Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						
meömæli
g f n i
Sundlaugar, stórmarkaðir, bóka-
söfh, diskótek, vinnustaðir, pöbbar,
sveitaböll, irkið. Allt þykja þetta ágæt-
ir staðir til til-
hugalífs. Oft viU
þó gleymast einn
i ágætur vettvang-
, ur sem eru ferðir
I Ferðafélags ís-
| lands og Útivist-
ar. Þar er ókunnugt fólk hrist saman i
rútu og farið með það upp i sveit þar
sem það gengur í náttúrunni og hefur
fáa möguleika á annarri dægradvöl en
að tala hvað við annað. Oft standa
ferðirnar yfir. dögum saman og þá er
garanterað hoppsassí i tjöldunum. í
dagsferðunum er upplagt að „leggja
inn" og þá heyrast pikköpplinur eins
og „vá, hvar keyptirðu þessa skó".og
„viltu koma og tékka á nýrri gjótu?".
Kebabhúsið á Lækjartorgi er nýjasti
kosturinn fyrir svangt og tímabundiö
fólk. í útlöndum lekur olían af
kebabinu en í heimil-
islega kebabhúsinu
! hafa gestir það á til-
finningunni að þeir
' séu að láta heilsu-
! fæði ofan í sig. Góm-
sætur biti semsé og
ekki dýr. Með til-
komu kebabsins má segja að Islending-
ar geti loksins valið úr öllum helstu
möguleikuhum í skyndibitabransan-
um.
í nýlegri könnun kemur fram ai)
sætanýting i bíó er ekki nema 15%.
Þetta hlýtur að valda mörguin ugg og
fólk spyr sig: Er framboðið of Búkið?
Til að koma til
móts við þetta má
breyta og bæta sal-
ina, rífa óþægilega
bekkina i burtu,
koma fyrir hægindastólum eða sófum,
stofuborðum og fótaskammelum. Auð-
vitað er svo pláss fyrir smábar i einu
horninu og reykingar ættu vitaskuld
að vera leyfðar. I þessu frábæra fyrir-
komulagi yrðu hvimleið hléin óþarfl
og bíóferðin sem slík ein allsherjar
skilningarvitaveisla.
í Finnlandi er sána i hverju húsi
inn af baðherberginu en hér þykir
sána i heimahúsi bera vott um mikið
rikidæmi. Þetta er auð-
vitað galin staðreynd og
srjórnvöld ættu að sjá
sóma sinn í að koma
sánu i hvert hús. Sánu-
menningin er nefnilega
kjörin fyrir okkur Is-
lendinga og við þyrftum ekki langan
aðlögunartima, svo vön erum við heitu
pottunum. Srjórnmálaafl sem boðaði
„Sánu í hvert hús fyrir 2010!" myndi
rúlla þessu upp 8. mai.
Það er kraftur f KK. I gær byrjaði törtleikaferð hans,
„Vorboðinn hrjúfí", sem standa á tíl 28. maí. 42 tönleikar
á 44 dögum: geri aðrir betur.
Kánnski verð i
K9SK OCI SÍtt
1 ¦ JI' I liyflEIXr I Mrft J
Það náðist í KK rétt áður en túr-
inn hófst. Hann var að skoða húsbíl-
inn sem verður heimili hans næstu
vikurnar, rauður og búinn öllum
þægindum. Það þarf ekki að væsa
um KK á vegum úti. Þetta er lengsti
túr sem KK hefur tekið um landið.
Hann verður að mestu einn á ferð
en á þrennum tónleikum kíkir
Magnús Eiríksson inn og á öðrum
þrennum mæta Kommi og Þorleifur
og þá verður slegið uppballi með
KK-bandinu.
„Ég elda sjálfur að mestu leyti en
svo fær maður sér sósu og salat á
leiðinni," segir KK, aðspurður um
mataræði. „Ég fæ mér eitthvað á
hótelunum líka en morgunmatinn
tekur maður út í guðsgrænni nátt-
úrunni fjarri öllum mannabyggð-
um."
- Hefði ekki verið gáfulegra að
fara túrinn seinna í sumar þegar
veðrið er skárra?
„Það held ég ekki því þá er svo
mikið annað að gerast og margir
farnir eitthvað. Mér finnst eins og
þetta sé rétti tíminn."
- Hefurðu komið á alla þessa staði
áður?
„Flesta en ekki alla. Ég hef t.d.
ekki komið í Loðmundarfjörð, Mjóa-
fjörð, Trékyllisvík og nokkra aðra.
Alla hina hef ég komið á og spilað á
þeim flestum."
KK fmnst auðvelt að svara því
hver sé uppáhaldsstaðurinn sinn á
íslandi: „Where ever I lay my hat",
s
„Eg held að ég yröi
ekkert betri í þessu
þótt ég færi í skóla.
Ég hef ódrepandi
áhuga á tísku og út-
liti og það er alveg
nóg," segir Hrafn-
hildur Hólmgelrs-
dóttir stílisti.
e g í r
hann á
e n s k u .
„Samt líð-
ur mér
auðvitað
b  e  s  t
heima í faðmi fjölskyldunnar."
Blóðið upp í heila
Þeir sem til þekkja vita að líf
popparans „on ðe ród" fer að mestu
í að bíða. Þessu er KK ekki sam-
mála. „Biðin er bara fyrir alvöru
poppstjörnur. Götuspilararæflar
eins og ég eru alltaf uppteknir því
ég er að róta sjálfur, keyri sjálfur og
þarf því ekki að bíða eftir að ein-
hver annar geri allt fyrir mig."
- En verður ekki dauður tími?
