Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Það er ekki sama hvar menn stinga niður fæti í sundlaugum höfuðborgarinnar.
Þær eru hver með sínu sniði og eiga margar hverjar fátt annað sameiginlegt en
vatnið sem synt er í. En í Reykjavík er sundstaður meira en laug með vatni.
Sundstaður er samkomustaður þar sem menn ráða ráðum sínum, slaka á, bindast
vináttuböndum og gera upp sakir - en koma alltaf upp úr betri menn en fóru ofan í.
Menn velja sér laug og eru henni jafn trúir og eiginkonunni eða stjórnmálaflokknum
sínum. Að skipta um laug er eins og að halda fram hjá - þess vegna er gott
að hafa siglingakortið við höndina þegar farið er í skýluna...
Sundf augamar f Laugarúal
....eru hin eina sanna almenningslaug í höfuöborginni. Þar ægir saman alls kyns fólki og erfitt að henda reiður á hver
er hvað. Eitt er'þó víst: Ef leigubílstjóri fer í sund þá fer hann í Laugardalslaugina.
Viðmót starfsfólks er stofnanalegt enda umferðin of mikil til að hægt sé að mynda persónulegt samband gesta og
starfsmanna. Sturtur eru margar og sæmilegar en fáir hafa lifaö þar unaðsstundir. Aðstaða til raksturs karlmanna er
slæm því speglar og vaskar eru staðsettir á miðju salerni þar sem gólf er blautt. Teygjuband vantar í skápalykla en
þess í stað eru ofin tauarmbönd sem erfitt er að festa á
handleggi. Þá eru bekkir við skápa hannaðir þannig að
erfitt er aö klæða sig í sokka þar sitjandi.
Kostir Laugardalslaugarinnar felast 1 stærðinni. Laugin er
breið og fimmtíu metra löng. Þverhníptir bakkar mynda
öldugang sem gerir það að verkum að taka verður á við
sund. Þá státar Laugardalslaugin af stærstu rennibraut í
höfuöborginni sem veitir öllum aldurshópum ánægju. Góð
vigt er á staðnum og sýnir rétta þyngd. Hárblásari á vegg er
hins vegar sniðinn fyrir dvergvaxna. Laugardalslaugin er fyrst
og síðast sundstaöur - ekki samkomustaður.
Grafarwocjslaucj

'¦^fj l-i^-li k£^l
annsins
Selfjarnarneslaugin
Grafarvogslaug....er nýjasta sundlaug höf-
uðborgarinnar og geislar af nýjabrumi. Efni
og stíll laugarinnar á margt sameiginlegt
með Árbæjarlauginni þð allt sé minnai
sniðum. í lofti sturtuklefa er steint gler
sem hleypir inn dagsbirtu en sturturnar
sjálfar eru veigalitlar. Auk 25 metra laugar
er skeifulega nuddpottur auk tveggja ann-
arra í klassískum stil. Þá er vaðlaug fyrir
börnin. Innilaug er notuð til sundkennslu
T-44—»-».    °6 veitingaf' Árbæjarstíl í anddyri. Fyrst
sundlauga hefur Grafarvogslaug komið
upp pissuskál í drengjahæð við hliö hinna
í fullorðinsstærð Hefur sjálfsagður draum-
ur margra þar með ræst eftir langa bið.
Snyrtiaðstaða er til fyrirmyndar í karlasal
og geta menn ráðið hvort þeir snyrta sig
standandi við langborð og spegil eöa sitj-
andi við borð með tvær gerðir hárþurrka
til sitt hvorrar handar. Sæti við skápa eru aftur á móti
laus og fara auðveldlega á hreyfingu. Gæti það skapað
slysahættu. Gestir laugarinnar eru að stærstum hluta
ungt barnafólk sem er að koma undir sig fótunum. Gæt-
ir þess mjög! samræðum í pottum.
Með tíð og tíma gæti Grafarvogslaug oröið eins og vin í
eyðimörk, séstaklega þegar litlu hríslurnar sem grðður-
settar hafa verið umhverfis laugina hafa náð þokkalegri
hæð og afmarkað svæðið sem ! sjálfu sér er allt of lltið.
Sundhöllin vi
Vésturbæjarlaug
....má muna sinn fífil fegri. Eitt sinn á toppnum en hefur ekki fylgt tímanum og fastagestir
sem gáfu lauginni virðingarstimpil eru nú annað hvort hættir að synda eða gleymdir. For-
stöðumenn laugarinnar hafa sofnað á verðinum.
