Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Japönsk tónlist er yfirleitt frísk. Pizzicato 5 og Cornelius
eru í framlínu frískleikans og voru að gefa út nýjar plötur:
meðstí
Þeir sem hafa nef fyrir ferskleika
vita að heppilegt er að þefa af japönsk-
um tónlistarmönnum, því af þeim er
ósjaldan frískleg lykt. Nýlega komu út
tvær plötur sem vert er að mæla með
og báðar eru þær gefnar út af Matador
Records í New York, sem hefur auk
þess á sínum snærum bönd eins og
Jon Spencer Blues Explosion, Yo La
Tengo og Pavement.
Apadrengurinn blandar
Hann heitir Keigo Oyamada en
tók sér upp listamannanafnið Corn-
''MHNiirin
JJ^ÍiJjJj
NR.
vikuna 16.4-23.4.
Hástökkvararvikunnarer
Skitamoralsplltarnlr. Þelr þykja líka
Hðtæklr f pottasundi.
SætiVikur LAG
FLYTJANDI
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
10  LADYSHAVE.................................GUS GUS
5  WHY DON'T YOU GET A JOB..................OFFSPRING
9  STRONG ENOUGH ...............................CHER
19  FLY AWAY............................LENNY KRAVTTZ
8  TENDER.......................................BLUR
4  PROMISES..........................THE CRANBERRIES
6  CHARLIE BIG POTATO..................SKUNK ANANSIE
4  STRONG............................ROBBIE WHXIAMS
4  SHEEP GO TO HEAVEN................:..........CAKE
7  MARIA.....................................BLONDIE
6  NO SCRUBS..................................... .TLC
6  BIRTIR TIL............................LAND OG SYNIR
7  YOU STOLE THE SUN FROM ME .......MANIC STREET PR....
2  EINN MEÐ ÞÉR..........................SKÍTAMÓRALL
4.  CHANGES......................................2PAC
2  FREAK ON A LEASH.............................KORN
1  IF YOU BELIEVE ...............................SASHA
5  TUNGLIÐ ....................................S.S. SÓL
4  YOU GOTTA BE...............................DES'REE
REAL LIFE  .................................BON JOVI
TEQUILA ...............................TERROVISION
HOW LONG'S A TEAR TAKE TO DRY.....BEAUTIFUL SOUTH
THAT DON'T IMPRESS ME MUCH...........SHANIA TWAIN
BOY YOU KNOCK ME OUT.....TATYANA ALI & WELL SMITH
THE ANIMAL SONG....................SAVAGE GARDEN
GOOD RHYMES..............................DA CLICK
HEARTBREAK HOTEL................WHITNEY HOUSTON
39  14  LOTUS........................................R.E.M.
40   1  THANK ABBA FOR THE MUSIC..........VARIOUS ARTISTS
Cher hangir enn
saman og á listanum,
þrátt fyrir allar
fegrunaraðgeröirnar.
Kynóðir og krelsí:
Placebo dúkka upp
númer 21.
2/4
1
11
3
2
4
6
5
7
17
20
23
8
12
30
18
15
9/4
2
11
4
1
10
19
3
7
20
24
28
6
12
18
27
9
26
9
20	13	ERASE/REWIND ................	.......THE CERDIGANS	16  13
21	1	EVERY YOU, EVERY ME..........	.............PLACEBO	essh
22	15	PRAISE YOU .. .FATBOY SLIMYOU STOLE THE SUN FROM ME		18  10
23	5	WHEN GOING GETS TOUGH.......	.............BOYZONE	28  33
24	4	MY NAME IS...................	..............EMINEM	25  30
25	1	MY STRONGEST SUIT  ...........	..........SPICE GffiLS	f?im
?6	3	IN OUR LIFE...................	...............TEXAS	26  27
				
27	5	SLIDE.........................	.......GOO GOO DOLLS	14  14
28	3	REMAKE MY FIRE ..............	.......HOUSEBUHDERS	33  35
29	5	YOU GET WHAT YOU GIVE.......	.......WEW RADICALS	31  31
30	8	NOTHING REALLY MATTERS......	............MADONNA	19  17
31
32
33
34
35
36
37
38
40
35
39
34
21
29
37
22
19
38
15
23
40
22
13
Taktu þátt í vali
listans í síma 550 0044
íslenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar og DV.
