Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1998, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 13 Hluti Líkamsnándar á Kjarvalsstöðum er fræðslustarf fyrir nemendur: Nemar verði virkir neytendur - segir Ólöf K. Sigurðardóttir, umsjónarmaður fræðsludeildar Kjarvalsstaða listir Finninn llkka Sariola fer mjög óvenjulega leiö til þess aö vekja unglingana til umhugsunar um umhverfi sitt. Hann býöur þeim aö setjast hjá sér eftir aö hafa farið úr öllum fötunum. Bróöir Sariola er fatlaður og hann vill að fólk hugsi um umhverfi sitt, taki tillit hvaö til annars en strunsi ekki hugsunarlaust hvaö fram hjá ööru. „Markmiðið með þessari fræðslu yfirleitt er að ala upp safnagesti framtíðarinnar. Við vújum þróa hjá nemendum mat og gagnrýni á myndlist, efla sjáifstætt gildismat, vekja áhuga og auka þekkingu á list og menningu ásamt þvi að efla vit- und þeirra um menningararfleifð og menningarsögu," segir Ólöf K. Sig- urðardóttir, umsjóncirmaður fræðsludeildar Kjarvalsstaða, um markmið fræðslustarfs fyrir skóla sem unnið hefur verið á Kjarvals- stöðum undanfarin ár. Um liðna helgi var sýningin Lik- amsnánd opnuð á Kjarvalsstöðum. Um er að ræða norræna samtíma- list og taka fimm söfn á Norðurlönd- um þátt. Listamennimir eiga það sameiginlegt að hafa ailir fengist við mannslíkamann í verkum sín- um. Á meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni eru Iben Dalgaard, Pet- er Bonde og Cristian Lemmerz frá Danmörku, Elin Wikström og Lars Hammarström frá Svíðþjóð, Ilkka Sariola, Satu Kiljunen, Olli Summanen og Philip von Knorring frá Finnlandi og Marianne Heske frá Noregi. íslensku þátttakendum- ir era Þorvaldur Þorsteinsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hulda Hákon, Daði Guðbjömsson og Birg- ir Snæbjöm Birgisson. Nemendurnir taka þátt Ólöf segir að mikilvægur hluti Líkamsnándar sé fræðslustarf fyrir nemendur í eldri bekkjum grann- skóla og framhaldsskólum. Farið sé með hópa nemenda um sýninguna og auk fræðslunnar fái þeir að taka þátt í umræðum.við lista- eða fræði- menn. Markmiðið nú sé að auka tengsl skóla og safna með sérstaka áherslu á unglinga sem safnagesti. „Ég held að það hafi verið hárrétt ákvörðun í upphafi að velja sýning- unni þema sem tengist samtíma ungmennanna. Mér virðist sýningin höfða vel til þessa unga fólks sem hingað kemur. Hún hefur greinileg áhrif á það og vekur það til umhugs- unar um stöðu sina og samfélagið. Ég vona svo sannarlega að þetta skili sér í því að þetta fólk komi aft- ur.“ Lítil kennsla Ólöf segir að í safnfræðslunni sé lögð áhersla á að nemendumir séu virkir áhorfendur. Meiningin sé ekki að örfa þá sem skapendur held- ur sem neytendur myndlistar, hvetja þá til þess að skoða og gagn- rýna. „Listasögukennsla á íslandi er ekki mikil og sem ágætt dæmi um það má nefna spumingar í spurn- ingakeppni framhaldsskólanna um myndlist. Þar flaska sénfin nánast undantekningarlaust þótt þau geti svarað ótrúlegustu spumingum úr öðrum greinum. í grunnskólunum hefur kennslan aðallega verið bund- in við sköpunina en síður við lista- sögu og fræðilega þáttinn," segir Ól- öf. Aðspurð hvað veki helst athygli ungmennanna á sýningunni segir Ólöf það vera þau verk sem þau séu virkir þátttakendur í, þar sem þau leggi til sinn eigin líkama. Kannski sé ekki sanngjarnt að gera upp á milli verkanna en þetta sé hennar tilfmning. Ólöf segir mjög gott að krakkamir fái að hitta og spjalla við listamenn eins og þeim standi til boða á þessari sýningu. Hitta listamanninn „Við höfúm upplifað það að þegar krakkar eru að skoða verk, sérstak- lega verk sem ganga nálægt manns- líkamanum og brjóta ákveðin tabú, þá gera þeir sér ákveðnar hugmynd- ir um listamanninn. Hann hljóti að vera kona, karl, ungur, gamall, hafi einhverjar kenndir sem þeir geta Nemendur FG fengu aö setjast inn í litla skúra og leita aö eigin organi. Þessi var ekki alveg viss um aö hafa fundiö þaö en reyndi þó. samt ekki alveg skilgreint og því held ég að það sé mjög gott að fá síð- an að hitta þennan einstakling og spjalla við hann.“ Þótt Líkamsnánd sé notuð til fræðslu fyrir ungt fólk segir Ólöf hana alls ekki vera eingöngu fyrir ungt fólk. Þarna séu viðurkenndir norrænir listamenn að sýna. Auk fræðslunnar til unga fólksins nú segir Ólöf að alla sunnudaga sé boð- ið upp á leiðsögn um safnið og æ fleiri gestir nýti sér það. „Við erum mjög ánægð með þann áhuga sem skólarnir og unga fólkið hafa sýnt sýningunni. Okkur hefur fundist vanta að krakkar úr 8., 9. og 10. bekk komi til okkar. Nú náum við til þeirra og vonandi verður þetta til þess að vekja almennan áhuga þeirra," segir Ólöf. Sýningin Lík- amsnánd stendur til 1. mars. -sv Tilboð baðherbergissett! Kr. 23.000,- stgr. Ath. Öll hreinlætistæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari. Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. Baðkar. 170 x 70 cm. /t,gm - m-. ViS Fellsmúla Sími 588 7332 OPK»: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Ólöf K. Sigurðardóttir, umsjónarmaöur fræösludeildar Kjarvalsstaöa, stend- ur hér við tvö málverk sem eru hiuti af sýningunni Líkamsnánd. Verkin eru eftir finnska málarann Olli Summanen. DV-myndir Pjetur 15 - 40% afsláttur 14“ - 33“ r|i»iiwtiM, qritaMN, rtfcnnifnfaÉa; TillnmMtliisjmBteíltiT, WOtecgKífeM, flHTijiitiafelnsTHliiTnr, íii'bi/ljijnnniiiT, fwkHUHE, IhTíniiiiiiiTiim^álnT-, ^HTiimTi^lrrú liTTiiiTiiinilmniiiih fenllPzMlíiTi lirnnllimjlTiTTiT-. kmii ?sfija7, ttvgmttm, fqnacðdpv asi matt, taags flam l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.