Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 11
Fugazi, Pavement, Wiseguys, Les Rythmes Digitales, Jon Spencer Blues Explosion og Shellac eru allt stór bönd á sínu sviði í rokkinu. Þau eru öll á leiðinni til landsins á næstu tveim mánuðum fyrir tilstilli eins manns: Kristins Sæmundssonar, Kidda kanínu. Maður er að drukkna í liði sem vi koma Þeir sem þekkja inn á rokkið kannast við Kidda kanínu. Hann hefur holað sér niður í kanínuholu á Laugaveginum þar sem hann býr og gerir út eina albestu plötubúð landsins, Hljómalind. Kiddi ber persónulega ábyrgð á nokkrum af flottustu tónleikum sem hér hafa verið haldnir en nú hefur kappinn fyllst eldmóði og boðar lágmenn- ingarveislu Hljómalindar; fimm stórtónleika fram í byrjun júní. Fjölmiðlar stútuðu Uxa Kiddi er enginn aukvisi þegar kemur að tónleikahaldi: „Fyrstu tónleikana hélt ég þegar ég var 14 ára,“ segir hann og tottar King Al- bert. „Það var Þursaflokkurinn í Fellaskóla. Þá tónleika hélt ég al- veg upp á mitt eindæmi. Bjó til plakat sem ég hjólaði með í all- ar sjoppur í Breiðholtinu. Það seldust tveir mið- ar fram yfir kostnað. Maður hélt svo áfram að halda tónleika í skólum og félags- miðstöðvum. Þeg- ar ég byrjaði með búðina ‘91 fór ég strax að hafa samband við er- lend útgáfufyrir- tæki með það í huga að verða umboðsaðili á ís- landi. Þá vildi enginn eiga um- boðsaðila hér og enga hljómsveit langaði til að koma hingað. Með því að kynnast fólki smátt og smátt tókst mér smám saman að plata bönd hingað, sem er allt önnur staða en í dag þegar maður er að drukkna í liði sem vill koma.“ Kiddi byggði upp veldið, flutti fyrst inn Freaky Realistic ‘93 en svo komu m.a. St. Etienne, Drum Club, Howie B., Bandulu og Propellerheads, sem sagt allt bönd í dansgeiranum. Sumarið 1995 var Kiddi innsti koppur í búri þegar Uxa-hátíðin var sett upp. Þó hugmyndin væri góð - að setja upp alvöru sumarfestival með erlend- um og íslenskum atriðum - gekk hún ekki alls kostar upp. „Uxi varð bitbein fjölmiðla og fá- ránlegrar umræðu um eiturlyf og æsku,“ segir Kiddi. „í staðinn fyrir að fjölmiðlar og stjórnvöld bökk- uðu þetta upp var allt gert til að stúta okkur. Samt á Uxi stærstan hlut í því hæpi á íslandi sem er i gangi núna. Alveg sama hvað hver segir um Björk. Hún ruddi bara brautina en hún dregur engan til landsins. Það þarf einhver að vera á landinu til að taka við þessu fólki og gera þetta þannig að orðsporið berist út og eitt leiði af öðru.“ Næturklúbbar eru horn- steinar menningarinnar Kiddi hefur aldrei riðið spikfeit- um hesti frá tónleikahaldinu, enda það ekki takmarkið. Hann segist hafa tapað mörgum milljónum á þessu brasi, m.a.s. misst ofan af sér íbúðina. Hann heldur þó ótrauður áfram: „Ég var að flytja inn blaða- menn og alls konar fólk til að búa til hæp í kringum landið og fékk aldrei neinn styrk. Öll list í landinu er meira og minna styrkt og það sem ég hef verið að gera er mesta auglýs- ingin fyrir land- ið því fólk segir: allar hetjurnar eru á íslandi, hvað eru þær að gera þar? Hvað er þetta með ís- land? Og það er hvorki nætur- klúbbur né skemmtistaður hérna. Og það má skemmta sér til kl. 3 á næt- urnar og eftir það er bara götu- fyllirí. Og svo á þetta að vera menningarborg árið 2000!“ Kiddi fussar yfir vitleysunni: „Við eigum ekki einu sinni nætur- klúbb sem er einn af homsteinum menningarinnar, hvort sem það er há- eða lágmenning. Nætm-klúbbur er algjört skilyrði fyrir því að ein- hver menning geti þrifist héma. Hér em einhverjir smástaðir þar sem fólk verður að sitja - það er engin alvöru lágmenning í þvi.“ Kiddi er ósáttur með aðstöðuna og segjist þurfa að „búa eitthvað til“ þegar hann leitar að heppilegu húsnæði undir tónleika. Ekki er komið á hreint hvar lágmenningar- hátíðin verður haldin en það verð- ur ekki á hefðbundnum tónleika- stað enda er hann ekki til. Sjopputryllingur Nú er Kiddi dottinn úr dansgírn- um, flutti síðast inn Fuck og Will Oldman, sem bæði eru ljúfir rokk- arar og það sem er fram undan er allt saman rokk, nema Wiseguys og Les Rythmes Digitales. „Það má segja að núna sé ég á rokktímabilinu," segir hann. „Ýms- ir aðilar hafa komið inn í innflutn- ing á plötusnúðum og þess háttar og það er orðið algjört kraðak í þeim geira. Það er ekkert vit í þessu þegar það eru tvö, þrjú parti á einhverjum pöbbum um hverja helgi. Síðastliðna mánuði hefur komið hálfgerður sjoppu- og video- leigutryllingur í þennan innflutn- ing. Það ætla allir að græða á þessu eða vera töffarar, ég veit ekki hvort heldur vakir fyrir fólki. Mér fannst orðið alltof mikið af danstónlist að koma hingað og skipti því um gír.