Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1999, Blaðsíða 7
að ég geti nýtt þetta tækifæri al- mennilega," segir Guðrún. Misheppnaða tilraun sína til að komast inn í Leiklistarskólann segir Guðrún hafa verið lukkuspor fyrir sig. „Þá ákvað ég endanlega, eftir mikl- ar vangaveltur, að taka sönginn fram yfir leiklistina. Ég sé ekki eftir því. Óperan er djúp, flókin og krefjandi, karaktersköpunin stórfengleg og Dugleg o< skemmtile stúlka sömuleiðis túlkun á tilfinningum. Allt er svo spennandi í óperunni og leiklist og söngur sameinast þar,“ segir Guðrún. Vinnur með þeim fremstu Aðrir leikarar og söngvarar i Leð- urblökunni eru ekki af verri endan- um enda um mikla og merkilega upp- færslu að ræða. Þar verða meðal ann- ars Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson, Loftur Erlingsson, Hrafn- hildur Björnsdóttir og Edda Björg- vinsdóttir sem fer með frægt gaman- hlutverk fangavarðar í verkinu. Þegar Guðrún er spurð hvemig sé að vinna með þessum fremstu söngv- urum landsins, segir hún: „Það er frábært. Þetta eru hetjum- ar í landinu." færslur. Sögusvið Leðurblökunnar hefur verið heimfært upp á samtím- ann og spannar einn sólarhring í lífi nokkurra íbúa Reykjavíkur sem lifa bæði hratt og hátt. Guðrún leikur átján ára pilt sem heitir Orlovskí en það hlutverk hefur nær alltaf verið í höndum kvenmanns síðan verkið var fyrst frumsýnt, árið 1874. Guðrún er búin með sex stig í söng- námi hjá Rut Magnússon í Tónlist- arskólanum í Reykjavík. Hún ætlar að taka tvö stig í viðbót og fara svo til útlanda í meira nám. Það þykir nokk- uð óvenjulegt að bjóðast hlutverk svo snemma, flestir hafa lokið námi þeg- ar þeir fá fyrsta hlutverkið sitt. Vinir Guðrúnar segja að hún hafi fengið hlutverkið af því að hún sé framúr- skarandi söngkona og upprennandi stjama, langbest og frábæmst. Kenn- arinn hennar var spurður hvort þetta væri rétt. „Guðrún hefur gifurlega margt til að bera, flna rödd, mikinn áhuga og svo er hún músíkölsk, dugleg og skemmtileg stúlka. Það er hins vegar aldrei hægt að segja hver verður stjama og hver ekki, það verður bara að koma í ljós. Tækifærið sem Guð- rún fékk núna er gott en það er að- eins eitt skref á langri leið,“ segir Rut Magnússon. Lukkusporið Sjálf er Guðrún hógvær og segist bara hafa verið rétt manneskja á rétt- um tíma. „í þessu hlutverki er oftast kona, messósópran. Mér var boðið að koma í prufu og í kjölfarið fékk ég hlutverk- ið. Ég er ung og með rétt raddsvið í þetta. Það er allt og sumt.“ Aö fá þetta hlutverk hlýtur aö vera ómetanlegt tœkifœri fyrir þig og öf- undsvert? „Já, en það er líka mikil áhætta fyrir mig að syngja strax á sviði. Ég er enn að læra og röddin á eftir að þroskast meira. En ég vona nú samt Þegar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir var fimmtán ára fór hún í söngtíma á Akureyri og komst að því að hún hafði rödd eins og óperu- söngkonur eru með. Hún hætti hið snarasta enda skildi hún hvorki upp né niður í óperum og fannst þær tilgerðarlegar. Þá vissi hún ekki, og hefði líklega svarið fyrir, að sex árum síðar myndi hún standa á sviði íslensku óperunnar og syngja í Leður- blökunni, óperettu eftir Jóhann Strauss yngri. Guðrúnu langaði alltaf til að verða leikkona og taka þátt í söngleikjum. Hún er leikhúsbam, mamma hennar var einu sinni leikhússtjóri Leikfé- lags Akureyrar og leikhúsritari Þjóð- leikhússins og systir hennar er leik- stjóri þannig að leikhúsin hafa alltaf verið henni sjálfsagður hlutur. Sjálf lék hún í nokkrum leikritum sem bam, til dæmis í Óvitunum, Haust- brúði og Línu langsokk og var auk þess formaður Leikfélags Mennta- skólans við Hamrahlíð i tvö ár. Hún tók líka þátt í að stofna Leikskólann, sem er eins konar áhugamannaleikfé- lag, og Ljóshærðu kennslukonuna sem setti upp Sköllóttu söngkonuna en úr þeim hópi era þrír famir i leik- listarskóla. Guðrún reyndi líka að komast inn í Leiklistarskólann en það gekk ekki. Hvaö varö til þess aö þér hœtti að finnast óperur tilgeröarlegar? „Ég sá óperar alltaf með augum leikhúsmanneskjunnar en það breytt- ist þegar ég fór að hlusta betiu- á þær og upplifa þær frekar sem tónlist heldur en leiklist. Einu sinni hlustaði ég til dæmis á geisladiskinn Mozart Portraits með Ceciliu Bartoli og þá gerðist eitthvað. Ég gjörsamlega heill- aðist. Stuttu síðar, árið 1996, var ég svo stödd á Listahátíð þar sem ég hlustaði á óperatónleika með fjórum stórsöngvurum. Ég horfði á þetta með tárin í augunum og var í einhvers konar transi. Síðan hef ég verið sann- færð um að óperan sé það listform sem mér flnnst mest spennandi," seg- ir Guðrún. Leikur piit Leðurblakan er vinsælasta óperetta í heimi. Fyrir þá sem ekki þekkja muninn á óperettu og ópera má geta þess að í óperettum er líka talað mál og gjarnan léttara yflrbragð. Leikstjóri Leðurblökunnar er David Freeman, heimskunnur leikhús- og óperumaður sem þekktur er fyrir opinskáar upp- bíður þín! Þú þarft hvorki að vera Ríkur og undarlegur (1932) að eiga erindi í Bóksölu stúdenta. Hvort sem þú ert Ungur og saklaus (1937), lllræmdur (1946) eða Brjálæðingur (1960) þá tökum við vel á móti þér. Maðurinn sem vissi of mikið (1956) og Rangi maðurinn (1956) hafa aldrei sést hér innan dyra. Þó 39 þrep (1935) liggi upp á efri hæðina hjá okkur, hefur Lofthræðsla (1958) ekki hrjáð viðskiptavini okkar og Sviðsskrekkur (1950) er óþekktur. Ég játa (1953) að einstaka Dama hverfur (1938) ofan í bækurnar eins og í álögum (1945) sé, og hef Grunsemdir (1941) um að það sé Ráðabrugg fjölskyldunnar (1976) að leggjast í viðskipti við okkur. Því við eigum Án nokkurs vafa (1943) bækur fyrir alla hópa, hvort sem þú vilt lesa um Fuglana (1963) eða fræðast um Topaz (1969) eða aðra eðalsteina. Hringdu í M fyrir morð (1954) en í síma 5700 777 ef þú vilt ná sambandi við sérpöntunarþjónustu okkar, sem er Björgunarbáturinn (1944) sem aldrei bregst. Þú getur líka pantað bækur beint af heimasíðunni www.boksala.is. Við erum til húsa í Stúdentaheimilinu við Hringbraut, Norð-norð vestur (1959) af Norræna húsinu. bók/fcl*. /túdervtð. -hörkuspennandi verslun! 9. apríl 1999 f ÓkUS 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.