Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MANUDAGUR 16. MARS 1998
31 t
ENGLAND
Steve Coppell er hættur
sem framkvæmdasfjóri hjá
Crystal Palace og tekur við
stöðu yfirmanns knatt-
spyrnumála hjá félaginu.
Alex Ferguson er i mikl-
um vandræðum fyrir leik
Man Utd gegn Mónakó.
Mikil meiðsli hrjá lið hans.
Talið er Uklegí að Nicky
Butt og Ryan Giggs verði
meö United gegn Mónakó
en Ferguson sagði i gær að
með því að nota þá tæki
hann mikla áhættu.
Arsene Wenger, srjóri
Arsenal, sagði í gærkvöld
að Man Utd væri enn Ifk-
legasta liðið til að vinna
meistaratitilinn.
„Við erum hins vegar í
betri stöðu en áöur. Þetta
er nú undir okkur komið.
Við þurfom ekki lengur að
treysta á slæm úrslit hjá
United," sagði Wenger i
gær.
Jurgen Klinsmann hefur
átt í útistöðum við Christa-
in Gross, stjóra Tottenham
og samband þeirra er af-
leitt þessa dagana.
Klinsmann þarf þó ekki
aö hafa miklar áhyggjur af
því að missa sæti sitt í lið-
inu þvi það er tryggt í
samningi hans viö Totten-
ham.
Gerd Muller, fyrruní-
markaskorari með þýska
landsliðinu, sagðist i gær
ekki undrast vandræða-
ganginn á Klinsmann.
„Hann viróist alls staðar
lenda i útistöðum og vand-
ræðum. Á ítalíu, hjá
Mónakó, Bayern Munchen
og ntt siðast Tottenham.
Hann hefur ákveðnar skoð-
anir og fer ekki með þær
sem neitt leyndarmál,"
sagði Muller i gær.
Norski markmaðurinn
Frode Grodas hjá Chelsea
vill fara frá félaginu og aft-
ur til einhvers liðs i Nor-
egi.
Grodas hefur ekki fengiö
tækifæri með Chelsea en
hann er landsliðsmark-
vörður Norðmanna og fyr-
iriiði landsliðsins. Hann
vill komast að hjá norksu
liði til að vera i leikæfingu
þegar HM i Frakklandi
hefst í sumar.
Gianluca Vialli, stjóri
Chelsea, sagöi í gær aö
kraftaverk þyrfti að koma
til ef Crystal Palace ætti að
halda sér í úrvalsdeEdinni.
„Mitt starfhjá Chelsea er
mun auðveldara en hans
hjá Palace. Ég er hins veg-
ar viss um að hann mun
gera góða hluti með liðið,"
sagði Vialli.
Ruud Gullit er enn efstur
á óskalistanum hjá for-
ráðamönnum Real Madrid
sem næsti þjálfari liðsins.
Gullit hefur ekki tekið vel
í þessa málateitan. Kona
hans hefur nýlega fjölgað
mannkyninu og vill ólm
búa í Amsterdam eða ná-
grenni. Forráðamenn Ma-
drid sögðust i gaer ætla að
gera Gullit mjög freistandi
tilboð á næstudögum.
ForráðamenW Man. Utd
liafa staðfest að undirritað-
ur háfl verið nýr samnihg-
ur félagsins við Sharp og
mun fyrirtækið auglýsa á
búningum félagsins til
aldamóta.
Stuðningsmenn Man Utd
eru orðnir óþolinmóðir og
krefjast þess að nýir leik-
menn verði keyptir til fé-
lagsins enda veiti ekki af
þegar hálft liðið á í meiðsl-
um viku eftir viku.
Sérstaklega er þess kraf-
ist að sterkur varnarmað-
ur eða varnarmenn verði
keyptir til liðsins enda hef-
ur varnarleikur liðsins
verið í molum.      -SK
íþróttir
Lombardo tekur við
frptíl010 L°mbardo er tekinn við
framkvæmdastjórastöðunni hiá
CrystalPalaceafSteveCoppeU3
Palace til loka tímabilsins og Tom-
asBrohnverðurhonumtilfðstcí-
-SK
*S5chelúríeikl ríóTiaftwiW^íi;
Peter Schmeichel.  n„H,^„ J     KW J3™0| «181111

M™ ™ Scnmelchel> markvörður
I ÍSl m,GlddlSt gegn ^nal og
verður ekki með United gegn
Monako í Evrópukeppninni á mT
vikudagum. Þetta er mikið áfall
fyrirUmtedenSchmeichelverðuT
I ira i 3-4 vikur.            _SK
Bikarúrslitin í blaki um helgina:
Þriðji
röð
- hjá ÍS-konum og Þróttur vann hjá körlum
Þor  vann  Stjörnuna,  90-64  ,
urslitakeppni   i.   deiJdar *'
korfuknattleikigær.Staðanerpví
tJJf,llðunum Oðrum leik ÍS og
SnæfeUs var frestað í gær en vJ.
