Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 Afmæli Kristján Sveinsson Kristján Sveinsson, svæðisstjóri hjá Olíufélaginu hf., Kirkjubraut 5, Akranesi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kristján er fæddur á Akranesi og ólst þar upp. Hann lauk Samvinnuskólaprófi 1969. Hann varð fulltrúi hjá Samvinnu-bankanum á Akranesi og starfaði hjá Samvinnutryggingum frá 1969 til Kristján Sveinsson. 1987 er hann hóf störf hjá Olíufélaginu hf. Einnig hefur Kristján verið umboðsmaður Samvinnuferða- Landsýnar á Akra-nesi frá 1982. Hann hefur verið bæjarfulltrúi Akranes- listans frá 1998 og 1. varaforseti bæjarstjórnar Akraness frá sama tíma ásamt því að vera varamaður í bæjarráði frá 1998. Kristján var stjórnarformaður Sem- entsverksmiðju ríkisins á árunum 1991 til 1993 og í stjóm Sementsverk- smiðjunnar hf. frá 1993. Einnig hefur hann verið í Knattspyrnuráði Akra- ness og Knattspyrnufélagi ÍA um árabil og stjórn Skátafélags Akraness. Fjölskylda Kristján kvæntist 23.9 1972 Sigrúnu Höllu Karlsdóttur, f. 30.7. 1950, sjúkraliða. Foreldrar Sigrúnar eru Karl Sigurðsson kaupmaður og Álfhildur Ólafsdóttir. Börn Kristjáns og Sigrúnar eru Álfhildur, f. 15.12. 1975, ferða-fræðingur; Karl Kristinn, f. 17.2. 1979, nemi; Sveinn, f. 7.12.1984, nemi. Systkini Kristjáns eru Guðrún Margrét, f. 1.11. 1944, kennari, gift Páli Ingólfssyni landfræðingi; Örnólfur, f. 20.11. 1947, lögregluvarðstjóri, giftur Guðrúnu Bjömsdóttur, og Sigurbjörn, f. 13.8. 1955, fulltrúi hjá Starfsmannahaldi Varnarliðsins, giftur Dagbjörtu Hansdóttur. Foreldrar Kristjáns voru Sveinn Kristinn Guðmundsson, f. 22.12. 1911, d. 17.1. 1998, fyrrverandi bankaútibússtjóri Samvinnu- bankans á Akranesi, og kona hans, Guðrún Þórey Ömólfsdóttir, f. 3.8. 1914, d. 9.8. 1997, húsmóðir. Hjalti Elíasson Hjalti Elíasson rafverktaki, x Álfhólsvegi 12A, Kópavogi, er sjötugur í dag. Starfsferill Hjalti fæddist í Saurbæ í Holtum og ólst þar upp. Hann nam rafvirkjun við Iðnskólann f Reykjavík og tók sveinspróf 1951. Meistarabréfið fékk hann síðan 1954. Hann hefur verið í forystusveit íslenskra bridgespilara um áratugaskeið, landsliðsmaður á árunum 1959 til 1979, landsliðsfyrirliði og þjálfari 1987 til '*■ 1990 auk þess að vera margfaldur íslandsmeistari í sveitakeppni og tví-menningi. Þá var hann formaður Bridgefélags Reykja-vikur 1967 til 1969 og forseti Bridgesambands Islands 1974 til 1979. Fjölskylda Hjalti kvæntist 24.6. 1950 Guðnýju Málfríði Pálsdóttur, f. 2.7. 1929, húsmóður. Foreldrar Guðnýjar voru Páll Jónsson, skólastjóri og Sigríður Guðnadóttir, Skagaströnd. Böm Hjalta og Guðnýjar eru Páll, f. 16.2. 1950, framkvæmdastjóri, giftur Sigríði Björg Sigurjónsdóttur viðskiptafræðingi, þau eiga tvo syni, Sæþór og Hjalta; Pjetur, f. 6.12. 1956, kerfisforritari, giftur Ellu Þórhallsdóttur deildarmeinatækni, þau eiga þrjá syni, Þórhall Pál, Hallgrím Jón og Pjetur; Sigurður Elías, f. 18.1. 1958, verkfræðingur, giftur Ingrid Nesbitt, þau eiga tvo syni, James Elías og óskírðan son; Eiríkur, f. 20.11. 1964, rafvirki, giftur Elínu Sigríði Jónsdóttur lyfjatækni, þau eiga eina dóttur, Guðnýju Ingu. Páll, Pétur og Sigurður Elías reka tölvunarfyrirtækið Hugbúnað hf. Systkini Hjalta era Valdimar, f. 20.7, 1911, d. 15.10. 1982, garðyrkjubóndi; Elín, f. 12.11. 1913, d. 13.3. 1971, húsmóðir; Ingibjörg, f. 12.10.1915, d. 18.5. 1989, húsmóðir; Þórður, f. 21.4. 1917, bilstjóri; Páll, f. 30.3. 1918, d. 22.6. 1984, bóndi; Sigurður, f. 19.6. 1920, d. 11.10.1988, garðyrkjumaður; Hjörtur, f. 22.5.1923, lögreglumaður. Foreldrar Hjalta voru Elías Þórðarson, f. 21.2. 