Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						-^f
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Rafmagnsveitan og Hitaveitan sameinaðar um næstu áramót:
Nýr orkurisi
- Guðmundur Þóroddsson vatnsveitustjóri líklegur forstjóri
Nær öraggt er nú talið að Raf-
magnsveita Reykjavíkur og Hitaveita
Reykjavíkur verði sameinaðar fyrir
áramót og nýtt fyrirtæki stofnað fljót-
lega upp úr áramótum. Viðræður
standa nú yfir um að hvernig samrun-
anum verður háttað. Samkvæmt
heimildum DV kemur Guðmundur
Þóroddsson, núverandi forsrjóri
Vatnsveitunnar, sterklega til greina
sem fyrsti forstjóri orkurisans.
Ráðgert er að málið verði tekið fyr-
ir í borgarstjórn í kringum mánaða-
mótin september-október.
"Umræður eru vel á veg komnar
og flest virðist benda til að fyrirtækin
verði sameinuð og nýtt fyrirtæki
stofnað," sagði Alfreð Þorsteinsson,
formaður stjórnar Veitustofnanna
þegar DV bar undir hann málið. Að
sögn Alfreðs er málið nú í sérstakri
Helgarblað DV:
Líf án handa
í helgarblaði DV á morgun er við-
tal við Guðmund Felix Grétarsson,
25 ára rafveituvirkja, sem missti
báðar hendur í vinnuslysi við
Korpu fyrr á árinu. Hann er nú í
endurhæfingu á Reykjalundi og lýs-
ir í viðtalinu hvernig er að takast á
við lífið án handa. Þetta er í fyrsta
sinn sem Guðmundur tjáir sig um
slysið opinberlega.
Knattspyrnumennirnir Rúnar
Kristinsson og Heiðar Helguson í
Lilleström í Noregi eru heimsóttir
og í erlendu fréttaljósi er fjallað um
framtíð Clinton-hjónanna eftir kyn-
lífshneykslið.
VÆRI EKKI E0LILEGRA AÐ
KRJÚPA FYRIR BORGAR-
STÝRUNNI?
*
Alfreð
Þorsteinsson.
undirbúnings-
nefnd undir for-
sæti Ingibjargar
Sólrúnar Gísla-
dóttur borgar-
stjóra, en auk
hennar sitja Al-
freð og Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson í
nefndinni.
Umtalsverðir
hagræðingar-
möguleikar þykja
felast  í  samein-
ingu Hitaveitunn-
ar og Rafmagns-
veitunnar,  sér  í
lagi þar sem svið
fyrirtækjanna
verða stöðugt ná-
tengdari. Má þar
nefna að Hitaveit-
an ætlar að fara
framleiða rafmagn
þegar í október og búist er við því að
rafmagnsframleiðsla Hitaveitunnar
muni færast í vöxt á næstu árum.
„Menn sjá umtalsverða hagræðingu
fólgna í því að sameina þessar stofn-
anir og ég geri ráð fyrir að af samein-
ingunni verði," sagði Alfreð. Einnig
hefur komið til tals að sameina Vatns-
veitu Reykjavíkur og Fráveituna en
að sögn Alfreð era viðræður um það
Guðmundur
Þóroddsson.
skammt á veg komnar og ekki fyrir-
séð að af þeirri sameiningu verði í
bráð.
Eitt stærsta fyrirtæki landsins
Fyrirtækið sem nú er í burðarliðn-
um verður eitt stærsta og öflugasta
fyrirtæki landsins. Eiginfjárstaða
þess er um 32 mHljarðar og eiginfjár-
hlutfall langt yfir 90%. Samanlögð
velta fyrirtækjanna á síðasta ári var
um 8 milljarðar og starfsmenn fyrir-
tækisins um fjögur hundruð talsins.
Til samanburðar má nefna að velta
Landsvirkjunar, eins stærsta fyrir-
tækis landsins, var 8,4 miUjarðar á
síðasta ári og eiginfjárstaða fyrirtæk-
isins er um 30,4 milljarðar. Eiginfjár-
hlutfall Landsvirkjunar er hins vegar
aðeins 37,2%.
Samkvæmt heimildum DV hafa
einkum þeir Guðmundur Þóroddsson,
vatnsveitustjóri og Aðalsteinn
Guðjohnsen, rafveitustjóri í Reykja-
vík, komið til greina sem fyrsti for-
stjóri orkurisans. Alfreð vildi hvorki
staðfesta að nafn Guðmundar eða Að-
alsteins væru í umræðunni og sagði
engar ákvarðanir i nánd um það.
Samkvæmt mjög traustum heimild-
um DV er þó Guðmundur langsterk-
ari kandídatinn í dag og nýtur trausts
bæði meirhluta og minnihluta í borg-
arsrjórn.               -kjart
Vestfirskir framsóknarmenn:
Gunnlaug í ríkisstjórn
Framsóknarmenn á Vest-
fjörðum vilja að Gunnlaugur
M. Sigmundsson, þingmaður
þeirra, komi til álita sem nýr
ráðherra í stað Guðmundar
Bjarnasonar. Einn af forystu-
mönnum þeirra í Bolungar-
vík tjáði DV í gær að þeir
hefðu kallað Gunnlaug vest-
ur um helgina til að ræða
„breytta stöðu" einsog hann
orðaði það. Hann kvað Vest-
firðinga ekki sætta sig við að þing-
maður þeirra væri settur „í frost" af
Gunnlaugur M.
Sigmundsson.
forystu flokksins.
Gunnlaugur sagði við DV
að það væri rétt að hann
væri á leið vestur um helg-
ina. „Það sætir engum tíðind-
um að ég hitti mína félaga á
Vestfjörðum. Ég geri það
oft." Hann vildi ekki stað-
festa að ferðalagið væri í
tengslum við vaxandi
spennu í flokknum vegna
ráðherraskipta. „Ég þarf
ekki að standa fjölmiðlum skil á ferða-
lögum minum," sagði Gunnlaugur.-rt
Varnarliðið eykur eftirlit
Varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli jók í morgun öryggisviðbún-
að vegna eldQaugaárása Banda-
ríkjamanna á skotmörk í Súdan
og Afganistan í gær. Hliðvarsla á
Miðnesheiði er nú orðin mun ná-
kvæmari en verið hefur.
„Þegar aukin hætta er á hryðju-
verkaviðbúnaði er eftirlit aukið i
bandarískum herstöðvum og opin-
berum stofnunum," sagði Friðþór
Eydal, upplýsingafulltrúi.    -ótt
FOSTUDAGUR 21. AGUST 1998
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, opnaöi tvö ný torg á
Laugaveginum í gær og heita þau Laugatorg og Barónstorg. Ekki gekk at-
höfnin alveg snurðulaust fyrir sig og þurfti borgarstjórinn smávegis aðstoð
við að afhjúpa skiltið.                                 DV-mynd Teitur
Veðrið á morgun:
Bjart fyrir
austan
Á morgun verður hæg norð-
vestlæg eða breytileg átt. Skýjað
verður með köflum vestanlands
en víða bjartviðri austan til. Hiti
verður á bilinu 10 til 16 stig, hlýj-
ast sunnan til síðdegis.
Veðrið í dag er á bls. 29.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32