Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1998, Blaðsíða 10
enning
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1998
10
„Upp að þeim köldu ströndum"
„Unto the costes colde“ heitir Minningarfyrir-
lestur Jóns Sigurðssonar sem breski sagnfræð-
ingurinn dr. Wendy Childs heldur á vegum
Sagnfræðistofnunar íslands á morgun kl. 14.
Dr. Childs er helsti sérfræðingur Breta um
ensk-íslensk samskipti á 15. öldinni, „ensku öld-
inni“ eins og Bjöm Þorsteinsson prófessor kall-
aði hana. íslandssiglingamar áttu drjúgan þátt í
að þjálfa Breta í siglingakúnstinni sem seinna
færði þeim forræði yflr heimshöfunum og fisk-
urinn af íslandsmiðum skipti þjóðina þá þegar
miklu máli. Ekki vora verslunarsamskiptin við
England heldur íslendingum lítils virði. Verður
fróðlegt að kynnast þessum málum frá sjónar-
hóli Breta.
Fyrirlesturinn verður í Hátíðasalnum í aðal-
byggingu Háskólans.
Sköllótta söngkonan í Versló
Listafélag Verslunarskóla íslands
frumsýnir í kvöld kl. 22 Sköllóttu söng-
konuna eftir Eugene Ionesco í Hátíðasal
skólans. Leikritið var skrifað um 1950 og
er meðal þekktustu verka höfundar síns.
Það hefur nokkrum sinnum verið sýnt
hérlendis áður.
Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þor-
valdsson sem útskrifaðist úr Leiklistar-
skóla íslands í vor sem leið. Þetta er
fyrsta leikstjórnarverkefni hans.
Rico Saccani stjórnaði af krafti.
Mörg tónskáld hafa haft mik-
inn áhuga á dulhyggju og sótt
þangað innblástur. Mozart var
t.d. frímúrari og lengi vel lifði sú
saga góðu lífi að reglubræður
hans hefðu komið honum fyrir
kattarnef fyrir að ljóstra upp um
hræðilegt leyndarmál. Debussy
var í Rósarkrossareglunni og
Satie var 1 gnostískum söfnuði,
Scriabin var guðspekingur og
Rimsky-Korsakoff þóttist vera
skyggn og reifst einu sinni við
Scriabin um það hvort E-dúr
væri appelsínugulur eða blár.
Tónskáldið Gustav Holst fékkst
við það í frístundum sínum að
búa til stjörnukort fyrir vini
sína. Eftir hann liggur hið mikla
tónverk Pláneturnar sem var
flutt á tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands í gærkvöldi
ásamt sellókonsert Elgars. Ein-
leikari var Julian Lloyd Webber,
yngri bróðir söngleikjatón-
skáldsins Andrews Lloyds
Webbers, og hljómsveitarstjóri
var Rico Saccani.
Sellókonsertinn í e-moll opus
85 eftir Edward Elgar er þung-
lyndislegt verk sem þarfnast
töluverðra tilþrifa í túlkun ef
það á ekki að verða áheyrandan-
um að aldurtila. Julian Lloyd
Webber er fær sellóleikari sem
býr yfir mikilli tækni, vald hans á boganum
er fullkomið og allir veiku kaflarnir í verk-
inu - sem nóg er af - voru spilaðir af gífur-
legri nákvæmni. En það var bara ekki nóg,
því túlkunin í heild sinni var svo daufleg að
manni fór fljótlega að leiðast. Það var eins og
sellóleikarinn bæri svo mikla virðingu fyrir
viðfangsefni sínu að hann þyrði ekki að gefa
sig tilfinningunum á vald. Samt er þetta
rómantísk tónlist af holdi og blóði, þrungin
átökum og dramatískum andstæðum sem
Kvennakórinn Vox Feminae söng draugalega fyrir luktum dyrum.
Tónlist
Jónas Sen
þarf að túlka af innlifun - og þá er ekki nóg
að spila bara réttu nótumar. Þvi miður virt-
ist ekkert vera á bak við allar nótumar sem
konsertinn samanstendur af. Hljómsveitin
lék vel, Saccani stjómaði af nákvæmni og
Lloyd Webber skilaði sínu prýðilega en það
kom manni bara ekkert við og skildi fátt ef
nokkuð eftir sig.
Öðru máli gegndi um Pláneturnar eftir
Holst sem voru samdar á árunum 1914-16.
