Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 103. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						16
¦¦^^T' .

*
FIMMTUDAGUR 6. MAI 1999
-----------------------------------------------------^ jj2j^j£)_yjjj----------------------------------
Húsfélag í fjölbýlishúsi við Álftamýri vill taka viðhaldsmálin föstum tökum:
Rétt f organgsröð
sparar peninga
„Við höfum áhuga á því að fá
óháðan aðila til að meta viðhalds-
þörf hússins og setja hlutina í
ákveðna forgangsröð, hafa eftirlit
með húsinu. Við teljum að með því
megi spara tíma og orku íbúanna,
ná fram verulegum sparnaði og
viðhalda verðmæti eignarinnar.
Þetta snýst einfaldlega um að auka
lífsgæði íbúanna," segja þær Guð-
rún Gunnarsdóttir, Sif Cortes og
Hanna Rúna Harðardóttir sem
skipa stjórn húsfélagsins að Álfta-
mýri 32-36 i Reykjavík.
Fjögur húsfélög eru í blokkinni,
eitt fyrir hvern stigagang og síöan
eitt sameiginlegt fyrir allt húsið.
Eins og í óðrum húsfélögum hafa
húsfundir síðla vetrar og snemma
á vorin farið i að ræða hvað eigi að
gera i viðhalds- og viðgerðarmál-
um og hvað ekki. Sýnist þá sitt
hverjum og getur verið erfitt að
komast að niðurstöðu sem allir
sætta sig við. Fyrir fjórum árum
fóru fram umfangsmiklar viðgerð-
ir á húsinu og einnig nokkrum
árum áður. Þá hafði safnast upp
vandi sem varð að taka á með
áhlaupi. Kostnaðurinn, sem varð
verulegur á hverja íbúð, er eitt-
hvað sem íbúarnir hugsa ekki til
með brosi á vör. Áhugi hefur því
kviknað á því að taka öðruvisi á
málum.
„Okkur var bent á fyrirtæki,
Verkvang, sem býður svokallaðan
viðhaldsvörð, kerfi þar sem fylgst
er náið með viðhaldsþörf hússins
og allar framkvæmdir skráðar
nákvæmlega niður. Þetta kefi var
kynnt á húsfundi hjá okkur í vik-
unni og verður tekið til atkvæða-
greiðslu á næsta fundi. í fijótu
bragði sýnist okkur að þarna sé
um að ræða einfalda og hag-
kvæma leið til að halda utan um
viðhald. Þá skiptir ekki síst máli
að óháður aðili metur hvað þarf að
gera og hvenær, leitar tilboða og
kemur þannig í veg fyrir löng og
ströng fundahöld sem geta orðið út
af einföldustu framkvæmdum.
Þess vegna var þessi kynning á
viðhaldskerfinu eiginlega eins
og himnasending fyrir okk-
ur í srjórn þessa stóra
húsfélags."
Þegar
nálgun á við
haldi hússin
var  kynnt
brá mögum
að heyra að
eðlilegur
viðhalds-
kostnað-
ur næmi
1-2% af
ver ð-
mæti
eign-
a r -
inn-
þetta hlutfall ræðst einnig af þátt-
um eins og hvernig viðhaldi er yf-
irleitt háttað og almennri um-
gengni.   Reyndar
vilja    þessir
þættir hald-
ast    í
hendur á þann hátt að lélegt við-
hald kallar á slæma umgengni og
gott viðhald á góða.
Sparnaður
„Við erum sammála um að stöðugt
og kerfisbundið eftirlit með viðhalds-
þörfinni getur sparað íbúunum stórfé.
Þannig geta tiltölulega einfaldar að-
gerðir eins og málum komið í veg
fyrir eða hægt mjög á skemmd-
um af vóldum sprungu-
myndunar. Þetta geta
sérfróðir aðilar met-
ið hverju sinni.
Með stofnun
f r a m -
kvæmdasjóðs mun húsfélagið síðan
hafa handbært fé þegar kemur að
framkvæmdum og þannig sparast lán-
töku- og vaxtakostnaður. Ef fresta má
einhverjum framkvæmdum liggur féð
óhreyft á meðan og safnar vöxtum.
Fólk er orðið mun meðvitaðra um
ávöxtun peninga í dag og það getur
hver séð að þetta er góð ávöxtunar-
leið."
Þær stöllur segja að eftir 4-5 ár
verði hægt að gefa út „heilbrigðisvott-
orð" fyrir húsið en á því verði ná-
kvæmlega tiltekið hvað hafi verið
gert og hvenær og hvað þurfi að gera.
„Þegar íbúðir verða seldar þarf ekki
að tína til eitthvað sem fólk heldur að
sé búið að gera og það heldur að eigi
eftir að gera. Það verður allt nákvæm-
lega skjalfest. Aö auki fylgir möguleg
inneign íbúðarinnar í framkvæmda-
sjóði. Þetta hlýtur að verða til hægð-
arauka við kaup og sölu íbúða í
húsinú," segja þær Guðrún,
Sif og Hanna Þóra.
