Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 103. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 6. MAI1999
¦^k; r! I h/u ;
*-JJJ IV^J^J _fJ
2$,
Ægir lokkar og laðar.
Þá er ekki eíngöngu
átt við sjómenn. Marg-
ir vilja helst ekki eyða
frítímanum nema á hrað
hátnum eða skútunni.
Þá er adrenalínið oft og
tíðum í hámarkí.
Draumurinn
rætist
Jakob Fenger trésmiður leggur
í júní upp í ársferð á skútunni
Black Bear ásamt eiginkonu
og syni. Áfangastaður er Miðjarð-
arhafið. Eiginkona Jakobs er
Gunnhildur Emilsdóttir, sem hef-
ur rekið matstofuna Á næstu grös-
um. Sonur þeirra heitir Emil og er
13 ára. „Við ætlum að kenna hon-
um sjálf næsta vetur," segir Jak-
ob. „Með nútímatækni, tölvupósti
og öðru, verður það gerlegt."
Skútan er 39 fet, eða um tólf
metrar, og hún er tæpir fjórir
metrar á breidd. „íbúðin í skút-
unni er nokkuð rúmgóð, enda
minnsta kosti var
fólk voðalega hissa.
Þetta er sama fólk og
ég hef sagt frá
draumi mínum í tutt-
ugu ár.
Þegar  árið  2000
gengur í garð býst
Jakob  við  að  fjöl-
skyldan verði á Móltu,
Sikiley eða í Túnis.
Hraði og spenna
Jakob Fenger og fjölskylda hans leggja brátt upp í ársferö á skútunni Black
Bear. „Þetta er stór breyting frá þessu daglega streöi. Ég hef alltaf verið
hundleiður á lífsgæðakapphlaupinu."                     DV-mynd E.ól.
daginn vinnur Haraldur
Þórðarson við að ryðverja
s bíla, þrífa þá og bóna. Þegar
vel viðrar ver hann stórum hluta
frítímans í hraðbátnum sem hann á
með föður sínum.
Hann er hrifinn af öllu hrað-
skreiðu; bátum, bílum, vélsleðum og
mótorhjólum. Fyrir utan hraðbátinn
segist hann eiga einn hraðskreiðasta
BMW-bílinn á landinu. Hann á líka
torfærumótorhjól. „Ég fæ adrena-
línkikk út úr þessu. Það má segja að
ég sé spennufikill. Mitt aðaláhugamál
er hraði og spenna."
Bátur hefur verið í eigu fjölskyldu
Haralds frá því hann var 5 ára. „Við
eignuðumst fyrsta almennilega spítt-
bátinn í kringum 1990. Við pabbi
keyptum svo þennan bát í Flórída í
fyrra." Blár og hvítur bátur feðganna
er 22,6 fet sem eru rúmir sex metrar.
Báturinn gengur allt að 70 mílur eða
milli 120 og 130 kílómetra á klukku-
stund.
„Við fórum mest á Þingvallavatn
qg erum líka mikið á Viðeyjarsundi."
Á sumrin fer Haraldur stundum út á
bátnum um miðnætti á laugardags-
kvöldum og nýtur sólarlagsins. „Það
er ekki óvinsælt hjá dömum að koma
með. Svo hef ég lagt bátnum í Reykja-
víkurhöfn og farið að djamma. Svo
hefur maður kannski haldið áfram og
siglt í Hafnarfjarðarhöfn. Ég hvorki
reyki né drekk," bætir hann við.
Hann býst við að fara til Spánar i
sumarfríinu. „Þar mun ég líklega
leigja bát." Stefnan er tekin á Vest-
mannaeyjar um verslunarmanna-
helgina. Þangað ætlar hann að sigla'
á hraðbátnum.
Áhugamál Haralds eru dýr og þess
vegna vinnur hann mikið. „Svo er
um að gera að lifa lifinu og skemmta
sér." Hann á íbúð en leigir hana og
býr hjá foreldrum sínum. „Ég er bara
rétt um tvítugt."             -SJ
valdi ég hana með tilliti til þess að
við ætluðum að búa um borð."