Holst var af sænskum ættum en fæddur og
uppalinn í Bretlandi. Hann
lést árið 1934, sama ár og
Elgar. Fæstar tónsmíða
hans eru spilaðar í dag, en
Pláneturnar eru fyrir löngu
orðnar sígildar. Verkið er í
sjö köflum sem bera nöfn
plánetanna í þessari röð:
Mars, Venus, Merkúr, Júpít-
er, Satúrnus, Úranus og
Neptúnus. Plútó er hvergi,
enda var hann ekki upp-
götvaður fyrr en 1930. Hver
kafli á að lýsa stjörnuspeki-
legum áhrifum plánetanna;
Mars er t.d. titlaður „boð-
beri stríðsins" og tónlistin
eftir því ærandi gauragang-
ur með sprengjuhljóðum,
trumbuslætti og tilheyr-
andi, en Venus á hinn bóg-
inn „boðberi friðar" og sæt-
leikinn og rólegheitin því
ríkjandi. Margt fallegt og til-
komumikið ber fyrir eyra í
þessu verki, og var túlkun Sinfóníunnar
undir stjóm Saccani stórbrotin. Úranus, sem
titlaður er Galdramaðurinn, var vægast sagt
magnþrunginn og dulspekingurinn Neptún-
us dularfullur og óræður. Ef minnið svíkur
mig ekki var Neptún-
us notaður sem kvik-
myndatónlist í fyrstu
Alien myndinni með
góðum árangri, fólk
varð vitstola af
hræðslu. Kvennakór-
inn Vox Feminae
skarst hér í leikinn og
söng draugalega fyrir
luktum dyrum.
Sinfóníuhlj óms veit
íslands lék þessa lit-
ríku tónsmíð af mikl-
um krafti og spilaði
vel. Einhverjir
hnökrar komu þó fyr-
ir hjá málmblásurun-
um, hornin voru dálít-
ið óhrein uppi á Júpít-
er og básúnumar óör-
uggar vegna illra
áhrifa Satúrnusar. En
túlkun Saccanis var
svo yfirdrifin og þó
svo sannfærandi að þetta skipti í sjálfu sér
engu máli; það er alltaf túlkunin sem stend-
ur upp úr. Hér var leikið af innlifun og tón-
listin hitti mann beint í hjartastað.
Að telja tímann
Á sunnudaginn kl. 17 verða í Listasafni Ár-
nesinga á Selfossi tveir fyrirlestrar um tímataln-
ingu.
Þar fjallar Þröstur Gylfason menntaskólanemi
um fingrarimið, hina fomu aðferð við að telja
dagana á fingrum sér. Eftir að gregoríanska
tímataliö tók við af hinu júlíanska framreiknaði
Jón Árnason, biskup í Skálholti, fmgrarimið og
síðan færði Þorsteinn Sæmundsson stjamfi-æð-
ingur það í nútímalegan búning. Þröstur útskýr-
ir aðferðina og gefur innsýn i sögulegan bak-
gnmn þessarar snjöllu reikningslistar.
Hildur Hákonardóttir safnstjóri segir frá
tímatali Mayjanna sem hún hefúr fylgt i nokkur
ár. Dagataliö skiptist í þrjár mismunandi tíma-
lengdir: Haab, Tzolkin og Löngu talninguna, sem
allar miöast við mismunandi hringrásir í sfjarn-
heimi okkar. Hrynjandi daganna tuttugu og tón-
anna þrettán era af mörgum álitin vistvænni og
manninum eðlilegri en gregoríanska tímavið-
miðunin. Hildur sýnir dagatalið í nútimalegum
búningi José Argúllesar og segir frá hreyfingum
erlendis til að endurvekja það.
Nettar raunsæismyndir úr
Reykjavík
Þorsteinn Joð, fiölmiðlamað-
ur og rithöfundm- með meiru,
sýnir um þessar mundir fiórar
stuttar vídeósögur í sjónvarps-
tæki í herrafataversluninni GK
við Laugaveg. „Þetta eru sögur
sem ég hef myndað sjálfur með
lítilli vídeómyndavél," segir
hann, „nettar raunsæismyndir frá Reykjavík,
San Francisco og Yerevan."
Opið á verslunartíma.
Rísandi Mars
Flókin tengsl
Bókmenntir
Geirlaugur Magnússon
Astralskar bókmenntir eru ekki sérlega
þekktar hérlendis og jafnvel ekki í Evrópu
yfirleitt. Helst kannast menn við Patrick
White sem hlaut nóbelinn fyrir alllöngu eða
Peter Carey, svo ------------------------
nefndur sé einhver
af yngri mönnum.
Margir telja jafnvel
vafasamt að tala um
ástralskar bók-
menntir yfirleitt
nema þá sem ein-
hvers konar undirdeild enskra bókmennta.
Höfundar frá fyrrum nýlendum verða reynd-
ar æ aðsópsmeiri í enskri bókmenntaum-
ræðu, nægir þar að nefna nöfn Salman
Rushdie, V.S: Naipaul og Ben Okri að öðrum
ólöstuðum.
