Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1999, Blaðsíða 2
24 MÁNUDAGUR 3. MAÍ 1999 Sport DV Hvað finnst þér? Hvaða liö verður enskur meistari í knattspyrnu? Hörður Magnússon: „Arsenal nær að verja titilinn af þeirri einfóldu ástæðu að liðið vinnur þá leiki sem það á eftir en United tapar fyrir Liverpool á miövikudagskvöldiö." Hlynur Stefánsson: „Ég er í engum vafa. Arsenal hampar titlinum. Á meðan Arsenal getur einbeitt sér að deildinni er United að berjast á mörgum vígstöðvum og það tekur sinn toll.“ Andri Sigþórsson: „Manchester United er með sterkara og heilsteyptara lið og því spái ég liðinu titlinum en það verður eini titillinn sem United vinnur á tímabilinu." Vanda Sigurgeirsdóttir: „Eftir æsispennandi lokaumferðir tippa ég á að Manchester United hafi þetta enda vill Peter Schmeichel enda ferilinn á Englandi með meistaratitlinum." Varði sex víti Króatíski markvörðurinn Vlado Sola tryggði Willstátt sæti í þýsku A- deildinni í handbolta á laugardag. Sola varði 6 vitaköst í sigri á Hameln, 24-21. Willstatt hafði unnið fyrri leik- inn með sama mun. Gústaf Bjarnason skoraði 3 mörk fyrir Willstatt en hann og Magnús Sigurðsson leika með lið- inu í A-deildinni næsta vetur. -VS Skoraði fyrir Wimbledon Jón Skaftason, 16 ára KR-ing- ur, skoraði sigurmark unglinga- liðs Wimbledon gegn Crystal Pal- ace, 2-1, í gær. Jón hefur vakið mikla athygli hjá enska félaginu og verður líklega boðinn samn- ingur þar. -VS Bergsveinn hafnaði Valencia Bergsveinn Bergsveinsson, markvörð- urinn snjaUi úr Aftureldingu, hafnaði á dögunum tUboði frá spænska A-deUdar liðinu Valencia. Valencia vUdi fá hann eft- ir að Guðmundur Hi-afnkelsson ákvað að taka ekki tUboði félagsins heldur ganga í raðir þýska liðsins Nordhom. -GH Mánudags- viðtalið ' WKm w „'Li. Þórdís Brynjólfsdóttlr, efnilegasti leikmaðurinn í 1. deild kvenna í handknattleik, og Róbert Gunnarsson úr Fram sem varð fyrir valinu sem efnilegasti leikmaðurinn í 1. deild karla. DV-mynd Hari Bjarki Sigurðsson úr Aftureldingu og Mar- ina Zouheva úr Fram voru útnefndir bestu leikmenn ársins i karla- og kvennaílokki á lokahófi HSÍ um helg- ina. Þórdís Brynjólfsdótt- ir úr FH og Róbert Gunnarsson úr Fram voru útnefndir efnileg- ustu leikmennirnir. Kristján Arason úr FH og Inga Friða Tryggvadóttir úr Stjörnunni, voru valin bestu varnarmennirn- ir. Bjarki Sigurósson og Ragnheiður Stephensen úr Stjörnunni bestu sóknarmennirnir og þóttu þau vera prúðastir allra leikmanna. Sigmar Þröstur Ósk- arsson úr ÍBV var val- inn besti markvörður- inn í karlaflokki og Hugrún Þorsteins- dóttir úr Fram í kvennaflokki. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, varð fyrir valinu sem þjálfari ársins í karla- flokki og Gústaf Björnsson, þjálfari Fram, í kvennaflokki. Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson voru útnefndir bestu dómararnir. Helga Magnúsdóttir og Pálmi Matthiasson voru sæmd gullmerki HSÍ í lokahófmu og Jóhannsson, Hermannsson, Úlfarsdóttir, Hulda K. Finnboga- dóttir, Jóhanna Á. Sigurðardóttir, Krist- ján Arason og Sigurð- ur Sveinsson voru sæmd silfurmerki HSÍ. Afkomendur Valdimars Sveinbjörnssonar út- nefndu Sigurð Sveins- son, HK, leikmann ársins í 1. deild karla. -GH Björn Jón Gyóa - segir Þórdís Brynjólfsdóttir sem kjörin var efnilegasti leikmaðurinn í