Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 103. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
FIMMTUDAGUR 6. MAI1999
Spurningin
Hverjir eru helstu kostir
þess að búa á íslandi?
Þórður  Ragnarsson  verslunar-
srjóri: Hreint loft og falleg náttúra.
Guðmundur Símonarson sölu-
maður: Skemmtilegt fólk og góðir
ljósmyndarar á DV.
Elísabet   Eyjólfsdóttir   nenii:
Hreint vatn og sætir strákar.
Elísabet   Sveinsdóttir   nemi:
Hreint loft og sætir strákar.
Sigurbjörn Þór Þórsson nemi:
Það er skemmtilegt að búa hérna.
Bárður  Ingi  Helgason  nemi:
Kringlan er hérna.
Lesendur
Sakhæfar stjórn
valdsaðgerðir?
Garðar H. Björgvinsson skrifar:
Nú er svo komið
að hópur smá-
bátaeigenda hefir
tekið sig saman
og ráðið einn
virtasta lögmann
landsins til að
reka mál gegn
ríkinu vegna þess
mikla vanda sem kvótakerfið í sjáv-
arútvegi hefir valdið þeim. Hver
stjórnvaldsaðgerðin eftir aðra gegn
náttúruvænum veiðum með króka á
grunnslóð hefir rekið aðra. Ekki er
um að villast hver tilgangurinn er;
að útrýma öllum smáútgerðarmönn-
um, öllu einstaklingsframtaki við
sjávarsíðuna.
Allur smábátaflotinn er varla
hálfdrættingur á við t.d. selinn.
Ekkert er gert í því að nytja fugla-
björgin kringum landið, en svart-
fugl innbyrðir um 60.000 tonn af
þorski á seiðagöngutímanum sé
miðað við 8 ára fisk (hver fugl fyllir
sig þrisvar á sólarhring af 8-10 mm
seiðum) . Ekkert er gert af viti til
þess að hefja hvalveiðar, en þær
verða ekki hafnar öðruvísi en með
samvinnu og vilja náttúruverndar-
samtaka þjóðanna. Sé hægt að tala
um syndsamlegt athæfi, þá er það
synd hvernig búið er að gera hverja
atlöguna annarri verri gegn ein-
yrkjum kringum landið.
Þúsundir einstaklinga á íslandi
hafa orðið beint og óbeint fyrir fjár-
hagslegu og andlegu tjóni, í nafni
Svartfugl t.d. innbyrðir um 60.000 tonn af þorski
á seiöagöngutímanum sé miðað við 8 ára fisk,
segir Garðar m.a. í bréfinu.
laga af hálfu þeirra stjórnvalda er nú
brosa og lofa bót og betrun eina ferð-
ina enn. Haldi fram sem horfir mun
tvennt gerast; fólksstraumur frá
landinu eykst, en þeir sem sterkari
eru munu brjóta af sér okið og berj-
ast með einhverjum hætti, jafnvel
málaferlum.    Menn
horfa ekki lengur á þá
mismunun sem fylgir
sölu og Ieigu á lifandi
fiski úti á hafi.
Það er sakhæft að að
bjóða upp á 80% af
matsverði nýrra báta
eftir að hafa rýrt svo
verksvið bátanna að
ekki var hægt að lifa af
notkun þeirra. Það er
sakhæft að blekkja fólk,
og bjóða 80% úrelding-
arstyrk sem skattfrjáls-
an og standa svo ekki
við það. Það er sakhæft
að ganga þannig frá
kaupum varðandi slík-
an gjörning að ekki fá-
ist að endurgreiða og
bakka út eftir að blekk-
ingin var ljós.
Dæmi: í greininni
hafa menn farið milli
hólfa, selt aflaviðmið-
unarbát á 30-60 millj-
óna virði, þótt viðkom-
andi  bátur  sé  ekki
nema   3-8   milljóna
króna virði og keypt
sér nýja báta og komið
þeim inn í dagakerfið og þannig
stuðlað að fækkun veiðidaga. - Hér
hefur verið drepið á lítið brot af
allri mismununinni í smábátakerf-
inu. Og senn hefjast ein mestu
málaferli íslandssögunnar er standa
munu næstu fjögur ár.