Aðstaða í búnings- og sturtuklefum er aftur á mðti með ágætum og þar líður fólki vel. Þó
jaðrar við að baðverðir séu of sérvitrir og heimarikir. Tveir útipottar eru löngu landsfrægir og
þá sérstaklega sá heitari sem ekki er ætlaöur konum. Ekkert gufubað er úti við
l^j^^^^^^^^^           og er það helsti ðkostur
laugarinnar sem auðvelt
ætti að vera að ráða
bót á. Gufubað inni viö
er frátekið fyrir samkyn-
hneigða og ágætt sem
slíkt. Stór, grasivaxin lóö
er ekki nýtt sem skyldi
en býöur upp á margs
konar möguleika til
stækkunar og veitinga-
sölu. Vigt mjög fyrirferðar-
mikil og rangt stillt. Vest-
urbæjarlaugin er staður
þeirra sem hafa misst af
lestinni en vita það ekki.
og leggur það mikið upp úr þrifnaði. Einhver innbyggður galli er þð
...er notalegur staður með tölu-
verða sérstöðu. Fyrir það fyrsta er
saltvatn í lauginni sem gerir það
að verkum að auðveldara er aö
synda léngri vegalengdir og gestirn-
ir eru undantekningarlítið meö há-
skólapróf. Fyrir bragðið verða um-
ræður í heitu pottunum oft einok-
aðar af þeim sem mestrar virðing-
ar njóta og hafa þörf fyrir aö láta
Ijós sitt skína. í lauginni geta
menn verið nokkuö vissir um að
hitta að minnsta kosti einn bisk-
up, rithöfund, tónskáld eða vell-
auðugan athafnamann sem vill
vera í félagsskap þeirra.
Viömót starfsfðlks er mjög gott
sturtum sem veldur
þv! að erfitt er að stilla rétt hitastig. Skrúfa þarf frá minnst þremur sturtum til að fá almennilega
heitt vatn úr sturtuhausunum sem auk þess eru óþarflega litlir. Útigufubað er notalegt á góðum
degi en í slæmu veðri myndast trekkur undir hurö sem kælir allt baðið. Plastsæti í gufubaði eru of
veikburða og þola vart sundlaugargesti! þyngri kantinum.
Laugin er barnavæn þv! vatnið í henni er hlýrra en í öörum laugum auk þess sem aðgangseyrir fyrir
börn er aðeins 30 krónur. Vigt er aldrei rétt stillt og sýnir of mikla þyngd. Aö öllu samanlögðu er
Seltjarnarneslaugin toppstaður sem dregur aö fólk langt út fyrir bæjarmörk Seltjarnarness.
eöHBBBBDUnn
???Q|¥p
HHHSl®^
....er ein fallegasta bygging Reykjav!kur og byggingafræðilegt und-
ur þrátt fyrir háan aldur. Að kvöldi dags getur vart að líta fallegri
sjón en uppljómaða glugga Sundhallarinnar og gufustróka sem
stlga til himins. Útlendingar i skemmtanaleit hafa oft reynt aö
ráðast til inngöngu í Sundhöllina eftir lokun því yfirbragðið minnir
á risaskemmtistað í hjarta stðrborgar.
Margt starfsfólk Sundhallarinnar hefur unniö þar of lengi og ekki
verið sent á gæðastjðrnunarnámskeið. Aðspurt hvenær lokað
sé svarar þaö því til að rekið sé upp úr klukkan hitt og þetta;
arfur frá gamalli tíð þegar fólk var rekið upp úr lauginni þegar
það var komið með rúsínufingur.
Helstu kostir laugarinnar eru tvö misha stökkbretti sem því
miöur eru ekki alltaf nýtt sem skyldi vegna umferðar sundfólks
á námskeiðum og svo þægilegir pottar á verönd þar sem hitta
má margan furðufuglinn. Á morgnana er hægt aö sitja í pottunum
með ráöherrum og eldri fegurðardrottningum en síðdegis eru menn heppnir ef þeir hitta á Jún Múla ! stuöi.
Þá er íslandssagan sögð ! stuttu máli; útgáfa sem aldrei hefur heyrst Sður. Og hún er breytileg eftir því hvernig liggur á Jóni Múla. Aðrir
almennari gestir eru þó úr undir- eða lægri millistétt og í pottunum tala þeir stöðugt út! loftið eða þegja alveg. Þetta er galli.
