Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Komdu heim:
Mamm
©r ddudvorid'
One True Thing fjallar um fjól-
skyldu sem hefur aldrei komið sín-
um málum á hreint og sundrast í
fyllingu tímans. Þegar dóttirin
Ellen (Renee Zellweger), sem er
orðin harðprúttin ung kona búsett
í New York, fréttir af alvarlegum
veikindum móður sinnar (Meryl
Streep) ákveður hún að gefa
kærastann sinn upp á bátinn sem
og vinnuna og halda aftur til
heimabæjarins Langhorne. Þegar
hún flytur aftur inn á gamla heim-
ilið sitt virkar það um stund eins
og hún sé aftur komin á byrjunar-
reit og orðin litla barnið. Um síðir
kemur í ljós að það er ýmislegt sem
hún veit ekki um foreldra sína og
um leið líf sitt fram að þessu. í
fyrstu upplifir hún nokkurn veginn
æskuna upp á nýtt; allt sem hún
gerir er eins og uppreisn gegn for-
eldrunum. Henni finnst móðir sín
vera of þolinmóð, velviljuð og um-
fram allt of móðurleg og veit ekkert
betra en að lifa jarðbundnu lífi og
vera heima hjá sér að prjóna og
dunda sér eitthvað. George faðir
hennar (William Hurt) er meira
henni að skapi og finnst henni sem
hún eigi margt sameiginlegt með
hinum stórsnjalla en fjarræna pró-
fessor. Fyrr en varir kemst Ellen
að því að hún líkist meir fóður sín-
um en móður á meðan bróðir henn-
ar Brian (Tom Everett Scott) er
andstæða hennar. Þegar allir þess-
ir einstaklingar koma saman undir
einu þaki eiga alls konar skondnar
umræður og atburðir sér stað. En
nú þegar dauðinn vofir yfir er
Ellen neydd til að kynnast foreldr-
um sínum á fullorðinsbasís en
þannig hefur hún aldrei þekkt þau
áður. Fljótlega kemst hún að því að
í gegnum alla saumaklúbbana og
húsmæðrastörfin býr gáfuð,
ástríðufull og sterk kona en hún
kemst einnig að einu og öðru um
föður sinn sem er öllu hjákátlegra.
Meryl Streep er mikið verðlaun-
uð leikkona og nægir að nefna
myndir eins og Kramer vs. Kramer
og Sophie's Choice til að fólk kann-
ist við hana. Að sögn tók hún mjög
vel í að fá að leika móðurina. Sam-
kvæmt henni hafði hana alltaf
langað til þess að fá að spreyta sig
í hlutverki einnar slíkrar. Renee
Zellweger lék kærustu Jerry
Maguire í samnefndri mynd og
hlaut mikið lof fyrir. Hún hefur
einnig leikið í Reality Bites, Dazed
and Confused og The Return of the
Texas Chainsaw Massacre. William
Hurt hefur leikið í mörgum mynd-
um, t.a.m. Broadcast News,
Accidental Tourist, Kiss of the
Spider Woman, The Big Chill, I
Love You to Death og ótal fleiri
myndum. Leikstjórinn Carl
Franklln leikstýrði Devil in a Blue
Dress og þótti það hin besta mynd.
Hann hefur einnig áður leikstýrt
glæpadramanu One False Move
með Bill Paxton, Cindy Williams
og Billy Bob Thornton i aðalhlut-
verkum. Það þótti nokkuð djörf
ákvörðun að ráða hann til að leik-
stýra þessari mynd þar sem hann
hefur aldrei leikstýrt mynd á borð
við þessa áður.
2,6,
milljóna
dollara
sönnun
fyrir góð-
mennsku
A Civil Action er sannsöguleg
mynd um fræg réttarhöld. Hún er
bæöi lögfræðitryllir þar sem mikið
er í húfi og einnig dramatlsk mynd
sem færir okkur frá menguðum
bökkum Aberjona árinnar 1 Nýja-
Englandi til lagafyrirtækja og rétt-
arsala Bostonborgar.