Biskup og forsætisráðherra
Albert Jensen skrifar:
í „Yfirheyrslu" á Stöð tvö sl. mið-
vikudagskvöld 30. apríl sl. virtist
gæta andúðar hjá háttvirtum for-
sætisráðherra á því að biskup ís-
lands skuli lýsa yfir skilningi á ótta
aldraðra og öryrkja ef óbreytt
ástand verði, þ.e.a.s. að núverandi
ríkisstjórn verði áfram við stjórn.
Málsnjall ráðherrann getur sleppt
aö gera sér upp skilningsleysi, hann
er nógu vel gefinn til að vita að
biskup sér hvað núverandi stjórn-
völd eru fjarri réttlátri stjórnun og
láta sem þau sjái ekki þá þjóðfélags-
hópa sem verst eru settir.
Biskup býr yfir mikilli mann-
gæsku og óttast ekki reiði hvers
konar ofiátunga og biður um velferð
fyrir alla. Væri háttvirtum forsætis-
ráðherra nær að taka hann sér til
fyrirmyndar en að streða við að
vera allt í öllu og yfir allt hafinn.
Hann veit greinilega ekki hvað lítil-
læti er.
Þjóðin þarf að gefa forystumönn-
um núverandi srjórnar kost á end-
urhæfingu í mannréttindum og þá
er víst að öðruvísi verður hér um-
horfs á næsta kjörtímabili.
Hvað er fram undan?
Snorri Bjarnason skrifar:
Ef það sem nú er
að gerast er upp-
hafið að þriðju
heimsstyrjöld-
inni, sem senni-
lega myndi þá
verða sú síðasta,
getur enginn sagt
um hvað gæti
gerst. Við vitum að heimurinn er í
upplausn og maðurinn er búinn að
sýna það að hann ræður ekki við að
gera upp þann stóra reikning sem
nú liggur fyrir. Þá er aðeins einn
eftir, það er sá sem öllu ræður og
allan vanda getur leyst.
Hvað okkur íslendinga varðar
erum við í svo mikilli sérstöðu
vegna legu landsins, sögu þjóðar-
innar og óumdeilanlegs eignaréttar
okkar á landinu. Okkar aðalsmerki
er að við höfum engan her og höfum
ekki útkljáð okkar mál gagnvart
öðrum þjóðum með vopnum heldur
skynsamlegum rökum og samning-
Bréf ritara er ofarlega í huga f ullnaðarslgur okkar í lýðveldisbaráttunni og af-
mæli kristnitöku í landinu. - Frá lýðveldlsafmæli í Reykjavík á síðasta ári.
HÍÍH®^ þjónusta
allan sólarhringii
sent mynd af
bréfum siiium sem
irt verða á lesendasíðu
um. Þess vegna eigum við ekki
heima í neinu hernaðarbandalagi.
Það er sorglegt að við skulum hafa
verið dregin inn í að taka ákvörðun
um að ráöast inn í Serbíu með
þennan lofthernað sem hefur og á
eftir að hafa hryllilegar afleiöingar.
Nú nálgast alþingiskosningar og
átta og hálfur mánuður til ársins
2000. ísland kemur mikið við sögu á
aldamótahátíðinni. Þá er þúsund
ára afmæli kristnitökunnar á ís-
landi og Reykjavík verður útnefnd
ein af menningarborgum Evrópu.
Við verðum að taka okkur ærlegt
tak ef við eigum að rísa undir því,
svo margt eigum við ólært.
Við unnum fullnaðarsigur í sjálf-
stæðisbaráttunni 17. júní 1944 þegar
yið lýstum yfir stofnun lýðveldis á
íslandi. Við sem vorum stödd á
Þingvöllum þann mikla rigningar-
dag þegar hjörtu allra íslendinga
slógu í takt, gleymum því aldrei.
Síðan eru liðin 55 ár og grun hef ég
um einhver af núlifandi hjörtum ís-
lendinga hafi misst úr slög og takt-
urinn því brenglast.
