Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 103. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 6. MAI1999
Viðskipti
Þetta helst: ...Viðskipti á Verðbréfaþingi 1.050 m.kr. ... Úrvalsvísitala Aðallista hækkar
um1,4%  ...Samherji hækkar um 1% ... Hagnaður Opinna kerfa 66,6 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi ...
Tap Kælismiðjunnar Frost 12 m.kr. á liðnu ári ... Verð hlutabréfa í hærra lagi að mati FBA .
Viðhorfskönnun DV til íslenskra fyrirtækja:
Flugleiðir og Baugur
njota minnst traust
- óvenjumargir óákveðnir
Flugleiðir og Baugur eru þau fyrir-
tæki á íslandi sem njóta minnsts
trausts samkvæmt nýrri könnun DV.
Spurt var: Hvaða íslensks fyrirtækis
berð þú minnst traust til? Það sem
kemur einna mest á óvart er hve
margir gátu ekki nefnt neitt fyrir-
tæki. Alls voru 600 manns spurðir en
384, eða 64% aðspurðra, voru óá-
kveðnir eða gátu ekki nefnt neitt fyr-
irtæki. Konur voru töluvert óákveðn-
ari en karlar - tæp 70% þeirra voru
óákveðin eða svöruðu ekki en 59%
karla svöruðu ekki. Af þeim sem
svöruðu báru flestir minnst traust til
Flugleiða, en Baugur er skammt und-
an. Athygli vekur að ef Bónus, Hag-
kaup og Nýkaup eru tekin með Baugi
þá skýst félagið á toppinn og nýtur
minnsts traust allra. Það kom fram í
DV í gær að íslensk erfðagreining
nyti mikils trausts og að fólk hefði
trú á íslenskum rannsóknum og
tækni. Á sama hátt kemur ekki á
óvart að fyrirtækið nær þriðja sæti
yfir ótraustustu fyrir-
tækin. Fyrirtækið hefur
verið mjög mikið í frétt-
um siðastliðið ár og ljóst
er að margir eru vantrú-
aðir á störf þess.
Sammerkt með þeim
fyrirtækjum sem þykja
ótraust er að þau eru
mikið í fréttum. Það
sama á við þegar traust-
ustu fyrirtækin eru
skoðuð. Það kemur því
ekki á óvart að það séu
að miklu leyti sömu fyr-
irtæki sem þykja traust
og ótraust.
Jákvæð eða
neikvæð umræða
Það virðist ekki skipta máli hvort
umræða um fyrirtæki er neikvæð
eða jákvæð. Ef umræða er um fyrir-
tæki á annað borð kemst það yfirleitt
á lista yfir traust og ótraust fyrir-
ÓtniverðugusUi fyrirtækin	
Fyrirtæki	«s
Flugleiðir	25
Baugur	18
fslensk erfðagrening	11
FJmskip	9
Hagkaup	9
Landssimni	8
Nýkaup	7
Bónus	6
Frtður2000	6
(slandsbanki	6
(slenskar sjávarafurðir	5
KEA	S
	1     1
tæki. Umræða um Flug-
leiðir gengur jafnan út á
afkomutölur en umræða
um einokunaraðstöðu
þeirra skýtur upp kollin-
um öðru hvoru. Á sama
hátt hefur uppbygging
Baugs verið hröð og
markviss og vel staðið
að málum þar. Nýafstað-
ið hlutafjárútboð gekk
vonum framar og ljóst
að fjárfestar hafa mikla
trú á fyrirtækinum.
Samt kemur fyrirtækið
illa út. Umræða um ís-
lenska erfðagreiningu
hefur verið með afbrigðum neikvæð
en samt kemst fyrirtækið ofarlega á
báða listana. Það má því álykta sem
svo að fólki detti fyrst i hug þau fyr-
irtæki sem mest séu í fréttum.
Margt annað skemmtilegt kemur
fram í könnuninni. Friður 2000 virð-
ist vera óvinsælt, en bara hjá konum
Ótrúverðugustu fyrirtækin þegar fyrirtæki innan Baugs eru sameimið	
Fyrirtæki Baugur	Ms 40
Flugleiðir íslensk erfðagreining	25 11
Eúnskip	9
Landssáninn Friður2000 (slandsbanki Landsbardurm	8 6 6 6
Hnnskrstöðin fslandspóstur (slenskar sjávarafurðir KEA	6 5 5
	5
því enginn karl minntist á það. Enn
fremur eru nokkur opinber fyrirtæki
óvinsæl. Ríkisútvarpið, Tollstjórar,
Tryggingastomun og ÁTVR fá öll
nokkur atkvæði og kemur það
kannski ekki á óvart.
