Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 Fréttir 24 ára Hafnfirðingur dæmdur í fangelsi í máli Hlöðvers Aðalsteinssonar: 10 ár fyrir að bana Hlöðveri af ásetningi - var að hefna harma gegn honum vegna kynferðislegrar misnotkunar Sveinn Ingi Andrésson, 24 ára Hafnfirðingur, var í gær dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir manndráp af ásetningi með því að skjóta úr haglabyssu aftanvert á hlið á Hlöðver Aöalsteinsson við Krýsu- víkurveg aðfaranótt 29. desember. Þetta var niðurstaða meirihluta dómsins, þeirra Gunnars Aðalsteins- sonar dómsformanns og Þorgeirs Inga Njálssonar. Pétur Guðgeirsson taldi 12 ára refsingu hæfilega. í dóminum kemur fram að Sveinn Ingi hóf að „gera at“ í Hlöðveri laug- ardagskvöldið 28. desember þegar hann var að skemmta sér í heima- húsi með vinafólki. Hlöðver kom upp í huga hans þar sem hann hafði mis- gert við Svein Inga kynferðislega ffá 13-15 ára aldri. Þá hafði Sveinn Ingi fengið áfengi hjá Hlöðveri en sá síð- amefndi misnotaði piltinn kynferðis- lega þegar hann fór að fmna mjög fyrir áfengisáhrifum. Síðar um laugardagskvöldið og nóttina hringdi Sveinn Ingi í Hlöðver og bað hann um að ná í sig. Þá höfðu þeir ekki talað saman í mörg ár. Sveinn Ingi tók með sér haglabyssu og hafði hana í bílnum. Hann bað Hlöðver um að aka sér út að Krýsuvíkurvegi þar sem misnotk- unin hafði m.a. átt sér stað á árum áður. Fram kom að heimili Hlöðvers og skip höfðu einnig verið vettvang- ur slíkra athafha á sínum tíma. Þegar komið var út í hraun hina örlagaríku nótt hóf Sveinn Ingi að segja Hlöðveri til syndanna inni í bíl. Byssan lá hlaðin við hlið hans og Hlöðver vissi af því. Sveinn Ingi sagði að Hlöðver hefði viljað gera lítið úr atburðum fyrri ára. Hlöðver hefði þó viljað tala við sig þar sem hann hafði hlaðna haglabyssu til laks. Sveinn Ingi var undir veruleg- um áfengisáhrifum. Þegar Sveinn Ingi þurfti að kasta af sér vatni fór hann út úr bílnum og Hlöðver einnig. Sá síðarnefndi var þá orðinn æstur, að sögn Sveins Inga. Fram kom í málinu að ljóst þótti að Sveinn Ingi skaut að Hlöðveri aftanvert á hlið af 5 metra færi. Fómarlambið sneri því nánast baki í gjörningsmanninn. Sveinn Ingi sagði Hlöðver hafa hlaupið í burtu út í myrkrið en hann hefði síðan tekið bú hans og ekið á braut. Hann skildi bílinn síð- an eftir í Hafnarfirði. Pétur Guð- geirsson héraðsdómari, sá sem skil- aði séráliti, taldi að frásögn ákærða hefði á sér nokkum ósennileikablæ. Hann taldi Svein Inga hafa svipt Hlöðver lífi af ásetningi. Dómurinn tók mið af því við refsiákvörðun að Hlöðver hafði misgert við sakborninginn á árum áðtu'. -Ótt Nýtt kúfiskveiðiskip til Flateyrar - fjölmenni fagnaði komu þess til hafnar um hádegisbil í gær DV, Flateyri: Nýtt kúfiskveiðiskip, Skel ÍS, lagðist að bryggju rúmlega tólf á há- degi í gær, 26. júní. Flateyringar fjölmenntu á hafnarkantinn þegar skipið rann inn í höfnina og var klappað fyrir áhöfhinni eftir að búið var að binda landfestar. Skel sem er 36,8 metrar að lengd, 8,7 metrar aö breidd og þrjú hund- ruð rúmlestir að stærð, var keypt frá Flórída í Bandaríkjunum. Að sögn Guðlaugs Pálssonar, fram- kvæmdastjóra Vestfirsks skelfisks, mun skipið kosta tæpar 100 milljón- ir króna þegar búið er að gera á því allar nauðsynlegar breytingar. Bjami Harðarson er skipstjóri á Skel ÍS og sagði hann að skipið hefði reynst í alla staði vel á leið- inni heim. Hann sagöi að Skel væri frábært sjóskip og sér litist vel á það til kúfiskveiða, en ráðgert er að fimm manna áhöfh verði á skipinu. Einar Oddur Krisijánsson var á bryggjunni til að taka á móti skip- inu. Hann sagði að þetta væri heil- mikill barkur. Hann sagðist aldrei hafa séð skipið áður nema á mynd. Sagði Einar að vandlega hefði verið farið yfir alla öryggisþætti og mönn- um þjá Siglingamálastofnun bæri saman um að skipið væri ákaflega vel fallið til kúfiskveiða. Skipiö er hannað til kúfiskveiða og var notað sem slíkt þar til útgerð þess missti kvótann í kjölfar þess að skipið fór á rækjuveiðar. Einar sagði að þetta skip hentaði þeim vel, því þeir hefðu þurft burðarmeira skip en Æsan var. Það mætti auð- veldlega taka 70 til 80 tonn af skel í þetta skip. Varðandi verðið á skip- inu sagði Einar aö það væri mjög ásættanlegt. Það hefði mikil viðgerð farið fram á skipinu í Bandaríkjun- um, en auk þess væri eftir að ganga frá búnaði á þilfari sem gert yrði hér heima. Búist er við að um 10 daga taki að standsetja skipið fyrir veiðar. -HKr Flateyringar fjölmenntu til aö fagna komu nýja