“ Rokkkonfekt á línuna Kostnaður vegna tónleika hefur lækkað með því að taka böndin hingað þegar þau eru á leiðinni milli heimsálfa og semja við þau beint. Það eru þvi sáralitlar likur á að Kiddi missi kofann ofan af sér núna, sérstaklega þar sem haft er í huga hvers lags eðalbönd hann er að fá hingað. Frumkvöðlar hardkorsins, Was- hington-sveitin Fugazi, ríður á vaðið og spilar hér þriðjudaginn 27. apríl. Föstudaginn 7. maí er komið að lo-fi popprokki frá Pa- vement. Tveim vikiun síðar skellur á biggbít og danseð- all frá Wiseguys og Les Ryt- hmes Digitales. Laugardag- inn 29. maí mæta á klakann konungar suddarokksins, Jon Spencer og félagar hans í Blues Explosion og síðasti konfektmolinn sem Kiddi býður upp á í bili er glerbrotarokksveitin Shellac sem sjálfur Steve Albini (pródúser fyrir m.a. Nirvana og Pixies og áður í Big Black og Rapeman) fer fyrir. Þeir tónleikar verða þriðju- daginn 8. júní. Rokkarar geta sem sagt farið að sleikja út um. En er Kiddi ekki hrœddur um aö framboöiö veröi of mikiö og rokkar- arnir fái rœpu af öllu saman? „Mér er alveg sama,“ segir Kiddi. „Þetta stendur til boða svona og ég ætla bara að gera þetta svona. Þó að Pavement komi t.d. í miðjum prófum þá mæta þeir á Pavement sem hafa áhuga á annað borð. Föstudagskvöld, þúsund kall inn; fólk sem hefur áhuga kemur þótt það sé í prófum og hitt liðið skiptir hvort sem er engu máli og hefði hvort sem er ekki kom- ið. Þetta er bara þannig." Fyrst þaö er ekki peninga- grœögin, hvað er þaö þá eiginlega sem heldur kanínunni gangandi í þessu öllu saman. Hver er gulrótin? „Fyrst og fremst er þetta bara gaman. Ég hef verið með þessa bakteríu síðan ég var stubbur og virðist ekki ætla að losna undan henni. Eina lækningin er að halda eina og eina tónleika." Eftir þessa törn ætti Kiddi að ganga heill til (rokk)skógar. -glh Séntilmenn í suddarokki. Jon Spencer Blues Explosion í Reykjavík 29. maí. Sætir strákar með huggulega rokkpoppið á tæru: Pavement í Reykjavík 7. maí. Durgarnir í Fugazi tryllast yfirleitt á tónleikum og þruma þrýstnu hardkorpönkinu á skrílinn. Hér verða þeir þriðjudaginn 27. apríl. Manics allt í öllu Manic Street Preachers er með stærstu rokkböndunum i dag eftir sigurför síöustu plötu. Sveitin otar sínum tota í sumar og verður á þrem stærstu rokkhátiðunum i Englandi, auk annarra festivala í Evrópu. Glastonbury hátíðin verður haldin 25.-27. júní og þó stutt sé í skrallið hefur ekki enn verið gefinn út listi yfir böndin sem troða upp. Ýmsar sögusagnir eru þó á kreiki og auk Manics hafa Marilyn Manson, Und- erworld, Hole, Roni Size og The Car- digans verið nefndar. V99 festivalið fer fram helgina 21.-22. ágúst á tjaldsvæði í nágrenni við Wolverhampton. Auk Manics hafa Suede, Beautiful South, Massive Attack, hin endurvakta gleðisveit Happy Mondays, Gomez og Cast ver- ið nefndar. T in the park hátíðin fer fram helgina 10.-11 júli og hafa Blur, Fun Lovin’ Criminals, Placebo, dEUS, Massive Attack, Beautiful South og gleðigosinn Tom Jones verið orðuð við hátíðina ásamt Manic Street Preachers, sem verður greinilega allt í öllu í sumar. Hróarskeldu- hátíðin minnkar við sig Sumarið er tími fyrir stórfengleg rokkfestivöl og nú er allt að komast á hreint með þau stærstu. Hró- arskelduhátíðin verður haldin 1.-4. júlí og þar verður gott úrval að vanda. Stefnt er að þvi að minnka umfang hátiðarinnar niður í 65.000 miða en stærst var hátiðin fyrir tveim árum þegar um 90.000 manns mættu. Komiö verður upp nýju teknótjaldi en tjöldin tvö, sem stóðu út frá miðsvæðinu, verða lögð niöur. Það er sem sagt verið að þjappa há- tíðarsvæðinu meira saman. Helstu böndin i ár eru Metallica, R.E.M., Marilyn Manson (sem afboðaði i fyrra - sjáum til hvað gerist í ár), Skunk Anansie, Manic Street Preachers, Robbie Williams og sænsku rokkhundamir í Bob Hund. Rjóminn á Woodstock Enn fieiri stjörnur stiga á svið á Woodstock hátiðinni þó Manics séu ekki bókaðir þar, enda veldi þeirra sterkara í Evrópu. Woodstock verð- ur haldin á svipuðum stað og gamla hippahátíðin, í nágrenni við Rome í New York riki helgina 23.-25. júli. Þar verða Metallica aftur og nýbún- ir ásamt Jewel, Alanis Morissette, the Dave Matthews band, Sheryl Crow, Red Hot Chili Peppers og Willie Nelson. Ekki má svo gleyma Aerosmith, Live, Collective Soul, Counting Crows, The Offspring, Creed og Fatboy Slim - sem sagt rjóminn af amerisku vinsældalista- rokki. 16. apríl 1999 f ÓkuS 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.