Sturtuhausar! Sundhöllinni eru af gömlu gerðinni, stórir og miklir og gefa góða bunu. Sturtuferð ! Sundhöllina er alveg peninganna virði
þó ekki væri annað. Hins vegar er leiðinlegt að synda í sjálfri lauginni því klórbragð og lykt af vatni er ekki friskandi.
Búningsaðstaða er ævintýraleg þv!! Sundhöllinni hefur arkitektinn, Guðjón Samúelsson, búið til völdundarhús sem bðrn eiga auðvelt
með að villast I. Ráðlegra er aö panta sér fataskáp í fremri almenningi sem upphaflega var ætlaður börnum. Tvær vigtir eru á staðnum,
tölvuvigt og lóðavigt og báðar í lagi. Sundhöllin er undraheimur! ýmsum skilningi en þarfnast endurbóta og lagfæringa hið bráðasta.
¦m
&??????
®*™~ I @"MI* ll^—W' I
••?????v
???œa
E1E3E3
JHHÖ13E3E3
Arbæjarlaugin
Breiðholtslaug
...ber nafn með rentu og er í
raun spegilmynd nánasta um-
hverfis. Þarna er ekki íburði
fyrir að fara og stefnan að
þjðna sem flestum á sem ör-
uggastan hátt. Fataskápar
eru engir og klæöa menn sig
í og úr í snyrtilegum almenn-
ingi. Stæðilegur vörður sér
síöan um að gæta fatnaöar á
meðan gestir synda. Sturtu-
klefar, salerni og þurrk-
aðstaöa er löðrandi! bleytu
á gólfi og raksturaðstaða
nær engin. Sundlaugin sjálf
er ágæt og pottar mjög gðö-
ir, sérstaklega nuddpottur sem hefur
endurskapaður! nýrri Grafarvogslaug. Eimbað er í aflöngum klefa og
bersýni-lega troðið í hólf sem ætlað var til annars.
Gestir eru undantekningarlítiö skemmtilegt og lifsglatt fólk sem deilir skoðunum á þjóðmálum og er sam-
mála um það sem oetur má fara. Þarna er töluð kjarnyrt felenska og fílefldir karlmenn myndu ekki hika við
að kaffæra fjármálaráðherra léti hann sjá sig I lauginni. Hemmi Gunn yrði hins vegar tolleraður.
Breiðholtslaugin er hrá tilbreyting! sundlaugaflórunni og skemmtileg tilbreyting fyrir þá sem sjaldan fara
....er paradís fjölskyldunnar og afdrep húsbyggjenda í úthverfum borgarinnar. Þar hlægja börn og hrðpa og
umræöuefnið I pottunum er oftar en ekki verð á fasteignum og kostir pess að skipta úr raðhúsi yfir I einbýlis-
hús. Laugin nýtur þess enn aö vera ný af nálinni og snyrtimennska er þar með þv! besta sem þekkist í laug-
um borgarinnar. Framkoma starfsfólks er l!k þeirri sem kennd er á námskeiðum Stjórnunarfélagsins og þarna
gengur enginn hvorki inn né út án þess að kastað sé á hann kveðju.
Árbæjarlaugin lumar á ýmsum tæknib/ellum sem gefa henni yfirbragö skemmtigarbs; Leyndum gosbrunnum í
vaðlaug, vatnsspúandi málmstútum og haganlega fyrirkominni rennibraut. Eimbað er gott og trébekkir
i                                þar inni gefa baðinu grófa og frumstæða áferð. Hægt er að
synda úr útilaug inn ! innilaug þar sem ágætisveitingaaö-
staða er á bakka. Þá eru útiklefar sambyggöir inniklefum
og ágætt að þurrka sér úti við þó fötin séu inni. Snyrtiað-
staða er góð en mikil hætta á að skóm sé stolið. Vigtin er
rétt stillt. Árbæjarlaugin á meira skylt við vatnsskemmti-
garð en sundstað. Afgreiðslutími er rúmur og seint á kvöld-
in á sér þar stað áberandi paramyndun.
austur fyrir læk.
?IBDDDDDfl
mm
1E3E3E3
Pottasögur.     Frægtfölk. I     Brjóst.
Klíkur.
Hommar og      Pick-up
lesbíur.        staður.
Barnavæn
sundlaug.
ii ... -      „•-** ¦>  i.     Helmaríkir
Veltlngar.     Hlytt vlömot.     ^^
f Ó k U S   9. apríl 1999
9. apríl 1999  f ÓkUS
f
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24