Hringt er í 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára. af
öllu landinu. Einnig getur fólk hringt f síma 550 0044 og
tekiö þátt i vali listans. íslenski listinn er frumfluttur á
fimmtudagskvöldum á Bylgjunni kl. 20.00 og birtur á
hverjum föstudegi í DV. Listinh er jafnframt endurfluttur
á Bylgjunní á hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn er
birtur, aö hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöövarinnar.
íslenski listinn tekur þátt í vali „World Chart" sem
framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig
hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i
tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandariska
tónlistarblaðinu Biliboard.
Yflrumsjón meö skoðanakönnun: Halldóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV ¦ Tölvuvinnsla: Dódó
Handrit, heimildaröflun og yfimmsjón með framleiöslu: ivar Guömundsson - Tæknistjórn og framleiösla: Þorstelnn Ásgeirsson og Þráinn
Steinsson Útsendingastjórn:  Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jðhannsson og Ragnar Páll Ólafsson - Kynnir i útvarpi: lvar Guðmundsson
elius eftir góða apanum í Planet of
the Apes myndunum. Áður en sóló-
ferillinn hófst söng hann og spilaði
með bandinu Flipper's Guitar.
Fyrsta sólóplatan hét 69/96 og var
heldur súr. I fyrra kom út önnur
platan, „Fantasma", og hlaut verð-
skuldaða athygli, var aðgengileg og
torræð í senn. Blanda Corneliusar
Ier einstæð en kannski er hann jafn
geðklofinn og Beck því hann blandar
saman brimrokki a la Brian Wiison,
teiknimyndatónlist, hipphopptöktum,
jungletöktum og ryksugurokki í anda
My Bloody Valentine. Þetta er þó eng-
in blöndun blöndunnar vegna, heldur
er undirstaðan, grípandi melódían og
lagauppbyggingin, á sínum stað og
skín í gegnum hræringinn. Ofan á er
svo dembt fyndnum vísunum í popp-
söguna, t.d. heita sum lögin eftir fræg-
um popplögum.
Það sem japanski apadrengurinn
færir oss núna er „rímix" platan
FM/CM. Hún er tvískipt. Annars
vegar endurblanda aðrir lög af
Fantasma, hins vegar blandar Corn-
elius lög annarra. Þama er ágætis
lið á ferðinni, t.d. Money Mark,
Damon Albarn, U.N.K.L.E. og
Coldcut, auk japönsku rokkpianna í
Buffalo Daughter og Konishi Yasu-
haru úr Pizzicato 5. Rímixplatan er
ágætis viðbót fyrir aðdáendur
Fantasma, en þeir sem hafa ekki
heyrt þá plötu og langar i eitthvað
gott ættu að hlaupa út í búð.
Tónleikar eins og
tískusýning
Pizzicato 5 er orðin þekkt stærð
hjá þeim sem fíla eðalpopp. Á ís-
landi eru m.a.s. aðdáendur, t.d. Páll
Óskar og Emilíana Torríní, sem
söng lag eftir sveitina inn á plöru.
Hljómsveitin er frá Tokyo og má
rekja ættir hennar aftur í mús-
íkklúbb þar sem nokkrir strákar
hittust 1979. Fyrsta platan kom út
1985 og fyrstu árin voru manna-
breytingar tíðar og ýmsar söngkon-
ur við hljóðnemann.  Nú er
Makl og Konlshi í Pizzicato 5 með hundana sína.
WHusslapparafheima
plötudómur
bandið dúó; Konishi Yasuharu ber
ábyrgð á tónlistinni, Maki Nomiya
syngur og er andlit sveitarinnar út
á við.
Fáar sveitir eru jafn tískulega
þenkjandi og Pizzicato 5. Oft eru
tónleikarnir eins og tískusýning,
Maki breytir um búning fyrir hvert
lag og gengur um eins og sýningar-
stúlka á milli þess sem hún er í
stuði við hljóðnemann. Myndræna
hliðin er alltaf áberandi hjá band-
inu, á tónleikum varpa þau mynd-
um á marga skjái og leika sér með
ljós, glingur og sviðsmuni.
Pizzicato 5 er nútímaleg sveit en
nútími þeirra er kyrfilega bundinn
í fortiðinni. Þau eru hrifin af tísku
og tíðaranda áranna 1960-65, helst
minnir „lúkkið" á það sem þótti
fínast í París á þessum árum. Allt í
kringum sveitina er smart og kúl.
Nánast er lögð sama alúð í mynd-
bönd, plöruumslóg og auglýsingar
og í sjálfa tónlistina. Þetta fólk sæ-
ist seint í jogginggalla, nema hann
væri aðsniðinn og silfurlit-
aður.