-hlh
Fresturinn til að láta gera eignaskiptayfirlýsingar framlengdur:
Lagaskyldan í fullu gildi
- segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins
„Þ6 fresturinn til að láta gera
eignaskiptayfirlýsingar hafi verið
framlengdur er lagaskyldan til að
gera slíkar yfirlýsingar enn í fullu
gilui og menn eiga að nota tímann
vel," segir Sigurður Helgi Guðjóns-
son, hæstaréttarlögmaður og for-
maður Húseigendafélagsins, við
DV.
Frestur til að láta gera eigna-
skiptayfirlýsingar fyrir fjöleigna-
hús var framlengdur um tvö ár, frá
1. janúar í ár til 1. janúar árið 2001.
Að þeim tíma liðnum verður eigna-
skiptayfirlýsing skilyrði fyrir þing-
lýsingum á eignayfirfærslum, þing-
lýsingu kaupsamninga og afsala.
Liggi slík yfirlýsing ekki fyrir 1.
janúar 2001 getur það valdið töfum í
fasteignaviðskiptum. Vilji húseig-
endur forðast tafir vegna fasteigna-
viðskipta og örtröð hjá löggiltum
aðilum sem gera eignaskiptayfirlýs-
ingar, er ráðlegt að nota tímann vel
og láta gera slíka yfirlýsingu hið
fyrsta.
Forðast þrætumál
Með eignaskiptayfirlýsingu er
verið að skrá skiptingu fjöleignar-
húsa og réttindi og skyldur eigenda.
Skráð er niður hver séreignin er og
hvaða sameign fylgir hverjum sér-
eignarhluta. Með þessu er fundið út
það hlutfall sem hver eigandi á að
greiða í sameiginlegum kostnaði
við sameign. Þá er skráð í eigna-
skiptayfirlýsingum hvort bílastæði
eru skipt eða óskipt og ýmsar kvað-
ir ef einhverjar eru.
að gera eignaskiptayfirlýsingar.
Þegar slík yfirlýsing hefur verið
gerð þarf að leggja hana inn hjá
byggingarfulltrúa til samþykktar.
Síðan er henni þinglýst. Þetta ferli
getur tekið tíma, jafnvel nokkra
mánuði. Listar yfir nöfn þeirra fyr-
irtækja sem vinna eignaskiptayfir-
lýsingar liggja frammi í afgreiðslu
Húsnæðisstofnunar og á mörgum
fasteignasölum.
Þó raðhús falli almennt undir lög
um fjöleignarhús er matsatriði i
hverju tilviki fyrir sig hvort þarf
eignaskiptayfirlýsingu um raðhús.
Ef lóð og hús eru séreign hvers eig-
anda er ósennilegt að eignaskipta-
leyfi þurfi. Upplýsingar um slíkt
fást annars hjá byggingarfulltrúa.
Eignaskiptayfirlýsingar:
Leita skal tilboða
Töluverður kostn-
aður    getur
fylgt  því
að láta
gera eignaskiptayfirlýsingu um
húsnæði. DV hafði á dögunum sam-
band við nokkra þeirra aðila sem
sjá um gerð slíkra yfirlýsinga og
spurði um verð á mati tiltekinna
stærðareininga af húsnæði. Svörin
gefa nokkra hugmynd um hvað hús-
eigandi getur þurft að greiða ef
eignaskiptayfirlýsingin er á allra
einfaldasta veg. Inn í dæmið geta
svo komið ýmsir þættir sem geta
hækkað verðið, svo sem mat á bíl-
skúr, hvort um margskipta sameign
er að ræða og hvort útlit hússins er
flókið og fleira. Eftir því sem fleiri
íbúðir eru metnar í einu lækkar
verð á hverja þeirra hlutfallslega.
Grundvallaratriði er hins vegar
að leita tilboða áður en farið er af
stað í þessa framkvæmd.
-hlh
Kunnugir segja reynsluna sýna
að eignaskiptayfirlýsing sé nauð-
synleg svo ekki séu þrætumál í
gangi um hver eigi hvað og hver
eigi að borga hve mikið.
Löggiltir aðilar
Yfir 170 aðilar hafa löggilt leyfi til
Grunnkostnaður eignaskiptayfirlýsíngar
Ólafur Halldórsson eignasklptalýsandl
Stefán Sigurösson ehf. verkfræöiþjónusta
GÁJ lögfræöistofa ehf.
Rekstrarverkfræöist. Önn hf.
Teiknistofan Smiöjuvegi llc
Tvíbýllshús   8 íbúöa stlgagangur Fjölbýlishús  5 húsa raöhús
40.000 kr.    65.000 kr.         65.000 kr.   70.000 kr.
45.000 kr.    70.000 kr.         80.000 kr.   77.000 kr.
40.000 kr.    70.000 kr.         60.000 kr.   75.000 kr.
35.000 kr.    80.000 kr.         50.000 kr.   60.000 kr.
34.000 kr.    62.000 kr.         50.000 kr.   75.000 kr.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40