardóttir, Grænugötu 4, Akureyri. Guðrún Guðbjömsdóttir, Unnarstíg 2, Reykjavík. Þorvaldur H. Einarsson, Hraunholti 1, Akureyri. Ingibjörg S. Sveinsdóttir, Vatnsstíg 11, Reykjavík. Júlíus Fossberg Friðriks- son, Rauðumýri 10, Akureyri. Sigurfinnur Vilmundsson, Efsta-Dal I A, Laugardals- hreppi. Ásgeir Þór Ólafsson, Eskihlíð 7, Reykjavík. Rósa Sigrún Crozier, Frostaskjóli 4, Reykjavík. 40 ára Freyja Mogcrama Me- lendres, Holtsgötu 41 B, Reykjavík. Lilja Björk Hjálmarsdóttir, Jöklaseli 31, Reykjavik. Sigrún Þórarinsdóttir, Rauðási 6, Reykjavík. Ama S.D. Christiansen, Skólabrekku 5, Búðahreppi. Auður Atladóttir, Háengi 1, Selfossi. Þorvaldur Hansson, Ási 2, Akureyri. Guðfinna Sigríður Antons- dóttir, Norðurbæ II, Rangárvalla- hreppi. Siguður Már Guðmundsson, Njarðvíkurbraut 49, Njarðvik. Halldóra Jónsdóttir, Þórsgötu 19, Reykjavík. Ólafur Amgrímsson, Húsi 4, Stóratjarnarskóla, Ljósavatnshreppi. Lech Róbert Pajdak, Holtaseli 24, Reykjavík. Ragnar Höskuldsson, Krummahólum II, Reykjavík. Áslaug Guðmundsdóttir, Logafold 162, Reykjavík. Sigurður Guðmundsson, Fellsmúla 12, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.