hefur SnæfeU 1-0 yfír.        P
-SK
í þriðja skiptið
varJenr^0f?VÍNÍSSandeildmni
var enn frestað í gær en hann átti
að fara fram á laugardag. Ekki var
flugveðuralandmuígærogS
hefur yerið ákveðið að reyna í
Þnðjaskiptiðíkvöld.        SK
Kvennalið IS tryggði
sér um helgina bikar-
meistaratitilinn í blaki
kvenna þriðja árið i
röð. ÍS lék til úrslita
gegn Þrótti frá Nes-
kaupsstað og var þetta í
þriðja skipti á jafh-
mörgum árum sem
Þróttur Neskaupsstað
er með lið í úrslitaleik í
bikarnum.
Sigur ÍS var varla
fyrirsjáanlegur í gyrj-
un þvi Þróttarar byrj-
uðu með miklum lát-
um, unnu fyrstu hrin-
una 3-15 og þá næstu
8-15. Þegar hér var
komið sögu fór lið ÍS í
gang og liðið vann
þriðju hrinuna 15-11 og
þá fiórðu einnig, 15-12.
Þar með var ljóst að úr-
slitin réðust í oddahr-
inu. Hún var aldrei jöfn
að ráði. ÍS komst í 11-6
en Þróttur náði að
minnka muninn í
12-10. Á lokakaflanum
gaf ÍS ekkert eftir og
lokatölur urðu 15-10 og
öruggur sigur ÍS í höfn
þegar allt er tekið með
í reikninginn.
Öruggur sigur
Þróttar Reykjavík
Sigursælt lið Þróttar
Reykjavik      mætti
Stjörnunni frá Garða-
bæ 1 urslitum í karla-
flokki og er skemmst
frá því að segja að
Stjarnan átti aldrei
möguleika.
Þróttarar sigruðu í
fyrstu hrinunni, 15-5
og þeirri næstu 15-10.
Strax í upphafi
þriðju hrinu kom í ljós
að mótspyrna Stjörn-
unnar var töluverð.
Þróttur komst í 3-0.
Stjarnan náði að
minnka muninn í 2-3
og síðar í jafna stöðu,
4-4, og siðan að komast
yfir 4-7 og 5-10.
Þróttarar gáfust ekki
upp og með mikilli bar-
áttu tókst þeim að
minnka muninn og
jafna, 10-10. Stjarnan
komst yfir á ný, 12-11
og sigraði síðan í hrin-
unni 15-11. Staðan 2-1
fyrir Þrótt.
I fjórðu hrinunni
náðu Þróttar snemma
forystunni og þeir létu
hana aðeins einu sinni
af hendi þegar staðan
var 7-8, Stjörnunni í
vil. Þróttarar skoruðu
næstu fimm stigin og
breyttu stöðunni í 12-8
og lokatölur urðu
15-10. Þróttur tryggði
sér þar með bikarinn
með 3-1 sigri.     -SK
Leifur Harðarson, þjálfari Þróttar Reykjavík, til vinstri á myndinni ásamt fyrirliöa
bikarmeistaranna. Þetta var 14. bikartitill Leifs en hann lék um langt árabil meö Þrótti.
DV-mynd Sveinn
r
Liö IS fagnaöi bikarmeistaratitlinum í kvennaflokki um helgina eftir sigur á Þrótti frá Neskaupstaö í úrslitum. A myndinni fagna Stúdínur
bikarnum en þetta var þrioji sigur liösins í bikarkeppninni á jafnmörgum árum. Alls hefur liö ÍS unnið bikarinn átta sinnum.  DV-mynd Sveinn
Brasilíumaðurinn
Juninho er á góðum
batavegi eftir að
hafa fótbrotnað sl.
vetur í spönsku
knattspyrnunni.
Juntnho er kominn
til Spánar og sagði i
gaer að hann gæti
líklega leikiö með
Atletico Madrid
áður en leiktíðin er
úti á Spáni.
Nú eru því allar lík-
ur á aö þessi snjalli
knattspyrnumaður
geti leikið með liði
Brasilíu á HM i
Frakklandi í sumar.
Abdesalam Serrokh
frá Marokkó sigraöi
um helgina í mara-
þonhlaupi í Barce-
lona. Hann hljóp á
2:09,48 klst. sem er
brautarmet og frá-
bær timi.
Ana Isabel Alonso
frá Spáni sigraði í
keppninni hjá kon-
unum og kom i
marká 2:30,05 klst,
tveimur mínútum á
undan     næstu
konu.
-SK
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32