Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 90. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 20. APRÍL 1999
Fréttir
Stuttar fréttir
Bleikt og blátt stöðvaö í prentsmiðju:
Falsaðar klámmyndir
af íslenskum konum
- ritstjórinn, Davíð Þór Jónsson, ekki látinn víkja
AUt upplag nýjasta tölublaös
klámblaðsins Bleiks og blás, sem
Davíð Þór Jónsson rítstýrir, var
stöðvað í prentsmiðju á laugardag-
inn. Ástæðan var sú að í blaðinu
var myndasería þar sem andlitum
nokkurra íslenskra kvenna var
skeytt saman við búka nakinna
kvenna í hinum ýmsu stellingum.
Myndaserían hét „Séð með augum
ljósmyndafalsara". Birtar voru
myndir af Unni Steinsson fyrirsætu,
Siv Friðleifsdóttur alþingiskonu,
Ragnheiði Elínu Clausen þulu,
Lindu Pétursdóttur, eiganda Bað-
hússins, Jóhönnu Vigdísi Hjalta-
dóttur fréttamanni og Evu Maríu
Jónsdóttur dagskrárgerðarkonu.
Að sögn Magnúsar Hreggviðsson-
ar, stjórnarformanns Fróða hf., sem
gefur út Bleikt og
blátt, var ákveðið
að gera breyting-
ar á blaðinu og
var það sökum
þess ekki sett í
sölu í búðir.
„Það urðu viss
mistök meö þetta
síðasta tölublað
svo við ákváðum
að gera breytingar
á því og nýtt tölu-
blað  er  væntanlegt  um  næstu
helgi," sagði Magnús.
- Telurðu það mistök að skeyta
hausa þekktra kvenna á klámmynd-
ir?
„Eins og ég segi þá ákváðum við
að gera á þessu breytingar."
Unnur  Steins
son fyrirsæta.
Magnús          Davíð     Þór
Hreggviösson.    Jónsson   rit-
stjóri.
Hann segir að Fróði hafi haft
frumkvæði að því að stöðva dreif-
ingu blaðsins. Aðspurður sagði
Magnús að ritstjórinn, Davíð Þór
Jónsson, yrði ekki látinn víkja
vegna málsins.
Unnur Steinsson, ein þeirra sem
myndir birtust af, vildi ekki tjá sig
um málið þegar DV hafði samband
við hana i gær. „Þú verður að tala
um þetta við Fróða. Ég vil ekkert
um þetta mál segja," sagði hún.
Talið er að umtalsvert tap hafi
orðið af prentun tölublaðsins þar
sem það var tilbúið i prentsmiðj-
unni Odda og nú þarf að prenta nýtt
upplag af því. Ekki náðist í ritsrjór-
ann, Davíð Þór Jónsson, né vildi
nein þeirra sem myndir birtust af
tjá sig um hvort krafist yrði skaða-
bóta á hendur útgáfunni eða rit-
stjóranum.
Samkvæmt heimildum blaðsins
mætti lögregla i prentsmiðju Odda
og gerði tímaritið upptækt.
-hb
Stafræna kortagerðin:
Fundi frestað
vegna
Kosovo
DV, Akranesi:
„Viðræður eru langt komnar
við Bandaríkjamenn um staf-
ræna kortagerð og er gert ráð
fyrir undirritun nýrra samn-
inga i kjölfar næsta samninga-
fundar. Vegna átakanna í
Kosovo hefur fyrirhuguöum
samningafundi í lok apríl verið
frestað en ákveðið er að halda
fund í byrjun júní í Washington.
Ólokið er gerð 98 korta af 200
en samkvæmt samningsdrögum
er gert ráð fyrir að flestir þættir
verksins verða unnir hér á
landi undir stjórn Landmælinga
íslands. Gerð kortanna er mikil-
vægur hlekkur í áætlun um
uppbyggingu stafræns korta-
grunns af landinu öllu," sagði
Magnús Guðmundsson, forstjóri
Landmælinga, við DV.