Rjómablíðupopp
En allt þetta tískubrölt
væri frekar innantómt ef í
grunninn væri Pizzicato 5
ekki æpandi fínt popp-
band. Þau voru reyndar
frekar lengi að finna sig
og ekki er hægt að mæla
með fyrstu plötunum -
nema  fólk  vilji  lélegt
diskó.  Allan  þennan
áratug hefur hins vegar
' verið að færast líf í popptuskuna.
Hjá Matador hafa komið út fjórar
stórar plötur. Tvær þær fyrstu,
„Made in USA" og „The Sound of
Music", voru safn laga af plötum
sem þegar höfðu komið út í Japan.
Sú næsta, „Happy End of the World"
(1997), kom út samtimis um allan
heim, en var sungin á japönsku. Á
nýju plötunni, „The International
Playboy & Playgirl Record", sem
kom út í vikunni, er enn sungið á
japönsku en textarnir hafðir með á
ensku. Platan kollvarpar þeirri full-
yrðingu að popp þurfi að vera á
ensku, því japanskan gerir tónlistina
bara meira spennandi og framandi.
Líkt og hjá Corneliusi er poppið
hrært saman úr öllum áttum. Diskó,
sjöunda áratugar popp, exotíka og
sígilt japanskt popp tjútta saman á
nýju plötunni, sem verður að teljast
með því allra besta sem sveitin hef-
ur gert. Inni á milli eru svo torræð-
ari bitar, t.d. langur kafli þar sem
einhver Japani flytur ræðu. Á
„Happy End of the World" voru
drum and bass taktar í fyrirrúmi, en
nú þykir Pizzicato 5 greinilega d&b-
ið hafa runnið sitt skeið á enda. Leit-
að er aftur í sjöunda áratuginn, t.d.
hljómar „Magic Twin Candle Tale",
frábærasta lag plötunnar, eins og
Bítlarnir séu afturgengnir og fluttir
til Tokyo. Mörg önnur rjómablíðu-
popplög má finna á þessari plötu og
ef eitthvert vit er heiminum verður
þetta platan sem hljómar úr útvarp-
inu í sumar. Ekki búast við því
samt.
Alda
- Out of Alda: J&l
WOITC VOHblilðr
Litla álfaprinsessan okkar, hún
Alda, náði þeim fáheyrða árangri
að koma lagi sínu „Real Good
Time" í sjöunda sæti breska smá-
skífulistans hér um árið og urðu
margir hvumsa. Enda hafa ekki
margir samstarfsmenn Sverris
Stormskers ratað þangað.
Alda fylgir nú þessum ágæta ár-
angri sínum eftir með breiðskíf-
unni „Out of Alda" og ætlar greini-
lega að láta kné fylgja kviði. Platan
er að minnsta kosti full af lögum
sem minna á hittið góða, auk þess
sem tvær útgáfur af „Real Good
Time" fylgja með, fyrir ég veit ekki
hvern.
Það hefur ýmislegt gerst í tón-
listarheiminum síðan Alda átti
smell og ekki síst eru Spice Girls
og viðlíka óþverri dottinn úr tísku.
Alda er samt á fullu i górlpáverinu
og kallar alla fram á gótfið til að
taka þátt í endalausu stuðinu. Allir
eru bara búnir að fá leið á þessari
fjöldaframleiddu gervimúsík sem
Simon „Satan" Fuller var svo góð-
ur að markaðssetja fyrir
Krydddruslurnar og því kemur
ekki á óvart að „Out of Alda" virð-
ist ætla að floppa um allan heim.
Ég held svei mér þá að þetta gangi
tæplega í Japana og gerðu þeir þó
Shampoo að tekjuhæstu konum
Bretlands fyrir nokkrum árum.
Hugtakið „One Hit Wonder" á
sérlega vel við um Öldu. Þótt það
sé alltaf gaman þagar íslendingum
gengur vel erlendis sé ég enga
ástæðu til að mæla með þessari
Það hefur ýmislegt gerst í
tónlistarheiminum síðan
Alda átti smell og ekki síst
eru Spice Girls og viðlíka
óþverri dottinn úr tísku.
plötu sem einkennist af þreyttum
eftirlíkingum af tónlist sem var
ekki merkileg til að byrja með,
splæst við texta sem benda ekki til
að það sé skemmtilegra að vera
poppstjarna en kaupfélagsstjóri á
Hellu.
Lélegasta plata sem ég hef heyrt
lengi.               Ari Eldon
f Ó k U S   16. apríl 1999
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24