Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 3
e f n i '^UAhjkiu lllugi og Vera Sóley með Gretti og Pésa B. Kisls. B-ið stend- ur fyrir Blöndal en lllugi er ekk- ert að flagga því um of. Annar kötturinn r Það er fátt hollara fyrir heilbrigt fólk en að skreppa til útlanda a.m.k. þrisvar á ári. Alveg sama hvert, því lets feis it: fsland er frek- ar takmarkað til lengdar. Útlönd eru svo sem alveg eins og ísland, i grunninn séð, en það er einhver áferðarmunur sem gott er að velta sér upp úr í nokkrar vikur. Svo þegar komið er heim má andvarpa að hér sé nú alltaf best og svo er líka alltaf eitthvað smávegis búið að breytast, kannski komið nýtt skilti í Austurstræti eða ný eftir- litsmyndavél. Svokallaöir „flæerar" eða dreifl- bleðlar eru langtum betri aðferð til að auglýsa uppákomur en þessi leiðinlegu piaköt sem hanga í henglum út um allt og ekki nokkur maður les á. í dreifingu flæers verður að vera hresst fólk sem kemur flæernum upp á réttan markhóp. Fáir eru betri í starfinu en hr. Örlygur og vinir hans. Þetta er persónulegasta auglýsingaher- ferð sem hugsast getur og bara von- andi að bílaumboð og lífeyrissjóðir fari ekki að nota þessa leið. Allir vita að best er að vakna snemma og vera einn með máfun- um þegar borgin fer á stjá. Morgun- hanar hafa ekki í mörg hús að venda, en án efa er Grái kötturinn þeirra gæfu- legasta skjól. Þar er greið- vikni gengilbeina til fyrirmyndar og snarl og kaffl í heimsklassa. Jafn- vel þegar kafflvélin fer í viðgerð er boðið upp á betra almúgakaffl en annars staöar. Alveg í hina áttina er Kafflvagn- inn við Granda með kaffi fyrir al- vöru fólk og engar latar spirur. Gott ráð fyrir veruleikafirrta er að sitjast niður með hörkutólunum þar, fá sér kaffi og með þvf; oftast brauð með einhverju í majónesi. Sá firrti á svo að hlusta á stjórnmála- umræður jaxlanna þangað til hann finnur réttast út bakinu og hárin spretta úr eyrunum. „Við eigum tvo ketti núna,“ segir Illugi Jökulsson kattaeigandi, að- spurður einmitt hve marga ketti hann eigi. „Þetta eru tveir strákar og annar þeirra heitir Grettir en sá yngri Pési B. Kisis og það verður að taka það skýrt fram að hann er í einkaeigu dóttur minnar." Fyrir hvað stendur béið? „Það stendur fyrir Blöndal en maður heldur því ekki hátt á lofti,“ segir Illugi og það vottar fyrir háði í röddinni. Hefurðu alltaf átt ketti? „Já. Eða frá því ég var átta ára, þá flutti ég í vesturbæinn og við feng- um okkur kött. Þetta var væn og góð læða sem hét Trilla og ég hef átt ketti alla tíð síðan. Þeir eru núna orðnir það margir að ég hef enga tölu á þeim.“ Það er greinilegt að hér er um ein- hvers konar lífstíl eða fikn að ræða. Þeir sem eiga ketti hætta yfirleitt aldrei að eiga ketti. Það er frekar að hundaeigendur fái nóg og gefist upp á hundaeigninni. Það fylgjir því líka viss mistík að eiga kött. Hann er svo frjáls og villtur og út frá því mynd- ast goðsagnir og kötturinn verður allt í einu að eina sjálfstæða einstak- lingnum í landinu. Ekki samt frjáls fangi eins og Bjartur í Sumarhúsum heldur meira svona eins og víking- arnir Leifur Eirlksson og félagar. Kötturinn er landkönnuður og lifir í algerum anarkisma. Þú býrð í miöbœnum, eiga ekki all- ir kisur í miðbœnum? „í þessum gömlu hverfum er svoldið mikið af köttum. Hér í hús- unum í kring er mjög fjörlegt sam- kvæmislíf, ekki síður en á börunum. Þetta er afskaplega skemmtileg borg, þessi neðanjarðarkattaborg." Þaö grasserar þá kannski einhver skyldleikarœktun þarna? „Grettir er móðurbróðir Pésa. Móö- ir hans hvarf fyrir ekki ýkja löngu og síðan höfum við bara verið með þess tvo heiðursketti," segir Illugi. Hata kattavinir hundaeigendur? „Ég átti nú reyndar hund þegar ég var pínulítill,“ segir Illugi og flissar. „En ég hef svosem engan áhuga á þeim dýrum. Ég átti að vísu einu sinni, þegar ég bjó úti á Nesi, tvo ketti sem hétu Hundur og Loðhund- ur en mér hélst ekki vel á þeim.