Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 103. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999
Fréttir
Stuttar fréttir
íslensk kona flutt meövitundarlaus á sjúkrahús í Sönderborg eftir fólskuárás:
Fjórir Danir réöust á
tvær íslenskar konur
- spurðu m.a. um hvaða tungumál við værum að tala, seglr önnur þeirra
Kvinder
sláet ned
i city
Fjórir danskir piltar, 16-17 ára,
réðust með grófu ofbeldi á tvær 24ra
ára íslenskar konur á göngugötu í
miðbæ Sönderborg á Suður-Jótlandi
um helgina með þeim afleiðingum
að önnur þeirra var flutt í fiýti með-
vitundarlaus á sjúkrahús. Lögregl-
an hefur grunsemdir um hverjir
áttu í hlut og leitar árásarmann-
anna. Dagblaðið Jydskevestkysten
segir að aldrei áður hafi eins mikið
ofbeldi átt sér staö á skömmum
tíma í bænum.
„Við vorum að koma af diskóteki
í miðbænum þegar nokkrir Danir
kölluðu á eftir okkur - spurðu
hvaða tungumál við værum að tala
og hvert við værum að fara. Við
svöruðum þeim ekki. Síðan gerðist
allt mjög hratt. Þeir kóstuðu bjór-
flösku og réðust aftan að okkur. Allt
í einu féll vinkona mín og skall með
höfuðið í götuna og lá þar meðvit-
undarlaus," sagði Agnes Hólm
Gunnarsdóttir, 24ra ára tæknifræði-
nemi í Sönderborg í samtali við DV.
„Ég var líka barin aftan frá og
-#r ^
Agnes Hóim Gunnarsdóttir, nem-
andi ítæknifræði íSönderborg. Hún
er lerkuö eftir helgina þar sem ráðist
var á hana og vinkonu hennar.
féll. Þegar ég sá hvernig komið var
fyrir vinkonu minni snarbilaðist ég.
Hún kastaði upp liggjandi og var
flutt meðvitundarlaus á spítala. Ég
fékk algjört sjokk," sagði Agnes.
Hún sagði að árásarmennirnir
hefðu verið fljótir að hlaupa í burtu.
Vinkona hennar er komin út af
sjúkrahúsi eftir að hafa fengið heila-
hristing og áverka á höfði. Hún var
væntanleg heim til íslands í dag.
Agnes er lerkuð í baki, hné og með
sár á höfði. Þær hafa báðar verið að
jafna sig líkamlega sem andlega á
síðustu dögum.
„Það má kannski segja að þetta sé
einhvers konar kynþáttahatur,"
sagði móðir Agnesar í samtali við
DV. „Dóttir mín og vinkona hennar
voru ekkert að gera af sér nema að
vera íslendingar og tala íslensku.
Lögreglan tók mjög hart á þessu og
mun einskis láta ófreistað að hafa
hendur í hári þessara pilta," sagði
móðirin.
Kvöldið áður en ráðist var á ís-
lensku konurnar voru tvö ung-
menni rænd á sömu göngugötu.
Einnig áttu sér stað í bænum
fjöldaslagsmál og hnífabardagi á
;onderborgharaldrlg
ijrlenbcdedagiierle
jplevetsamangebrU'
talo og blodige over-
fald.
AF TACS CHR1STE.1S&*
S0NDERBORG: Bededígrfe-
rien 1999 blev den biodigate i
-¦vnderborg i mands mirtde.
'vsseslagsrnal med knív-
IfBlIesIsg tneUem en
Det visie sig, »t den be- \
vidstlese person vsr en 24-
írig islandsk kvinde, som var
Uevet slaet og sparket aí fle-
re latendte personw. Hnn var
i fslgesltsb med en jsevnald-
rende vewiide, sora blev vd-
sat lor samme behandUng,
tnenhuoholdtsigpsbeneiie.  :
Fire unge
FoUdet har gennem '
rorWarin.gerstykket»am
at nre nnge 116-17 Its s.'
ren var fi'
MBMi
milli Palestínumanna og Iraka. Lög-
reglan hefur grunsemdir um að þeir
sem réðust á íslensku konurnar
beri einnig ábyrgð á því að hafa
kastað flösku í höfuðið á ungum
manni við skemmtistað og ráðist á
pilt við baðstað í bænum.
-Ótt
Kristján Jóhannsson himinlifandi:
Vill syngja
með Erni í
dúnduróperu
syngur liklega á Kristnihátíð
DV, Ajoireyri:
„Ég er skekinn eftir þær móttök-
ur og viðtökur sem ég hef fengið hér
á landi að þessu sinni og er afskap-
lega hamingjusamur," segir stór-
söngvarinn Kristján Jóhannsson, en
hann hefur sungið á fernum tónleik-
um hér á landi að undanfórnu,
tvennum á Akureyri og einum á Eg-
ilsstöðum með Karlakór Akureyrar
Geysi og einum tónleikum Samfylk-
ingarinnar í Kópavogi þar sem
Rannveig Guðmundsdóttir, tengda-
móðir hans, er í efsta sætinu.
„Góð aðsókn á Akureyri kom mér
ekkert á óvart, en enn ánægjulegra
var að fá um 900 manns á tónleikana
á Egilsstöðum. Tónleikarnir í Saln-
um í Kópavogi voru skemmtilegir,
það hús er betra en önnur tónleika-
hús hér á landi, en að vísu var svo
margt fólk í húsinu, staðið í öllum
göngum og við alla veggi þannig að
hljómburðurinn naut sín ekki til
fulls," segir Kristján.
Hann segir a.m.k. tvö verkefni
liggja fyrir hér á landi á næsta ári.
„Ég syng á lokatónleikum Listahá-
tíðar í Laugardalshöll þar sem verða
um 5 þúsund manns, hef beðið um
að fá að syngja messu eftir Verdi og
það verður að öllum líkindum hið
besta mál. Þá er í burðarliðnum að
ég syngi á Kristnitökuhátíð á Þing-
völlum, en þar vil ég helst syngja
eitthvað nýtt íslenskt.
Ég hef einnig talað við Stefán
Baldursson þjóðleikhússtjóra um að
setja upp verkið „The Golden Girl of
the West" sem er dúndurópera á
léttu nótunum. Þar langar mig að
syngja með íslenskum listamönnum
og leikurum og væri tilvalið að
bjóöa t.d. mönnum eins og Bubba
Morfhens,  Björgvin  Halldórssyni,
Kristján Jóhannsson er hæstánægður með þær móttökur sem hann hefur
fengið á fernum tónleikum undanfarna daga.
Halla og Ladda og Erni Árnasyni að   Sviss sem var afar skemmtileg, og ef
vera með, en þarna er bæði mikill   þetta gengur upp gæti þetta orðið
og góður söngur og mikill leikur. Ég   árið 2001," segir Kristján.
hef tekið þátt í þessari uppfærslu í                           -gk
^            Banaslysið i Hafharfirði:
Ibúarnir eru ævareiðir
Stúlkan sem lést í umferðar-
slysi á þriðjudaginn á gatnamót-
um Öldugötu, Reykjanesbrautar
og Kaldárselsvegar hét Ása Páls-
dóttir og var til heimilis að Eini-
hlíð 12. Stúlkan var á leið yfir
gangbraut þegar hún varð fyrir
bifreið á leið suður Reykjanes-
braut. Akstursskilyrði voru mjög
slæm á þessum tíma, rigning og
vindhviður. Stúlkan var flutt á
Sjúkrahús  Reykjavíkur  og  úr-
skurðuð látin skömmu seinna.
Hún var nemandi í 10. bekk
Öldutúnsskóla. Foreldrar hennar
eru Anna Margrét Pétursdóttir og
Páll S. Kristjánsson.
Mikil sorg ríkti í Öldutúnsskóla
I gær og vottuðu skólasystkini
hinnar látnu henni virðingu sína
með því að leggja blóm og friðar-
kerti að slysstaðnum.
Gatnamót Öldugötu og Reykja-
nesbrautar  hafa  löngum  verið
stórhættuleg gangandi vegfarend-
um og tala þar best tölurnar en
þrjú banaslys hafa orðið á þessum
sama stað síðan 1977. Einnig. er
fjöldi annarra óhappa verulegur
en á árunum 1991-1995 urðu 13
óhöpp við gatnamótin. Mikil reiði
ríkir hjá íbúum í Hafnarfirði en
það þykir ljóst að þetta er einkar
óheppilegur staður fyrir gang-
braut. Bílar koma á fleygiferð suð-
ur  Reykjanesbrautina  og  öku-
Asa Pálsdóttir.
menn átta sig
ekki á því að
þeir eru komn-
ir inn í þétt-
býli. íbúar
heimta breyt-
ingar en unnið
er að nýju
skipulagi
Reykjanes-
brautar.
-hvs
Lenda á Egilsstöðum.
Um 50 manna hópur flótta-
manna frá Kosovo kemur með
flugvél íslands-
flugs frá Skopje
á laugardags-
kvöld. Vélin
lendir á Egils-
staðaflugvelli
þar sem Árni
Gunnarsson,
formaður flðtta-
mannaráðs, o.fl taka á móti þeim.
Flóttamennirnir verða á Eiðum
fyrstu tvær vikurnar en flytjast
síðan til Dalvíkur og Reyðarfjarð-
ar.
Kjarval á 500-kall
Svíi nokkur hefur keypt meint
ekta Kjarvalsmálverk á 500 krón-
ur á flóamarkaði í Gautaborg.
Morgunblaðið segir að verkið
verði selt hér á landi á næstunni.
Breytingar
Breytingar eru fyrirhugaðar á
Reykjanesbrautinni við Öldugötu
í Hafnarfirði þar sem ung stúlka
fórst í umferðarslysi á þriðjudag.
Fjöldi slysa hefur orðið á fólki á
slysstaönum, þar af þrjú dauða-
slys síðan 1977. Morgunblaðið
sagði frá.
• Síntabilun
Bilun varð 1 Múlastöð Lands-
símans síðdegis í gær og truflanir
því á símasambandi í austurborg-
inni.
Endurmenntun
18 milljónum hefur verið út-
hlutað úr endurmenntunarsjóði
grunnskóla til 34 aðila sem vinna
að 60 verkefnum á sviði endur-
menntunar grunnskólakennara.
Hæsti styrkurinn, 4 milljónir
króna, fer til Símenntunarstofn-
unar Kennaraháskólans til nám-
skeiðahalds.
Notar 5,5 milljónir
Sverrir Hermannsson og flokk-
ur hans, Frjáls-
lyndi flokkur-
inn, ætla að
nota 5,5 milljón-
ir króna til
kosningabarátt-
unnar. Margrét
Sverrisdóttir,
framkvæmda-
stjóri flokksins, tilkynnti þetta á
Stöð 2 í gær.
Þolinmæoin þrotin
Kennarar í Reykjavík ítreka
kröfur smar frá 18. nóvember sl.
um launabætur. Þeir segja að við-
brögð borgarstjóra beri vott um
virðingarleysi og skilningsleysi á
störfum kennara. Kennarar segja
þolinmæði sína að þrotna.
Þrioji hver meö farsíma
Um það bil þriðji hver íslend-
ingur er með farsíma en samtals
eru um 120 þúsund notendur í far-
símakerfum í landinu. Morgun-
blaðið segir frá.
Frítt í kaffi
Ungir framsóknarmenn ætla að
bjóða fritt í kaffi í tveimur kaffi-
húsum borgarinnar og frían ís í
Álfheimum, frítt andabrauð við
Tjörnina og frítt í sund á loka-
spretti kosningabaráttunnar.
Utankjörstaöaratkvæöi
Á fimmta þúsund manns hefur
greitt atkvæði í utankjörstaöarat-
kvæðagreiðslu í Reykjavík sam-
kvæmt frétt Morgunblaðsins.
Fjöldi þeirra sem mæta til utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslu hefur
farið vaxandi undanfarna daga.
Aldraöir vilja lóö
Guðmundur Hallvarðsson hef-
ur fyrir hönd
fulltruaráðs sjó-
mannadagsins
óskað eftir því
við borgaryfir-
völd að fá lóð
SVR við Kirkju-
sand til að
byggja þar
hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir
aldraða.                 -SÁ

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40