Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 164. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
Fréttir
Stuttar fréttir
Skoöanakönnun DV um álfatrú:
Meirihluti þjoðarinnar
trúir á álfa og huldufólk
- konur trúaðri á tilvist álfa en karlar og framsóknarkonur sterkastar i álfatrúnni
Meirihluti þjóðarinnar trúir á
álfa eða huldufólk ef marka má nýja
könnun DV. Könnunin var gerð
dagana 15. og 16. júlí. Könnunin var
gerð í gegnum síma. Úrtakið var 600
manns sem skiptist jafht milli höf-
uðborgarsvæðis og landsbyggðar og
jafnt milli kynja. Spurt var: „Trúir
þú á álfa eða huldufólk?"
Langflestir þeirra sem spurðir
voru tóku afstöðu og svöruðu spurn-
ingunni, eða yfir 90%. Niðurstaðan
varð sú að af þeim sem afstöðu tóku
sögðust 54,4% trúa á álfa en 45,6%
ekki. Nokkur munur var á trú kynj-
anna og voru konur trúaðri á álfa
en karlar. 59,4% þeirra kváðust trúa
á álfa en 40,6% ekki. 50,2% karl-
manna trúa að álfar séu til 49,8%
gera það ekki.
Álfatrú þjóðarinnar ætti ekki að
koma á óvart. Hún hefur fylgt henni
lengi þótt talsvert hafi dregið úr
henni undanfarna áratugi. Þð eru
nýleg dæmi um að hætt hafi verið
við að reisa fyrirhuguð mannvirki
og leggja vegi á ákveðnum stöðum
til að forðast að eyðileggja álfa-
byggðir og kalla yfir sig reiði og
hefhd álfa með meintum ófyrirsjá-
anlegum afleiðingum. Þannig var
lögð lykkja á veginn milli Reykja-
víkur og Mosfellsbæjar upp úr 1970
vegna þess að í upphaflega fyrirhug-
uðu vegarstæði var stór klettur og í
honum sögð vera álfabyggð. Þegar
ryðja átti klettinum úr vegi er sagt
að tæki hafi bilað í stórum stíl, vél-
ar í þeim brætt úr sér og sittnvað
fleira óútskýrt gerst. Fenginn var
Trúir þú á álfa?   ^
Álfatrú íslendinga        Álfatrú karlmanna
¦ Trúa á álfa
¦ Trúa ekki á álfa
Alfatrú kvenna
45,6%
49,8% 50,2%
WTF2
„sjáandi" maður til ná samningum
við álfana. Þeir tókust og var vegur-
inn færður til.
Framsóknarkonur
trúaöar á álfa
Þegar svör við spurningu DV um
álfatrú fólks voru borin saman við
svör þess um hvaða flokka það
myndi kjósa ef kosið yrði nú kom
ýmislegt sérkennilegt í hos. Þannig
er athyglisvert að konur sem styðja
Framsóknarflokkinn virðast vera
hvað mest trúaðar á tilvist álfa því
að 81,2% þeirra sem sögðust mundu
kjósa Framsóknarflokkinni kváðust
trúa á álfa eða huldufólk, 18,8%
þeirra ekki. Einnig voru álfatrúar-
karlmenn nokkru fjölmennari með-
al  stuðningsmanna  Framsóknar-
flokksins en meðal stuðningsmanna
annarra flokka eins og sést á með-
fylgjandi töflu. Minnst virtist trúin
á álfa vera meðal karlkyns-stuðn-
ingsmanna Kvennalistans þar sem
33,3% þeirra trúðu á tilvist álfa en
66,7% ekki. Taka skal fram í þessu
sambandi að þeir karlmenn sem
kváðust mundu kjósa Kvennalist-
ann og svöruðu jafnframt spurning-
unni um trú á álfa voru aðeins þrír.
Öðru máli gegndi um stuðningskon-
ur Kvennalistans. Meirihluti þeirra,
eða 54,5% kvaðst trúa á álfa en
45,5% ekki.
Alþýðubandalagsfólk
vantrúaó
Alþýðubandalagsfólk virðist ís-
lenskra kjósenda síst trúað á álfa.
