Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 103. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
FMMTUDAGUR 6. MAI1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjómarforma&ur og útgáfustjórr. SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL PORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasóluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Skásta kerfi sem við þekkjum
Oft heyrist, að tómahljóö sé í því lýðræði, sem gefi
fólki færi á að fara á kjörstað á fjögurra ára fresti til að
taka afstöðu til stjórnmálaflokka, sem allir gæti al?
mennra viðhorfa og ýmissa sérhagsmuna og séu fúsir tií
að svíkja sérloforð sín til að komast til valda.
Mörg sérmál, sem kjósendum er annt um, ganga
þversum gegnum flokka og fá ekki afgreiðslu í þjóðarat-
kvæðagreiðslum, sem tíðkast til dæmis í Sviss og víða í
Bandaríkjunum. Slík mál verða alltaf út undan, þegar
um þau er fjallað í óbeinu stórflokkalýðræði.
Reynslan sýnir samt, að kjósendur telja lýðræðið vera
nógu virkt til að hafa fyrir því að kjósa tvisvar sinnum
á fjögurra ára fresti, annars vegar í byggðakosningum
og hins vegar í þingkosningum. Þátttaka er meiri í kosn-
ingum hér á landi en í flestum öðrum löndum.
Réttur til að velja þingmenn, sem síðan velja ríkis-
stjórn og setja landinu lög, er hornsteinn lýðræðis, þótt
hvert atkvæði skipti litlu máli. Ekkert annað keríi losar
fólk á auðveldan hátt við valdaspfLlta ráðamenn, sem
hafa verið lengur við völd en þjóðinni er hollt.
Kjósendur ganga að vísu með misjafna hugsun að
kjörborðinu. Ekki er ný bóla, að margir vilji láta þing-
menn skaffa. í gamla daga voru atkvæði keypt og seld,
en nú er meira beðið um þjónustu við víðari sérhags-
muni, einkum þó útvegum fjármagns til byggðastefnu.
Ekki er heldur nýtt, að margir krossi við sitt lið eins
og þeir hafa alltaf gert og munu alltaf gera, rétt eins og
stuðningsmenn fótboltafélaga. Kannanir sýna raunar, að
hollusta við flokka er á undanhaldi. Kjósendur eru fús-
ari en áður til að taka áhættuna af nýju vali.
Gjalda ber samt varhug við rannsóknum, sem sýna,
að kjósendur séu almennt með opinn huga og velti mál-
um fyrir sér jafnvel fram á kjördag. Þetta byggist á svör-
um þeirra sjálfra og gerir ráð fyrir, að þeir fari með rétt
mál og geti metið, hvenær þeir hafi ákveðið sig.
Misjafh sauður er í mörgu kjósendafé. Sjá má af aug-
lýsingum stjórnmálaflokka, að þeir víla ekki fyrir sér
grófar sögufalsanir til að bæta ímynd sína. Slíkar aug-
lýsingar eru ekki samdar án þess að einhverjir að baki
séu sannfærðir um eymd og heimsku almennings.
Kjósendur eru misjafnlega meðvitaðir um hlutverk
sitt á kjördegi. Þeir hafa mismikið kynnt sér menn og
málefhi. Þeir láta í misjöfnum mæli ahnannahagsmuni
eða sérhagsmuni sitja í fyrirrúmi. Slíkt dregur ekki úr
gildi aðferðarinnar við að velja valdamenn.
Lýðræði stendur ekki og fellur með því, að allir kjós-
endur séu fyllilega meðvitaðir um það, sem þeir eru að
gera, og hagi sér í samræmi við það. Lýðræði byggist
meira á leikreglunum sjálfum og möguleikanum á að
skipta út fólki án þess að það kosti borgarastríð.
Öðrum þræði eru kosningar og aðdragandi þeirra
eins konar þjóðhátíð eða eins og risavaxinn kappleikur.
í gamla daga flykktust Miklagarðsmenn á paðreiminn til
að sjá bláa og græna liðið keppa. Pólitíkin í dag er einn
af paðreimum og hringleikahúsum tilverunnar.
Gerð eru forrit til að reikna þingmenn út og inn eftir
niðurstöðum nýjustu skoðanakannana eða
samanlögðum niðurstöðum margra. Veðjað er á
gamalreynda klára og óþekkta fola. Hástigi nær
Eurovision stemmningin um talningarnóttina, þegar
tölvur gubba spám í síbylju.
