Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 15 Ný kynslóð á nýrri öld „Það gefur augaleið að samfélag sem byggir á misskiptingu, sérhags- munum og miðstýrðu skömmtunarkerfi virkjar ekki alla til leiks,“ segir Heimir Már m.a. í greininni. Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því farið var að tala af alvöru um samfylkingu félagshyggjufólks hefur ekki skort úrtölufólk. Fólk sem fann enda- lausa fyrirvara á því að samfylkingin gæti tek- ist og fann óteljandi ástæður fyrir því að hún ætti ekki að takast. Þrautseigja þeirra sem engu að síður neituðu að gefa upp drauminn um breiðfylkingu fé- lagshyggjufólks og jafn- aðarmanna er hins veg- ar að skila árangri þessa dagana. Nú erum við vitni að fæðingu nýrrar hreyfingar. í prófkjöri Samfylk- ingarinnar sem fram fer ldugardag- inn 30. janúar gefst almenningi kostur á að velja það fólk sem það telur að eigi að vera í forsvari fyrir þá nýju fjöldahreyfingu sem er að verða til. Hreyflngu frjálslyndis og víðsýni á öllum sviðum, hreyflngu jöfnuðar, réttlætis og lýðræðis. Hreyfing fólksins Þegar oki kalda stríðsins hefur verið lyft af félagshyggjufólki og jafnaðarmönnum getum við loks- ins sameinast um það sem skiptir mestu máli í hugsjónum okkar. Samfylkingu um hreyflng fólksins gegn sérhagsmunum og miðstýr- ingaráráttu. Afli sem beitir sér fyrir því að einstakling- urinn njóti sín og að friðhelgi hans sé virt. Hreyfingu sem vill tryggja öllum félagslegt öryggi og jafnan aðgang að menntun og heilsu- gæslu. Menningin og hugvitið er elsta útflutningsvara ís- lendinga. Löngu áður en íslendingar fóru að flytja út fisk fluttu þeir út bæk- ur. Undanfarna ára- tugi hefur allt of mikið verið einblínt á milljarðafyrirtæk- in í atvinnulífi ís- lendinga. Dæmin sýna okkur hins vegar að íslensk tónlist, ritlist, myndlist og kvik- myndagerð eru fullboðlegar afurð- ir á alþjóða vettvangi. íslenskir rithöfundar, kvikmyndagerðar- menn og tónlist- armenn og nú undanfarið hug- vitsmenn hafa ekki bara lyft nafni íslands í umræðunni í öðr- um löndum held- ur beinlínis skap- að þjóðinni mikl- ar tekjur. Þetta hefur gerst þrátt fyrir lítinn skiln- ing íslenskra stjórnvalda sem hafa ekki mótað almenna stefnu í þess- um málum. Ófeimnir á sviðinu Ef íslendingar halda ófeimnir inn á alþjóða sviðið, án rembings og fordóma, og kásta af sér þeim átthagaflötrum sem felast í ein- angrunarstefnu íhaldsmanna til hægri og vinstri geta verið spenn- andi tímar fram undan. Vaxtar- broddur íslendinga á sviði marg- miðlunar er í fólki sem nú er á aldrinum flmmtán til þrjátíu ára. Þessi kynslóð þrífst daglega í um- hverfi sem er algerlega hulið þeim sem eru fastir í íslandi hráefnis- framleiðslunnar. Þessa kynslóð þarf að virkja, hún er lykillinn að velferð okkar í framtíðinni. Ungt lista- og hugvitsfólk hefur ekki haft og hefur ekki enn jafnan aðgang að ráðgjöf og aðstoð og á við hefðbundin framleiðslufyrir- tæki. Það er miklu algengara i dag en nokkru sinni að ungt fólk sé til- búið að hasla sér völl með forvitni- legar hugmyndir og jafnvel farið af stað með þær án þess að hafa fengið leiðsögn í viðskiptalegri hlið málsins. Ungt fólk sem villhefla starfsemi á Internetinu eða annars staðar og listamenn sem yilja koma sér á framfæri utan íslands þurfa að hafa greiðan aðgang að ráðgjöf