51,9% stuðningsmanna kváðust
ekki trúa á tilvist þeirra en 48,1%
trúa. Hjá karlkyns-stuðningsmönn-
um voru hópar trúaðra og vantrú-
aðra jafnstórir en meðal kvennanna
voru hinar vantrúuðu fieiri. Þessu
er öfugt farið í Sjálfstæðisflokknum.
Þar kváðust 57,7% trúa á álfa en
42,3% ekki. 51% sjálfstæðiskarla
kvaðst hins vegar ekki trúa á álfa
en 49% kváðust trúa á þá.
-SÁ
	Álfatrú	
- eftir hollustu við stjórnmálaflokka		
Flokksheiti	Trúa á álfa	Trúa ekki á álfa
Alþýöuflokkur	50%	50%
FramsóknarflcM	|jr    64,2%	35,8%
Sjálfstæðisfro^j	^   52,7%	47,3%
Alþýðubandalag	fck^8,l%	51,9%
Kvennalisti	lfco%	50%
DV-graf IJ		
Álfatrú karla		
- út frá stuðningi vi3 stjórnmálaflokka		
Rokksheiti	Trúa á álfa	Trúa ekki á álfa
Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Kvennalisti	45,5% 57,8% 49% 50% 33,3%	54,5% 43,2% 51% 50% 66,7%
Álfatrú kvenna		
-út frá stuðningi vi8 stjónimálaflokka		
Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Kvennalisti	55,6% 81,2% 57,7% 45,8% 54,5%	44,4% 18,8% 42,3% 54,2% 45,5%
(TCT DV-graf IJ		
LÍÚ vitnar í OECD-skýrslu um að íslenska kvótakerfið sé best í heimi:
Ekkert um það í skýrslunni
- ritstjóri fréttabréfs LÍÚ segir sérfræðing OECD hafa fullyrt þetta á ráðstefhu
íslendingar búa við besta fiskveiði-
srjórnunarkerfi í heimi, samkvæmt
júníblaði Útvegsins, fréttabréfi LÍÚ.
Vitnar blaðið til stuðnings þeirri full-
Þegar Ijósmyndari DV áttl leið um Hafnarfjarðarhöfn var verið að skipa upp
grús sem kom frá Noregi. Hlaðbær flytur hana inn en grúsin er blönduð mal-
biki til að styrkja hana. Blandan er notuð ístærri verkefni, s.s. við endurbæt-
ur á Reykjanesbraut.                                     DV-mynd S.
yrðingu í skýrslu sérfræðinganefndar
OECD, Alþjóða þróunar- og framfara-
stofnuninnar, og segir að sérfræð-
inganefndin hafi úrskurðað íslenska
kvótakeríið það besta í heimi með til-
liti til hagkvæmni og fiskverndar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fram
kemur i Útveginum að íslenska
kvótakerfið sé hið besta í heimi þar
sem því sama var haldið fram í blað-
inu í aprílmánuði 1997. Var þar enn
vitnað til nefndrar skýrslu sérfræð-
inganefndar OECD.
Skýrsla OECD er ítarlegur saman-
burður á flskveiðistjórnunarkerfi 25
landa og nokkur hundruð síður að
lengd. í skýrslunni er hins vegar
hvergi að finna neina fullyrðingu um
það að íslenska fiskveiðistjórnunar-
kerfið sé hið besta í heimi.
Bjarni Hafþór Helgason, ritstjóri
Útvegsins og framkvæmdastjóri Út-
vegsmannafélags Norðurlands, segir
aðspurður um málið að að vísu sé
ekki sagt berum orðum í skýrslu
OECD að íslenska kvótakerfið sé það
besta í heimi. „Sama niðurstaða kom
þó fram í máli sérfræðings frá OECD
á ráðstefnu sem sjávarútvegsráðu-
neytið gekkst fyrir í apríl í fyrra en
hún var efnislega sú að íslenska
kvótakerfið væri það besta í heimi
með tilliti til hagkvæmni og fisk-
verndar."
Benedikt Valsson, hagfræðingur
Farmanna- og fiskimannasambands-
ins, segir óskandi að jafnvirt stofnun
og OECD hefði komist að þeirri nið-
urstöðu að islenska kvótakerfið væri
það besta í heimi. „Ég get hins vegar
ekki fundið neinn dóm um það í
skýrslu sérfræðinganefndarinnar að
íslenska kerfið sé það besta í heimi.