“ Ætlaróu að skrá kisurnar þínar ef yfirvöldin segja þér að gera það? „Já. Þá náttúrlega geri ég það. Ég hef svosem ekkert á móti þvi að skrá þær og bólusetja, svo lengi sem það bannar þeim enginn að ganga laus- um,“ segir Illugi og við kveðjum. Erum kannski einhverju nær um hvað það er að vera kattaeigandi. Og þó, kannski er þetta of mikil mistík og eitthvað sem enginn mun skilja nema hann hafi átt ketti í tugi ára. -MT Platters eru að koma í bæinn en... Quð má vita hvaða fólk það er Um helgina munu The Platters syngja Only You, The Great Pret- ender og öll gömlu, góðu lögin sem söngsveitin sló í gegn með fyrir 44 árum sléttum. Gallinn er hins vegar sá að þótt ljóst sé að það eru The Platters sem syngja þá veit í raun enginn hvaða fólk þetta er. Af fimm upprunalegum félögum eru þrír dánir og hinir löngu hættir. Og á þessum áratugum hafa fjölmargar söngsveitir kallað sig The Platters og ógrynni af söngvurum sungið Only You, The Great Pretender og öll gömlu, góðu lögin. Ástæðan fyr- ir þessari undarlegu stöðu er sú að eftir að fór að kvarnast úr flokknum og einstakir meðlimir að stofna sína The Platters eins og þau voru upp á sitt besta. The Platters en dálítið öðruvísi fólk. sérstöku Platters-hópa reyndu þeir sem eftir sátu að fá einhvers konar einkarétt á nafninu. En það tókst ekki. Þess vegna er allur þessi her- skari söngvara á ferð um heiminn og allir undir nafni Platters. En hvað er að því? Svo sem ekk- ert. Um hverja helgi er hægt að bregða sér á Broadway og hlusta á íslenskar söngkonur þykjast vera Aretha Franklin eða Frida og Annetta í Abba. Og á fimmtudag- inn næsta ætla Stebbi Hilmars og Eyjólfur Kristjáns báðir að vera Paul Simon á Borginni. Og á hverju kvöldi er einhver sem vill vera Elvis í karokeinu í Ölveri. „Ég er ekki ég, ég er annar“, botnaði Megas annað skáld á sínum tíma og það er einkunnarorð dagsins. Ef þér hefur ekki gengið vel að vera þú vertu þá annar sem hefur staðið sig betur. Og þetta á ekki bara við um popp- ið. Ungir sjálfstæðismenn hafa til dæmis löngum þóst vera eins konar framhaldssnúra af John Stuart Mill og fleiri góðum mönnum á síð- ustu öld, þrátt fyrir að þeir eigi ákaflega fátt sameiginlegt með þeim. Hálfskrýtnir menn í Reykja- vík gáfu út tímarit undir nafni Fjölnis fyrir fáum árum og virtust ekki skammast sin fyrir leggjast í ból Jónasar. Davíð Oddsson þreyt- ist ekki á því að líkja sér við Ólaf Thors og íslenskir rithöfundar The Platters enn og enn nýtt fólk. Hljómsveitin The Platters er orðln nánast óþekkjanleg. biðja þess á hverju kvöldi aö á morgun verði þeir kallaðir hinn nýi Laxness. Og hverjum er ekki sama? Úr því að Laxness er dáinn, eigum við þá ekki bara að fá okkur nýjan? Væri ekki huggulegt ef ríkisstjóm Ólafs Thors væri enn að störfum þótt akkúrat þeir einstaklingar sem voru upphaflega í henni væru fam- ir? Og er ekki ágætt að Stebbi og Eyfi þykist vera Paul Simon eitt kvöld? Hann mun líklega aldrei koma hingað - eigum við þá ekki að láta bara eins og hann sé kominn, búi í Smárahverfmu í Kópavogin- um og syngi reglulega á Borginni. Lárus Ingi Magnússon: Burstaði Pál Ósk- ar og Móu í söngvara keppni 39 atriði sem gera Island að smáþjóð: Forsætisráðherrann opnaði fyrsta McDonald’s-staðinn á , landinu ym 5 * Ættartré leikara: Ingvar E., afi Benna Erlings Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir: Leikur og syngur18 ára pilt í Leðurblök- unni 7 Hverjar eru þær? Þrír karlar lesa í fimm konur 8-9 Siglingakort 12-13 sund- mannsins: Hvar er best að vera, sætustu stelpurnar og frægasta fólkið? John Travolta: Berst fyrir réttlæti í gjörspilltu dómskerfi Lífid eftir vinnu m m m m æt m m liiCSS i Borginni Paul Slmori stúta gítarnum Thomsen skít i Stefgjöldir|7_22 Fókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur. 9. april 1999 f Ókus 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.