Hjónin eru búin að eiga skútuna
í eitt ár og er hún sú fyrsta sem
þau eignast. „Við höfðum leigt
skútu í Miðjarðarhafinu til að æfa
mig."
Jakob segir að í tuttugu ár hafi
hann dreymt um að eignast skútu.
Um tíma komst hann næst
draumnum með því að vinna sem
háseti á fiskiskipum. Gunnhildur
hefur einnig verið til sjós, en hún
var kokkur um tíma. Sameiginleg-
ur draumur hjónanna er að ræt-
ast. Jakob viðurkennir að þetta sé
stærsta ævintýri lífs síns. „Þetta
er stór breyting frá þessu daglega
streði. Ég hef alltaf verið hundleið-
ur á lífsgæðakapphlaupinu."
Jakob segir að með ferðinni sé
það frjálsræðið sem heillar mest.
„Maður ræður sínum eigin tíma
að mestu leyti. Það er líka gaman
að kynnast framandi og öðruvísi
menningu."
Líklegt er að Jakob muni sækja
um tímabundna vinnu í einhverj-
um af þeim löndum sem liggja við
Miðjarðarhafið, en verkfæri hans
verða um borð.
Hann segir að þegar fréttist af
fyrirhugaðri ferð fjölskyldunnar
hafi margir ekki trúað því. „Að
Fljótandi sumarbústaður
eir sem hafa hug á að setjast
í skipstjórasætið á hraðbát-
um og seglskútum þurfa að
hafa nám að baki. Það er m.a. hægt
að læra í Siglingaskólanum. Bóklega
námið, sem er 125 kennslustundir,
veitir skipstjórnarréttindi á 30
tonna báta og minni. Verklegi þátt-
urinn sem bætist við námið er ein-
göngu fyrir þá sem hyggjast sigla
skútum. „Því miður eru engir verk-
legir tlmar fyrir þá sem ætla að sigla
hraðbátum," segir Benedikt H. Al-
fonsson, skólastjóri Siglingaskólans.
„Þeir verða að fá kunnáttumann
með sér í fyrstu ferðirnar en tiltölu-
lega einfaldara er að sigla hraðbát-
um en skútum. Fyrst og frernst ber
að hafa í huga að fara ekki of hratt
þegar menn eru að átta sig á hvern-
ig báturinn lætur að stjórn."
Skútusiglinganámskeiðinu er
skipt í tvö aðskilin námskeið. Á því
fyrra er fengist við seglin og hvern-
ig báturinn hagar sér. „Ýmis örygg-
isatriði þurfa að vera á hreinu svo
allt gangi vel. Menn verða að gæta
þess að vindur sé ekki of mikill þeg-
ar lagt er af staö, en eftir því sem
menn eru þjálfaðri geta þeir farið út
í meiri vindi. Á seinna námskeiðinu
læra menn m.a. um skipsrjórnina
þannig að viðkomandi verði örugg-
ur og geti fengist við vind og sjólag,
án þess að lenda í neinum vandræð-
um. Þetta er náttúrlega allt æfing og
þjálfun."
Hlutfall þeirra er svipað sem eiga
hraðbáta og seglskútur hér á landi.
„Margir eiga gamla kvótalausa flski-
báta og sumir þeirra eru hraðbátar.
Hins vegar er ekki mikið um eigin-
lega hraðbáta. Talsvert er þó um
skútur, eða tæplega hundrað á öllu
landinu."
Skúturnar eru oftast sjósettar í
byrjun maí. „Það fer eftir því hvort
farið er að hlýna en í skútum þarf að
klæða sig eftir veðrinu."
Benedikt segir að þetta áhugamál
sé ekki dýrt í sjálfu sér. „Ef um er að
ræða bát með góðri íbúð þá kostar
hann álika mikið og sumarbústaður.
Best er þegar nokkrir eiga bát sam-
an, en þá myndi hann nýtast betur."
-SJ
„Ymis öryggisatriði þurfa að vera á hreinu svo allt gangi vel. Menn verða
að gæta þess að vindur sé ekki of mikill þegar lagt er af stað."
DV-mynd Teitur
b
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40