Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						^4
MANUDAGUR 19. APRIL 1999
íþróttir
Sigurður Bjarnason skoraði 4 mörk
fyrir Bad Schwartau sem vann Nett-
elstedt, 25-24, í A-deildinni á laugar-
dag. Eftir sex töp í röö hefur Bad
Schwartau þar með nánast bjargað
sér frá falli en liðiö hefur 16 stig i
næstneðsta sætinu. Schutterwald er
neðst með 10 stig en fær tækifæri í
aukaleikjum gegn fjórða liði B-deild-
ar, tapliðinu í einvígi Hameln og
WUlstatt um sæti í A-deildinni.
Niederwíirzbach fellur eitt liða úr A-
deildinni vegna gjaldþrots.
Valdimar Grímsson skoraði 7 mörk,
þrjú úr vítum, fyrir Wuppertal sem
gerði jafntefli, 25-25, við Grosswall-
stadt á útivelli i gær. Dagur Sigurös-
son skoraði 3 mörk fyrir Wuppertal
og fékk að lita rauða spjaldið og Geir
Sveinsson gerði 1. Wuppertal er á
lygnum sjó í 12. sæti deildarinnar.
Slagsmál brutust út í lok leiks Gum-
mersbach og Frankfurt sem skildu
jöfn, 21-21, í gær. Á lokasekúndunum
barði Marc Wiltberger, Frakkinn
hjá Frankfurt, Kóreubúann Kyung-
Shin Yoon hjá Gummersbach í and-
litið og úr urðu mikil ólæti meðal
áhorfenda sem ruddust inn á völlinn.
Yoon gerði jöfnunarmark Gummers-
bach í lokin og skoraði 7 mörk fyrir
lið sitt.
Nordhorn tryggði sér sæti í A-deild
með sigri á Bielefeld, 32-21, á laugar-
dag en Guómundur Hrafnkelsson
verður í marki Nordhorn næsta vet-
ur. Nordhorn fékk 66 stig af 68 mögu-
legum í norðurriðli B-deildar en
Hameln, undir stjórn Alfreðs Gisla-
sonar, fékk 64.            -VS
Kefíavík (52) 108
Njardvik (43)  90
2-0, 10-5, 15-8, 22-8, 22-16, 28-21,
28-28, 36-32, 39-37, 48-37, 50-43,
(52-43), 61^6, 66-46, 70-51, 75-55,
83-57, 85-62, 90-68, 95-68, 97-72,
101-74, 101-83, 108-90.
Stig Keflavlkur: Damon Johnson
27, Falur Harðarson 17, Guðjón
Skúlason 16, Hjörtur Harðarson 15,
Fannar Ólafsson 10, Gunnar Einars-
son 9, Halldór Karlsson 4, Kristján
Guðlaugsson 2.
Stig Njarðvfltur: Brenton Birming-
ham 31, Teitur Örlygsson 22, Her-
mann Hauksson 11, Friðrik Stefánsson
9, Páll Kristinsson 7, Sævar Garðars-
son 3, örvar Kristjánsson 3, Friðrik
Ragnarsson 2, Ragnar Ragnarsson 2.
Fráköst: Keflavík 49, Njarðvik 40.
3ja stiga kðrfur: Keflavík 34/15,
Njarðvlk 30/8.
Vítanýting: Keflavík 34/26, Njarð-
vík 27/20.
Dómarar: Jón Bender og Kristinn
Albertsson, ágætir, dæmdu kannski
fullmikið.
Áhorfendur: Fullt, um 1.000.
Maður leiksins: Hjörtur Harð-
arson, Keflavlk.
Siguröur Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, segir sínum mönnum til. Damon Johnson, Fannar Ólafsson, Guðjón
Skúlason og Kristján Guðlaugsson hlusta einbeittir á fyrirmælin.                               DV-mynd ÞÖK
Einvígið um íslandsmeistaratitilinn í körfubolta:
- Keflvíkingar stungu af, unnu 108-90 og eru 2-1 yfir
Keflvíkingar náðu undirtökunum
í einvíginu viö Njarðvík í gærkvöldi
með stórsigri á heimavelli, 108-90.
Þeir eru þar með 2-1 yfir og geta
tryggt sér meistaratitilinn með sigri
í fjórða leiknum sem fram fer i
Njarðvik annað kvöld. Að öðrum
*kosti verður oddaleikur um titilinn
í Keflavík á fimmtudagskvöldið.
Keflvíkingar komust aftur á flug
eftir tvö töp á heimavelli i röð í úr-
slitakeppninni. Þeir sýndu aftur sitt
rétta andlit og Njarðvíkingar réðu
einfaldlega ekkert við þá. Baráttan
var í fyrirrúmi hjá Keflvíkingum
-sem tóku 19 sóknarfráköst og hittu
tir 15 þriggja stiga skotum.
„Það var ekkert hik, fum eða fát á
okkur í þessum leik og vörnin var
mjög góð. Við vorum ferskir og gát-
um spilað á fullu allan tímann. Við
komum tilbúnir í leikinn í Njarðvík
á þriðjudag, það skiptir ekki máli
hvar við spilum, heldur hvernig við
spilum," sagði Sigurður Ingimund-
arson, þjálfari Keflvíkinga, við DV
eftir leikinn.