kvennahandboltanum Þórdís Brynjólfsdóttir úr FH var kjörin efnilegasti leikmaðurinn í 1. deild kvenna í handknattleik á loka- hófi HSí sem fram fór um helgina. Þórdís, sem verður 19 ára gömul síðar í þessum mánuði, er leik- stjórnandi FH-liðsins, spútnikliðs vetrarins, og einnig U-20 ára lands- liðsins sem á dögunum tryggði sér sæti í úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins sem fram fer í Kina í sum- ar. Það kom kannski ekki mörgum á óvart að Þórdis skyldi hljóta þessa viðurkenningu. Hún skoraði grimmt með FH-liðinu i vetur auk þess sem hún stjórnaði sóknarleikn- um af mikilli festu og sýndi fram á að hún hefur alla burði til að ná mjög langt í þessari íþróttagrein. - Kom þessi útnefning þér á óvart? „Ég bjóst alls ekki við þessu. Ég átti að vísu von á að verða tilnefnd en ég var eiginlega alveg viss um að Jóna Björk Pálmadóttir úr Fram yrði fyrir valinu. Það var alveg meiri háttar að fá þessa viðurkenn- ingu.“ - Hvenœar byrjaðir þú að œfa handbolta? „Ég byrjaði að æfa handbolta með • ÍR þegar ég var 12 ára. Til stóð að stofna meistaraUokk hjá félaginu en hætt við það. Þá ákvað ég að fara í FH ásamt Guðrúnu Hólmgeirs- dóttur, Dagnýju og Drífu og átti Hrafnildur systir þeirra, sem spUaði þá með FH, stóran þátt í að svo varð. Ég sé aUs ekki eftir því að hafa valiö FH. Það er vel staðið að málunum hjá FH og mjög gott fólk sem vinnur í kringum félagið," - Þú hlýtur að vera ánœgð með tímabilið hjá FH í vetur? „Já, svo sannarlega. Árangurinn kom okkur sjálfum á óvart enda átt- um við ekki von á að komast aUa leið í úrslitin. Við náðum langt í bikarkeppninni og vissum þá að við gætum gert góða hluti í deildinni og að okkur yrðu aUir vegir færir. Við erum með framtíðarlið og ég er sannfærð um að FH-liðið á eftir að standa sig mjög vel á næsta tíma- bUi. Við öðluðumst mikla reynslu 1 úrslitakeppninni sem á eftir að koma okkur mjög til góða. Almennt séð þá finnst mér vera uppsveifla í kvennaboltanum. Það er mikill efni- viður og mér finnst vera meiri metnaður hjá stelpum en kannski áður.“ - Blundar í þér að komast utan til að spila handbolta? „Ég væri mjög til í að komast utan til að spUa handbolta og læra eitthvað nýtt en ég held að það sé ekkert á döfinni strax.“ - Hver eru framtíðarplönin i lifinu? „Ég er á tungumálasviði í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og stefnan er að ljúka stúdentsprófi. Ég hef svo sem ekkert tekið ákvörðum um framhaldið og er mjög óákveðin um hvað ég ætla að leggja fyrir mig. Yfir sumartímann hef ég unnið á American Style og á leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi en ég er ekki búin að fá vinnu í sumar enda kannski erfítt þar sem handboltinn mun taka mikinn tíma í sumar. Það verður í nógu að snúast með U-20 ára landsliðinu. Fyrst keppum við á Norðurlandamóti í Danmörku og svo forum við á heimsmeistaramót- ið i Kína í ágúst.“ - Áttu unnusta? „Nei, ég er einhleyp og bíð bara eftir þeim eina sanna. Riddarinn á hvita hestinum hefur einhvers stað- ar dottið á leiðinni. Það er fínt að vera einn og gera það sem mann langar tU. Stefnan er að búa til fjöl- skyldu í framtíðinni og ég ætla að eignast mörg börn, enda er ég mikil bamamanneskja og hef virkUega gaman af þeim,“ sagði Þórdís að lok- um. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.