„Það er besti tíminn. Ég er á bíln-
um og er því ekki bundinn við hótel
eða einhvern stað þegar ég er búinn
að spila. Ég rýk bara af stað og legg
fjarri mannabyggðum. Svo vakna ég
þar um morguninn. Það er kikkið
við þetta. Ég er með gítarinn með
mér og fullt að lesa. Það er gott að
vera einn með sjáifum sér uppi í
sveit einhvers staðar. Maður leggst
bara fyrir með bók og kaffi. Svo
nota ég tímann til að skrifa texta. Ég
á slatta af lögum en vantar texta.
Svo ætla ég i
göngutúra eins og
Laxness. Hann
gekk alltaf
einn, tvo
tíma á
dag til
að fá - '
blóðið til
að flæða
upp     í
heila.   Þá
fer  aUt
stað."
Ef hundur-
inn syngur
með
KK er smeykur við að ein
angrunin hafi aukaverkanir. „Ég
býst við að Ómar Ragnarsson komi
og taki viðtal við mig því ég verð
orðinn svo skrýtinn. Ef Ómar vill
gera viðtal við mann er það ákveðið
merki um að það sé ekki allt í lagi.
Kannski verð ég kominn með kæk
og sítt skegg á Fagrahvammi."
Ef KK verður ekki lagður inn að
túr loknum fer hann í að gera nýja
plötu. „Ég á fullt af mjög skemmti-
legum lögum og aldrei þessu vant
hef ég nægan tíma."
- Verða þetta langir tónleikar hjá
þér?
„Það fer eftir stemningu, einn og
hálfur tími upp í þrjá, bara eftir því
hvað er í gangi. Ef það kemur einn
maður með hund get ég verið að
spila í þrjá tíma fyrir hann, þ.e.a.s.
ef hundurinn syngur með. En ef það
koma t.d. þrjátíu manns og sitja í
bilunum sínum og vilja ekki fara úr
þeim spila ég kannski í hálftíma.
Held svona „drive-in" konsert. Já,
það er helvíti góð hugmynd..."
Konan sem krukkar
í Ford-stelpurnar
Manneskjan sem sér um allt hvað
varðar útlit og umgjörð Ford-keppninn-
ar í kvöld er 21 árs sjálfhámaður stílisti
sem heitir Hrafnhildur Hólmgeirsdótt-
ir. Það er sama hvort um er að ræða
varalit keppenda eða tískusýningar,
Hrafnhildur er heilinn á bak við þetta
allt saman. Hún byrjaði að fikta við út-
litshönnun fyrir þremur árum þegar
ljósmyndari einn bað vinkonu hennar,
Elísabetu Davíðsdóttur fyrirsætu, um
að sitja fyrir hjá sér. Elísabet fékk
Hrafhhildi til að sjá um útlitið fyrir sig
og þá kom í ljós að hún er mikUl stílisti
í sér enda búin að vasast í tískunni og
vinna í tískuvöruverslunum um árabil.
Hrafhhildur segist engan áhuga hafa á
að læra þetta neitt frekar.
„Galdurinn við útlitshönnun er að
hafa tilfinningu fyrir því sem maður er
að gera. Eftir að hafa unnið með ljós-
myndurum og leikstjórum í þrjú ár er
ég komin með þónokkra reynslu og
þjálfun sem er það dýrmæt að ég held
að ég yrði ekkert betri þótt ég færi í
skóla. Ég hef ódrepandi áhuga á tísku
og útliti og það er alveg nóg."
Hrafnhildur hefur komið víða við á
þeim þremur árum sem hún hefur ver-
ið í bransanum, séð um útlit ýmissa
sýninga, tískuþátta í tímaritum, sjón-
varpsauglýsinga og fleira. Hún segir að
umgjórð Ford-keppninnar i Héðinshús-
inu í kvóld verði sérstaklega glæsileg.
„Héðinshúsið er ótrúlega flott hús-
næði. Það er hrátt og býður fyrir vikið
upp á allt öðruvisi og miklu grófara út-
lit heldur en verið hefur hingað til í
svona keppni."
Sérðu fyrir þér hver fer með sigur af
hólmi í kvöld?
„Nei. Ég er búinn að vera að krukka
svo mikið í þessar stelpur að ég er fyr-
ir löngu hætt að vera dómbær á það.
Þetta er ótrúlega jafn hópur og margar
sem koma til greina."
Eftirlitsmyndavélarnar og
nágrannar þeirra:
„Þetta er náttúrlega
\'Vl>\\á friðhelgi
heimilisins." 4
f*%
Ágúst kvikmynda-
tökumaður:
I Hefur unnið
með Nirvana,
Guns 'N'   a
Roses og  ™
Johnny Cash
Blóm, stjörnur og krónur:
Hvar er best og
ódýrast að fá   7
sér að borða?
Nýjar reglur í daðri:
Engar sjúklegar
o  útlitskröfur
Kiddi Kanína
fullur fram-
kvæmdagleði:
„Maður er að
drukkna í liði
seni vill koma"
Sigurvegarar Músík-
tilrauna, Mínus:
„Ef einhver
böggar okkur
þá lemjum við
hann bara"
12-13
14
Svarthöfði (Darth Vader):
Kemur í lokin á nýju
Star Wars-myndinni
Horfnar hugsjónir:
Enginn veit hvert
Friðarsamtök   16
listamanna hurfu
vinnu
Lifid eftir
^ I21 utti lcó?
Gerðubergi
PÖI1É á:i
Kaffihúsagagnrýi
nstrin öli
™ • F ó k u s
2S íyigir dv á
jtp föstudögum
Forsíðumyndina tók ÞÖK
af  Krumma í Mínus.
16. apríl 1999 , f, Ó K .M S ,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24