1880, d. 8.11. 1970, bóndi í Saurbæ í Holtahreppi, og Sigríður Pálsdóttir, f. 15.6. 1884, d. 3.10.1965, húsmóðir i Saurbæ. Hjalti og Guðný kona hans verða að heiman í dag. Hjalti Elíasson. skólanefnd Fljótshlíðarskóla og bamavemdamefnd Fljótshlíðarhrepps 1982 til 1990. Hreppsstjóri í Fljótshlíðarhreppi 1984 til 1998, þegar embættið var lagt niður, jafnframt stefnuvottur frá 1992. í sóknarnefnd Hlíðarendakirkju og meðhjálpari frá 1984. Fjölskylda Daði giftist 3.10. 1983 Guðrúnu Runólfsdóttur, f. 7.12. 1959, húsmóður. Hún er dóttir Runólfs Runólfssonar verkstjóra og Kristínar Sigurðardóttur húsmóður. Börn Daða og Guðrúnar eru Kristrún *Rós Rósmundardóttir, dóttir Guðrúnar, f. 31.7. 1977, kjötvinnslumaður; Þórhildur, f. 3.3. 1982, nemi í hönnun; Sigurður, f. 23.6. 1984, nemi, og Runólfur Óli, f. 7.2. 1993. Systkini Daða eru Tómas Börkur, f. 26.10. 1936, tæknifræðingur í Sviþjóð; Margrét, f. 10.7. 1944, bankastarfsmaður í Reykjavík; Inga Sigrún, f. 19.10. 1946, skrifstofumaður í Svíþjóð, og Helga, f. 1.4. 1951, skrifstofumaður og bóndi á Torfastöðum í Fljótshlið. Foreldrar Daða voru Sigurður Tómasson, f. 19.12.1897, d. 20.4.1977, bóndi og oddviti, og María Sigurðardóttir, f. 20.10 1909, d. í apríl 1977, húsmóðir. Þau bjuggu á Barkarstöðum allan sinn búskap. Daði verður að heiman í dag. Þú sérð það, heyrir það o g lest það á Vísi.is vísir.is Átta kraftmiklir fjölmiðlar: DV, Stöð 2, Dagur, Bylgjan, Viðskiptablaðið, Sýn, Mono og Vísir.is hafa sameinast um öflugasta íslenska fréttamiðilinn á Netinu - www.visir.is c/ I Z Daði Sigurðsson Daði Sigurðsson, bóndi á Barkarstöðum í Fljótshlíð, er sextugur i dag. Starfsferill Daði fæddist að Barkarstöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Skógaskóla 1956. Hann hefur unnið að búi á Barkarstöðum alla tíð, að undanteknum þrem vertíðum við fiskvinnslu í Vestmannaeyjum. Hann hefur staðið fyrir félagsbúi á Hvað gerðist? Barkarstöð- um síðan 1977. Hann er enn í stjóm skóg- ræktarfélags Rangæinga frá 1961. Hann hefur verið refaskytta í Fljótshlíðarhreppi frá 1962. Þá var hann í hreppsnefnd Fljótshlíðarhrepps 1978 til 1994, varaoddviti 1990 til 1994. Hann sat í Daði Sigurðsson. DV Til hamingju með afmælið 6. maí 95 ára Dórótea Jónsdóttir, Grandargötu 9, Siglufirði. 90 ára Þórgunnur Guðjónsdóttir, Litluhlíð, Skaftárhreppi. 85 ára Heiðveig Sörensdóttir, Auðbrekku 8, Húsavík. 80 ára Haukur Antonsson, Ránargötu 6, Reykjavík. 75 ára Ester Sigurbjömsdóttir, Breiðagerði 7, Reykjavik. Soffia Þorvaldsdóttir, Hamarsstíg 27, Akureyri. 70 ára Haraldur Hafliðason, Hátúni 6, Reykjavík Unnur Karlsdóttir, Veisu, Hálshreppi. 60 ára Bjöm Jónsson lögreglumaður, Grundarbraut 13, Ólafsvík. 50 ára Borghildur Antonsdóttir, Hrafnhólum 8, Reykjavík. Guðbjörg S. Stefánsdóttir, Barónsstíg 27, Reykjavik. Guðjón B. Guðmundsson, Emmubergi, Dalabyggð. Guðný M. Guðnadóttir, Boðagerði 8, Öxarfjarðarhr. Jóhann Þór Halldórsson, Miðleiti 1, Reykjavík. Magnús Óskar Ingvarsson, Bergvegi 13, Keflavík. 40 ára Anna Karen Ásgeirsdóttir leikskólaráðgjafi, Daltúni 15, Kópavogi. Friðrik Svanur Kárason sölumaður, Háaleitisbraut 36, Reykjavík. Gunnar Sveinbjörnsson augnlæknir, Hólastekk 1, Reykjavík. Ingveldur Ingvarsdóttir sjúkraþjálfari Lindarbergi 86, Hafnarfirði. Ólafur Ingi Mikaelsson, Leirubakka 9, Seyðisfirði. Sigríður Stefánsdóttir, Skútahrauni 8, Skútustaðahr. Vera Van Thi Nguyen, Tunguvegi 72, Reykjavík. Urval - hefur þú lesið það nýlega?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.