Atburðirnir sem myndin byggir á
áttu sér stað fyrir rúmum áratug
þegar rithöfundurinn Jonathan
Harr ákvað að skrifa bók um málið,
verk sem tók hann níu ár að klára.
A þeim tlma var lögfræðingurinn
Jan Schlichtmann að græða á tá og
fingri með þvi að vinna hvert
einkaskaðabótamálið á fætur öðru.
Það sem hann langaði samt mest til
að gera var að verða frægur á því
að gera góðverk. Þegar hann tók
sig svo til og fór í mál við stórfyrir-
tæki sem voru grunuð um að hafa
valdið stórtjóni með mengun á
drykkjarvatni bauð hann Harr að
fylgjast með innan frá og gaf hon-
um grænt l.jós á að fylgjast með
öllu sem viðkom málinu. Harr
kveður málið hafa byriað óhemju
vel en það fór á annan veg. Leit
Schlichtmanns að sannleikanum
gekk svo langt að það jaðraði við
hreinustu geðveiki. Hann lagöi á
sig ómælt erfiði til þess að hafa bet-
ur og reiddi fram allan kostnað úr
eigin vasa. Að lokum var Schlicht-
mann búinn að eyða 2,6 milljónum
dollara í málið. Þegar honum var
boðin sátt upp á margar miUjónir
dollara neitaði hann og var á þeim
tíma ekki aðeins búinn að missa
stjórn á málinu heldur einnig lifi
sinu. En það sem Schlichtmann seg-
ir hafa verið heillandi við málið
var það að það sýndi hvaða mann
hver einasti aðili sem kom að þvi
hafði að geyma.
I
i
Superman
Nú er á döfinni að gera nýja
Superman-mynd og hefur Nicolas
Cage einhverra hluta vegna verið orð-
aður við aðalhlutverkið.
Myndverið sem á fram-
leiðsluréttinn hefur
ákveðnar hugmyndir
um hvaða leikstjóra
þeir vilji fá til að gera
myndirnar og sóttust
þeir upprunalega eftir að
fá Tim Burton, sem leikstýrði
Batman 1 & 2, til að taka verkið að
sér. Nú hefur það víst dottið upp fyrir
en eftir á óskalista myndversins eru
m.a. Simon West sem gerði Con Air,
Steve Norrington sem leikstýrði Blade
og Shekhar Kapur sem gerði Eliza-
beth.
Clooney sliMr
George Clooney, sem sást fyrir
skemmstu í Out of Sight, hefur ekki
aldeilis setið auðum höndum undan-
farið. Hann hefur verið
i skrifa handrit að
þáttum fyrir HBO
kapalsjónvarps-
| stöðina í Banda-
I ríkjunum. Þætt-
irnir eru með gam-
' ansömu ívafi og
' fjalla þeir um leikara
i L.A. sem heitir Kilroy.
Kilroy þessi á ekki sjö dagana sæla og
ganga þættirnir út á vandamál hans.
Litlar líkur eru á því að Clooney
muni koma til með að leika Batman
aftur ef það er eitthvað að marka það
sem hann segir, en að sama skapi er
ekki vist hvort það kemur nokkuð
önnur framhaldsmynd.
Rokk;
ógæ*
meni
Rokkbransinn á áttunda áratugn-
um var fjölskrúðugur og ýktur. Alls
konar smástirni sem komust á topp-
inn í smástund með einu lagi vilja I
dag frekar deyja en kannast við fortíð
sina. Margar gamlar hljómsveitir
hafa þó sameinast að nýju og kýlt á
endurkomu. Strákarnir í Sex Pistols
eru kannski besta dæmið um þetta og
svo hafa ýmsar hljómsveitir frá byrj-
un níunda áratugarins reynt eitthvað
svipað.