-BMG
Vægi atvinnugreina á hlutabréfamarkaði
Upplýsingatækni
4%
Bygginga-og  L^agfnar
verktakastarfsemi
2%
Þjónusta og verslun
4%
Fjárfestingarfélög
2%
Sjávarútvegur
32%
Fjármál og tryggingar
29%
Iðnaöur og framleiösla
6%
Samgöngur
14%
Olíudreifing
6%
fs^I
Fjármálamarkaðurinn:
Fjölbreytni eykst
Með tilkomu nýrra fyrirtækja hefur
fjölbreytni aukist mikið í fjárfesting-
arkostum á hlutabréfamarkaði. Fyrir
fáum árum voru sjávarútvegsfyrir-
tæki í miklum meirihluta á verðbréfa-
þinginu og fjárfestar áttu ekki kost á
að dreifa áhættu sinni með skynsam-
legum hætti. Mikil fylgni var milli af-
komu fyrirtækja á hlutabréfamarkaði
en með innkomu fleiri fjármálastofn-
ana og verslunarkeðja hefur fjöl-
breytni og möguleikar á áhættudreif-
ingu aukist mjög mikið.
í dag eru 58 félög á Aðallista og
Vaxtarlista Verðbréfaþings íslands.
AÐALFUNDUR
Fimmtudaginn 20. maí 1999, kl. 17:15
í húsnæði íslandsbanka við Kirkjusand, 5. hæð.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstórf skv. samþykktum sjóðsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Önnur mál.
Þær breytingar sem lagt er til að verði gerðar á samþykktum
sjóðsins miða að því að aðlaga samþykktir sjóðsins
lífeyrissjóðalögunum frá 1997 og reglugerðum sem hafa
verið settar í kjölfar laganna.
Tillögur til breytinga á samþykktum liggja frammi á
skrifstofu sjóðsins og geta sjóðfélagar nálgast þær þar eða
fengið þær sendar í pósti. Einnig er hægt að nálgast
samþykktirnar á vefnum á slóðinni www.vib.is undir
lífeyrismál.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á aðalfundinnl
Boðið verður upp á kaffiveitingar.
LÍFEYRIS-
SJÓDUR
arkítekta og
tæknifræoinga
Kirkjusandur,
155 Reykjavík
Sími: 588-9170
Myndsendir: 560-8910.
Rekstraraðili:
VÍB
Sími: 560 8900
Netfang: vib@vib.is
Veffang: www.vib.is
Þau 20 stærstu, eða 35% af heildar-
fjöldanum, eru með 77% af heildar-
markaðsvirði markaðarins. Fyrir-
tækjum hefur fjölgað jafnt og þétt
undanfarin ár og allt bendir til þess
að sú þróun haldi áfram. Velta hefur
að sama skapi aukist mjög og var
velta fyrstu fjóra mánuði þessa árs
um 11 milljarðar samanborið við 2,5
milljarða á síðasta ári. Hins vegar hef-
ur hægt á veltu að undanförnu eftir
að flestir sérfræðingar hafa spáð því
að hlutabréfaverð standi í stað eða
lækki jafnvel. Hins vegar telja margir
að hér sé um eðlilega aðlögun mark-
aðarins að ræða því verð hafi víða
veriðofháttskráð.         -BMG
Gengið áfram
stöðugt
Gengi íslensku krónunnar hefur
verið stöðugt undanfarið og fátt bendir
til að breyting verði þar á. Það er mat
sérfræðinga FBA, að minnsta kosti
næstu tvo til þrjá mánuðina. Vaxta-
munur milli krónunnar og þeirra
mynta sem mynda gengisvisitölu is-
lensku krónunnar annars vegar og
hertar aðgerðir Seðlabanka íslands og
aukin sókn hans í erlent fjármagn vega
hvort annað upp með þeim afleiðing-
um að krónan helst stöðug. Markmið
Seðlabankans eru skilgreind í lögum
og eitt af þeim er að halda gengi krón-
unnar innan ákveðinna vikmarka.