og lánsfé. Það gefur augaleið að samfé- lag sem byggir á misskiptingu, sér- hagsmunum og miðstýrðu skömmt- unarkerfi virkjar ekki alla til leiks. Þess vegna þarf að kalla nýtt afl til áhrifa, afl með nútímalega framtíð- arsýn sem byggir á grunni jöfnuð- ar og lýðræðis. Heimir Már Pétursson Kjallarinn Heimir Már Pétursson frambjóðandi í prófkjöri samfylkingarinnar „Ef íslendingar halda ófeimnir inn á alþjóða sviðið, án rembings og fordóma, og kasta af sér þeim átthagafjötrum sem felast í ein- angrunarstefnu íhaldsmanna til hægri og vinstri geta verið spenn- andi tímar fram undan.” Systir Orwells Það er kennt í betri skólum að ekki eigi að nota fyrstu persónu eintölu í greinaskrifum, en þar sem það er hinn kvenlegi háttur þá læt ég einfaldlega vaða og skrifa um lífsreynslu mína. Ég mætti galvösk upp í Háskóla nýlega til að fara í framhaldsnám. Til þess þarf sérstakt leyfi úr við- komandi deild (guð einn veit af hverju). - Þetta leyfi var löngu fengið með fyrirvara. Að sjálf- sögðu var fyrirvari á fyrirvaran- um en það er bara hefðbundið. Þama gekk ég á milli skrifstofa og allt átti að vera klappað og klárt. Á síðasta skráningardegi kem ég, en ónei. Sérstakur leyfis-snep- ill þarf að fylgja skráningu, þessar upplýsingar eru ekki í tölvukerf- inu. Deildimar eru nefnilega sjálf- stæðar stofnanir innan stofnunar- innar þótt allt sé þetta sama stofn- unin. Það er allt saman gott og blessað og bar ég engan skaða af því annan en að tapa nokkrum hitaeiningum á hlaupum fram og til baka. En eitthvað er það nú öf- ugsnúið á tölvuöld að lítið fólk með litla miða þurfi að hlaupa á milli tölvutengdra húsa til að koma upplýsingum til skila. Kerf- inu okkar er nefnilega mikið í mun að vera ekki stóri bróðir, þótt myndavélar á hverju götuhorni gefi óneitanlega annað í skyn. Kerfið á tölvuöld Svo að dæmi sé tekið: Þegar ein- hver deyr þá er því þinglýst af að- standendum hjá sýslumanni. Haldi máður að þar með sé því komið til skila til annarra stofn- ana í rafrænu formi er því er nú aldeilis ekki að heilsa. Að- standendur, sem era yfirleitt enn þá í- losti og með tárin í augunum, þurfa að hlaupa á milli Pontíusar og POatusar til að tilkynna að ástvinurinn sé lát- inn. Annars halda reikningamir og skattaskýrslan áfram að streyma inn. Makinn situr skv. lögum í óskiptu búi og borgar alla reikninga, það er bara eitthvað óviðeigandi við það að látnir séu enn að borga skatta. Og verði manni það nú á að tilkynna einkareknu sjón- varpsstöðinni það á undan hinni þá er bankað upp á hjá manni að kvöldlagi og spurt frekjulega hvort ekki sé sjón- varp á heimilinu. Eru þá ónefndir allir sölumennirnir sem hringja stanslaust til að selja hinum ný- látna eitthvað alveg bráðnauðsynlegt. Séu einhver takmörk fyr- ir kaupasýkinni þá era þau hér. Er í al- vöru ekki hægt að hafa miðlægan gagnagrunn með svona fréttir? Stóri bróðir eða systir Nýverið fór ég í mitt hverfisapó- tek til að ná i lyfin mín. Mér hafði láðst að segja lækninum í símann hvaða skammtastærð ég þyrfti. Lyflafræðingurinn tilkynnti mér þennan upplýsingaskort formlega og bætti síðan við að hann hefði flett í tölvunni til að athuga hvort ég hefði komið til þeirra áður sem og ég hafði. Þannig gat hann fundið út skammtastærðina. Mikið var það nú gott að hægt var að leysa þennan vanda