-DVÓ
Athugasemd forsætisráðherra vegna smásögu:
Ein setning frá Davíð til biskups
Athugasemd sú er Davíð Oddsson
gerði í bréfi til biskups, vegna birting-
ar á smásögu eftir fræðslustjóra Þjóð-
kirkjunnar í Lesbók Morgunblaðsins,
er aðeins ein setaing:
„Það er athyglivert að í kynningu á
„smásögu" þar sem forsætisráðherr-
anum er lýst sem landráðamanni
(manni sem selur fjallkonuna) og
landsölumanni er gefið til kynna að
sendingin sé á vegum fræðslustarfs
kirkjunnar. Davíð Oddsson."
Það var séra Örn Báður Jónsson,
fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar, sem
samdi smásöguna „íslensk fjallasala
hf." og Lesbók Morgunblaðsins birti
með eigin myndskreytingu. Að venju
gerði blaðið grein fyrir höfundi, eins
og tíðkast í Lesbókinni, og þar var
séra Örn Bárður réttilega titlaður
fræðslustjóri Þjóðkirkjunnar. Svar
herra Karls Sigurbjörnssonar biskups
til forsætisráðherra var eilítið lengra
en kvörtunarbréf Davíðs Oddssonar,
eða þrjár setningar:
„Ég lýsi vanþóknun minni á vafa-
samri myndskreytingu • með skond-
inni smásögu í Lesbók Morgunblaðs-
ins sl. helgi og get vel skilið gremi
þína hennar vegna. Myndskreytirinn
er mér ókunnur, enda á vegum blaðs-
ins, en höfundur sögunnar vel metinn
samstarfsmaður. Ég get samt ekki
borið ábyrgð á tómstundagamni hans
né annarra starfsmanna minna. Með
virðingu og vinsemd, Karl Sigur-
björnsson."                -EIR
Landhelgisgæslan fékk tilkynningu um kl. hálfsex í gær um slasaðan sjó-
mann um borð í bátnum Kristján ÓF-68. Báturinn var staddur um 120 mílur
vestur af Reykjavík og var maðurinn, sem hafði innvortis meiðsl, fluttur á
Sjúkrahús Reykjavíkur til aðhlynningar.                     DV-mynd S
Bein lína DV hefst að kvöldi síðasta vetrardags:
Foringjar f lokkanna svara
spurningum hringjenda
Bein lína DV hefst annað kvöld
og fer kosningaumfjöllun blaðsins
um leið á fullt. Á beinni línu DV
gefst fólki kostur á að hringja í síma
550 5000 og spyrja foringja stjórn-
málaflokkanna spurninga um ýmis
málefni. Spurningar hringjenda og
svör stjórnmálaforingjanna munu
síðan birtast í blaðinu næsta virkan
dag.
Fyrsti gestur okkar á beinni línu
er Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri hreyfingarinnar -
græns framboðs. Hann mun sitja
fyrir svörum miðvikudaginn 21.
april kl. 18.30 til 20.30. Athygli skal
vakin á því að allar aðrar beinar
línur verða frá kl. 19.30-21.30.
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, verður á
beinni línu föstudaginn 23. apríl kl.
19.30-21.30.
Mánudaginn 26. apríl er komið að
húmanistum. Þá mun Kjartan Jóns-
Steingrímur J. Sverrir Her-
Sigfússon, 21. mannson, 23.
apríl.             april.
son sitja fyrir svörum kl.
19.30-21.30.
Davíð Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, verður á beinni
línu þriðjudaginn 27. apríl frá kl.
19.30 tU 21.30.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins, mun sitja fyr-
ir svörum miðvikudaginn 28. apríl
frá kl. 19.30-21.30.
Kjartan  Jóns-   Davíð   Odds-
son, 26. apríl.     son, 27. apríl.
Margrét Frímannsdóttir, oddviti
Samfylkingarinnar, er síðust í röð-
inni, verður á beinni línu fimmtu-
daginn 29. apríl.
Stuttar spurningar
Geysigóð þátttaka hefur verið í
beinni línu fyrir kosningar undan-
farinna ára. Álagið á skiptiborðinu
getur orðið mikið og hætta á að
Halldór    As-   Margrét    Frí-
grímsson,  28.   mannsdóttir,
apríl.            29. apríl.
biðraöir myndist ef hringjendur eru
ekki með undirbúnar spurningar.
