Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						24
MANUDAGUR 19. APRIL 1999
íþróttir
i>v
Hvaö finnst þér?
Hvaða liö verður Islands-
melstarl í hand-
knattleik kvenna?
Kolbeinn Finnsson:
„Stjarnan vinnur þetta, 3-1.
Þær eru með mikiö heilsteypt-
ara lið, hafa reynsluna og hefð-
ina á bak við sig og eru ein-
faldlega með sterkara lið."
Sveinbjörg Halldórsdóttir
„Þetta verður mjög erfitt en
ég vona það samt að FH hafi
það. Stjarnan er búin að vera
svo oft íslandsmeistari og ég
vona að FH vinni."
Ásta Eyjólfsdóttir
„FH vinnur að sjálfsögðu.
Þær hafa sýnt það að þær
munu standa sig, þær hafa vilj-
ann og eru bara betri."
Ragnheiður Karlsdóttir
„Ég spái því að það fari 3-1
fyrir Srjörnuna. Reynslan veg-
ur þar þungt, þær hafa náð að
leysa vandann þegar Ragnheið-
ur Stephensen er tekin úr um-
ferð."
Omar fór til Lokeren
Ómar Pálsson, sonur Páls Guðlaugssonar, þjálfara Leifturs í knatt-
spyrnu, fór í dag til belgíska A-deildar liðsins Lokeren en þar verður
hann til reynslu næstu 2 mánuðina. Ómar er 18 ára gamall. Hann leikur
með meistaraflokki Götu í Færeyjum og hefur átt fast sæti í drengja- og
unglingalandsliði Færeyja. Njösnarar frá Lokeren komu auga á Ómar í
leik með unglingalandsliöinu og eru spenntir að gera við hann samning,
standi hann sig vel hjá félaginu.                           -GH
Jakob er á heimleið
Jakob Már Jónharðsson knattspyrnumaður er hættur hjá Helsingborg
í Svíþjóð og er á leið heim eftir eins árs dvöl hjá félaginu. Jakob missti
af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og sér ekki fyrir endann á
þeim. „Það hefur verið sagt að ég sé að fara að spila með Keflavík á ný
en það er tæplega raunhæft. Ég á langt í land með að fá mig góðan og
leik ekki knattspyrnu á næstunni," sagði Jakob Már sem var fyrirliði
Keflvíkinga þegar þeir urðu bikarmeistarar 1997.            -EH/VS
Ólafur Stefánsson, lengst til hægri í gulu og rauðu, fagnar Evrópu-
meistaratitlinum ásamt féiögum sínum í búningsklefanum eftir leikinn
í gær.
DV-mynd Johannes Wolf
Mánudagsviötahö
Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður Evrópumeistari með Magdeburg:
w
Geðveikt
kk
- Magdeburg burstaöi Valladolid í seinni leiknum, 33-22
Ólafur Stefánsson fagnaði Evrópumeistaratitli
í gær þegar lið hans, Magdeburg, vann stórsigur
á Valladolid, 33-22, í seinni úrslitaleik liðanna í
EHF-bikarnum sem fram fór í Magdeburg í gær.
Spánverjarnir höfðu unnið fyrri leikinn, 25-21.
Ólafur skoraði 5 mörk í leiknum, öll í fyrri hálf-
leik. Magdeburg vann þarna sinn fyrsta stóra titil
í 18 ár en félagið varð Evrópumeistari 1978 og
1981, þá fyrir hönd Austur-Þýskalands.
„Þetta er ólýsanleg tilfmning, alveg geðveikt!
Nú er maður kominn í hóp með góðum hand-
boltamönnum sem hafa unnið stóra titla," sagði
Ólafur í mikilli sigurvímu þegar DV ræddi við
hann eftir leikinn í gær.
- Var ekkl gífurleg stemning í höllinni í
Magdeburg?