Þannig er lýðræðið sumpart leikur og sumpart alvara,
sumpart innantómt og sumpart innihaldsríkt. Það er að
vísu vont kerfi, en samt það skásta, sem við þekkjum.
Jónas Kristjánsson
„Auðvitað eru aðgerðir vestrænna lýðræðisríkja algjört neyðarbrauð en enginn annar kostur virtist betri," seg-
ir Jónas m.a. í greininni. Flugvélar frá NATO í árásarferð til Belgrad.
Staðreyndir
skipta engu máli
Oft er það svo að staðreyndir
eru virtar að vettugi í stjómmála-
umræðu. Þá skiptir meira máli
hvað fólk heldur að sé en er í
raun. Þetta hafa áróðursmeistarar
allra tíma vitað. Forsendur fyrir
sliku eru annaðhvort vanþekking
almennings eða einhliða áróður í
alræðisríkjum, nema hvort
tveggja sé. Hið síðarnefnda er
furðu lífseigt en lýðræðislegt
stjórnarfar breiðist út smám sam-
an, hægt en örugglega. Þá ríkir
frelsi til máls og miðlunar upplýs-
inga af öllu tagi með vissum tak-
mörkunum, sem kveðið er á um í
lýðræðislegum lögum. Hitt er eins
víst að hvergi er raunverulegt lýð-
ræði nema grunnmenntun al-
mennings sé til staðar vítt og
breitt.
Fréttamaður Sky
fékk varla að
komast að en
sagði þó að varla
nauðguðu flug-
menn sprengju-
flugvéla konum í
Kosovo.
Hið sama sögðu
utanríkisráðherr-
ar Rússlands og
Júgóslavíu sem og
síbyljan í opinber-
um fréttamiðlum í
Serbíu. Þetta geta
menn sagt á með-
an hundruð þús-
unda Albana vitna
um hið gagnstæða!
Fólk á flótta hlýtur
Kjallarínn
Jónas Bjarnason
efnaverkfræðingur
Alræði í Evrópu
Margir hafa sennilega orðið
steinhissa þegar allt í einu birt-
ist áróðursríki á Balkanskaga.
Enginn fer varhluta af öllum
ósköpunum og skelfingunni
sem nú eiga sér þar stað.
Hundruð þúsunda Albana eru
nú á flótta frá Kosovo undan
serbneskum lögreglu- og hersveit-
um; ofbeldisverkin eiga sér enga
hliðstæðu í Evrópu síðastliðna
hálfa öld nema að nokkru leyti í
átökum Serba við aðra á undan-
förnum árum.
Nýlega hlustaði höfundur á
samtal fréttamanns Sky News og
Paic, eins af aðalráðgjöfum stjórn-
arinnar í Belgrad, í beinni útsend-
ingu. Umræðuefnið var flóttinn
frá Kosovo og ástæður hans. Paic
býsnaðist yfir öllum áróðrinum í
fjölmiðlum NATO-ríkjanna; hann
hélt því m.a. fram að flóttinn staf-
aði eingöngu af sprengjuárásum
þeirra og að hann hafnaði algjör-
lega að ofbeldisverkum Serba í
héraðinu   væri   um   að   kenna.
„Sumir eru á móti því að Banda-
ríkin hagi sér sem alþjóðalög-
regla og óskapast síðan út í þau
fyrir að sinna ekki ofsóttum Kúrd-
um að sama skapi í Tyrklandi."
að vita sjálft best af hverju! Menn
geta varla verið með réttu ráði! Á
meðan samningar stóðu yfir i Par-
ís á milli deiluaðila ásamt fulltrú-
um NATO voru ofbeldi, fjöldamorð
og flótti í fullum gangi; 23 herfylki
með á annað hundruð þúsund
manns undir vopnum voru komin
til Kosovo áður en nokkur sprengja
hafði faUið!
íslenskir beturvitar
Ögmundur Jónasson sagði í
Ríkisútvarpinu að flóttinn væri
vegna sprengiárása og þær væru
glæpur gagnvart júgóslavnesku
þjóðinni! Það er verst að hans
naut ekki við 1938 þegar reynt var
að semja við Hitler í Múnchen eft-
ir innlimun Austurríkis og Súd-
etahéraðanna.         Þessi
tugga Ögmundar oil. er
móðgun við íslendinga
og serbnesku þjóðina
sem hefur verið mötuð
með bulli. Fyrr eða síðar
munu staðreyndir máls-
ins verða öllum kunnar á
Balkanskaga og annars
staðar, einnig á íslandi.