Still Crazy segir svipaða sögu,
nema hvað hljómsveitin í henni var
aldrei vinsæl: Drengirnir í rokkband-
inu Strange Fruit reyndu að slá í
gegn á sínum tíma en tókst það ekki
og leystist hljómsveitin því upp. Nú,
rúmum tuttugu árum síðar, ætla þeir
sem eftir standa að reyna að púsla
saman gömlu grúppunni og komast
inn í rokksenuna. Tony (Stephen
Rea) er einn þeirra. Eftir að hafa orð-
ið illa úti fjárhagslega vegna veitinga-
húsabrasks á Ibiza ákveður hann að
taka af skarið og hringja í Karen
(Juliet Aubrey), fyrrum umboðs-
mann Strange Fruit. Af ýmsum per-
sónulegum ástæðum tekur hún starf-
ið að sér og fyrr en varir er trommari
hljómsveitarinnar kominn í spilið. Sá
heitir Beano (Timothy Spall) og býr
í bakgarði móður sinnar þar sem
hann felur sig fyrir skattinum. Annar
söngvarinn, Les (Jimmy Nail),
ákveður einnig að taka þátt í ævin-
týrinu þrátt fyrir að hann lifi frekar
kyrrlátu og öruggu lífi með konu
sinni og börnum. Hann leggur þak-
plötulagninguna á hilluna og slæst í
för með hinum krökkun"rn Aðal-
söngvari hljómsveitarhniar, Ray
(Bill Nighty), hefur það nokkuð gott
á herragarðinum sínum þar sem
hann og sænska eiginkonan hans
búa saman. Árum saman hefur
hann verið að leika sér i einkahljóð-
veri sínu og tekur hann þvi tilboði
gömlu félaganna fegins hendi. Rót-
arinn, Hughie (Bill Connolly), fær
einnig sitt gamla starf aftur og við
upprunalegu mannaskipanina bæt-
ist ungur gítaristi, Luke (Hans
Matheson). Hins vegar vantar aðal-
gítarleikara hljómsveitarinnar, Bri-
an (Bruce Robinson), en til hans
hefur ekkert spurst síðan Strange
Fruit dró sig i hlé. Svo hefst tón-
leikaferðalag hið mesta og hver veit
hvaða viðtökur hljómsveitin hlýtur?
Drengirnir í rokk-
bandinu Strange Fruit
reyndu að slá í gegn á
áttunda áratugnum en
tókst það ekki og
leystist hljómsveitin
því upp. Tuttugu árum
síðar koma þeir
saman á ný - líklega
til að minnast
ófaranna. Og eins og
alltaf í bíó fer ýmislegt
öðruvísi en ætlað er.
Um þetta fjallar
bíómyndin Still Crazy.
Stephen Rea ætti að vera flestum
góðkunnugur fyrir hlutverk sitt í
myndinni The Crying Game. Hann
hefur einnig leikið í myndum á borð
við Interview with a Vampire, Mich-
ael Collins og The Butcher Boy. Jim-
my Nail er vel þekktur hérlendis
enda lék hann í sjónvarpsþáttunum
Crocodile Shoes sem voru nokkuð
vinsælir. Einnig brá honum fyrir í
Evitu Alans Parkers. Timothy Spall
lék í Secrets and Lies eftir Mike
Leigh og var tilnefndur til BAFTA-
verðlaunanna fyrir þann leik. Auk
hennar hefur hann leikið 1 myndun-
um White Hunter Black Heart, Got-
hic, Hamlet, To Kill a Priest og Home
Sweet Home, svo fátt eitt sé nefnt.
Brian Gibson leikstjóri leikstýrði
What's Love Got to Do with It sem
fjallaði einmitt um Tinu Turner og
einnig The Juror sem fjallaði ekki
um Tinu Turner. Sem sagt:
Rútíneraðir menn á ferð.
f Ó k U S     9. apríl 1999
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24