kúfiskveiðiskipsins, sem heitir Skel IS, í gær. Skipið var keypt frá Flórída f Bandarfkjunum. Ráðgert er að fimm manna áhöfn verði á skipinu. DV-mynd HKr Málefni samkynhneigðra í brennidepli á prestastefnu: Geir Waage tók máliö úr höndum biskupsins DV Akureyri: „Við erum ekki að velta boltan- um á undan okkur, það er verið að vinna í málinu. Komi málið upp aft- ur á prestastefnu verður því ekki velt áfram, það verður tekið á því. Það þýðir hins vegar ekkert að vinna mál með þeim hætti sem gert var fyrir þessa prestastefnu. Mönn- um var sent þetta rétt fyrir stefnuna og voru ekki einu sinni búnir að lesa greinargeröina þegar þeir áttu að taka afstöðu til málsins," sagði Geir Waage, formaður Prestafélags íslands, eftir að prestastefna hafði komist að lausn í málefnum sam- kynhneigðra sem voru á dagskrá í gær. Segja má að allt hafi leikið á reiðiskálfi í safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju i gærmorgun þegar málið var á dagskrá. í tillögu, sem lá fyrir, var helgisiðanefnd m.a. hvött til að vinna drög að fyrirbæn og blessun á staðfestri samvist sam- kynhneigðra. Uröu snaprar umræð- ur um tillöguna og í samtali við DV, meðan á umræðum stóð, sagði sr. Geir Waage að samþykkt tillögunn- ar gæti klofið kirkjuna. Nokkrar breytingartillögur komu fram en þegar hr. Ólafur Skúlason biskup hóf aö bera tillögumar und- ir atkvæði gekk Geir Waage fram á gólfið og bað biskup um að fresta at- kvæðagreiöslunni fram yfir hádeg- ishlé. „Er það til nokkurs?" sagði biskup, en bætti svo við að hann væri maður sátta og því væri meira en velkomið að fresta atkvæða- greiðslunni. í hádegishléinu settist hópur manna að málinu og varð niðurstað- an sú að borin var upp ný tillaga sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þar hvetur prestastefna til áframhaldandi fræðslustarfs um málefni samkyn- hneigðra til að eyða fordómum, ranghugmyndum og fælni. Hvatt er til áframhaldandi guðfræðivinnu í málinu og helgisiðanefnd er hvött til að kynna sér þá vinnu sem fram fer hjá systurkirkjum varðandi leið- beiningar um fyrirbæn og blessun á staðfestri samvist samkynhneigðra. Á helgisiðanefnd að leggja fram álitsgerð á næstu prestastefnu. „Ég varaði við því að menn nauðguðu hver öðrum i þessu máli, og átti þá við að menn beittu ekki kúgun við að keyra málið í gegn, og fleiri töluðu í sama dúr. Það er göm- ul aðferð í kirkjunni að leysa mál með samkomulagi og ég held að menn fari sáttir frá þessu,“ sagði Geir Waage. -gk Stuttar fréttir Forsetinn til Finnlands Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefúr þegið boð Martti Ahtisaari, forseta Finnlands, um að koma þangað í opinbera heim- sókn 25.-28. ágúst nk. Fundur I EES-ráðinu Halldór Ásgrímsson sat fyrir ís- lands hönd fund EES-ráðsins í Brussel sem lauk í fyrradag. Fund- armenn töldu að framkvæmd EES- samningsins hefði gengið vel. Sér- stakur ráðherrafundur EES-land- anna var haldinn i tengslum við fundinn og haíði Halldór þar fram- sögu um tengslin yfir Atlantshafið, eins og það er nefnt í frétt frá utan- ríkisráöuneytinu. Snorri verður tollstjóri Snorri Olsen yfirlögfræðingur hefur verið skipaður tollstjóri í Reykjavík. Hann tekur við starf- inu 1. október nk. Átta aðrir sóttu um stöðuna. Sambandsslit Slitið hefur verið samstarfi fjár- málaráðuneytisins og Reykjavík- m-borgar um sameiginlega inn- heimtu opinberra gjalda. Frá næstu áramótum mun þvi embætti tollstjóra í Reykjavík innheimta staðgreiðslu skatta og þinggjöld, en gjaldheimtan aðeins útsvar borgarbúa. Norsk Hydro vill koma RÚV segir að viðræöur séu hafnar um stóriðju á vegum Norsk Hydro hér á landi og Norsk Hydro setji ekki það að skilyröi að íslend- ingar eigi eða fjármagni að öllu leyti þau orkuver sem til þarf. Dagsverk til iðnnáms íslenskir námsmenn sem unnu eitt dagsverk í íslenskum fyrirtækj- um fyrir nokkru munu setja dag- launin, samtals 4,6 milljónir króna, í að koma á iðnnámi íyrir ind- verska unglinga. RÚV sagði frá. Engar prestskosningar Tillaga kom fram á aðalfundi Prestafélags íslands um að allar prestskosningar, þ. á m. kjör- mannakosningar, yrðu afnumdar. í staðinn annaðhvort skipaði bisk- up eða kirkjumálaráðherra presta í embætti. Einnig kom sú hug- mvnd fram að kirkjan réöi presta til starfa og sendi þá síðan til starfa eftir því sem þörf væri á. RÚV sagði frá. Úðun veldur krabbameini Eiturefnaúðun í görðum getur valdið krabbameini í fólki sam- kvæmt nýrri íslenskri rannsókn sem Stöð 2 sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.