Ýmsir aðrir hatarar
Bandaríkjanna og NATO
hafa verið með fánýta
samanburðarfræði og
spádóma um afleiðingar
málsins. „Af óllum gerð-
um mistaka eru spádóm-
ar ófyrirgefanlegastir
(Eliot)." Sumir eru á
móti því að Bandaríkin
hagi sér sem alþjóða-
lögregla og óskapast
síðan út í þau fyrir að
sinna ekki ofsóttum
Kúrdum að sama skapi
í Tyrklandi. Það mál er
því miður mun flókn-
ara, m.a. þar sem Kúrd-
ar eru þjóðarbrot í
fimm ríkjum. Banda-
ríkin hafa þó bundið hendur Sadd-
ams gagnvart Kúrdum í írak. Von-
andi verður Kúrdum liðsinnt
næst.
Siðferðilegt stríð gegn
alræðisöflum
Auðvitað eru aðgerðir vest-
rænna lýðræðisríkja algjört neyð-
arbrauð en enginn annar kostur
virtist betri. Sumir umræddra
gagnrýnenda töldu að málið hefði
átt að fara fyrir Sameinuðu þjóð-
irnar en það er bara til að drepa
málið með neitunarvaldi nýs Vys-
hinskys (herra Njet) frá Rússlandi
og fulltrúa lýðræðislauss Kína.
Samtökin væru þá komin í sömu
stöðu og Þjóðabandalagið forðum.
Jónas Bjamason
Skoðanir annarra
Skattamisréttið er óviðunandi
„Tími er fyrir löngu kominn til að afnema það
misrétti í skattalógum, að persónufrádráttur eih-
staklinga í hjónabandi er ekki að fullu millifæran-
legur. Nú er aðeins 80% persónuafsláttar þess hjóna,
sem minni hefur tekjurnar, millifæranlegur til frá-
dráttar. Þetta ákvæði bitnar fyrst og fremst á fjol-
skyldum, þar sem annað hjóna hefur ekki nægar
tekjur til að nýta sér persónuafsláttinn að fullu. Hafi
hjónin bæði nógu háar tekjur fær hvort fyrir sig að
sjálfsögðu fullan frádrátt. Því má ætla, að þetta
ákvæði bitni fyrst og fremst á fjölskyldum, sem
minnstar hafa tekjurnar. Slíkt er óviðunandi."
Úr forystugreinum Mbl. 5. maí.
Pólitísk samtrygging
„Enginn deilir um það að kosningabarátta flokka
og einstakra frambjóðenda kostar nú orðið gífurlega
fjármuni, hér á landi sem erlendis ... Sumir íslensku
flokkanna hafa ekki einu sinni verið reiðubúnir til
þess að leggja á borðið upplýsingar um hversu mikl-
um fjármunum þeir eyða í kosningabaráttu sína,
hvað þá að þeir skýri frá því hverjir það eru sem í
reynd borga brúsann ... Einungis sterkt almennings-
álit getur haft áhrif á í þá átt að upplýsa þetta best
varðveitta leyndarmál hinnar pólitísku samtrygging-
ar, því flokkamir munu ekki gera það ótilneyddir."
Elías Snæland Jónsson í Degi 5. maí.
Myndefni fjölmiðlanna
„Það er orðin viðtekin klisja í umfjöllun um mynd-
miðla nútímans að segja þær kynslóðir sem alist hafa
upp með augun límd við skjáinn vera læsari á
myndefni og geti tileinkað sér hraðar og betur ýmis
tæknileg atriði og margmiðlunartrix en þeir sem
eldri eru ... Sjálfsagt má benda á hugsanlegt tækni-
legt uppeldisgildi af afþreyingarefni í sjónvarpi og
kvikmyndum, en kunnátta barna og unglinga á því
sviði ræðst áreiðanlega fremur af öðrum ástæðum en
þeim hversu oft þau fara í bíó eða liggja fyrir fram-
an sjónvarpið ... Þarna liggur kjarni vitrænnar um-
ræðu um sjónvarp þótt nauðsynlegt sé að greina
skýrt á milli hvers konar efni er verið að tala um."
Hávar Sigurjónsson í Mbl. 5. maí.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40