III tíðindi úr
bönkunum
Ragnar skrifar:
Það eru ill tiðindi sem manni
berast úr bönkunum, að þeir
skuli allir vera í þann veginn að
hætta að nota hinar ágætu banka-
bækur og fara út í það sem þeir
kalla „yfirlit" og senda mönnum,
óski þeir þess. Alla vega um ára-
mót sagði einn bankamaðurinn
aðspurður er ég kannaði hvort
þetta væri yfirleitt rétt. SPRON
hefur þegar tekið upp þetta nýja
kerfi, enda mun ég ekki skipta við
þá bankasamstæðu. Búnaðar-
bankinn og Landsbankinn leyfa
manni enn að nota bankabækurn-
ar. Ég vona að a.m.k. Landsbank-
inn sjái aumur á viðskiptavinum
sem hafa ekki notað annað en
bankabækur frá æskuárum. Það
er of seint að rétta manni eitt-
hvert „yfirlit" þegar og ef fólki
þóknast. Ég vil sjá færslurnar í
bók eins og áður. Takk.
Gagnagrunnur -
endanlegur sigur
K.Ó. skrifar:
Ég sé ekki betur en andstæð-
ingar gagnagrunnins umdeilda
geti lagt upp laupana í deilunum
um þessa bráðnauðsynlegu fram-
kvæmd Kára Stefánssonar. Hann
er framsýnn vísindamaður og
enginn samlandi hans hafði ein-
urð í sér til þess að ríða á vaðið.
Nú dugar ekki öfund. Sannleikur-
inn er sá að í framtíðinni mun
verða spurt, t.d. í umsóknum,
hvort viðkomandi sé í „grunnin-
um". Sé hann ekki í grunninum,
þá vaknar samstundis einmitt tor-
tryggni gagnvart hinum sama
hver sé ástæðan fyrir því að geta
þess sérstaklega að hann sé þar
ekki. Sé merkt við, t.d. í starfsum-
sókn, að viökomandi sé í grunnin-
um, vekur það enga tortryggni og
enga umræðu. En hvers vegna að
óttast gagnagrunninn? Veikleik-
ar, t.d. vegna geðveilu, drykkju-
sýki, skapofsa o.þ.h. eru ættgeng-
ir og því verður ekki breytt hvað
sem á gengur.
Gömlu bílarnir
í umferð
Konni hringdi:
Nú er aldeilis stand á Godda-
stöðum. Ég meina í bilaumboðun-
um. Þau sitja uppi með hundruð
notaðra bíla, sem ekki hafa gengið
út svo glatt að undanförnu vegna
brjálæöisins í sölu nýju bílanna.
Nú sitja umboðin uppi með þá
gömlu, auk þess sem almennar
bílasölur bjóða notaða bíla á
kjarakjörum. Sannleikurinn er sá
að hér hafa ávallt verið betri kaup
1 notuðum bílum en nýjum vegna
ýmissa orsaka. En nú eiga sem sé
gömlu bílarnir að komast i um-
ferð, þegar eftirspurn í þá nýju
linnir. En markaðurinn er bara
mettur í bili og ekki öruggt að
nein eftirspurn verði eftir bílum
yfirleitt. Að því kemur þó. Spurn-
ing er hve lengi gamlir bílar geta
staðið óseldir. Eða þarf að flytja
notaða bíla út í hundraða tali?
Viðkvæmt
efnahagslíf
Fróði hringdi:
Það er staðreynd sem öllum er
ljós, að við íslendingar erum fáir
og tæpt stendur að okkur sé kleift
að halda uppi sjálfstæðu ríki með
sérstöku og einstaklega sérhæfðu
efnahagslífi. Það er því að vonum,
að margir kvíði framtíðinni ef hér
verða miklar breytingar í stjórn-
arfarL Það er ljóst að slíkt þolir
þjóðin ekki núna, og allra síst eft-
ir þaö góðæri sem hér hefur geng-
ið yflr og er enn til staðar. Stór
spurning er því hvort íslenskt
efnahagslíf þoli yfirleitt mikið
breytt stjórnarfar, t.d. vinstri
stjórn með miklum uppskuröi
efnahagslífsins. Gengið hefur
ekki veriö fellt hér í 6 ár og hvað
þýddi þaö eitt fyrir okkar fá-
menna þjóðfélag í dag? Já, hér má
ekki verða kollsteypa, svo mikið
er víst.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40