Gengi krónunnar hefur sveiflast mikið
til frá því að Reibor-vextir voru fyrst
reiknaðir og nú velta menn fyrir sér
hvort stefnubreytingar sé að vænta hjá
Seðlabankanum. Margir spá því að
Seðlabankanum takist ekki að halda
genginu innan skilgreindra marka. Al-
mennt hafa seðlabankar víða um heim
fallið frá þeirri stefnu að styðja við
gengi og nú velta menn fyrir sér hvort
Seðlabanki íslands ætli að falla frá
þeirri stefnu sinni. Hins vegar benda
sérfræðingar FBA á að ekki séu mikl-
ar líkur á stefnubreytingum hjá Seðla-
banka íslands.             -BMG
viðslciptca
molar
WTO höfuðlaus
Heimsviðskiptastofnunin WTO
hefur verið sem höfuðlaus her
undanfarið vegna þess að aðildar-
ríki stomunarinnar hafa ekki
komið sér saman um nýjan for-
stjóra. Það eru einkum lönd Vest-
ur-Evrópu sem deila við Asíulönd
og virðist deilan vera í hnút og
engir sáttafundir eru komnir á
dagskrá.
Gengi deCode hækkar
Hlutabréf í deCode hafa hækkað
um meira en 10% að undanförnu.
Bréfin seljast nú á bilinu 22 til 23
dollara. Þetta gerist eftir að ís-
lenskri erfðagreiningu var form-
lega veitt leyfi til reksturs mið-
lægs gagnagrunns á heilbrigðis-
sviði.
Hlutafé Uppsprettu
orðiö 973 miiljónir
Innborgað hlutafé Uppsprettu
Icelandic Capital Venture S.A.,
sem var stofnað 25. september
1998, er orðið 973 milljónir. Fyrsti
aðalfundur félagsins, sem er
áhættufjárfestingarfélag í umsjá
Kaupþings hf. og Kaupthing Lux-
embourg S.A., var haldinn á föstu-
dag. Þetta kemur fram á við-
skiptavef Vísis.is.
Tap hjá Oz
Velta Oz.com á fyrsta fjórðungi
þessa árs var 111,3 milljónir en
velta allt síðasta ár var 294 millj-
ónir. Nokkurt tap varð á
rekstrinum fyrstu mánuðina eða
7,6 milljónir. Forsvarsmenn Oz
segjast ánægðir með afkomuna og
segja hana vera í samræmi við
væntingar. Hagnaðar er ekki að
vænta fyrr en á næsta ári.
Doliari hækkar
gagnvart jeni
Gengi doilarans hækkaði í gær
og í fyrradag gangvart jeni. Það
má rekja til skorts á úrræðum jap-
anskra ráðamanna til að rétta úr
þeirri efhahagskreppu sem verið
hefur undanfarin ár. Dollari hefur
hækkað um 6% gagnvart jeninu
frá áramótum. Nú er gert ráð fyr-
ir að sölupantanir japanskra út-
flytjenda muni halda aftur af að
jenið verði veikara á næstu dög-
um.
Frekari vaxtalækkanir
í Bretlandi?
Englandsbanki er að velta fyrir
sér hvort hann eigi^að lækka vexti
nú, í sjöunda skipti á átta mánuð-
um. Vextir eru nú 5,25% og er
mikill þrýstingur frá atvinnulífi í
Bretlandi að lækka vexti enn frek-
ar. Þær lækkanir sem verið hafa
undanfarna mánuði hafa borið
nokkurn árangur og sýnir at-
vinnulif í Bretlandi þess skýr
merki.
Deutsche Bank
eykur hagnað
Deutsche Bank í Þýskalandi jók
hagnað sinn um 36,5% á fyrsta
fjórðungi þessa árs. Forsvars-
menn bankans eru ánægðir og
telja horfur i Evrópu betri nú en
oft áður.
Vaxtalækkanir í Kanada
Seðlabanki Kanada lækkaði í
gær vexti. Markmið vaxtalækkun-
arinnar er að örva hagkerfið og
efla fjárfestingu, en merki eru á
lofti um að hægt hafi á hagkerf-
inu. Talsmenn bankans teh'a að
lækkunin muni ekki örva verð-
bólgu og að hún verði á bilinu
1-3%. Hagvöxtur í Kanada var
0,1% minni fyrstu þrjá mánuði
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40