„Við hittum mjög vel úr 3ja stiga
skotunum og það skipti máli.
Heimavöllur er ekki góður ef maður
tapar þar, við höfum haft sterkan
heimavöll og komum vitlausir í
þennan leik til að vinna upp tapið
frá fyrsta leiknum. Njarðvíkingar
eru komnir út í horn og verða ef-
laust dýrvitlausir næst en við ætl-
um að klára þá," sagði Hjörtur
Harðarson Kefivíkingur.
„Tapið á heimavelli í öðrum
leiknum sat ekki í okkur í kvöld.
Við fengum sömu fríu skotin og þeir
og hittum lika vel en það sem réð
úrslitum var að þeir voru miklu
grimmari í fráköstum og að ná í alla
lausa bolta. Við erum með bakið
upp við vegginn en ætlum að koma
sterkir í næsta leik og vinna hann,"
sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálf-
ari Njarðvikinga.
Falur Harðarson, lykilmaður
Keflvíkinga, fór meiddur út af en
sagði að það væri ekki alvarlegt.
„Ég fékk slæmt högg á lærið og fékk
strax kælingu og hvíld fyrir þennan
eina leik sem eftir er. í síðustu tvo
leiki komum við til að spila eftir að
hafa ætlað að fara þægilega í gegn-
um fyrsta leikinn," sagði Falur.
Hjörtur átti mjög góðan leik með
Keflavík en hann tók 9 fráköst og
átti 8 stoðstendingar. Guðjón og
Birgir Örn sýndu hve bekkur Kefla-
víkur er sterkur og spiluðu mjög
vel. Hjá Njarðvík sýndi Teitur aftur
sitt rétt andlit. Miklu munaði að
hvorki Friðrik Ragnarsson né Páll
Kristinsson náðu sér á strik.
-ÓÓJ/VS
Norska knattspyrnan:
Steinar úr
axlarlið
- eftir að hafa skorað
Steinar  Adolfsson  skoraði
fyrsta mark leiks-
ins þegar lið hans,
Kongsvinger, tap-
aði,  2-3,  fyrir
Molde í norsku
A-deildinni    í
gær.
Markið kom á
13. mínútu, Steinar kastaði
sér fram og skallaði glæsilega í
netið eftir hornspyrnu. Hann
lenti hinsvegar mjög illa og fór
úr axlarlið. Steinar var fluttur á
sjúkrahús þar sem öxlinni var
kippt í liðinn en hann verður frá
í 7-10 daga og þar með er óvíst
að hann spili með landsliðinu
gegn Möltu í næstu viku. Stefán
Þ. Þórðarson lék einnig með
Kongsvinger í leiknum.
Stórleikur Rúnars og
sigur á Rosenborg
Rúnar Kristinsson átti stór-
leik á miðjunni
hjá Lilleström
sem vann óvænt-
an en sanngjarn-
an sigur á meist-
urum Rosenborg,
3-2. - Hann
skyggði alger-
lega á hina sterku miðju-
menn meistaranna og Nett-
avisen gaf honum 8 i einkunn og
valdi hann mann leiksins.
Heiðar Helguson lagði upp eitt
marka Lilleström en varð fyrir
því óhappi að skora sjálfsmark.
Árni Gautur Arason lék ekki í
marki Rosenborg en keppinaut-
ur hans, Jörn Jamtfall, þótti
slakur.
Tryggvi skoraði og lagði
upp mark
Tryggvi Guðmundsson skor-
aði eitt marka
Tromsö og lagði
annað upp þegar
liðiö burstaði
Brann í gær, 5-0.
Brann missti
mann af velli eft-
ir 20 mínútur,
rétt eftir að Tryggvi gerði ann-
að mark Tromsö. Bjarki Gunn-
laugsson lék ekki meö Brann.
Auðun Helgason lék með Vik-
ing sem vann Moss úti, 0-2. Rík-
harður Daðason var hins vegar
ekki með Viking.
Valur og Stefán Gíslasynir
léku báðir með Strömsgodset
sem tapaði, 3-1, fyrir Bodö/
Glimt.
Helgi Sigurðsson lék með Sta-
bæk sem tapaði, 3-2, fyrir Odd
Grenland, eftir að hafa komist í
0-2. Pétur H. Marteinsson var
ekki með Stabæk.         -VS
Sænska knattspyrnan:
Brynjar eins
og klettur
- annar sigur Örgryte
Brynjar Björn Gunnarsson
átti stórleik í vörn
Örgryte í gær þeg-
ar liðið vann góð-
an útisigur á
Norrköping, 0-2,
og er komið með
6 stig eftir tvo
leiki. „Brynjar
var eins og klettur i
vörninni og hann hefur staðið
sig eins og hetja í tveimur fyrstu
leikjunum," sagði Eric Hamrén,
þjálfari Örgryte, við DV.
Þórður Þórðarson lék í marki
Norrköping og bjargaði tvisvar
glæsilega í dauðafærum. Hann
gat ekkert við mörkunum gert.
Kalmar vann Trelleborg, 3-2,
en aðeins tveir leikir voru í A-
deildinni um helgina.  -EH/VS

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34