„Jú, það var allt vitlaust. Það voru 9.000 manns
í höllinni, troðfullt og uppselt, og það heyrðist
varla mannsins mál. Fögnuðurinn i lokin var
ótrúlegur og það er frábært að taka þátt í svona
sigri. Mér gekk vel, skoraði þessi mörk í fyrri
hálfleiknum en var mikið tekinn úr umferð eftir
það, auk þess sem ég fékk tvær brottvísanir. En
þetta var ekki eins öruggt og lokatölurnar gefa til
kynna. Við vorum aðeins með fimm marka for-
ystu þegar 7 mínútur voru eftir og þá gat brugð-
ið til beggja vona. En það gekk allt upp hjá okk-
ur á lokamínútunum og við stungum þá hrein-
lega af."
- Var fyrri leikurlnn á Spáni öðruvísi?
„Já, hann var slakur af okkar hálfu og við náð-
um okkur ekki á strik. Við vorum í raun heppn-
ir aö sleppa heim með fjögurra marka tap þvi við
vorum 7 mörkum undir þegar 10 mínútur voru
eftir. Það gat farið miklu verr. Spánverjarnir eru
sterkir, fljótir og erfiðir við að eiga og þvi er mjög
sætt að hafa náð að sigra þá og hampa Evrópu-
bikarnum."
- Þú hefur skorað grimmt seinni hluta vetr-
ar eftir rólegheit framan af, oft 9 til 12 mörk
í leik. Hvað breyttist hjá þér?
„Ég átti í vandræðum framan af í vetur. Það
voru meiðsli að angra mig og svo var þjálfarinn,
Lothar Döring, mjög erfiður og stundum tómt
rugl sem hann var að gera. En eftir að hann var
látinn hætta og aðstoðarmaður hans, Peter Rost,
tók við, breyttust hlutirnir mikið. Rost sá hvað ég
gat og lét mig spila samkvæmt því. Því miður
verður hann ekki hjá félaginu nema til vorsins.
Þá tekur Alfreð Gíslason við og tekur með sér
sinn eigin aðstoðarþjálfara sem er rúmenskur,
pabbi Roberts Licu, sem margir þekkja. Það er
ekkert að því að fá Alfreð en slæmt að missa Rost
sem er með hjartað hjá félaginu og varð ólympíu-
meistari með Austur-Þjóðverjum árið 1980."
- Ykkur hefur gengið misjafhlega í deild-
inni í vetur. Eru menn óánægðir með gengið
þar?
„Við erum í fimmta sætinu núna og það er
ágætt ef okkur tekst að halda því í lokaumferðun-
um. En það eru gerðar geysilega miklar kröfur
hérna, Magdeburg er mikil handboltaborg og það
verður allt vitlaust ef illa gengur. Fótboltaliðið
hérna er í 3. deild og handboltinn er þess vegna
allsráðandi. Pressan er mikil og ef við hefðum
klikkað í þessum úrslitaleik hefði maður alveg
eins getað pakkað niður og farið heim. Það eru
sérstaklega miklar væntingar í garð okkar út-
lendinganna í liðinu. En það er svona pressa sem
á að gera mann að betri leikmarmi og ég vona að
það nýtist islenska landsliðinu. Ekki veitir af á
næstunni, við þurfum þar að rífa okkur aftur upp
úr skítnum."
- Ertu ánægður í Magdeburg?
„Okkur líður ágætlega hérna. Magdeburg er
orðin mjög vestræn borg, það hefur margt breyst
á þeim tíu áram sem liðin era frá sameiningu
þýsku ríkjanna, þó það séu ennþá einhverjar leif-
ar frá gamla, austur-þýska tímanum. En fyrst og
fremst er fólkið hérna gott og þægilegt í alla
staði. Ég samdi til tveggja ára í fyrra, vildi ekki
binda migí þrjú ár eins og Magdeburg bauð,
þannig að ég spila alla vega í eitt ár til viðbótar
hér," sagði Ólafur Stefánsson, Evrópumeistari í
handknattleik, og fór síðan til að fagna enn frek-
ar með félögum sínum í liði Magdeburg.    -VS
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34