svona auðveldlega. En brosið var nokk- uð frosið því ég hef skipt við þetta apótek árum saman og kannski hef ég ein- hvern tíma tekið pill- ur sem ég kæri mig ekkert um að annað fólk viti að ég hafi tek- ið. Hverfislyfiafræð- ingurinn minn getur hins vegar, hafi hann áhuga á, rakið lyfia- átsævisögu mína og þar með mína sjúk- dómasögu í stórum dráttum. Er nú Bleik illilega brugðið. Og bráðlega verður hægt að komast að því hvort ég sé alkó- hólisti, geðveik eða hafi fengið kynsjúkdóm einhvern tíma. En blessuna’rlega verður því áfram haldið leyndu hvort ég hafi tilskilið leyfi til áframhaldandi náms eða hafi dáið nýverið. Svo að rétturinn til einkalífs er enn til staðar þótt eitthvað sé hann und- arlega staðsettur. Ja, þetta er kannski ekki stóri bróðir en hvort þetta er stóra systir sem alltaf er að skipta sér af einkamálunum skal ósagt látið. Ásta Svavarsdóttir „En blessunarlega verður því áfram haldið leyndu hvort ég hafi tilskilið leyfi til áframhaldandi náms eða hafí dáið nýverið. Svo að rétturinn til einkalífs er enn til staðar þótt eitthvað sé hann und- arlega staðsettur Kjallarinn Ásta Svavarsdóttir bókmenntafræðingur 1 Með Oj á móti i Sóknardagar veröi söluvara Verður að vera fram- seljanlegt „Ég er almennt hlynntur sóknardagakerfi, einkum í út- gerð smábáta sem styrkja dreifðari byggðir landsins. Það var líka skilningur helstu sér- fræðinga okk- ar á dómi Hæstaréttar að hafi menn sóknardaga- kerfi verði það að vera framseljan- legt með svip- uðum hætti „ „ , Knstinn H. Gunn- Og aflamarks- arsson, þingmaöur kerfið. Framsóknarflokks Ef við ætl- formaöur sjáv- . , , : arutvegsnefndar um að halda Aiþingis. úti sóknar- dagakerfi og um leið fara að ráðum okkar vísustu manna þá er ekkert val í þessum efnum. Sóknardagakerfið verður að út- búa á þann hátt að stofnkostn- aður þeirra sem vilja komast inn í kerfið verði sem lægstur. Það er nauðsynlegt aö menn geti keypt sér einstaka sóknar- daga í stað þess til að mynda að kaupa heilan bát með öllum réttindum eins og verið hefur til þessa. Tilgangurinn S bak við hug- myndina um framseljanlegt sóknarkerfi er fyrst og fremst að auðvelda nýjum aðilum að koma inn í greinina." Á eftir að valda ólgu í sam- „Eg er alfarið á móti þvi að sóknardagar verði framseljan- legir og þar með söluvara. Ástæðan er fyrst og fremst sú að með því fyrirkomulagi er ríkisstjórnar- meirihlutinn í rauninni að ljúka einka- væðingu allra veiðiréttinda á íslandsmið- um. Þar með er allt það sem kallast gæti félagslegt í kerfinu búið að vera. Menn geta vissulega skil- ið að það sé hægt að versla með fiskinn í sjónum. Menn geta hins vegar ekki skiliö hvernig hægt er aö versla með daga. Þá munu menn allra síst skilja sölu sóknardaga þegar þeir fara að horfa á virði þeirra. Það get- ur verið allt frá hálfri milljón og upp í tólf milljónir króna. Ég er sannfærð um að þetta fyrirkomulag, framseljanlegir sóknardagar, á eftir að valda mikilli ólgu í samfélaginu, og meiri en við höfum áður þekkt í fiskveiðistjómunarkerfinu. -aþ Svanfríöur Jónas- dóttir, þlngflokkl jafnaöarmanna og fulttrúl í sjávarút- vegsnefnd Alþing- is. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eöa á Netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centnun.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.