Ef fréttin í Útveginum fjallar um það
að einn sérfræðinga OECD sagði
þetta á ráðstefnu þá er það hans per-
sónulega skoðun en ekki álit sérfræð-
inganefndar OECD."       -kjart
Launamisræmi
Laun opinberra starfsmanna og
bankamanna hafa hækkað tvöfalt
meira en laun á
almennum mark-
aði samkvæmt
nýjum tölum Hag-
stofu íslands. í
fréttum Bylgjunn-
ar sagði Björa
Grétar Sveinsson,
formaður VMSt
að stjórnvöld hefðu breytt um launa-
stefnu síðan síðustu almennu kjara-
samningar voru gerðir.
Besta dísilolían
Samkeppnisstofnun gerir ekki
athugasemdir við að OUufélagið
hf. tali um bestu dísilolíuna í aug-
lýsingum sínum. íslenska auglýs-
ingastofan hf. kærði þetta orðaval
fyrir hönd Skeljungs hf., að því er
segir í frétt frá Olíufélaginu hf.
Rannsóknarstyrkir NATO
Svanborg Sigmarsdóttir og Ólöf
Björg Steinþórsdóttir hlutu rann-
sðknarstyrki Atlantshafsbandalags-
ins í ár. Svanborg vinnur að dokt-
orsverkefni við Háskólann 1 Essex
um mannlega virðingu og srjórn-
málaumræðu. Ólöf Björg vinnur að
því að rannsaka stærðfræðinám
barna og unglinga. Ellefu aðrir ís-
lenskir menntamenn hlutu styrki
Atlantshafsbandalagsins.
Varasamt stefnuleysi
Haraldur Ólafsson, prófessor og
fyrrverandi þingmaður Fram-
sóknarfiokks-
ins, sagði í frétt-
um RÚV að
hættulegt væri
fyrir íslendinga
að hafa enga
stefnu í Evrópu-
málum. Þjððin
mun hvort sem
henni likar betur eða verr verða
áð tengjast Evrópusambandinu
nánar en hún hefur þegar gert
með samningnum um EES.
NASA kannar Surtsey
Vísindamenn frá bandarísku
geimferðastofnuninni, NASA, fylgj-
ast grannt með þróun mála á Surts-
ey með háþróuðu gervitungli og á
vettvangi. Bandaríkjamennirnir
telja margt sameiginlegt með Surts-
ey og Mars. Stöð 2 sagði frá.
Korpúlfsstaðir skóli
Borgarráð fól í gær bygginga-
geild borgarverkfræðings og
Fræðslumiðstöð Reykjavlkur að at-
huga hvort hægt væri að innrétta
vesturálmu byggingarinnar sem
grunnskóla fyrir börn í Staða- og
Víkurhverfi. Stefht er aö því að út-
tektin verði tilbúin í september.
RÚV sagði frá.
Fær ekki bílpróf
Héraðsdómur Vestfjarða hefur
dæmt pilt, sem ók próflaus og
drukkinn í Vestfjarðagöngum í
fyrra, þá 16 ára gamall, á 110 kfló-
metra hraða á klukkustund í 120
þusund króna sekt, auk þess sem
honum er gert að greiða allan máls-
kostnað. Hann missir einnig réttinn
til þess að fá ökuréttindi næsta eitt
og hálfa árið. RÚV sagði frá þessu.
Þjóðminjasafni lokaö
Þjóðminjasafninu verður lokað
um næstu mánaðamót vegna við-
gerða og ekki opnað aftur fyrr en 17.
júní árið 2000. Viðgerðin mun kosta
yfir 800 milljónir króna.
Geislavirkur úrgangUr
Á ráðstefnu Evrópurikja um um-
hverfismál hafanna ætlar Guð-
mundur Bjarna-
son umhverfis-
ráðherra að
reyna að fá
stjðrnvöld í Bret-
landi og Frakk-
landi til að
hætta að losa
geislavirk efni í
hafið. RÚV greindi frá.
Kofmunnaveiðar
Kolmunnaveiðar munu hefjast
hér við land um miðjan næsta
mánuð, strax og loðnuveiðum lýk-
ur. Yfir ein milljón tonn
kolmunna er á miðunum suð-
austan við landið. RÚV sagði frá.
-JHÞ/SÁ

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48