Því brýnum fyrir þeim sem ætla að
hringja í síma 550 5000 að vera stutt-
orðir og gagnorðir þegar þeir bera
upp spurningar sínar og forðist í
lengstu lög formála að spurningum
sínum. Ef þessi atriði eru virt ganga
hlutirnir fljótar fyrir sig og fleiri
komast að.                -hlh
Afkomuviðvörun
Vinnslustöðin hf. í Vestmanna-
eyjum hefur sent frá sér afkomuvið-
vörun þar sem afkoma félagsins er
langt undir áætlunum fyrir fyrstu
sex mánuði rekstrarársins. Verð
hlutabréfa í Vinnslustöðinni lækk-
aði í kjölfarið um 7,7%. Morgun-
blaðið greindi frá.
Bólusetning
Nýtt afbrigði
lungnapestar í
sauðfé hefur
greinst í Borgar-
firöi. Bólusetja
þarf þúsundir
fjár við pestinni
og er mikill við-
búnaður af hálfu
embættis yfirdýralæknis. Sigurður
Sigurðarson, dýralæknir á Keldum,
segir við Morgunblaðið að bændur
þurfi sjálfir að kosta bóluserning-
una.
Opinber heimsókn
Guntis Ulmanis, forseti Lett-
lands, er í opinberri heimsókn á ís-
landi. Hann og kona hans skoða í
dag Bláa lónið við Grindavík og
orkuverið í Svartsengi og fer til
Gullfoss, Geysis og Þingvalla.
Fylgistap
Jramsóknarflokkurinn tapar
fylgi samkvæmt nýrri Gallupkönn-
un á Norðurlandi vestra fyrir Ríkis-
útvarpið. Sjálfstæðisfiokkurinn fær
svipað fylgi samkvæmt könnuninni
og rúmlega 68% kjósenda á Norður-
landi vestra styðja ríkisstjórnina.
Nýr forstjóri
Gunnar Svav-
arsson,   fram-
kvæmdastjóri
Hampiðjunnar,
verður  hugsan-
lega  næsti  for-
stjóri  SH  og
sfjórnarformað-
ur  dótturfyrir-
tækja SH. Sjónvarpið sagði frá.
Hugmynd Steingríms J.
Skattlagning söluhagnaðar veiði-
heimilda og skattlagning á hagnaði
þeirra aðila sem hverfa úr rekstri í
sjávarútvegi er upphaflega frá
Steingrími J. Sigfússyni. Hann
flutti frumvarp um þetta á Alþingi
veturinn 1997-1998 og leitaði upp-
lýsinga hjá ríkisskattstjóra með
bréfi 7. september síðastliðinn. Vís-
ir.is sagði frá.
Styrktarsjóöur í uppnámi
Framtíð Styrktarsjóðs Sambands
islenskra bankamanna, SÍB, er í
uppnámi vegna mismunandi túlk-
unar á hlutverki sjóðsins. Bankarn-
ir telja að sjóðurinn sé til að styrkja
íþróttaiðkun bankastarfsmanna en
SÍB telur að hann sé sjúkrasjóður.
Dagur sagði frá.
Deilt um lóö
Annar eigandi heilsuræktar-
stöðvarinnar World Class deilir á
bæjaryfirvöld á Akureyri fyrir að
taka ómálefnalega á umsókn um að
stækka heilsuræktarstöð fyrirtæk-
isins í bænum. Skipulagsnefnd bæj-
arins hafnaði beiðninni en bæjar-
stjórn hefur óskað rökstuðnings
fyrir neituninni. Dagur sagði frá.
Blekkingar
Kári Stefáns-
son, forsrjóri ís-
lenskrar erfða-
greiningar, segir
að svo virðist sem
srjórn Læknafé-
lags islands hafi
blekkt erlenda
lækna og vísinda-
menn til andstöðu við gerð miðlægs
gagnagrunns á heilbrigðissviði með
því að veita þeim rangar og villandi
upplýsingar um hann.
Spurt um efndir
Öryrkjar og eldri borgarar boða
tU aðgerða þar sem knúið verður á
um efndir loforða um bætt kjör.
Helgi Seljan, framkvæmdastjóri Ör-
yrkjabandalagsins, er vongóður við
Dag um að komið verði til móts við
réttlátar kröfor eftir kosningar.
-SÁ
4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40