En á síðustu árum hefur nokkur gangskör
verið gerð að því að kynna okkur bókmennt-
ir þeirra „andfætlinga" fyrir atbeina eins
manns, Rúnars Helga Vignissonar rithöfund-
ar og bókmenntafræðings. Fyrir ári kom út
sérrit tímaritsins Bjarts og frú Emilíu með
áströlskum smásögum og nú kemur einnig í
þýðingu Rúnars Helga skáldsagan Fröken
Peabody hlotnast arfur eftir skáldkonuna
Elizabeth Jolley, margverðlaunaðan höfund í
heimalandi sínu.
Sagan um fröken Peabody er um margt at-
hyglisverð, einkum að uppbyggingu því þar
fléttast saman tvær sögur. Segir önnur af tit-
ilpersónunni fröken Peabody, skrifstofu-
stúlku „öfúgu megin við fimm-
tugt“ sem býr ein með farlama
móður sinni. Hin sagan berst
fröken Peabody í
bréfum ástral-
skrar skáld-
konu sem hún
hefur komist í
samband við
með því að
skrifa henni
aðdáandabréf. Sú saga seg-
ir frá lesbískri skóla-
stýru, fröken Thorne,
sem heldur í menning-
arreisu um Evrópu
ásamt tveim stöllum
sinum og ungri skóla-
stúlku. Sögumar renna
saman í eitt á óvæntan hátt í lokin.
Elizabeth Jolley er af þessari bók að dæma
höfundur sem kann býsna vel að beita skopi
og háði sem ekki síst beinist að klisjukennd-
um hugmyndum, hvort sem er um fjarlæga
álfu eða um evrópska menningararfleifð.
Verður ekki varist þeirri hugsun að skáld-
konan sé þar að beina skeytum sínum að
löndum sínum, benda þeim á að þeir séu enn
innflytjendur sem reyrðir séu á klafa
„gamla“ landsins. En vissulega má lesa
þessa sögu á ýmsan máta líkt og þýðandi
bendir á í fróðlegum eftirmála. Einn er þó sá
túlkunarmáti sem hann nefnir ekki en mér
þykir liggja nokkuð beint við; það er að
lesa söguna sem dæmisögu um
hvemig skáldskapur
megnar að hefia unnendur
sína upp úr gráum hvers-
dagsleika og einmanakennd.
Hin klisjukennda og mærðar-
fulla saga bréfavinkonu
fröken Peabody er þess
umkomin að gjörbreyta
lífi þessarar kjánalegu
piparmeyjar. En þar kem-
ur að þvi sem mér þótti
helsti ljóður þessa verks. Að
mínu mati kann höfundur
sér ekki hóf i skopstælingu
sinni. Persónumar verða á
stundum svo kjánalegar að þær
þreyta lesandann svo að hann missir
áhugann. Þetta er því ankannalegra
þar sem Elizabeth Jolley hefur gott vald á úr-
drætti, hinu víðfræga „understatement",
sem löngum hefur þótt einkenna enska
kímni.
Elizabeth Jolley:
Fröken Peabody hlotnast arfur
Rúnar Helgi Vignisson þýddi og
ritaði eftirmála
Strandhögg 1998
Karlakórstónleikar í
Glerárkirkju
Karlakór Akureyrar-Geysir heldur tónleika í
Glerárkirkju á sunnudaginn kl. 17.00. Fjölbreytt
efnisskrá samanstendur af innlendum og erlend-
um lögum, meðal annars lög úr söngleikjum.
Einsöng með kómum syngja Magnús Friðriks-
son tenór og Steinþór Þráinsson baríton en auk
þess kemur fram tvöfaldur kvartett. Undirleik-
ari er Richard Simm en stjómandi Roar Kvam.
Aukasýning á
Á sunnudagskvöli
á Heimi Guðríðar
sunnudagskvöldið kl. 20.30 verður auka-
sýning á leikritinu Heimur Guðríðar
eftir Steinunni Jóhannesdóttur í Lang-
holtskirkju i Reykjavík.
Leikritið um síðustu heimsókn Guð-
ríðar Simonardóttur í kirkju Hallgríms
var frumsýnt á Kirkjulistahátíð 1995 og
hefur verið sýnt með hléum síðan í
kirkjum víðs vegar um landið og hlotið
hinar bestu imdirtektir. í ár eru 400 ár
frá fæðingu Guðríðar og vegna þess og
vegna fiölda áskorana verður þessi aukasýning
haldin. í helstu hlutverkum era Margrét Guð-
mundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir og Þröstur Leó
Gunnarsson. Höfundur leikstýrir.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttír