Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 103. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 6. MAI 1999
Fréttir
Geysilegur kostnaður við snjómokstur á Norðurlandi:
Gríðarlegt áfall
- segir bæjarstjórinn í Dalvíkurbyggð
DV, Akureyri:
Geysilegur kostnaður hefur verið
við snjómokstur víða á landinu í
vetur en sennilega þó hvergi meiri
en á Norðurlandi þar sem hefur ver-
ið óvenju snjóþungt alveg síðan í
október í haust reyndar. Mestum
snjónum hefur kyngt niður við ut-
anverðan Eyjafjörð og t.d. á Dalvík,
Ólafsfirði og Siglufirði hefur verið
mjög snjóþungt og kostnaður sveit-
arfélaganna við moksturinn gríöar-
legur.
„Mér reiknast til að viö séum
búnir að eyða yfir 10 miUjónum
króna í snjómokstur frá áramót-
um," segir Rögnvaldur Skíði Frið-
björnsson, bæjarstjóri í Dalvíkur-
byggð, en þar máttu menn hefjast
handa við snjóruðning strax í byrj-
un október. Rögnvaldur segir að
mjög mikill kostnaður hafi verið við
mokstur frá þeim tíma til áramóta
sem hafi gert það að verkum að
moksturinn á síðasta ári hafi þá far-
ið um þrjár muljónir króna fram úr
áætlun.
Ástandið núna er ekki betra held-
ur þvert á móti. „Þetta er gríðarlegt
áfall. Við áætluðum 6,5 milljónir
króna til mokstursins fyrir allt árið
„Það má eigin-
lega líkja þessu
við náttúruham-
fafir. Þetta skall
á okkur strax í
október en þetta
er hlutur sem
við ráðum ekki
við," segir Ás-
geir Logi Ás-
geirsson, bæjar-
stjóri á Ólafs-
firði.
Ásgeir Logi
segir að síðan í
október hafi
bæjaryfirvöld á
Mikill snjór á Norðurlandí í vetur er nú að sliga fjárhag sveitarfélaga.
1999 en erum þegar komnir um 4
milljónir fram úr þeirri tölu og allt
haustið eftir," segir Rögnvaldur
Skíði bæjarstjóri.
„Við erum enn innan þeirrar tölu
sem við áætluðum en þær eru jafnan
hafðar í hærri kantinum. Það er þó
alveg greinilegt að við verðum að fá
gott haust ef þær áætlanir eiga að
standast. Við erum búnir með rúm-
lega 3 milh'ónir af þeim 6 muljónum
sem áætlaðar voru til snjómoksturs á
árinu öllu," segir Guðmundur Guð-
laugsson, bæjarstjóri á Siglufirði.
Rögnvaldur Skíði
Friðbjörnsson:
„Þetta er gríðar-
legt áfall."
DV-mynd gk
Ólafsfirði eytt 13,2 milljónum króna
í snjómokstur. Þar af hefur verið
mokað fyrir 5,9 milljónir síðan um
áramót sem lætur nærri að vera sú
upphæð sem áætlað var að snjó-
mokstur myndi kosta allt yfirstand-
andiár.
Eins og sjá má af framansögðu
hefur snjó verið mokað fyrir um 20
milljónir króna í Siglufirði, Dalvík-
urbyggð og Ólafsfirði frá áramótum.
Menn lifa í voninni um að síðari
hluti ársins verði snjóléttur svo ekki
verði um frekari „framúrkeyrslu" í
snjómokstri að ræða.         -gk
Rolling Stones
truflar Eimskip
- en það er í góðu lagi
„Auðvitað truflar þetta starfsemi
okkar en ég á von á að viðskiptavin-
ir okkar sjái í gegnum fingur með
þetta við okkur því flestir eru þeir
af þeirri kynslóð sem hlustar á Roll-
ing Stones," sagði Hjörleifur Jak-
obsson hjá Eimskip um væntanlega
tónleika Rolling Stones í Sunda-
höfh. „Við lítum þetta jákvæðum
augum og reynum að skipuleggja
vinnuna á gámasvæðinu með þeim
hætti að hlutirnir gangi upp. Við
stefnum að því að rýma gámasvæð-
ið á 12-24 tímum og koma því í samt
lag á svipuðum tíma."
Jake  Berry,  ffamkvæmdasfjóri
hjá Rolling Stones, dvelur enn hér á
landi til skrafs og ráðagerða um tón-
leikana. Hann snæddi á veitinga-
staðnum Við Tjörnina um helgina
og var síðan gestur í einkasam-
kvæmi hjá Ragnheiði Hanson tón-
leikahaldara. Hann lætur sér ekki
nægja að skoða aðstæður við Sunda-
höfn heldur fer víða og skoðar ýmis
svæði sem hentað gætu til tónleika-
halds fyrir aðrar hljómsveitir í ná-
inni framtíð.
„Jake Berry skynjar þann áhuga
sem er á íslandi úti i heimi og sér
hér ýmsa möguleika. Hann sér jafn-
vel ísland fyrir sér sem hljómsveit-
Gámasvæði Eimskips í Sundahöfn verður rýmt á mettíma ef af tónleikum
Rolling Stones verður
arpall fyrir allan heiminn og það
má geta þess að meðal næstu verk-
efna hans er heimsreisa U2 á næsta
ári," sagði Guðrún Kristjánsdóttir
sem er meðal fylgdarmanna hans
hér á landi en Jake Berry býr í
einkaíbúð í miöbæ Reykjavíkur og
er á sextugsaldri eins og fram hefur
komið í fréttum.
Stefnt er að því aö gefa út yfirlýs-
ingu í þessari viku um tónleika
Rolling Stones 1 Sundahöfn sem þá
verða haldnir í næsta mánuði - ef af
verður.                  -EBR
Norðlensk vísindi
Nú er að síga á seinni hlutann í
kosningabaráttunni og frambjóð-
endur farnir að einbeita sér að að-
alatriðum kosninganna. Litlu mál-
in verða að víkja fyrir þeim stóru,
enda veltur allt á grundvallarmál-
unum hvað kjósendur kjósa í kjör-
klefanum.
Fyrir norðan er hart barist um
þingsætin og eins og gefur að
skilja er tekist á um það sem helst
má verða til þess að fólk haldi
áfram að búa fyrir norðan. Eitt af
stóru málunum sem þeir Halldór
Blöndal og Steingrfmur J. Sigfús-
son kýta um, er Kísiliðjan við Mý-
yatn, vísindastarfsemi á svæðinu.
í því sambandi hafa þeir félagarn-
ir rætt og ritað um nauðsyn þess
að efla norðlensk vísindi enda
heldur Halldór Blöndal því fram
að það ráði mestu um vísindalegar
niðurstöður, hvar vísindamenn
hafa bækistöðvar sínar. Hann vill þess vegna að
þeir vísindamenn sem sinna rannsóknum við
Mývatn hafi aðsetur fyrir norðan en ekki fyrir
sunnan.
Steingrímur hefur bent Halldóri á að Rann-
sóknarstofnunin við Mývatn sé staðsett við Mý-
vatn, en heldur því fram að það geri ekki til þótt
starfsmenn dvelji hér og hvar á landinu og flest-
ir í Reykjavík. Steingrímur er með þá kenningu
	í
[¦;	^ I
	'-"5F>
¦	/ K
A	n
	'lf.
að vísindin og niðurstöður þeirra fari ekki eftir
því hvar menn búi, heldur hvaða afrakstur fæst
af rannsóknunum, hvar sem þær eru fram-
kvæmdar.
Á þetta getur Halldór ekki fallist og um þetta
hafa þeir þrætt af kappi, frambjöðendurnir
skórulegu í Norðurlandskjördæmi eystra, og all-
ar líkur benda til að þetta mál ráöi úrslitum i
kosningunum nyrðra.
Af því Dagfari heldur með Hall-
dóri álítur Dagfari að Halldór hafi
rétt fyrir sér þegar hann segir að
niðurstöður rannsókna vísinda-
manna hljóti að vera háðar því
hvar vísindamennirnir búi. Það
gefur augaleið að vísindarannsókn-
ir við Mývatn geta gjörbreyst við
það eitt að vísindamaðurinn sem
framkvæmir rannsóknirnar hefur
lögheimili fyrir sunnan. Ekki
vegna þess að hann sinni öllum
störfum sínum fyrir sunnan, enda
verður vísindantaður sem rannsak-
ar Mývatn að koma að Mývatni til
að geta rannsakað Mývafn. Heldur
vegna þess að vísindi geta verið
allt öðruvísi, eftir því hvar vísinda-
maðurinn á lögheimili. Á því
byggjast niöurstöður vísindanna.
Furðulegt má telja að Steingrím-
ur skilji ekki þetta sjónarmið Hall-
dórs, sem lýsir vitaskuld best
hvaöa hug Steingrímur ber til kjördæmisins.
Halldór hugsar hlýtt til Mývatns og visindanna
og kjósenda sinna og vill að þeir sem starfa í kjör-
dæminu búi í kjördæminu, meðan Steingrímur
er svo ruglaður að halda að vísindin geti orðið
eins, hvort sem vísindamaðurinn hefur lögheim-
ili fyrir norðan eða sunnan.
Svo halda menn að kosningar skipti ekki máli?
Dagfari
sandkorn
Kona í vesturbænum
Sverrir Hermannsson, formað-
ur Frjálslynda flokksins, boðaði til
blaðamannafundar í gær þar sem
hann ætlaði að tilkynna hverjir
hefðu lagt 3000 krón-
ur og meira í kosn-
ingasjóði flokksins.
Menn biðu náttúr-
lega spenntir eftir
þessum upplýsing-
um og fjölmenntu
til Sverris. Von-
brigðin urðu hins
vegar nokkur
þegar foringinn
tók til máls og ætlaði að leggja
spilin á borðið. í ljós kom að eini
aðilinn sem lagt hafði 3000 þúsund
krónur eða meira í kosningasjóð-
inn var „kona í vesturbænum".
Afmælispirringur
Eins og margir tóku efiaust eftir
átti farsímafyrirtækið Tal eins árs
afmæli í gær og seldi í tilefni þess
GSM-síma á krónu. Auk þess voru
ýmis önnur tilboð.
Eifthvað fór tilboðið
í pirrurnar á gamla
og stóra Símanum
því að eftir að
fréttir af tilboðinu
höfðu birst viða í
fjölmiðlum til-
kynnti risinn,
með Þórarin V.
Þórarinsson stjórn-
arformann í broddi fylkingar, að
nú skyldi hundraðþúsundasti við-
skiptavinur farsímakerfa Símans fá
verðlaun. Sérkennilegur afmælis-
söngur hjá Þórarni....
Ráðherraefnín
Nokkuð hefur verið rætt um
möguleg ráðherraefni stiórnar-
flokkanna í næsfu ríkisstjórn sem
yfirleitt er talið að verði hin sama
og nú. Úr röðum
sjálfstæðismanna
hefur       Árni
Mathiesen, oddviti
á Reykjanesi, verið
nefndur sérstak-
lega til sögunnar,
auk Arnbjargar
Sveinsdóttur,
oddvita á Aust-
fjörðum. Sameinast
þarna ráðherra úr Reykjanesi, sem
mundi væntanlega hafa forgang, og
kvenráðherra. En þarna finnst ófá-
um gengið fram hjá Sólveigu Pét-
ursdóftur sem, þrátt fyrir tap í
varaformannskjöri flokksins, býr
yfir mikiUi reynslu, er jú kona og
þykir t.d. mundu sóma sér vel í
dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Úr
röðum framsðknarmanna hefur
Siv Friðleifsdóttir aðallega verið
nefnd og einnig Guðni Ágústsson,
sá er fannst hann líða eins og
Gunnari á Hliðarenda eftir
hópeflisnámskeiðið góða....
Kosninganótt
Einvígi sjónvarpsstöðvanna um
hylli áhorfenda á k'osninganótt er
enn á ný 1 uppsiglingu. Síðustu
kosningar hefur Stöð 2 þótt hafa
vinninginn, ekki
síst þar sem þar á
bæ hafa menn
líka reynt að hafa
gaman af þessu.
Auk     sjálffa
kosninganna er
alltaf boðið upp
á eitthvert létt-
meti. Heimild-
ir Sandkorns segja
að nokkur urgur sé í Spaugstofu-
grínurum, Erni Árnasyni og fé-
lögum, vegna þessa. Ástæðan sé
sú að fyrir síðustu kosninganótt
gerðu þeir 10 sketsa, eða atriði, en
einungis fjórir voru sýndir. Ætli
menn að dusta rykið af þeim sex
sem eftir eru og senda í loftið á
laugardag segir hundalógíkin
mönnum að sketsarnir sex séu lé-
legri en þeir fjórir sem sýndir
voru síðast og menn eitthvað
öðruvísi í „fyndninu".
Umsjón Haukur L. Hauksson
Netfang: sandkorn @ff. is
I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40